Morgunblaðið - 02.04.1987, Page 45

Morgunblaðið - 02.04.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 45 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Flugvirkjar Óskum að ráða flugvirkja til starfa á verk- stæði okkar á Akureyrarflugvelli. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist félaginu fyrir 15. apríl nk. fluqfélaq norditrlands IiF Akureyrarflugvelli — Box612, 602Akureyri. Sími 96-24973. Útgerðarmenn! Vanur togaraskipstjóri óskar að leigja bát á rækju- eða fiskitroll í sumar. Tilboð merkt: „Fiskur — 1360-10“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 13. þ.m. Matreiðslumaður óskast á veitingastað með fjölbreytta starf- semi í Reykjavík. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „M - 2128“. Framkvæmdastjóri Hestamannafélagið Fákur auglýsir eftir fram- kvæmdastjóra. Starfið felst í því að veita forstöðu skrifstofu félagsins, sjá um rekstur hesthúsa og annast um annan rekstur fé- lagsins. Starfið veitist frá 1. maí nk. Umsóknir óskast sendar til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 7. apríl, merktar: „F — 5895". Vélvirkjar — bifvélavirkjar Óskum eftir að ráða vél- eða bifvélavirkja nú þegar á verkstæði okkar. Upplýsingar í síma 40677. Hlaðbærhf. Birgðavörður Vegna veikinda vill stórt fyrirtæki í Austur- borginni ráða birgðavörð til starfa næstu 6 mánuði. Öllum umsóknum svarað og þær sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir helgi merktar „Birgðavörður — 1416“. Verkafólk Óskum að ráða nú þegar verkafólk til stand- setninga og þrifa á nýjum bílum. Upplýsingar gefur Jón V. Guðjónsson. Bifvélavirkjar Okkur vantar nú þegar vanan bifvélavirkja í hemlaviðgerðir. Unnið er eftir bónuskerfi. Umsóknir skulu vera skriflegar og greini m.a. frá aldri og fyrri störfum. Meðmæli æskileg. OlStilling Skeifunni 11 Símar 31340 og 82740 Símavarsla — sölumennska Óskum eftir að ráða starfskraft til að svara í síma og veita almennar upplýsingar um vörur okkar. Laun eftir samkomulagi. Vinnu- tími frá kl. 9.00-18.00, til greina kæmi styttri vinnutími. Upplýsingar veittar í síma 687954 frá kl. 13.00-18.00. Aukastarf 35 ára reglusamur fjölskyldumaður óskar eftir aukavinnu. Flest kemur til greina. Þeir sem áhuga kunna að hafa sendi nafn og símanúmer ásamt stuttri lýsingu á við- komandi starfi inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Traust — 2000". Skrifstofustarf Stúlka óskast til skrifstofustarfa hjá fyrirtæki í miðbænum. Uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „S — 5245". Verksmiðjuvinna Óskum að ráða konur og karla nú þegar til verksmiðjustarfa. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 18700. Verksmiðjan Vífilfell hf. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar fundir — mannfagnaöir , -' ii Stangaveiðifélag Reykjavíkur Opið hús Síðasta opna hús vetrarins verður föstudag- inn 3. apríl í félagsheimilinu á Háaleitisbraut 68. Húsið verður opnað kl. 20.30. Dagskrá: 1) Langá á Mýrum. Ingvi Hrafn Jónsson miðlar okkur af þekkingu sinni og reynslu. Hann lýsir veiðistöðum, segir frá tilraun- um og sýnir okkur myndir úr eigin safni og safni Rafns Hafnfjörð. 2) Veiðistaðagetraun. 3) Veiðihappdrætti. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. S VTR SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR Kjarr og lautir 1. ha. sumarbústaðarland á góðum stað í Grímsnesi til sölu. Mikil útborgun. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 7. apríl merkt: „S — 2129“. Netadrekar Til sölu litlir og stórir netadrekar 18-40 kíló. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 99-3149. Austurlenskt matreiðslunámskeið Hefjum í apríl verkleg námskeið í austur- lenskri matargerð. Nánari upplýsingar í símum 35708 og 641243. Vörubfll óskast Ölfushreppur óskar eftir vörubíl til kaups. Aðeins góður vestur-þýskur eða sænskur 6 hjóla bíll kemur til greina, árgerð 1982 eða yngri. Upplýsingar í síma 99-3800. Til foreldra og aðstandenda fatlaðra barna og unglinga á Reykjanesi Svæðisstjórn Reykjaness málefna fatlaðra athugar nú þörf fatlaðra barna og unglinga í Reykjaneskjördæmi fyrir sumarþjónustu. Með sumarþjónustu er átt við hvers konar tilboð sem inniheldur t.d. störf, tómstundir og lengri dvalir. Ástæðan fyrir þessari athugun er að Svæðis- stjórn hyggst gefa hlutaðeigandi sveitar- félögum og samtökum fatlaðra upplýsingar um þarfir fatlaðra þarna og unglinga fyrir sumarstarf, áður en gengið er endanlega frá skipulagningu þessarar þjónustu fyrir sumarið. Nauðsynlegt er að Svæðisstjórn hafi fengið upplýsingar um þessi atriði fyrir 15. apríl nk. í síma 651056 eða 651692 milli kl. 9.00 og 10.00 virka daga, eða bréfleiðis til skrifstofu Svæðisstjórnar Reykjaness, Lyngási 11,210 Garðabæ. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJANESSV/EÐI Flökunarvél — leiga Óskum að taka á leigu flökunarvél B-189V eða B-184, næstu 6 mánuði. Upplýsingar hjá framleiðslustjóra í símum 622800 og 29059. Grandi hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.