Morgunblaðið - 02.04.1987, Page 46

Morgunblaðið - 02.04.1987, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 MARKAÐSKANNANIR Námskeiðió fjallar um markaðskannanir og nota- gildi þeirra i allri ákvarðanatöku hjá framsýnum fyrirtækjum í dag. Lögð verður áhersla á að kynna hvernig hægt er að meta stöðu fyrirtækja út frá ákveðnum forsendum og taka ákvarðanir um stefnumótun I framtíðinni. Á námskeiðinu verður fjallað um eftirtalda þætti: OJIun upplýsinga: Utvínnsla upplýsingæ Nútkun upplýsinga: Úrtakskannanir. Flokkun upplýsinga. Til aðstoðar við Feriikannanir. Töllraeðileg úrvinnsla. ákvarðanatöko. Skoðanakannanir. Kynníng á níðurstððum. Tíifaunfr. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlaó öllum þeim, er fást við sölu og markaðsmál bæði hjá stofnunum og fyrirtækjum. Auk þess hentar námskeiðið vel þeim, er starfa að hönnun, vöruþróun og markaðs- setningu á nýjum vörutegundum. Leiðbeinendur. Ágúst Agústsson, markaðsstjóri Pólsins hf. og Christian Dam framkvæmdastjóri hjá Víkurvörur hf. Tími og staður:9. apríl, kl. 9.00—17.00 að Ánanaustum 15, 3. hæð. Scjórnunarfélag islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Ur myndinni „Thérese“, sem sýnd verður á hátíðinni í Regnboganum. „Thérese“ á franskri kvikmyndaviku Kvikmyndirnar „Thérese" og „Þrír menn og ein karfa“ verða á meðal niu nýlegra, franskra kvikmynda sem sýndar verða á franskri kvikmyndahátíð dagana 4. til 10. april í kvikmyndahúsinu Regnboganum. Hinar myndirnar sjö eru „Kjúkl- ingur í ediki“ eftir Claude Chabrol, „Augljós þrá“ eftir Claude Faraldo, „Dauðinn kemur aðeins tvisvar" eftir Jacques Deray, „Logn og heiðríkja — fárviðri eftir hádegi“ eftir Gérard Frot-Coutaz, „Rauður koss“ cftir Véra Belmont, „Sjóræn- ingjakonan" eftir Jacques Dillon og „Síðu frakkarnir" eftir Gilles Béhat. „Thérese“ eftir Alain Cavalier vann nýverið til sex Sesar-verð- launa í Frakklandi, m.a. sem besta myndin 1986, fyrir bestu leikstjórn og besta handrit. Og hún hlaut Dómnefndarverðlaunin á kvik- myndahátíðinni í Cannes sl. vor. „Þrír karlar" eftir Coline Serreau hlaut þrenn Sesar-verðlaun á síðasta ári m.a. sem besta myndin 1985. Elsta myndin er frá árinu 1984. raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar j|S ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í „ductile iron" pípur og fittings. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opn- uð á sama stað fimmtudaginn 30. apríl nk. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 SM" Tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkursvæðis Eftirlitið vill minna hundaeigendur á að ein- dagi árgjaldsins var í gær, 1. apríl. Eftir þann tíma falla ógreidd leyfi úr gildi. Við greiðslu gjaldsins sem er kr. 5.400 ber að framvísa leyfisskírteini og gildu hreinsun- arvottorði. Gjaldinu er veitt móttaka á skrifstofu eftirlits- ins, Drápuhlíð 14. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis. Skemmtiferð um borgina Laugardaginn 4. apríl bjóða sjálfstœðisfélögin í Reykjavik uppá hina árlegu skemmtiferð sína um borgina. Ekið verður um borgina undir leiðsögn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins til alþingiskosninga nú i vor, svo og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Rútur munu leggja af stað frá Valhöll kl. 13.00, 14.00 og 15.00. Að lokinni ökuferð verður boðið I kaffi I Valhöll. Við væntum þess að sem flestir sjái sér fært að koma. Sjálfstæðisfólögin i Reykjavik. Akranes — f ulltrúaráð Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akranesi heldur fund laugardaginn 4. apríl kl. 14.00 i Sjálfstæöishúsinu við Heiðarbraut. Fundarefni: Kosningavinnan. Frambjóðendur mæta á fundinn. Fjölmennum. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi. Keflavík Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Hafnargötu 46, verður opin mánudaga til föstudaga kl. 15.00-20.00 og laugardaga og sunnu- daga kl. 14.00-17.00. Símar 92-2021 og 92-4927. Stjórn fulltrúaráðsins. Borgarnes — Mýrarsýsla Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Sjálfstæðishúsinu Borg- arbraut 1. Opiö frá kl. 14.00-17.00 og frá kl. 20.00-22.00 alla daga fyrst um sinn. Sími 93-7460. Forstöðumaður skrifstofunnar er Örn Símonarsson. Garðabær — Bessastaðahreppur — kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Sjálfstæðishúsinu, Lyng- ási 12, Garðabæ. Opin alla daga, einnig laugardaga, frá kl. 9.00- 19.00, sími 54084. Fólk sem skipt hefur um heimilisfang, hefur einhvern tíma átt lögheimili erlendis eða haft erlendan ríkisborgara- rétt og námsmenn erlendis eru beðnir sórstaklega aö athuga hvort þeir séu á kjörskrá. Skrifstofan mun annast allar kærur i sambandi við kosningarnar og aöstoða við utankjörstaðakosningu ef þess er óskað. Lítið inn. Sjálfstæðisflokkurinn. Ólafsfirðingar og Dalvíkingar á réttri leið Almennir stjórnmálafundir verða haldnir á Ólafsfirði fimmtudaginn 2. apríl kl. 21.00 í Tjarnarborg og á Dalvík föstudaginn 3. apríl kl. 21.00 í Sæluhúsinu. Frummælendur verða efstu menn listans. Sjálfstæðisfélögin. Félagsfundur Hvatar Fimmtudaginn 2. apríl kl. 20.00 verður fundur í Valhöll um fjöl- skyldu- og jafnréttismál. Dagskrá: Setning: Maria E. Ingvadóttir formaður Hvatar. Ávarp: Friðrik Sophusson þingmaður og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Erindi: Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur, Víglundur Þorsteinsson framkvæmdarstjóri, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir varaformaður VR. Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri Elin Pálmadóttir og fundarritari Anna Kristjánsdóttir. Sjálfstæðisfólk fjölmennið. Stjórnin. Húsvíkingar á réttri Almennur stjórnmálafundur sunnudag 5. apríl í félagsheimilinu. Frummælendur: Efstu menn á lista Sjálf- stæöisflokksins í kjördæminu. Almennur félagsf undur Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn á Akureyri heldur almer...an reiags- fund fimmtudaginn 2. april i Kaupangi við Mýrarveg kl. 20.30. Fundarefni: Umræður um niðurstöður landsfundar. Frummælendur: Margrét Kristinsdóttir, Nanna Þórsdóttir, Þórunn Sigurbjörnsdóttir, Guðfinna Thorlacius og Björg Þóröardóttir. Önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.