Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Ungt fólk vill eigii- ast eigin íbúð eftir Harald Pál Gunnlaugsson Reynslan hefur sýnt okkur að ein helsta ósk ungs fólks í dag er að geta komist í sitt eigið húsnæði, vegna þeirrar ánægju og öryggis sem það veitir. Með þeirri breytingu sem átti sér stað í húsnæðismálum á síðasta ári, er ljóst að stefnumál sjálfstæðismanna um eign fyrir alla er orðið að veruleika. Hvað gerðist? Með samkomulaginu milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins varð sú breyting á húsnæðismálum að fé var veitt úr lífeyrissjóðum inn í húsnæðismálakerfið. Við þetta gat húsnæðismálakerfið veitt auknu fjármagni til húsbygginga. Sé mið- að við staðalíbúð jókst lánahlutfallið úr 40% í allt að 70%. Og hafði þá aukist úr 19,4% frá því að núver- andi ríkisstjóm hafði tekist við. Þess ber að gæta að í lífeyrissjóð- ina safnast geisimikið flármagn og það ber að nýta það fé í starfsemi, sem er allri þjóðinni til hagsbóta, og þar sem vilji var fyrir hendi af hálfu lífeyrissjóðanna varð það að samkomulagi að þeir veittu allt að 55% af ráðstöfunarfé sínu í hús- næðismálakerfið. Sprengjan Alþýðuflokkurinn hefur með Haraldur Páll Gunnlaugsson „Ungt fólk vill ekki kasta á glæ þeim mögu- leikum, sem eru í hinu nýja húsnæðislána- kerfi. Við viljum eign- ast okkar eigin íbúðir og skiljum hreinlega ekki vangaveltur um eitthvert hálfgildings leigukerfi.“ framburði sínum sýnt vilja til að sprengja þetta kerfi. Sá rökstuðn- ingur sem þeir nota er í þá veru að kerfið ráði ekki við allan þann fjölda umsókna sem hefur borist og vilja láta setja mun meira fé í kerfið svo hægt sr að afgreiða allar umsóknir á mun styttri tíma. Sjálfsagt væri hægt að afgreiða umsóknirnar á þann hátt en við það yrði allt of mikil þensla á bygging- armarkaðinum, sem myndi leiða til hækkunar á íbúðarverði. Þá þyrfti að hækka lánin til að standa við gefin loforð o.s.frv. Þá fyrst yrði kerfið í hættu statt. Þessa einföldu staðreynd virðast alþýðuflokks- menn ekki skilja. Astæðan er ekki sú að þeir skilji ekki þessa einföldu staðreynd held- ur skortir þá allan vilja til þess. Þeir hafa fundið upp nýtt slagorð, sem þeir nota nú óspart, það eru hinar svonefndu kaupleiguíbúðir. Það gætir nokkurs tvískinnungs í málflutningi þeirra um þessar mundir; á sumum vígstöðvum gera þeir allt til að „bæta“ húsnæðiskerf- ið en annars staðar predika þeir að kaupleiguíbúðir séu það sem koma skal. Hin leiðin Sjálfstæðisflokkurinn mun standa gegn slíkum slagorðamönn- um og stuðla að því að nýja húsnæðislánakerfíð hrynji ekki. Það er yfírlýst stefna Sjálfstæðisflokks- ins að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í húsnæðismálum. Þar er að finna þann vilja og þá áræðni sem þarf til að tryggja að fólk geti eignast sitt eigið húsnæði. Ungt fólk vill ekki kasta á glæ þeim möguleikum, sem eru í hinu nýja húsnæðislánakerfi. Við viljum eignast okkar eigin íbúðir og skilj- um hreinlega ekki vangaveltur um eitthvert hálfgildings leigukerfi þegar baráttumál sjálfstæðismanna fyrir eign fyrir alla er orðið raun- veruleiki. Fjárhagslegt sjálfstæði ijölskyldna í landinu hefur verið best tryggð með sjálfseignarkerf- inu. Nýtt leigukerfi er stórvarasamt skref aftur á bak, skref, sem enginn íslenskur stjómmálaflokkur ætti að kenna sig við. Við viljum ekki vera í íbúðum sem eru komnar undir embættismönnum í leigukerfi. Við viljum eign fyrir alla. Höfundur er nemi. Ráðsfundur hjá málfreyj- um III. ráðs ELLEFTI og tólftj fundur III. ráðs málfreyja á Islandi verða haldnir um næstu helgi. Fundimir verða laugardaginn 4. apríl kl. 16.30 og sunnudaginn 5. apríl kl. 10 f.h. Fundarstaður er Hótel Borgarnes, Borgarnesi. Get- gjafadeildir em Ösp, Akranesi á laugardag og Embla í Stykkishólmi á sunnudag. Fundirnir eru öllum opnir. Fréttatilkynning. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.