Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 62
 62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Sjónvarpsturninn hái. Þar er liægt að fá sér kaffi í veitinga- stað, sem er i tæplega 140 m hæð og snýst í heilan hring á hveijum klukkutíma. Frá Hamborg. Innra Alster-vatn fjær. Ráðhúsið til vinstri í forgrunni. Hamborgaireisa líta þessa dugnaðarlegu snyrti- mennsku, sem einkennir borgina. Það er fátt um gamlar og sögu- legar byggingar. Þær elstu eru flestar frá ofanverðri síðustu öld eða öndverðri þessari. Hamborg hefur orðið fyrir tveimur stóráföll- um, sem valda því. Árið 1842 varð þar stórbruni, sem eyddi mestalla miðborgina. Og í heimsstyijöldinni síðari voru um 300.000 hús jöfnuð við jörðu í loftárásum Bandamanna 1943-45. Um 50.000 borgarbúa létu þá lífið. Þó getur enn að líta nokkra virðulega öldunga meðal húsa þess- arar ungu borgar. Alstervatn, djásn miðborgarinnar. ar taka við, strax og vorar. Frá síðari tímum er þá ógetið allra þeirra íslensku farskipa og veiðiskipa, sem siglt hafa til Ham- borgar í því skyni að heimta vörur og flytja þangað fiskmeti. Þeir eru því orðnir margir sjómennimir okk- ar, sem gengið hafa um götur og stræti í þessari borg. ☆ Því fer þannig fjarri, að áætlun- arferðir Amarflugs til Hamborgar séu fyrstu beinu tengslin milli Ham- borgara og íslendinga. Það er miklu fremur undmnarefni, hvers vegna slíkt samband var ekki orðið að veruleika fyrir löngu. Menningarborg Borgin, sem við fengum að kynn- ast í svip í góubyijun, er nútímaleg verslunarborg, gróskumikil iðnað- arborg og ein mesta hafnarborg Evrópu. En þar er eftir mörgu fleira að slægjast en verslun og viðskipt- um eða fjölskrúðugu næturlífi. Hamborg, sem fóstrað hefur tón- skáldin Brahms og Hándel og orðlistarmennina Heine, Klopstock og Lessing er einnig mikil menning- arborg. Þar er tvö óperahús, tvær sinfóníuhljómsveitir, tuttugu leik- hús (þar af eitt sem hefur daglegar sýningar á enskri tungu), auk þess sem þar era starfandi fjölmargir sjálfstæðir leikhópar. I borginni era vel búin listasöfn, gallerí, sérsöfn af ýmsu tæi, sérstæður dýragarður (Hagenbeck) og margs konar grasa-, plöntu- og skrúðgarðar og Þegar það er á ís morar þar allt af græn svæði (um þriðjungur Ham- borgarsvæðisins er gróið land). Borgin er paradís fyrir sælkera (yfír 2000 veitingastaðir) og ekkert lát á hvers kyns skemmtunum og uppá- komum. Þá era Hamborgarar þekktir fyrir að hafa gaman af að gera sér dagamun, enda setja margvísleg hátíðahöld sterkan svip á borgarlífíð allan ársins hring. Samgöngur innan borgarinnar era með sérstökum ágætum, bæði ofan- og neðanjarðar, svo að auð- velt er að komast á milli borgar- hluta. Auk þess liggur borgin vel við ferðalögum í allar áttir og í næsta nágrenni er fjöldi hnýsilegra staða. Ung eftir aldri Þegar við komum til Hamborgar á fímmtudeginum, eftir millilend- ingu í Amsterdam, er milt veður, en fremur svalt að mati okkar, sem komum úr vorinu heima á Islandi. Þó er lofthitinn aðeins sjónarmun neðan við frostmarkið. Halldór Sig- urðsson, deildarstjóri hjá Amar- flugi, er leiðtogi hópsins og kynnir okkur fyrir leiðsögumanninum, Helgu Haas, sem á eftir að hafa veg og vanda af dvöl okkar í borg- inni. Á föstudagsmorguninn er hlýrra í veðri og þokuslæðingur liggur yfír borginni. Þetta era ekki heppi- legustu aðstæður til skoðunarferð- ar. Við ökum umhverfis Alstervatn, djásn miðborgarinnar. Þegar það Hjarta efnahags- lífs borgarinnar Áð er á veitingahúsinu Úbersee- briicke við höfnina, og gott tækifæri gefst til að horfa á skipin, sem líða hjá. Höfnin er hjarta efnahagslífs borgarinnar og er sér kapítuli út af fyrir sig. Þetta er risavaxin al- þjóðahöfn og þangað koma allt að 18.000 skip ár hvert. Um 20% af öllum innflutningi Sambandslýð- veldisins fara þama um. Höfnin tekur yfír 16 km svæði beggja vegna Saxelfar, og hafnarbakkamir eru um 64 km langir. En það sem gerir þetta sérstakt, er, að þessi höfn er meira en hundrað kílómetra inni í landinu. Siglingin upp Saxelfí frá Norðursjó tekur um 5-6 klukku- stundir. Höfnin gegnir veigamiklu hlut- verki fyrir Austur-Evrópuríkin. T.d. umskipa Sovétmenn þar öllu Bandaríkjakominu, og höfnin er aðalútflutningshöfnTékkóslóvakíu. Ekki verður annað sagt en þessi gamla höfn beri aldurinn vel, því að hún á 798 ára afmæli í maímán- uði næstkomandi. Við ökum um hafnarsvæðið og ftíhöfnina og föram í stutta sigl- ingu. Á leiðinni heim skoðum við ráð- stefnumiðstöð borgarinnar, geysi- stórt hús, og í nokkurra tuga metra fjarlægð þaðan er fimamikil vöra- sýningahöll. Cutton Club Um kvöldið er snætt í veitinga- húsinu Fleetenkieker. Það á að vera skautafólki, en siglingaríþróttirn- er á ís, morar þar allt af skauta- fólki, segir leiðsögumaðurinn. En siglingaíþróttimar taka við strax og vorar. Vatnið er aldagamalt stíflulón frá ánni Alster, þverá Sax- elfar, og skiptist í Innra og Ytra Alster. Tijágróður er áberandi. Víða má sjá vinaleg síki og skurði, en þau eru þó fá miðað við það sem var fyrir stríð. Brýr era hreint um allt, enda er okkur sagt, að þær séu yfir 2100 talsins, fleiri en í nokk- urri borg í Evrópu, þar af tæplega helmingur yfír vatn. Og það er sama hvert litið er, alls staðar getur að ARNARFLUG hefur beinar áætlunarferðir til Hamborgar núna í aprílmánuði. Af því tilefni bauð félagið níu íslenskum blaða- og sjónvarpsmönnum í fjögurra daga kynnisferð - frá 26. febrúar til 2. mars - til þessarar aldagömlu Hansaborgar við Saxelfi. Ferðamálaráð borgarinnar sá um uppihald og leiðsögn. HHH »’ i-i’i-ri i Trúboðsmiðstöð og biskupssetur Hamborg rekur byggðasögu sína jafnlangt aftur og Island, eða til öndverðrar 9. aldar, en þá lét Karl mikli Frankakonungur reisa virki eitt mikið á hæðardraginu milli ánna Saxelfar og Alsters og nefndi Hammaburg (vegna skóglendisins sem umlukti staðinn, segja sumir, af Hamme=skógur). Hammaburg var varnarvirki gegn Slövum, og þar var komið á fót trúboðsmiðstöð og biskupssetri í því skyni að kristna Dani og Saxa. Hamborgarar um svifamiklir hér á landi fyrr meir Hamborg varð ein helsta við- skipta- og athafnaborg Norður- Evrópu á blómaskeiði Hansabanda- lagsins á 14. og 15. öld. í þessum félagsskap norður- þýskra borga var Hamborg í fararbroddi ásamt Liibeck og Bremen. A áranum 1420-40 héldu Ham- borgarar uppi beinum og reglu- bundnum siglingum til Íslands, og síðan aftur, eftir nokkurt hlé, frá 1475 og allt þar til einokunarversl- un Dana hófst hér á landi 1602. Jafnframt umfangsmikilli versl- un stunduðu Hamborgarar einnig útgerð hér á landi (í samvinnu við íslendinga) og höfðu aðalbækí- stöðvar sínar í Hafnarfirði og á Rifi á Snæfellsnesi. Öttu þeir löng- um kappi við Englendinga, sem gerðu sig heimakomna hér bæði í verslun og veiðiskap. Hamborgarar seldu Islendingum margvíslegan vaming, m.a. mat- vörur, kom, smjör, bjór og vín, alls kyns fatnað, jámvörur og veiðar- færi. I staðinn keyptu þeir skreið, vaðmál, skinn, brennistein og fálka. Hamborgarar urðu einna fyrstir til að flytja Islendingum lúterskan sið. Enn fremur stunduðu margir íslenskir siðaskiptafrömuðir nám í Hamborg og fluttu með sér áhrifín út til íslands. í þessum hópi var Gissur Einarsson, fyrsti lúterski biskupinn í Skálholti. Hamborgarar reistu kirkju á Háagranda í Hafnarfírði, og var hún við lýði fram yfír aldamótin 1600. í góubyrjun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.