Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 63

Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 63 Höfnin tekur yfir 16 km svæði beggja vegna Saxelfar og hafnarbakkarnir eru 64 km að lengd. síldarréttur á heilu línuna, en nokkrir biðjast undan silfrinu og vilja fremur kjöt. Halldór útskýrir fyrir leiðsögumanninum, að íslend- ingar veiði mikið af þorski og sfld, en eti hvorugt, heldur flytji úr landi. Á eftir er farið á veitingastaðinn Cutton Club. Þetta er aflöng skúr- bygging og allt upp á ódýrasta máta, masónít í hólf og gólf og blaðaúrklippur á veggjum. Þrumu- stemmning er á staðnum. Níu manna sveit, Abbi Höbner’s Low Down Wizards, er að leika djass frá fyrstu áratugum aldarinnar. Eins og lög gera ráð fyrir rísa félagam- ir úr sætum sínum til skiptis og leika sóló og fá hressilegt klapp á eftir. I gleðibankanum Laugardagskvöldið byrjar menn- ingarlega eftir fróðlega ferð til Liibeck. Okkur er boðið í óperuna, Hamburgische Staatsoper, þar sem við sjáum ballettinn Giselle við tón- list eftir Adolphe Adam. Þegar sýningunni lýkur, erum við ánægð þrátt fyrir sorglegan endi ástarsög- unnar. Ung stúlka fyrir framan okkur hrópar bravó, bravó, bravó í hver sinn sem tjaldið er dregið frá. Seinna um kvöldið sýnir leiðtogi hópsins okkur næturlífið. Við hefj- um ferðina á Reeperbahn. Við þessa götu stóðu eitt sinn ærleg íbúðar- hús, og þar bjuggu reipagerðar- menn, eins og nafn götunnar ber með sér. En nú þrífst þar annars konar mannlíf. Við kíkjum aðeins inn á Zillertal, bæverskan veitinga- stað. Eldíjörugir Bæjarar em að leika fyrir dansi, en þama er fátt gesta. Aftur er haldið út í kvöldhúmið og komið við í Herbertstrasse, þama rétt hjá. Þetta er eiginlega stutt húsasund, girt af með mann- hæðarhárri girðingu í báða enda. Hingað era konur óvelkomnar sem gestir og sjónvarpsmennimir era varaðir við að reyna að taka mynd- ir, því að þá muni þcir engu fyrr týna en lífinu. Við löbbum í gegn og síðan aftur út á Reeperbahn. Næst er farið eftir drangalegum breiðgöngum, sem liggja frá götunni, niður í salar- kynni neðanjarðar. Þetta gæti vel hentað sem bflageymsla, en þama standa unglingsstúlkur upp á end- ann í hálfrökkrinu og bíða við- skiptavina. Nóttin er svöl, og við göngum enn um stund um sali gleðibankans í St. Pauli, m.a. um Grosse Frei- heitstrasse. Götunafnið stendur ekki í neinum tengslum við núver- andi umsvif þar, en á rætur að rekja til umburðarlyndis, sem ríkti í trúar- legum efnum í Hamborg fyrr á tíð. Svo snöramst við inn í einn þess- ara frægu sýningarsala. Bráðsnotur stúlka dansar sólódans, en auðvitað er dansmenntin algert aukaatriði. Næst er sena frá Buckinghamhöll. Aftur heyrist kunnuglegur titill: Sjúkrahúsið í Svarta skógi. En sér- fræðingur okkar í því ágæta verki fullyrðir, að þetta atriði sé fjarri því að vera í anda göfugmennisins dr. Brinkmanns. Ut og suður Sunnudagurinn er fijáls. Kólnað hefur í veðri og það er bjart yfir. Sjónvarpsmennimir hafa tekið dag- inn snemma og farið á St. Pauli- fiskmarkaðinn. Þar er aðallega selt grænmeti nú um stundir. Fólk dreif- ist eftir áhugamálum. Sumir taka sér rösklega göngu um miðborgar- svæðið og bregða sér í útsýnisferð upp í sjónvarpstuminn háa. Þar er hægt að fá sér kaffi á veitingastað, sem er í tæplega 140 metra hæð og snýst heilan hring á hveijum klukkutíma. Aðrir sækja söfn, fara að fínna vini og kunningja eða skoða í búðarglugga í Spitaler- strasse og Mönckebergstrasse og götunum umhverfís Innra Alster. Vöraúrvalið er gífurlegt og mikil breidd í verðlaginu. Um kvöldið föram við á sérstæð- an veitingastað, sem heitir Schwende. Þar er dansað eftir klassískri músík. Kliðmjúkir tónar leika um salar- kynnin, en nú er ekki dansað eins og á föstudagskvöldið, þegar leið- illi lægð. Verksmiðjuiðnaður, sem treyst hefur á hráefni frá þróunar- löndunum, hefur skroppið saman, og skipasmíðaiðnaðurinn getur ekki keppt við sambærilega starfsemi í Asíulöndum. Hvort tveggja er mikil blóðtaka fyrir hafnarborg. Vaxtarbroddurinn er í ýmiss kon- ar hátækniiðnaði, verslun og þjónustu. Fjölskrúðug útgáfustarf- semi og fjölmiðlaiðnaður sjá um 44.000 manns fyrir atvinnu. Útgáfustarfsemi á sér langa sögu í þessari borg, og til gamans má geta, að Jón Arason Hólabiskup keypti fyrsta prentverk íslendinga frá Hamborg um 1530, að því er talið er. Mengunarmál ber á góma. Borg- aryfirvöld hafa orðið að banna notkun einkabfla og fyrirskipa iðn- fyrirtækjum að hægja á sér, þegar ástandið hefur orðið hvað verst. En Vogel er bjartsýnn á, að nýir orku- gjafar leysi mengunarvandamálin, áður en langt um líður. ☆ Okkur er sagt, að beina áætlun- arflugið til Hamborgar hafi mælst vel fyrir hjá íslendingum og upp- selt sé í flestar ferðimar í sumar. Enn fremur hefur fyrirspumum Hamborgara um íslandsferðir farið jafnt og þétt fjölgandi, frá því að söluskrifstofa Amarflugs var opnuð í heimaborg þeirra fyrir tæpu ári. ☆ Um tvöleytið er haldið út á flug- völl, en enginn tími gefst til að skoða fríhöfnina. Klukkan tuttugu mínútur fyrir þtjú klifrar IS 440 bratt upp í himininn og við kveðjum Hamborg í bili. Næst þegar maður kemur, verður það, þegar líf hefur færst í tré og ranna og borgin stendur í blóma. En nú er ekki laust við, að við séum svolítið spennt og við spyijum flugfreyjurnar, hvort vorið sé ennþá heima. H.P.Þ. Víða má sjá vinaleg síki, en þau eru þó fá miðað við það sem var fyrir stríð. toginn rakst hingað inn. Enda er hér heldur engin fjallmyndarleg Erica til að bjóða okkur upp og spyija, hvort við séum í fastri vinnu. Borg á krossgötum Nístingskaldur vetrarnæðingur er í fangið, þegar við yfirgefum hótelið á mánudagsmorguninn, og þó að við séum í skjólgóðum klæðn- aði, smýgur rakur meginlandskuld- inn í gegnum merg og bein. Við eigum stefnumót við Paul O. Vog- el, talsmann borgarstjómarinnar í Hamborg. Ráðhúsið er í hjarta borgarinnar. Það er virðulegt sandsteinshús í nýendurreisnarstíl, byggt á árúnum 1886-97, ríkulega skreytt utan sem innan. Vogel er fjörlegur embættismað- ur og minnist með ánægju nýlegrar íslandsferðar sinnar. Hann segir, að Hamborg gangi nú í gegnum erfitt breytingaskeið. Höfuðatvinnuvegirnir era í mik- HAFNARFJÖRÐUR * GARÐABÆR Ný námskeið hefjast í næstu viku í: Líkamsrækt • Eróbikk • Átaki í megrun Verið hress og gerið skemmtilegar æfmgar í góðum hóp undir hljómfalli fjörugrar tónlistar Get einungis bætt við örfáum þátttakendum Hringið strax og skráið ykkur S 44414 ANNA HARALDSDÓTTIR ÍÞRÓTTAKENNARI Utvarps- og segulbands- tæki frá Siemens eru góðar fermingargjafir! RM 825: „Vasadiskó" með útvarpi og tónjafnara. Stereó, FM og miðbylgja. Tenging fyrir spenni. Léttog lipúrttæki. Verð: 4050 kr. V______________________________/ RK 621: Útvarpstæki, minna en vasabrotsbók! Með FM, miðbylgju, lang- bylgju og 7 stuttbylgjusvið- um. Stereó í heyrnartæki. Tenging fyrir spenni. Verð: 4850 kr. '----------------------------- RT 740: Ferðaútvarp með burðaról. FM og miðbylgja. Hentugt fyrir fólk á faraldsfæti. Verð: 1090 kr. v_____________Z._____________J RM 864: Útvarps- og segul- bandstæki. Stereó. FM, stutt-, mið- og langbylgja. 4 hátalarar. Innbyggður hljóðnemi. Verð: 8275 kr. V_____________________________/ RC 825: „Vasadiskó" með tónjafnara. Stereó. Hröð spólun fram og aftur. Tenging fyrir spenni. Verð: 2880 kr. V J RG 276: Útvarpsvekjari með segulbandi. FM og mið- bylgja. Vekur með útvarpi eða suðtóni. Verð: 3871 kr. V____________________________) RM 853: Útvarps- og segul- bandstæki. FM og miðbylgja. Innbyggður hljóðnemi. Verð: 3860 kr. V____________________________) RM 874: Útvarps- og segul- bandstæki. Stereó. Tvö snælduhólf. FM, stutt-, mið- og langbylgja. 4 hátalarar. Innbyggður hljóðnemi. Verð: 9990 kr. '----------------------------J r SMITH & NORLAND Nóatúni 4 — Sími 28300. V____________:_____)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.