Morgunblaðið - 02.04.1987, Page 70

Morgunblaðið - 02.04.1987, Page 70
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 ,,Y\ér segir -frzx, stðlKu sem hefoi- erf-t 4o milljónirl aetrtir o2> hrín^ja- í- hcunaj Með morgunkaffínu Ja, nú vantar bara komp ásinn. HÖGNIHREKKVÍSI //HAMKJ ERGCfoUR VEIPIKÖTTUR, PAV HAMN EIGA.'" Áhrif listagyðjunn ar eru alltaf sígild Gunnar Sverrisson er mjög án- ægður með þætti Péturs Péturs- sonar í Ríkisútvarpinu á laugardagsmorgnum. Kannski var það draumur...draum- stef eða raunveruleg minning óljóss fyrirheits alls þess, sem á sér þann samnefnara að vera forgengilegt í minninguni. Forgengilegt í fegurð sinni, sem þó er sígild, í meðförum ólíkra tækifæra. Eg man það ekki. En hverju sem því líður er ég þess fullviss, að minn- ing fagurra hljóma, eða talaðs máls fyrr og síðar, göfgar, bætir og græðir hugi og hjörtu þeirra, sem eru á annað borð móttækilegir fyr- ir því, að vilja verða betri þegnar en áður. Því áhrif listagyðjunnar eru alltaf sígild, þeim sem á annað borð opna sig fyrir því fagra í tilve- runni. Raunveruleg minning sem fijóvgar og glæðir. Hugur einn það veit, eins og einhversstaðar stendur. Mér kom þetta í hug, er ég hlust- aði á laugardagsmorgni, í eitt skipti af mörgum, á þátt Péturs Péturs- sonar - Góðan dag, góðir hlustend- ur. Lögin eru í heild sinni smekklega valin og enda þótt þau séu, eins og eðlilegt má teljast, ólík innbyrðis, finnst mér að Pétri takist að glæða heildina þeim þokka er þessum aldna og reynda þul er einum lagið. Eg þykist vita að ég tali þar fyrir munn fleiri þeirra sem kunna að unna góðum stundum í listlægu tali og hrynjanda fagurra tónverka, er gera kannski þurfandi samferða- mann betri og hamingjusamari en áður. Létta honum gönguna, méð yfirfærðu listlægu hugarþeli sínu, svo þeim sama megi vel farnast í ókomnum tímum. Haf þú þökk fyrir Pétur, Gunnar Sverrisson Hótel Borgaraf lokkurinn! Tilefni þessara skrifa er að enn einn grasrótar-þverpólitíski hópur- inn hefur ákveðið að bjóða fram til Alþingis, en þar á ég við gömlu karlana sem drekka saman kaffi á Borginni á morgnana. Hópurinn er núna kominn á það stig að þeir eru búnir að leysa öll sín vandamál og allra vina og vandamanna. Mætti í því sambandi telja upp nokkur meiriháttar fjármálahneykslismál sem upp hafa komið á síðustu árum en ég hirði ekki um að telja þau upp, því fólk er orðið svo þreytt á að tala um þau. Sem sagt, líklega eru þeir aðeins farnir að kalka karlarnir enda ætla þeir að fara að leyfa þjóðinni að njóta þeirra stóru orða sem þeir eru búnir að hripa á servíetturnar sínar á síðustu árum. Sem afsökun hafa þeir að lýðræðis- kjörnir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins (flokkseigendafélagið) vilji ekki leyfa þeim hvað sem er í trúnaðarstörfum, sem þeir hafa komist í. Sendisveinadeildin hjá þeim heitir Hulduherinn og kvað vera algerlega ómótstæðileg vígvél að eigin sögn. Þó vantar einhver fylgiskjöl í spjaldskrá hersins því ekki fundust 50 meðmælendur í öllu Vestijarða-kjördæmi, (6.800 kjósendur 1983) og varð því ekki úr framboði þar. Að sumu leyti mætti líkja aðferðum hersins við aðferðir sr. Moon í samnefndum söfnuði í Bandaríkjunum þar sem fámenn klíka lifir í vellystingum á kostnað auðtrúa almennings með loforðum um betri framtíð. Með til- liti til fámennis kjósenda Borgara- flokksins í hverju byggðarlagi má því búast við að fjöldi atkvæða nýt- ist ekki og má því alveg eins búast við að samanlögðum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Borgara- flokks fækki í stað þess að Sjálf- stæðisflokkur einn hefði bætt við sig þingmönnum. Líkja má þessum flokkum þannig saman að annars vegar eru Albert og kaffibrúsakarl- amir sem eru búnir að rækta upp allgóðan lund í kringum sig og sína og hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn sem vinnur skipulega að upp- græðslu landsins alls með samtaka- mætti sínum og áhrifum. Mætti í því sambandi minnast orða Rolfs Johansen stórkaupmanns í útvarpi fyrir nokkrum árum þar sem hann sagði: Að betra væri að eiga lítið í stóru en stórt í engu. Ef kjósendur em fylgjandi smáflokkakerfi mætti benda fleirum í þverpólitískum hóp- um að bjóða fram strax í næstu kosningum og mætti þar nefna fastagesti í heita pottinum í Laug- ardalslauginni, örvhenta vörubíl- stjóra, húsmæður með gleraugu, eðlisfræðikennara í gmnnskólum á Suðurlandi o.s.frv. Langlífur getur Borgaraflokkur- inn tæplega orðið, því einn maður sem á vafasömum forsendum segir sig úr flokknum getur aldrei haldið úti sjálfstæðu útibúi frá stærsta stjórnmálaflokki landsins. Að lokum vil ég hvetja kjósendur og sérstaklega ungu kjósenduma að fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum því stór og sterkur frjálslyndur lýðræðisflokk- ur er eina aflið í íslenskum stjóm- málum sem getur skapað einka- framtakinu þann farveg sem þarf. Með hrærigrautarríkisstjórn smá- flokka fæst ekkert nema endalausar málamiðlanir. Tryggjum Sjálfstæð- isflokknum hreinan meirihluta í komandi kosningum, X-D. Hjörtur Aðalsteinsson Yíkverji skrifar Bílasala á síðasta ári var með ólíkindum mikil og engin breyting hefur orðið á þessu ári hvað varðar nýjar bifreiðar. Tollalækkunin örvaði mjög söl- una og einnig hafa margir haft talsvert af peningum úr að spila. Eldri bílar hafa sömuleiðis selzt vel fram undir þetta. Bílasali sagði í samtali við Víkveija í vikunni að nú væri sala á notuð- um bifreiðum hins vegar orðin miklu tregari. Astæðan væri einfaldlega sú að markaðurinn væri mettaður og að því hefði hlotið að koma. Þessi maður sagðist þó gera sér vonir um sölukipp í kringum páska og svo aftur þegar nær drægi sumri. Einstaklingar hafa gert tal- svert af því að flytja sjálfir inn notaða bíla frá meginlandi Evr- ópu og einnig frá Bandaríkjun- um eftir að dollarinn lækkaði í verði. Bæði hafa menn flutt inn bíla til einkanota og til að selja öðrum. Hefur þetta komið vel út fyrir fólk, en nú, þegar treg- ara er orðið með sölu á gömlum bílum, er spurning hvort slíkt sé lengur ábatasamt. XXX að er ekki ný bóla að íþróttafélög beijist í bökk- um og hafi allar klær úti til að endar nái saman. Þekktar að- ferðir til að ijármagna starfsem- ina eru áheit ýmiss konar, auglýsingablöð og -skilti, get- raunir, bingó, dansleikjahald og nú síðast lottóið. Ýmsir hafa selt rækju eða harðfisk, aðrir farið í að landa úr togurum eða hreinsa timbur. Það nýjasta sem Víkveiji heyrði um í þessum efn- um var innflutningur íþrótta- deilda á notuðum bifreiðum erlendis frá. Sjálfsagt ekki verra en hvað annað. XXX Að láta náungann hlaupa apríl er gamall leikur og þekktur víða um lönd. Margir hafa gaman af narrinu og hug- vitssemi er að baki mörgum uppátækjunum. Stundum vill gamanið verða heldur grátt og oft er fólk alls ekki látið hlaupa apríl, heldur er eingöngu verið að ljúga að því. Slíkt er miður og nær að sleppa. í bók Arna Björnssonar um sögu daganna kemur fram að ekki er vitað með neinni vissu um upphaf þessarar venju. Líklegast er þó talið að hún sé runnin frá þeim tíma þegar ný- ársdagurinn í Róm var enn 25. marz og var lokadagur mikillar hátíðar, 1. apríl, notaður til margvíslegra ærsla. Samkvæmt bók Árna fara ekki beint sögur af þessum leik , a hér á landi fyrr en nálægt síðustu aldamótum. Hins vegar kemur nokkuð snemma í Ijós að íslendingar kannast við siðinn og þannig er talað um aprílbréf árið 1698 og Jón á Bægisá orti gamankvæði 1773, að því talið er, þar sem hann talar beinlínis um að hlaupa apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.