Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 75
Bikarkeppni kvenna:
Fram og FH
í úrslit
FRAM sigraði Armann 33:13 og
FH vann Val 16:15 í undanúrslit-
um bikarkeppni kvenna í hand-
knattleik i gærkvöldi.
Fram vann Armann auðveldlega
i Höllinni. Staðan í hálfleik var 19:7
fyrir Fram. Einstefnan hélt áfram
í siðari hálfleik og endaði leikurinn
33:13.
Markahæstar hjá Fram voru
Hafdís Guðjónsdóttir með 7 mörk
og Jóhanna Halldórsdóttir með 6
mörk. Hjá Armann var Margrét
Hafsteinsdóttir með 5 mörk.
FH-Valur 16:15
FH og Valur háðu spennandi
viðureign í Firðinum.sem endaði
með naumum sigri FH. FH-stúlkur
voru mun frískari í byrjun og náðu
góðu forskoti strax í byrjun. Vals-
stúlkur náðu þó að rétta úr kútnum
og var staðan í leikhléi 8:7 fyrir
FH. Seinni hálfleikurinn var eins
jafn og sá fyrri. Eftir mikinn barning
og taugaspennu á báða bóga,
stóðu FH-stúlkur uppi sem sigur-
vegarar.Leikurinn endaði 16:15
fyrir FH.
Mörk FH: Maria Sigurðardóttir 4, Kristín
Pétursdóttir, Heiða Einarsdóttir og Inga
Einarsdóttir 3 mörk hver, Rut Baldurs-
dóttir 2 og Sigurborg Eyjólfsdóttir eitt
mark.
Mörk Vals: Erna Lúöviksdóttir 5, Katrin
Friðriksen og Guðrún Rebekka Kristjáns-
dóttir 4 mörk hvor, Asta Björk Sveinsdóttir
og Harpa Sigurðardóttir eitt mark hvor.
KF og ÁS
England heldur
sínu striki
ENGLAND átti ekki í erfiðleikum
með Norður-írland í Belfast i 4.
riðli Evrópukeppni landsliða í
knattspyrnu f gærkvöldi. Úrslit
urðu 2:0 og er England með fullt
bús stiga að þremur leikjum lokn-
um og markatöluna 7:0.
„ÉG hef ekki ákveðið mig endan-
•ega, en líklega skipti ég yfir í
Vfði,“ sagði Sævar Leifsson,
varnarmaður í KR, við Morgun-
blaðið í gærkvöldi.
Sævar hefur verið einn sterk-
asti leikmaður hins sigursæla
innanhússliðs KR í knattspyrnu í
mörg ár, en lítið fengið að spreyta
sig með 1. deildarliðinu úti undan-
farin tvö ár. Aðspurður sagðist
hann vilja spila í 1. deild og þar
sem erfitt væri að komast í KR-
liðið, væri Víðir sterklega inni í
myndinni.
Þá er líklegt að Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson skipti úr Fram yfir í Fylki
og leiki í 3. deild í sumar.
Vafasöm
vítaspyrna
ÍRLAND tapaði sínum fyrsta leik
í 7. riðli Evrópukeppni landsliða
í gærkvöldi. Búlgaría sigraði 2:1
í Sofia og var sigurmarkið skorað
úr umdeildri vítaspyrnu átta
mínútum fyrir leikslok.
Líkamlegur styrkur heima-
manna var meiri og Ano Sadkov
skoraði fyrsta markið á 41. mínútu
eftir góðan samleik. Frank Staple-
ton jafnaði skömmu eftir hlé eftir
góða skallasendingu frá Paul
McGrath.
Englendingar léku ekki eins vel
og í 4:2 leiknum gegn Spáni, en
vel samt þó Glenn Hoddle væri
fjarri góðu gamni og Shilton yrði
að fara af velli vegna flensu. Bryan
Robson, fyrirliði, skoraði fyrra
markið og sitt nítjánda í landsleik
á 18. mínútu eftir langt innkast frá
Gary Mabbutt. Terry Butcher skall-
aði til Robsons og eftirleikurinn var
auðveldur.
Chris Waddle skoraði seinna mark-
ið á 43. mínútu eftir sendingu frá
Peter Beardsley, sem átti góðan
leik.
Essen vann
ESSEN vann Hameln 26:19 í Bun-
desligunni í gærkvöldi og þarf nú
aðeins tvö stig til að verja Þýska-
landsmeistaratitilinn í handbolta.
Essen hafði mikla yfirburði í
leiknum, staðan var 12:5 í hálfleik
og léku varamenn liðsins þann
seinni. Fraats skoraði sex mörk
og Alfreð Gíslason fjögur.
Gummersbach sigraði í Kiel
16:15. Kristján Arason skoraði eitt
mark.
Breiðablik
í 3. sæti
UBK vann Þrótt 3:0 og hlaut 3.
sætið í 1. deild kvenna í blaki en
Víkingur og ÍS verða að leika
þriðja leikinn um fyrsta sætið.
UBKvann 15:8, 18:16 og 15:10.
í annarri hrinunni komst Þróttur í
8:1 og 14:7, en þá gaf Sigurlín
Sæmundsdóttir upp fyrir Breiða-
blik, sem komst yfir 15:14. Þróttur
komst í 16:15, en Breiðablik skor-
aði þrjú síðustu stigin. Sigurlín og
Sigurborg Gunnarsdóttir hjá UBK
voru bestar í leiknum.
Víkingur vann ÍS 3:0 í óhemju
daufum og leiðinlegum leik.
Morgunblaöið/RAX
• Vikingar réðu ekki við sterka vörn Stjörnunnar í seinni hálfleik. Bjarki Sigurðsson á hér í höggi við
Sigurjón Guðmundsson og Gylfa Birgisson. Vikingar máttu þola tap gegn Garðbæingum og eru úr leik
í bikarkeppninni.
Bikarkeppni HSÍ:
Víkingur úr leik-
í bikarkeppninni
- eftir æsispennandi leik gegn Stjörnunni
„ÞETTA hefði átt að vera úrslita-
leikur keppninnar. Góður leikur
hjá báðum liðum og sannkölluð
bikarstemmning í Höllinni. Ég
vissi það fyrir leikinn að Víkingar
gætu ekki unnið tvöfalt án mín,“
sagði Páll Björgvinsson, þjálfari
og leikmaður Stjörnunnar kampa-
kátur eftir leikinn. Páll lék þarna
gegn sínum gömlu félögum þar
sem hann lék í áraraðir en stöðv-
aði nú sigrgöngu þeirra í bikar-
keppninni í æsispennadi leik sem
varð að framlengja. Lokatölurnar
urðu 29:26 eftir að staðan hafði
verið 24:24 eftir venjulegan
leiktíma.
Víkingar voru yfir allan fyrri hálf-
leikinn og höfðu fjögurra marka
forskot í leikhléi, 15:11 og náðu
síöan sex marka forystu í byrjun
seinni hálfleiks. Garðbæingar gáf-
ust ekki upp og jöfnuðu 22:22
þegar 5 mínútur voru til leiksloka.
Skoruðu síðan næstu tvö mörk og
sigurinn virtist í höfn og aðeins 2
mínutur eftir. Páli Björgvinssyni
var vikið af leikvelli þegar ein
mínúta var eftir og Víkingar nýttu
sér það og náðu að jafna, 24:24.
Hilmar skoraði jöfnunarmarkið
þegar ein sekúnda var eftir og
Víkingur—Stjaman
26 : 29
Laugardalshöll undanúrslit bik-
arkeppni HSf, 1. apríl 1986.
1:1, 3:1, 3:2, 5:2, 5:3, 6:5, 10:5, 10:8,
13:9, 15:11, 17:11, 17:14, 19:15,
20:16, 20:19, 22:20, 22:22, 22:24,
24:24, 24:26, 25:27, 26:27 26:29.
MÖRK VÍKINGS: Bjarki Sigurðsson
6, Hilmar Sigurgíslason 5, Guðmund-
ur Guðmundsson 5/2, Ámi Friðleifs-
son 4, Siggeir Magnússon 3, Einar
Jóhannesson 2 og Karl Þráinsson 1/1,
MÖRK STJÖRNUNNAR: Hannes
Leifsson 9/5, Gylfi Birgisson 6, Einar
Einarsson 4, Skúli Gunnsteinsson 3,
Hafsteinn Bragason 2, Sigurjón Guð-
mundsson 2 og Páll Björgvinsson 2.
varð því að framlengja í
2X5 mínútur.
Gylfi Birgisson skoraði tvö mörk
fyrir Stjörnuna gegn engu marki
Víkinga í fyrri hálfleik framlenging-
arinnar, 24:28. Karli Þráinssyni var
þá vikið af leikvelli í þriðja sinn og
því útilokaöur. Þetta nýtti Stjarnan
sér og lék af yfirvegun seinni hluta
framlengingarinnar og vann örugg-
lega, 26:29.
Leikurinn var skemmtilegur á
að horfa og sannkölluð bikar-
stemmning þótt hann hafi verið
sveiflukendur. Víkingar léku mun
betur í fyrri hálfleik og náðu þá
stöðva skyttur Stjörnunnar, komu
vel út á móti þeim og voru mjög
hreifanlegir. Þetta snérist við í
seinni hálfleik. Sigmar Þröstur í
marki Stjörnunnar varði oft vel
ótímabær skot Víkinga í lokin. Leik-
menn beggja liöa gerðu sig seka
um mistök enda mikið í húfi.
Hilmar, Bjarki, Guðmdundur og
Árni Friðleifsson voru bestu leik-
menn Víkings. Siggeir lék mjög vel
i fyrri hálfeik og eins var Einar Jó-
hannesson sterkur í vörninni.
Kristján Sigmundsson varði vel í
fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik
í þeim seinni. Karl Þráinsson hefur
oft leikið betur.
Hannes var bestur í liði Stjörn-
unnar. Hann lék vel í sókn og vofBS.
allan leikinn. Gylfi var drjúgur
seinni hlutan og eins varði Sigmar
Þröstur vel, alls 17 skot þar af eitt
vítakast. Skúli, Einar, Hafsteinn og
Sigurjón stóðu einnig vel fyrir sínu.
Páll Björgvinsson kom inná á rétt-
um augnablíkum og skoraði mikil-
væg mörk.
Gunnar Kjartansson og Rögn-
valdur Erlingsson dæmdu erfiðan
leik ágætlega.
Vajo
Fram í úrslit
Sigurmarkið á
síðustu stundu
FRANCISCO Carrasco var hetja
Spánar í Vín í gærkvöldi. Þegar
nokkrar sekúndur voru til leiks-
loka, fékk hann boltann rétt við
miðlínu, einlék að marki Aust-
urrikis og skoraði sigurmarkið,
3:2.
Spánverjar voru ávallt fyrri til
að skora, en Austurríkismenn
jöfnuðu tvívegis. Jose Eloy, sem
kom inná fyrir Butragueno á 13.
mínútu, skoraði tvö fyrstu mörk
Spánar, en Manfred Linzmaier
og Toni Polster svöruðu fyrir
Austurríki. „Ég sætti mig viðjafn-
tefli, en úrslitin færa okkur
sannarlega nær lokakeppninni,“
sagði Migual Munoz, þjálfari
Spánar eftir leikinn.
Fram tryggði sór óvænt sæti í
bikarúrslitum HSÍ með því að
sigra Vai í gærkvöldi 23-20. Sigur
Fram var sanngjarn, leikmenn
liðsins lögðu sig meira fram en
Valsmenn sem margir hverjir
gerðu sig seka um aragrúa mis-
taka f síðari hálfleiknum.
Baráttugleði leikmanna Fram í
varnarleiknum kom Valsmönnum
úr jafnvægi í byrjun og það tók þá
þó nokkurn tíma að átta sig. Eftir
góða byrjun Fram náði Valur undir-
tökunum og liðiö hafði 12-9 yfir í
byrjun síðari hálfleiksins. Þá fór
vinstrihandarskyttan Júlíus Gunn-
arsson í gang og með góðri hjálp
frá félögum sínum náði Fram fimm
marka forystu 21-16. Þrátt fyrir
góða viðleitni tókst Valsmönnum
ekki að vinna upp þann mun.
Framliðið var jafnt en enginn lék
þó betur en Júlíus er átti stórleik.
Liöið hefur nú slegið bæði FH og
Val út úr bikarkeppninni og enginn
skyldi gera lítiö úr möguleikum
liðsins gegn Stjörnunni í úrslita-
leiknum 12. þessa mánaðar.
Valsliðið virtist ekki þola mót-
spyrnuna í síðari hálfleiknum eftir
ágætan leik í þeim fyrri. Jakob Sig-
urðsson var eini leikmaður liðsins
sem barðist allan leiktímann.
Stefán Arnarson og Ólafur Har-
aldsson dæmdu leikinn ágætlega.
FE
Valur—Fram
20 : 23
Laugardalshöll 1. april. Undan-
úrslit í bikarkeppni karla í hand-
knattleik.
4:4, 5:8, 11:9, 12:9, 12:15, 15:15,
15:19, 16:22, 20:22, 20:23.
Mörk VALS: Stefán Halldórsson 5/3,
Jakob Sigurðsson 4, Júlíus Jónasson
4, Geir Sveinsson 3, Valdimar
Grímsson 3, Þorbjöm Guðmundsson^
1. v.
Mörk FRAM: Júlfus Gunnarsson 8,
Agnar Sigurðsson 6/4, Birgir Sig-
urðsson 3, Hermann Bjömsson 2, Per
Skaarup 2, Ragnar Hilmarsson 1,
Bjöm Eiríksson 1.