Morgunblaðið - 11.04.1987, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987
Meðferðar-
stofnun að
Fitjum á
Kjalarnesi
FJÓRIR einstaklingar hafa fest
kaup á Fitjum, 850 fermetra ein-
býlishúss á Kjalarnesi. Þar ætla
þeir að reka meðferðarstofnun
fyrir erlenda alkóhólista, aðal-
Iega Svía til að byija með.
Hilmar Helgason byggði húsið á
sínum tíma, en eigandi þess nú var
Kristinn Finnbogason. Fjórmenn-
ingamir sem kaupa húsið em
Brynjólfur Hauksson, Skúli Thor-
oddsen, Bjami Steingrímsson og
Bergur Guðnason.
Kaupverðið fékkst ekki uppgefið
í gær. Áætlað er að hefja starfsemi
á nýja staðnum 1. maí nk.
Aðalfundur
Verzlunar-
bankansí dag
AÐALFUNDUR Verzlunarbank-
ans verður haldinn í dag í
Súlnasal Hótel Sögu og hefst
klukkan 14.00.
Á fundinum verður gerð grein
fyrir starfi og rekstri bankans á
iiðnu ári, en það var bankanum
íagstætt. Þá verður lögð fram til-
laga bankaráðs um útgáfu jöfnun-
arhlutabréfa. Þeir hluthafar sem
ekki hafa vitjað aðgöngumiða og
atkvæðaseðla geta fengið þá af-
henta á fundarstað.
Herdís Þorgeirsdóttir ásamt
Yoko Ono í híbýlum hennar í
Dakota-byggingunni í New
York.
Einkaviðtal
við Yoko Ono
í tímaritinu
Heimsmynd
EINKAVIÐTAL við Yoko
Ono, ekkju bítilsins John
Lennon, er I tímaritinu
Heimsmynd sem kemur út um
heigina og er þetta fysta við-
talið sem Yoko Ono hefur
veitt í langan tíma.
Það var Herdís Þorgeirsdóttir
ritstjóri Heimsmyndar sem
ræddi við Yoko Onö á heimili
hennar í New York og töluðu
þær saman í nokkrar klukku-
stundir. „Þetta var einstök
upplifun," sagði Herdís í sam-
tali við Morgunblaðið. „Yoko var
einlæg, opinská og hlý. Hún
ræddi um árin með John Lenn-
on, dauða hans, sambandið við
Bítlana og líf sitt nú. Yoko ræddi
einnig alþjóðastjómmál en hún
er virk í baráttunni fyrir friði
og hefur ferðast víða um heim
undanfarið til að vekja athygli
á þeim málstað," sagði Herdís.
Morgunblaðið/Einar Falur
Frá fundi ASÍ, VSÍ og VMS. Taldir frá vinstri: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Gunnar J. Friðriks-
son, formaður VSÍ, Hjörtur EirSksson, framkvæmdastjóri VMS, og Björn Björnsson, hagffræðingur ASI.
Fundur forsvarsmanna ASÍ og atvinnurekenda:
Sérfræðingar meta
nýgerða samninga
NIÐURSTAÐA fundar forsvars-
manna Alþýðusambands íslands
og atvinnurekenda í gær varð sú
að fulltrúar atvinnurekenda
töldu sig ekki geta fallist á að
tilefni væri til endurskoðunar
gildandi kjarasamninga, en
ákveðið var að sérfræðingar að-
ila skyldu meta þær breytingar
sem orðið hafa á kj arasamning-
Félag íslenskra nátturufræðinga
semur við ríkisvaidið:
Byijunarlaun
um 40 þúsund
FÉLAG íslenskra náttúrufræð-
inga og Matvæla- og næringar-
fræðingafélag íslands undirrit-
uðu kjarasamninga við
rikisvaldið í gærmorgun og hef-
ur verkfalli félaganna verið
frestað fram yfir atkvæða-
greiðslu um samningana. Þeir
náttúrufræðingar, sem sagt hafa
upp störfum á rikisspítölunum
frá siðustu mánaðamótum, hafa
ekki tekið ákvörðun um að snúa
aftur til starfa sinna og munu
ekki gera það fyrr en þeir hafa
kynnt sér samninginn og bókanir
honum meðfylgjandi. Má búast
við að ákvörðun þar að lútandi
liggi fyrir eftir helgi. Líffræð-
ingar hjá Blóðbankanum hafa
boðist til að vinna um helgina
fyrir tímakaup, eins og þörf er
á, þannig að skortur á starfsfólki
á ekki að koma í veg fyrir eðli-
lega starfsemi bankans.
Ólafur Jensson, yfírlæknir Blóð-
bankans, sagði að þeir reiknuðu
með að starfsfólk þeirra sneri til
vinnu eftir helgi, en ekki færi allt
í fullan gang fyrr en búið væri að
semja við Félag háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga, þar sem stórar
skurðaðgerðir yrðu ekki fram-
kvæmdar fyrr en sú deila væri leyst
og kröfumar til bankans yrðu ekki
verulegar fyrr en þá. Hann sagði
að reynt hefði verið að halda við
blóðbirgðum í verkfallinu. Ólafur
sagði að hann héldi að góður andi
væri í starfsliðinu eftir samningana
og hann vissi ekki um neitt dæmi ■
þess að fólk hefði ráðið sig annars
staðar.
Ólafur Karvel Pálsson, formaður
samninganefndar FÍN, sagði samn-
ingana á svipuðum nótum og
saminga annarra ríkisstarfsmanna.
Samningurinn er afturvirkur til 1.
febrúar og gildir til áramóta 1988.
Við gildistöku samningsins verða
lágmarkslaun um 40 þúsund krónur
og laun taka sömu áfangahækkun-
um og samkvæmt öðrum samning-
um. Þá eru endurskoðunar- og
uppsagnarákvæði í samningnum
um það að rými kaupmáttur launa
um meira en 6,5% á næsta ári sam-
anborið við meðalkaupmátt á þessu
ári, sé samningurinn uppsegjanleg-
ur náist ekki samkomulag um
endurskoðun.
Ólafur sagðist ekki ánægður með
samninginn en teldi hann þolanleg-
an miðað við aðstæður. „Helsti
ávinningurinn af samningnum er
félagslegs eðlis. Við erum að beita
samningsrétti okkar í fyrsta skipti
og sýnum með því hvemig við beit-
um honum að okkur er full alvara
með það að semja sjálfir um okkar
laun,“ sagði Ólafur. Hann sagðist
ekki búast við öðru en að samning-
urinn yrði samþykktur af félags-
mönnum.
um að undanförnu. Því mati voru
ekki sett ákveðin tímamörk.
„Af okkar hálfu hljótum við að
leggja áherslu á að þetta mat gangi
fljótt fyrir sig. Mér kemur ekki á
óvart að atvinnurekendur vilji skoða
málið áður en þeir fallast á að
ganga til endurskoðunar á samn-
ingunum," sagði Ásmundur Stef-
ánsson, forseti ASÍ, eftir fundinn í
gær. „Ég vil hins vegar minna á
það sem ég hef sagt áður, að það
er mikið hagsmunamál beggja aðila
að við framfylgjum því inntaki
samninganna á síðasta ári að færa
taxta að greiddu kaupi, en ekki að
hið gagnstæða gerist að launaskrið-
ið fleyti greidda kaupinu lengra frá
töxtunum. Það er alveg ljóst að ef
ekki verður samið um þessi mál
núna fljótlega, þá mun það leysast
með launaskriði og það þýðir að
þeir sem eru með lægsta kaupið
verða út undan, en hinir sem hafa
sterkari aðstöðu munu ná sínu,"
sagði Ásmundur ennfremur.
Asmundur sagði að ekki lægju
neinar einhlítar tölur fyrir um hve
miklu munaði á samningum opin-
berra starfsmanna og samningum
ASÍ og VSÍ frá því í desember, en
það væri ljóst að talsverðu munaði.
„Ég lít ekki á þetta sem afsvar
atvinnurekenda og að endurskoðun
samninga komi ekki til greina. Sér-
fræðingar aðila munu skoða málið
og framhaldið hlýtur að ráðast þeg-
ar niðurstaða þeirra liggur fyrir,“
sagði Ásmundur að lokum.
Frjálst fram-
tak kaupir
rekstur Fjölnis
Útgáfufyrirtækið Fijálst
framtak festi í gær kaup á
rekstri útgáfufyrirtækisins
Fjölnis og tekur þar með við út-
gáfu þeirri sem Fjölnir hefur
haft með höndum.
Fjölnir hefur meðal annars gefið
út tímaritin Mannlíf, Viðskipta- og
tölvublaðið, Hús og garða, Bóndann
og Fréttablað iðnaðarins. Frjálst
framtak hefur gefið út 12 tímarit
á undanfömum árum. Magnús
Hreggviðsson, stjómarformaður og
aðaleigandi Fijáls framtaks, sagði
að fyrirtæki hans tæki við rekstri
Fjölnis næsta þriðjudag. Síðan yrði
unnið að því um páskana að taka
ákvörðun um framhaldið, til dæmis
hvort einhver tímarit Fjölnis yrðu
sameinuð sambærilegum tímaritum
Fijáls framtaks. Ekki yrði ljóst fyrr
en í byijun maí hvemig útgáfu yrði
háttað. Magnús kvaðst ekki vilja
gefa kaupverðið upp. Þá sagði hann
ennfremur að reynt yrði að útvega
öllum starfsmönnum Fjölnis starf
hjá Fijálsu framtaki. „Við vonum
að með þessum kaupum styrkjum
við enn stöðu okkar á íslenska tíma-
ritamarkaðnum. Grundvöllur fyrir
útgáfu íslenskra tímarita er ágæt-
ur, til dæmis hefur sala þeirra
stóraukist á síðustu ámm og aug-
lýsingatekjur hafa síst minnkað
með tilkomu útvarpsstöðva og nýrr-
ar sjónvarpsstöðvar," sagði
Magnús.
Samkomu-
lag- ekkí í
sjónmáli
ÞRJÚ félög háskólamenntaðra
starfsmanna rikisins, sem hafa
verið í verkfalli undanfarnar
tvær vikur, sátu á samningafundi
hjá ríkissáttasemjara i gærkveldi
og er Morgunblaðið hafði síðast
fregnir um miðnættið var sam-
komulag ekki í sjónmáli og ekki
búist við næturfundi.
Fundir með samninganefnd ríkis-
ins og Félagi háskólamenntaðra
hjúkmnarfræðinga, bókasafns-
fræðingum og félagsráðgjöfum
hófust seinnipartinn í gær og í dag
em boðaðir fimdir með sálfræðing-
um, iðjuþjálfum og sjúkraþjálfur-
um, sem starfa hjá ríkinu. Búist er
við að nokkum tíma taki að ganga
frá samningum við þessa aðila.
Aðalfundur Alþýðubankans í dag:
Tapliðinsárs
tæpar 11 milljónir
Búist við verulegum breytingum á
bankaráði Alþýðubankans:
TAP Alþýðubankans á síðast-
liðnu ári nemur tæpum 11 milij-
ónum króna, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Að-
aifundur bankans verður haldinn
í dag og verða ársreikningar
hans lagðir þar fram. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins eru
fyrirhugaðar verulegar breyt-
ingar á bankaráði Alþýðubank-
ans, en samkvæmt sömu
heimildum er enginn ágreining-
ur um þær breytingar og stœrstu
hluthafar Alþýðubankans hafa í
sameiningu undirbúið þær. Telja
stærstu hluthafar Alþýðubank-
ans að tími sé kominn til þess
að gera breytingar á bankaráð-
inu, en það hefur setið óbreytt í
meira en áratug.
Alþýðubankinn náði á sl. ári mun
meiri innlánsaukningu en nokkur
annar banki. Því kemur þessi
rekstrarafkoma nokkuð á óvart, en
bendir hins vegar til þess að ekki
hafi tekist að haga útlánum þannig
að útlánsvextir næðu að fullu að
bera uppi mjög háa innlánsvexti.
Auk þess færði bankinn út kvíarnar
á sl. ári með nýju útibúi á Blöndu-
ósi og afgreiðslustöðum á Húsavík
og Akranesi.
Stærstu hluthafar Alþýðubank-
ans eru Verkakvennafélagið
Framsókn, Dagsbrún, Alþýðusam-
band Islands, Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur og Iðja.