Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 34

Morgunblaðið - 11.04.1987, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 Samstöðuskjali dreift í Póllandi: Vin blandað hag- kerfi í Póllandi Varsjá. Reuter. SAMSTAÐA, óháðu verkalýðs- félögin í Póllandi, sem bönnuð voru með herlögunum, hefur hvatt stjórnvöld til að losa um einokunartökin á efnahagslífinu og greiða fyrir auknu lýðræði í landinu. Kemur þetta fram í skjali, sem dreift var í gær og undirritað er af Lech Walesa, formanni Sam- stöðu. Höfundar þess eru nokkrir hagfræðingar, hlynntir Samstöðu, og leggja þeir til, að tekið verði upp blandað hagkerfi í Póllandi, sjálf- stæðir viðskiptabankar stofnaðir, frelsi einkarekstrar aukið og einnig sjálfstjóm verkamanna. Er mikil áhersla lögð á, að í ríkisfyrirtækjun- um verði afnumin hin svokallaða „nomenklatura", bitlingakerfið, sem sýnir sig í því, að 80% forstjór- anna fá stöður sínar vegna flokks- þjónkunar en ekki vegna þess, að þeir kunni til verka. Pólska stjómin hefur boðað ýms- ar umbætur á efnahagslífinu, m.a. að hlutabréf í ríkisfyrirtækjum verði boðin út og óarðbæmm og illa rekn- um fyrirtækjum verði leyft að fara á hausinn. Samstöðumenn hafa tek- ið þessum hugmyndum vel en vilja ganga enn lengra. Segja þeir, að setja verði afskiptum ríkisins ákveðnar skorður og tryggja þann „frumburðarrétt hvers manns að fá að beita sér í atvinnulífinu". Reuter Starfsmenn kjörstjómarinnar á Fyi bera kjörkassa á land eftir bátsferð frá smáeynni Serua, sem er undan strönd Viti Levu, stærstu eyju Fiji. Talið að Mara kuniii að missa völd á Fiji Spænska-Sahara: 157 hermenn falla í átökum við skæruliða Algeirsborg, Reuter. SKÆRULIÐAR Polisario-hreyf- ingarinnar, sem beijast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Spönsku-Sahara, kveðast hafa fellt 157 hermenn frá Marokkó á miðvikudag. Barist hefur verið af hörku undanfarna tvo mánuði en stríðið hefur staðið í 12 ár. APS, hin opinbera fréttastofa Alsír, Suva, Fiji, AP. RATU Sir Kamisese Mara, for- sætisráðherra Fiji, sagðist í gær vera ömggur um að sigra í þing- kosningunum, sem hófust á mánudag og lýkur í dag. Búist er við að talningu atkvæða ljúki og að úrslit verði kunn á morg- un, sunnudag. Fiji hlaut sjálfstæði frá Bretum fyrir 17 árum og hefur Mara verið forsætisráðherra síðan. Landsmenn eru klofnir í afstöðunni til leið- togans. Innfæddir Fijimenn eru nú í minnihluta kjósenda í fyrsta sinn, eða 47% landsmanna. Talið að full- trúi indverska meirihlutans, Dr. Timoci Bavandra, eigi mikla mögu- leika á að ná kjöri og binda þar með endi á völd Mara. Búist var við að kjörsókn yrði um 80% en á kjörskrá voru 331.326 menn í 555 kjördæmum á rúmlega eitthundrað eyjum Fiji. Kosið er um 52 þingsæti. Flokkur Mara, Banda- lagsflokkurinn, hefur 29 sæti, en kosningabandalag Sambands- flokksins og Verkamannaflokksins, sem Bavandra stofnaði fyrir tveim- ur árum, hefur 19. Frá stofnun Verkamannaflokksins hefur hann náð meirihlutavöldum í Suva og Lautoka, tveimur stærstu borgum Fiji, og fjórir þingmenn flokks Mara haf gengið til liðs við hann. Mara vill eiga vingott við Vest- urlönd en Bavandra vill lýsa jrfír hlutleysi Fiji og fylgja fordæmi Nýsjálendinga og banna skipum með kjamorkuvopn að koma þar í höfn. Shultz fer til Moskvu þrátt fyrir njósnamálið Washington, Moskvu. Reutcr. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, hefur þvertekið fyrir, að George Shultz, utanríkisráð- herra, hætti við fyrirhugaða ísrael: Stj jómarsamstarf að fara út um þúfur? Jerús&lem, Reuter. SIMON Peres, utanríkisráðherra ísraels sagði í dag, að Yitzak Shamir forsætisráðherra hefði teflt stjómarsamstarfi Likud og Verkamannaflokksins f hættu og hefði ekki fyrr verið jafn grunnt á því að það fari út um þúfur og nú. Simon Peres hefur margsinnis sagt, að hann sé fylgjandi því að efnt verði til alþjóðlegrar ráðstefnu til að komast að niðurstöðu um, hvemig málum skuli skipað í þessum heims- hluta, svo að friður ríki. Ekki hefur tekizt að ná samstöðu um slíka ráð- stefnu, en umræður um málið aukizt upp á síðkastið. Yitzak Shamir, for- sætisráðherra, hefur ætíð verið andsnúinn áformum um slíka ráð- stefnu. Shamir hefur þó talað hljótt, þegar málið hefur borið á góma, þar til á fimmtudag. Þá sagði hann á fundi að hugmyndir Peres fælu í sér „ útrýmingu ísraels." Og hann bætti við „hugmyndir og viðleitni Simon Peres er geðveikisleg og bijálæðisleg og til þess fallin að við förumst, ef við verðum reknir úr Júdeu og Sam- aríu og Gaza.“ Þegar Simon Peres brást þannig við að lýsa yfir að stjómarsamstarfið í hættu vegna ummæla Shamirs, reyndi talsmaður forsætisráðherrann Yossi Ahimeir að gera gott úr öllu og sagði það myndi ekki hvarfla að forsætisráðherranum að láta umræð- ur um friðarráðstefnu - umræður sem ekki væru tímabærar- verða tilefni stjómarslita. Moskvuför þrátt fyrir áskorun öldungadeildarinnar og sína eigin óánægju með njósnirnar í bandariska sendiráðinu í Moskvu. Skýrði embættismað- ur í Hvíta húsinu frá þessu í _g»r.________ __________ Öldungadeildin, sem demó- kratar ráða, samþykkti í fyrradag ályktun þar sem skorað var á ríkis- stjómina að aflýsa Moskvuför Shultz vegna njósnamálsins en að sögn embættismanns telur Reagan of mikið vera í húfí til að það sé réttlætanlegt. Dagblaðið The Washington Post sagði í gær, að Shultz myndi m.a. hafa þá tillögu fram að færa við Sovétmenn, að geimvamaáætlunin yrði geymd í fímm ár en á Reykja- víkurfundinum var Bandaríkja- stjóm tilbúin til að takmarka hana við rannsóknastofuna í tíu ár. Þá sagði í The New York Times, að Reagan hefði ákveðið að ræða ekki frekar við Sovétmenn um bann við kjamorkuvopnatilraunum fyrr en þeir hefðu fallist á tvær nýjar aðferðir til að fylgjast með framkvæmd tveggja samninga þar að lútandi. Búist er við, að viðræðumar í Moskvu geti greitt götuna fyrir afvopnunarsamningum, einkum um meðaldrægu flaugamar, og einnig fyrír þríðja fundi þeirra Reagans og Mikhails Gorbachev. Shultz átti í gær viðræður við Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Breta, og sagði Howe eftir fund- inn, að hann tryði því, að Sovét- mönnum væri umhugað um að ná samningum um afvopnunarmál. Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, sakaði í gær „afturhaldsöfl“ í Washington um að hafa þyrlað upp njósnamálinu til að koma í veg fyrir samninga og gær var einnig sýndur í Moskvu ýmis búnaður, sem Bandaríkja- menn eiga að hafa notað við njósnir í húsakynnum sovéskra sendiráðs- manna í Bandaríkjunum. Fréttaskýrendur segja, að njósnamálið hafi komið upp á afar óheppilegum tíma fyrir Gorbachev, sem sæti vaxandi gagnrýni innan- lands fyrir að hafa ekki náð enn neinum árangri í utanríkismálum. birti í gær tilkynningu frá skærulið- um og kváðust þeir hafa brotist í gegnum varnir stjómarhers Mar- okkó suður af Hawsa í norðaustur- hluta eyðimerkursvæðisins sem barist er um. Sögðust þeir hafa rekið stjórnarherinn á flótta, fellt 157 menn og handtekið 17. Sagði í tilkynningunni að Marokkóher hefði hafið gagnsókn skömmu síðar en henni hefði verið hrundið. Þá var þess einnig getið að flugher Marokkó hefði fyrir mistök gert sprengjuárásir á eigin liðssveitir. Skæruliðar gátu ekki um mannfall í eigin röðum og stjórnvöld í Ma- rokkó hafa ekki tilkynnt um átökin. Harðir bardagar hafa geisað á þessum slóðum frá 25. febrúar er skæruliðar hófu stórsókn gegn vamarlínu stjórnarhersins nærri landamærum Marokkó og Alsír, sem er 1.600 kílómetra löng og ligg- ur þvert yfír eyðimörkina. Báðir aðilar skýrðu frá blóðugum bardög- um og er talið að þetta séu umfangsmestu aðgerðir skæruliða í tvö ár. Spænska-Sahara tilheyrði áður Spánverjum en Marokkó sölsaði landsvæðið undir sig er þeir gáfu eftir yfirráð sín. Polisario-hreyfing- in hefur barist fyrir stofnun sjálf- stæðs ríkis þar í tæp tólf ár og njóta þeir stuðnings Alsírbúa. Fréttir ber- ast sjaldan frá vígstöðvunum og hafa átökin verið nefnd „styijöldin gleymda" af þeim sökum. Stöðvast sænsku járn- brautirnar Stokkhólmi, Reuter. BENGT Furback, forstjóri sænsku ríkisjámbrautanna, hótaði í gær að starfsemi jámbrautanna í Norður- Svíþjóð yrði hætt ef ríkisstjómin yki ekki fjárframlag sitt til fyrir- tækisins. Furback sagði að reka þyrfti ríkisjámbrautimar eins og hvert annað fyrirtæki og ef stjómmála- menn vildu halda uppi óhagkvæm- um lestarsamgöngum í stijálbýli yrðu þeir að veita til þess fjármun- um. Sænsku jámbrautimar em rekn- ar með jafnvirði 1,3 miljarða ísl. kr. halla á ári. Sagð Furback að stjómin þyrfti að auka framlag til þeirra um jafnvirði a.m.k. 640 millj- óna ísl. kr. á ári ef halda ætti uppi óbreyttri þjónustu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.