Morgunblaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 74
74
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987
„ H vab áttu \/ib rrteS && þú ha-fir
eofií yfir {219? (?ctta er þridja.
Orrustcw sem pu missiraf i þessurn
mdinub'U "
V
*
Jr
ást er...
.. . /mv- plús tveir =
hamingja.
Elsku pabbi og mamma. Ég
er orðin blankur og væri
þakklátur fyrir nokkurn
fjárhagslegan stuðning ykk-
ar...
Með
morgunkaffínu
Dóttir mín er stungin af með
einhveijum manni, en ég
skal vekja konuna mína.
HÖGNI HREKKVlSI
„ NIPUIZ ME€> þ\G, SNATI! "
Draumar Helgu
Pétursdóttur
Heiðraði Velvakandi
Draumar Helgu (sem greint var
frá í Morgunblaðinu sunnudaginn
5. apríl) eru mjög merkilegir og
engin ástaæða til að efast um að
allt sé satt sem hún segir frá.
Draum sinn um fund leiðtoga stór-
veldana hér í Reykjavík gerir hún
sér ekki far um að skýra nánar.
Gosmökkur úr Heklu. Hvers vegna?
Til samanburðar vil ég segja frá
draum sem mig dreymdi og var
fyrirboði þess að faðir minn dó. Eg
var staddur heima við bæ í draumn-
um og sá mikinn svartan mökk
koma sunan yfír dalinn. Mökkurinn
huldi himininn og gerði jörðina
svarta og allt leið þetta heim yfír
túnið og heim að bæ. Ég vildi fær-
ast undan þessu í draumnum og
bróðir minn var þama staddur ekki
Qarri og fannst mér hann hræddur
og hvetja til þess að við forðuðum
okkur. Langt er nú liðið síðan þetta
var en draumurinn rifjaðist upp
fyrir mér á ný er ég las frásagnir
Helgu Pétursdóttur í Morgunblað-
inu.
Hvað merkir svo draumur Helgu
um leiðtogafundinn í Reykjavík,
sem hún gerir sér ekki far um að
skýra nánar. Ég álít að ef draumur-
inn tengist leiðtogafundinum þá
bendi hann til að okkur stafí mikil
hætta að austan og ekkert sé heils-
hugar gert í svokallaðri stefnu-
breytingu Sovétríkjanna. Þess
vegna ættum við að vinna heils-
hugar með vestrænum þjóðum þar
til við erum viss um að raunveruleg
hugarfarsbreyting hafí sýnt sig svo
ekki verði um villst.
Annar draumur Helgu Péturs-
dóttur var óneitanlega bæði
draumur og veruleiki — frelsarinn
birtist henni, sem bendir til þess
að hún sé mjög dulræn. Af því að
nokkuð er hægt að líkja saman
draumum okkar vil ég nefna að
mig hefur einnig dreymt frelsarann.
Draumur minn var á þá leið að ég
þóttist standa heima við bæ á sama
stað og áður getur og sá þá frels-
arann standa á flallinu fyrir ofan
bæinn. Myndin var mjög skýr og
stór, ljóminn og birtan sem umlék
hann var ofviða mínu ímyndunar-
afli. Þessi draumur hafði djúpstæð
áhrif á mig. Ég vil taka fram að
ég hef litla eða enga dulræna hæfí-
leika en hugsa töluvert um þennan
þátt mannlífsins.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson
Bylgjan hefur færst
langt til vinstri
P.S. skrifar:
Kæri Velvakandi.
Ég var að hlusta á útvarpsfréttir
Bylgjunnar núna eftir hádegið þriðju-
daginn 7. apríl. Þá var fyrsta fréttin
á Bylgjunni að Svavar Gestsson form-
aður Alþýðubandalagsins hefði sagt
að viðskilnaður stjómarinnar væri sá
versti sem dæmi væru um í sögu lýð-
veldisins. En hvaða frétt er það þó
Svavar Gestsson ryðji út úr sér ein-
hverju nöldri og óánægjuáróðri? Ég
verð að segja eins og er, að Bylgjan
hefur færst langt til vinstri síðustu
vikur eftir að Hallgrímur Thorsteins-
son, sem er annar ágætur útvarps-
maður, tók við fréttunum og þessi
Asta R. Jóhannesdóttir við
„Reykjavík síðdegis". Prjálsu út-
varpsstöðvamar verða að skilja að
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkur-
inn sem hefur haldið yfir þeim hlífí-
skildi. Það er beiniínis markmið
starfsmanna Ríkisútvarpsins að þvi
er virðist að drepa fijálsu stöðvamar
með því að fá yfírburðaaðstöðu og
nægilegt fjármagn úr almannasjóð-
um. Þetta gætu þeir ef vinstri
flokkamir komast til valda með full-
tingi Alberts Guðmundssonar.
Víkverji skrifar
að er ástæða til að fagna því
framtaki Iðntæknistofnunar
íslands að efna til kynningar á
mikilvægi framleiðni fyrir atvinn-
ulífíð í öllum 9. bekkjardeildum
grunnskóla landsins nú á vormán-
uðum. Er ætlunin að vekja ungling-
ana til vitundar um gildi vinnunar
og fræða um uppbyggingu atvinn-
ulífs á íslandi.
Þetta er annað árið sem fram-
leiðni er kynnt í skólum á þennan
hátt en skólaverkefnið er hluti af
„Framleiðniátaki í iðnaði" sem stað-
ið hefur á annað ár og á að ljúka
á þessu ári. í kennslunni er fyrst
rakin þróun atvinnulífs á íslandi
með skyggnum og atvinnustarfsemi
útskýrð. Síðan fá nemendur að
spreyta sig á framleiðslu, reikna
út frá henni kostnað og arðsemi
og hugleiða markaðs- og vöruþró-
un, laun og aðbúnað starfsfólks og
ýmiss önnur atriði sem snerta at-
vinnurekstur.
í fréttum i sjónvarpi nýverið var
brugðið upp myndum frá þessari
kennslu í skóla í Hafnarfírði og var
ekki annað að sjá en unglingamir
tækju þátt í verkefninu af lífi og
sál. Það þarf heldur varla að fjöl-
yrða um mikilvægi þess að ungling-
ar fái sem fyrst smjörþefínn af
ýmsum grundvallaratriðum atvinn-
ulífsins og skynji á hveiju lífsgæðin
í þessu landi byggist. Þess vegna
verður að leggja áherslu á að þessu
starfí verði fram haldið, þó að
„Framleiðniátakið" sé að renna sitt
skeið.
XXX
að er einatt mikil auðlind fólg-
in í því erlenda fólki sem flytst
hingað til lands. Einnatt eru þetta
„tengdasynir og tengdadætur ís-
lands" eins og við köllum í gamni
það fólk sem giftist íslendingum
og kýs síðan að setjast að á ís-
landi. Þetta fólk er ekki síst
áberandi í listalífinu þar sem þessir
„útlendu íslendingar“ setja víða
skemmtilegan svip á listastarfsem-
ina.
Það fer þó ekki hjá því að maður
undrist á stundum hvemig þetta
fólk sem margt hvert kemur frá
milljónaþjóðum, fer að því að aðlag-
ast nýjum aðstæðum í þessu litla
þjóðfélagi okkar, sem liggur tals-
vert utan þjóðbrautar heimsmenn-
ingarinnar. Engu að síður kemur í
ljós að margt af þessu fólki kann
að meta fámennið og þau nánu vel
tengsl sem slíkt skapar, og fínnur
sér leiðir til að bijótast út úr ein-
angruninni, þegar því er að skipta.
Agætt dæmi um þetta er Frank
Ponsi, listfræðingur, Bandaríkja-
maður að uppruna en sem kom
hingað til lands fyrir alllöngu með
eiginkonu sinni Guðrúnu Tómas-
dóttur, söngkonu. Þau reistu sér
hús í Mosfellssveit og þar ræktar
Ponsi nú tómata eins og náttúran
vill hafa þá, þ.e.a.s. tilbúinn áburð-
ur og önnur töfrabrögð efnafræði
nútímans til að örva vöxt þeirra á
þar ekki upp á pallborðið. Á sama
tíma gefur Posni sé þó tíma til að
sinna fræðum sínum og er nú í
sviðsljósinu fyrir stórmerkan list-
sögulegan fund á verki gamals
meistara frá endurreisnartímabil-
inu.
Einhveiju sinni sagði Ponsi
Víkveija þessum sögu, sem kann
að varpa ljósi á það hvers vegna
hann kann svo vel við sig hér á
landi, fjarri helstu straumum þeirra
fræða sem hann hefur lagt fyrir
sig. Sagan er frá þeim tíma er Ponsi
var ungur listfræðingur í Banda-
rílqunum og starfaði í tengslum við
fægt safn í New York. Hann komst
þá að því að á vegum safnsins hafði
allmörgum árum áður verið ráðist
í það verkefni að fá ýmsa helstu
samtímalistamenn Bandaríkjanna
til að gera kvikmyndir eftir eigin
höfði og þar áttu þeir að finna list
sinni farveg í þessum nýja miðli,
kvikmyndinni. Kvikmyndir þessar
voru teknar á afar eldfima fílmu,
svo að safnið varð síðan að finna
þeim stað í eldtraustu birgi langt
utan New York og við það höfðu
þessi sérstæðu verk fallið í
gleymsku, þar til Ponsi uppgötvaði
tilvist þeirra á ný.
Hann fékk nú heimild safnstjóm-
ar til að fara og kanna hvað þessum
merkilegu kvikmyndum liði, skrá
þær og koma þeim í aðgengilegra
form. Þegar hann kom að geymslu-
staðnum tók þar á móti honum
gamall vörður sem gætt hafði þessa
Jpársjóðs öll árin en án nokkurra
tengsla við safnið. Þegar hins vegar
Ponsi opnaði fyrstu filmuhylkin,
blasti hins vegar við honum duftið
eitt — fílmumar höfðu ekki þolað
geymsluna og molnað niður. Öll
árin hafði þess vegna gamli vörður-
inn setið þama í birgi sínu og gætt
samviskusamlega fjársjóðs sem var
orðin að dufti fyrir löngu.
Er furða þótt mönnum með siíka
lífsrejmslu þyki gott að kveðja fírr-
ingu og skarkala milljónaþjóðfélag-
anna og hreiðra um sig hér í
fámenninu hjá okkur?