Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Kennarar ganga á fund ráðherra Samræmt próf í íslensku verði endurmetið „NIÐURSTAÐA okkar er sú að það gangi ekki lengur að reyna að tala við þá, sem að okkar mati bera ábyrgð á þessu sam- ræmda prófi, svo við ákváðum að snúa okkur beint til mennta- málaráðherra," sagði Ragnheið- ur Rikharðsdóttir, íslenskukenn- ari, í samtali við Morgunblaðið, en nokkur hópur íslenskukenn- ara á höfuðborgarsvæðinu hélt Tveir hand- teknir vegna ósæmilegrar hegðunar TVEIR menn voru handteknir i gær vegna ósæmilegrar hegðun- ar eða gruns um slíka hegðun. Maður var handtekinn í Öskju- hlíðinni í gærdag og er hann grunaður um aðild að svokölluðu Hvassaleitismáii, en brögð hafa verið að því undanfarið að telpur hafí verið áreittar þar. Ekki mun maðurinn þó hafa verið staðinn að dónalegum tilburðum í Öslquhlíð- inni. í gærdag var einnig annar maður handtekinn, en sá hafði hegðað sér ósæmilega við vegfarendur á Laugaveginum. Maðurinn var í bif- reið á miðjum Laugavegi þegar vegfarendur tóku eftir hegðun hans og var lögreglan þegar kvödd á staðinn. fund í gær um samræmda prófið í ísiensku í vor, sem þeir telja að hafi verið of þungt. Ragnheiður sagði að ekki hafí tekist að ná í menntamálaráðherra í gær, en kennaramir muni reyna að ná sambandi við hann strax á mánudagsmorgun. Á fundinum yrði sett fram sú skoðun að endurmeta eigi prófíð og einkum þá þætti þess, sem prófuðu lesskilning, og eru matsatriði. í annan stað, ef það sé ekki framkvæmanlegt, megi hugsa sér að nemendur verði hækkaðir upp um ákveðinn stigaQölda og í þriðja lagi að miðað verði við með- aldreifíngu nemenda við einkunna- gjöf. „Við gerum okkur grein fyrir því að tíminn er stuttur, því það á að fara að slíta skólum nú og sumir eru jafnvel búnir að fá einkunnir. Við höfum nemendur í huga og hvað hægt er að gera gagnvart þeim. Við viljum fyrst og fremst að prófíð verði endurmetið og kröf- umar verði miðaðar við þroska þess nemendahóps, sem verið er að Qalla um, þ.e.a.s. grunnskólabama, en ekki að hafa kröfumar eins og á framhaldsskólastigi eða jafnvel of- ar,“ sagði Ragnheiður. „Mér finnst að þessir ágætu ein- staklingar, sem bera aðallega ábyrgð á grunnskólanum sem slíkum, þurfí að endurskoða afstöðu sína. Mitt mat er alla vega það að þessir einstaklingar, sem sömdu þetta próf, séu í litlum sem engum tengslum við grunnskólann og það er spuming hvort ekki sé verið að stilla íslenskunni upp gegn öðrum greinum. Ég held að þetta sé íhug- unarefni fyrir þessa ágætu menn,“ sagði Ragnheiður ennfremur. Morgunblaðið/Einar Falur Við upphaf fundarins í gærmorgun, Jóhanna Sigurðardóttir, Friðrik Sophusson, Þorsteinn Pálsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Guðrún Agnars- dóttir. Stj órnarmy ndunarviðræðurnar: Rætt um markmið hugs- anlegrar ríkisstjórnar VIÐRÆÐUM forystumanna Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- flokksins og Kvennalistan? um stjómarmyndun verður haldið áfram kl. 13:00 í dag. í gær var rætt um skipulagsatriði viðræðn- anna, þau markmið sem flokk- arnir vilja setja hugsanlegri ríkisstjóra og loks kom forstjóri Þjóðhagsstofnunar á fundinn og Stjórn SH falið að vinna að breyttu vægi atkvæða gerði grein fyrir stöðu efnahags- mála. „Efnisleg umræða er í rauninni ekki hafín," sagði Guðrún Agnars- dóttir á fundi með blaðamönnum í gær. Jóhanna Sigurðardóttir taldi þennan fyrsta fund hinna formlegu stjómarmyndunarviðræðna hafa verið gagnlegan. Ekki hefðu komið fram neinir óleysaniegir hnútar. Þorsteinn Pálsson taldi viðræðumar einnig hafa verið gagnlegar, en áréttaði að um erfítt verkefni væri að ræða. Fundurinn í gær hófst um hádegisbilið og honum lauk laust fyrir klukkan fímm. Upplýst var á blaðamannafund- inum að óskað hefði verið eftir gögnum frá Þjóðhagsstofnun um ýmis atriði og væri unnið að því að afla þeirra. Viðræðufundinn í gær sátu af hálfu Sjálfstæðisflokksins Þor- steinn Pálsson, Friðrik Sophusson og Ólafur G. Einarsson; af hálfu Alþýðuflokksins Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Jón Sigurðsson og Kjartan Jóhannsson og af hálfu Kvennalist- ans Guðrún Agnarsdóttir, Danfríð- ur Skarphéðinsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. Skipan stjómar óbreytt SAMÞYKKT var á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í gær, að fela stjórn SH að vinna að breytingu á vægi at- kvæða félagsmanna, vinna að framgangi þessarar breytingar og leggja hana fram til endan- legrar afgreiðslu á næsta aðal- fundi. Tillaga um að breyta samtökunum í hlutafélag var dregin til baka og felldar voru tillögur um breytingar á stjóra- arkjöri þess efnis að menn yrðu kosnir til tveggja ára i stað eins. Sq'óra SH verður óbreytt og Jón Ingvarsson áfram formaður hennar. Tillagan um að fela stjóm SH að vinna að breytingum á vægi atkvæða var samþykkt með 26 at- kvæðum gegn 17 að viðhöfðu nafnakalli. Breytingamar, sem lagðar era til, era svohljóðandi: „Atkvæði í féiaginu era 1.000 og skal skipting þeirra vera eftirfar- andi: 20% af atkvæðum skulu skiptast jafnt á milli félagsmanna, 40% á milli félagsmanna I hlutfalli við útflutningsverðmæti þeirra fyrir liðið starfsár og 40% miðað við eign- arhlut félagsmanna um næstliðin áramót. Rísi ágreiningur um skil- greiningu útflutningsverðmætis eða eignarhlutfalls skal félagsfundur skera úr því.“ Samkvæmt þessu verður tillagan lögð fram af hálfu stjómar SH á næsta aðalfundi og eigi hún að ná fram að ganga verð- ur að samþykkja hana mótatkvæða- laust, þar sem í henni felst breyting á stofnsamningi samtakanna. Fjallað var um svokölluð innri málefni SH á lokuðum fundum í gær, þar með taldar áðumefndar tillögur. Þeir félagsmenn, sem Morgunblaðið ræddi við að loknum fundi, lýstu ánægju sinni með gang mála og töldu umræðumar hafa verið mjög hreinskilnar og þarfar. Veralegur ágreiningur hefði ekki verið uppi og vilji til skoðunar innri málefna SH hefði verið talsverður. Stjóm SH skipa nú: Aðalsteinn Jónsson, Eskifírði, Agúst Einars- son, Reylq'avík, Gísli Konráðsson, Akureyri, Guðfínnur Einarsson, Bolungarvík, ritari, Guðmundur Karlsson, Vestmannaeyjum, Jón Páll Halldórsson, ísafírði, Jón Ingv- arsson, Reykjavík, formaður, Ólafur B. Ólafsson, Sandgerði, varaformaður og Rögnvaldur Ölafs- son, Hellissandi. Varastjóm var öll endurkjörin eins og aðalstjómin. Svifflugvél brot- lenti á Sandskeiði SVIFFLUGVÉL brotlenti á flug- vellinum á Sandskeiði í gær þegar hæðarstýri vélarinnar fór úr sambandi i flugtaki. Flugmað- urinn meiddist í baki og var fluttur á slysadeild. Fokker fór of nálægt lítilU kennsluflugvél EIN AF Fokker-flugvélum Flugleiða fór óeðlilega nálægt lítilli Piper Archer 28-kennslu- flugvél yfir Reykholti i Borgar- firði um klukkan 11 á miðvikudag. Ekki er ljóst hve fjarlægðin milli flugvélanna var mikil þegar minnst var, en mál þetta er nú i rannsókn hjá Flugmálastjóm. Flugvélamar vora báðar í blind- flugi ofar skýjum á leið frá Akureyri til Reykjavíkur. Fok- ker-flugvélin var í meiri hæð, enda hraðfleygari. Yfir Borgarfírði fékk hún heimild til lækkunar f hæð sem var 1000 fetum ofar en Piper Archer-véiin, en það er rétt- ur hæðarmismunur milli flugvéla í blindflugi. Einhverra hluta vegna var flug Fokker-vélarinnar lækk- að niður fyrir gefna heimild og fór hún því óeðlilega nálægt litlu flugvélinni. Ekki fengust neinar nánari upplýsingar um tildrög atburðarins. 1 samtali við Morgunblaðið sagði Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugleiða, að flug- maður Fokker-vélarinnar hefði ekki enn gefíð skýrslu til Flug- leiða og því væri ekkert hægt að segja um orsakir þessa atviks eða hvort flugmaðurinn yrði leystur frá störfum meðan rannsókn fer fram. Óhappið varð skömmu fyrir kl. 16. Verið var að draga svifflugvél- ina TF-SIP á loft með annari flugvél þegar óhappið varð. Að sögn sjónar- votta sleppti flugmaðurinn drátt- arlínunni þegar vélin var komin í um 50 metra hæð. Svifflugan of- reis þegar hún missti togkraftinn en flugmaðurinn reyndi að nota svokallaða flapsa við að stýra vél- unni. inni niður á jörðinni aftur. Höggið þegar svifflugan lenti á jörðinni varð töluvert. Hjól undir vélinni brotnaði og plastið yfir flug- stjómarklefanum brotnaði í smátt. Flugmaðurinn hálfliggur í sæti sínu í svifflugum og er talið að sú stell- ing hafí bjargað frá frekari meiðsl- um í þetta skipti. Talið er að orsök óhappsins megi rekja til þess að samskeyti á stýris- stöng fyrir hæðarstýri hafí ekki verið í lás þegar svifflugan var sett saman fyrir flugið. Því hafi hæðar- stýrið farið úr sambandi og flug- maðurinn misst stjóm á svifflug- Morgunblaðið/Júllus Svifflugvélin sem brotlenti á Sandskeiði i gœr. Verið er að athuga hæðarstúrið sem bilaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.