Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 38
38 vrpí Rp JnJOAdHADUAÍ <W?M8VTJOHO MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Myndlista- og handíðaskóli Islands: Sýning á verkum nemenda um helgina VORSÝNING Myndlista- og handíðaskóia íslands verður haldin í húsakynnum skólans i Skipholti 1 í dag, laugardaginn TÍU grænlenskir unglingar frá Kap Dan á Grænlandi eru nú staddir hér á landi í skóla- ferðalagi en þetta mun vera í fyrsta skipti sem grænlensk börn koma hingað í slíka kynnisferð. 23. maí, og á morgun, sunnudag- inn 24. maí nk. Sýningin verður opin frá kl. 14.00 til 22.00 báða dagana. Þessi mynd var tekin af hópnum þegar hann kom til landsins á miðvikudag en í gær skoðuðu Grænlendingarnir Gullfoss og Geysi og fleiri merkisstaði á Suð- urlandi. Sýnd verða verk þeirra nemenda sem nú ljúka námi við skólann. Þeir eru 56 talsins: 13 úr auglýs- ingadeild, 16 úr málunardeild, 7 úr myndmótunardeild, 4 úr nýlista- deild, 7 úr grafíkdeild, 6 úr kennaradeild og 3 úr textíldeild. Lokaverkefni textildeildar eru með nýju sniði. Þau eru mjög stór og unnin með ákveðnar byggingar í huga. Um er að ræða verk í hið nýja hús Verslunarskóla íslands og tvö verk í Seðlabankann. Þau verða sýnd á þessum stöðum, enda rúm- ast þau ekki í húsnæði skólans. Hægt er að skoða verkin á báðum þessum stöðum á venjulegum opn- unartíma stofnananna alla næstu viku. Sýningin í skólanum stendur að- eins um helgina. Nemendur 3. árs verða með kaffisölu til styrktar ferðasjóði sínum. Venja er að þeir fari utan í námsferð áður en þeir hefla nám á síðasta ári. Tónleikar í Garðakirkju SKÓLAKÓR Garðabæjar heldur tónleika í Garðakirkju sunnudag- inn 24. maí kl. 20.30. Kórinn starfar í þremur deildum sem syngja allar á tónleikunum. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt. Morgunblaðið/Bjami Grænlensk börn hér í skólaferðalagi Norskir lista- menn sýna NORSK sýning var opnuð í gær í Nýlistasafninu og MÍR salnurn norsk sýning, þetta er liður í skiptisýninga áætlun milli ís- lands, Svíþjóðar og Noregs. Hugmyndin er að hvert þessara landa fái að kynnast því sem ungir listamenn eru að gera í hinum tveimur löndunum. Áður hafa sýningarnar verið til sýnis í Kulturhuset í Stokkhólmi og UKS í Osló. Þessi sýningarkeðja hefur hlotið nafnið „KEX“. Leitast var við að velja saman listamenn sem vinna á hinn ólíkasta máta til þess að fá sem mesta breidd. Þannig eru sýnd málverk, skúlptúrar, myndbönd, grafík, hljóðverk, gemingur, bækur o.s.fr. Valið var í höndum þriggja aðila sem standa að sýningunum hver í sínu landi. Þeir eru Helge Korvald frá Noregi, Carína Hedén frá Svíþjóð og Guðrún Hrönn Ragnars- dóttir frá íslandi. Sýningamar em styrktar af mörgum sjóðum og fyrirtækjum á Norðurlöndunum en stærsta fram- lagið kemur frá Norræna menning- armálasjóðnum. Norsku þátttak- endumir em þessi: Ingrid Book, Svanhild Heggedal, Reidar Krau- gerad, Hege Lonne, Gerd Tinglum, Marianne Bratteli, Hilmar Fredriks- en, Laila Haugan. Þau munu öll dveljast hér á landi meðan á sýningunni stendur. í tengslum við sýninguna hefur verið gefín út sýningarskrá og lítil hljóm- plata. Ellen syng- ur í Heita pottinum ELLEN Kristjánsdóttir söng- kona heldur tónleika í Heita pottinum í Duus-húsi sunnudags- kvöldið 24. maí. Með Ellen leika Mezzoforte mennirnir Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Gunnlaugur Briem og Jóhann Ásmundsson auk saxófónleikar- ans Stefáns Stefánssonar. Á efnisskrá tónleikanna verður jass og blues tónlist úr ýmsum átt- um, framsamin jafnt sem gömul. Tónleikamir hefjast kl. 21.30. Laugarásbíó: Kanadí sk-fr önsk verðlaunamynd sýnd LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á mynd sem nefnist „Hrun ameríska heimsveldisins". Leik- stjóri myndarinnar er Denys Arcand. Mynd þessi er ný kanadísk- frönsk verðlaunamynd. Myndin fjallar um flórar konur og fjóra karlmenn sem ætla að hittast yfír kvöldverði. Karlmennimir undirbúa kvöldverðin saman og konumar hressa upp á sig í heilsuræktar- klúbbi fyrir kvöldið. Aðalumræðu- efni þessara persóna er kynlíf og reynslan af því, segir í frétt frá kvikmyndahúsinu. Morgunblaðið/Emilía Hallgerður Gísladóttir sagnfræðingur með gamlan kaffibrennara við eftirlík- ingu af gömlum hlóðum. Hvað er á seyði í Þjóðminjasafninu: Morgunblaðið/Emilía Þessi eldavél kom til landsins árið 1932 og var til skamms tíma notuð við eldamennsku í leiguíbúð í Steinahlíð. Ofan á vélinni má greina gamla brauð- rist, vöflujám og hraðsuðupott. Sýning á gömlum eldhúsmunum „Það hefur verið erfitt að safna saman eldhúsmunum fyr- ir sýninguna," sagði Hallgerður Gísladóttir sagnfræðingur, enn í dag opnar í Þjóðminjasafninu sýningin „Hvað er á seyði ? Eldhúsið fram á okkar daga.“ „Fólki hættir til að farga göml- um eldhúsmunum og eram við búin að hafa mikið fyrir að koma saman þessari sýningu," sagði Hallgerður. Sýningin spannar sögu eldhússins frá upphafí byggðar með eftirlíkingu af lan- geldi, sem seinna var skipt í tvennt þegar farið var að elda í sérstöku húsi. Þá er eftirlíking af seyð og hlóðareldhúsi en fyrsta eldavélin kom til landsins árið 1860. Það var Jakob Sveinsson snikkari sem bjó við Kirkjutorg nú Skólabrú sem keypti vélina. Sýningin í Þjóðminjasafninu verður opin á venjulegum opnun- artíma safnsins fram í október. | Leiðrétting RANGHERMT var í afmælisgrein minni um Knút Þorsteinsson (20. maí) að Ivar Eskeland sé sonur Lars Eskeland, skólastjóra í Voss. Hann er bróðursonur hans, sonur Lars Sewerin Eskeland, sem var skólastjóri á Storð. Birgir Thorlacius GENGIS- SKRANING Nr. 96-23. maíl987 Kr. Kr. Toll- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 38,400 35,520 38,660 Stpund 64,570 64,771 64,176 Kan.dollari 28,513 28,602 29,905 Dönskkr. 5,7496 5,7675 5,7293 Norskkr. 5,8046 5,8227 5,8035 Sænskkr. 6,1721 6,1914 6,1851 Fi.mark 8,8807 8,9084 8,7892 Fr.franki 6,4663 6,4865 6,4649 Bolg. franki 1,0442 1,0475 1,0401 Sv.franki 26,3827 26,4651 26,4342 Holl.gyllini 19,2014 19,2614 19,1377 V-Þ.mark 21,6356 21,7032 21,5893 Ít.líra 0,02986 0,02995 0,03018 Austurr. sch. 3,0766 3,0862 3,0713 Port escudo 0,2774 0,2782 0,2771 Sp.peseti 0,3088 0,3097 0,3068 Jap. yen 0,27389 0,27475 0,27713 Irsktpund 57,926 58,107 57,702 SDR(Sérst) 50,2630 50,4199 50,5947 ECU, Evrópum. 44,9088 45,0491 44,8282 Belg. fr/m. 1,0395 1,0428
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.