Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 12
vf'
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987
__ • ^
Feöwðardrottnins: Islands
SyTTTT KTJJÍNAR tíu spm kprmn til é * kvöld. Á Galakvnldi'i Rrcndwnv
STULKURNAR tiu, sem keppa til
úrslita um titlinn FegurÖardrottning
íslands 1987, verÖa kynntar í
veitingahúsinu Broadway
föstudagskvöldiö 5.júní. ViÖþaÖ
tcekifœri mun dómnefnd, skipuÖ
blaÖaljósmyndurum, tilnefna bestu
Ijósmyndafyrirsœtuna og stúlkurnar
sjálfar velja úrsínum hópi vinsœlustu
stúlkuna. BáÖarþessar drottningar
verÖa krýndar um miÖnœtti þetta
“1987^
^5
kvöld. A Galakvöldi í Broadway,
mánudaginn 8.júní, á annan dag
hvítasunnu, veröa svo krýndar
FegurÖardrottning íslands 1987 og
FegurÖardrottning Reykjavíkur
1987, sem valdar verÖa af sérstaklega
skipaÖri dómnefnd. Hérkynnir
MorgunblaðiÖ fimm stúlknanna, sem
taka þátt í úrslitakeppninni. Hinar
fimm verÖa kynntar í MorgunblaÖinu
á morgun, sunnudag.
HVER ÞEIRRA VERÐUR
FYRIR VALINU?
UOSMYNDIR:
ÁRNI SÆBERG,
EMILÍA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
OG RAGNAR AXELSSON.
Amm Margrét Jónsdóttír
Anna Margrét Jónsdóttir er nítján ára Reykjavíkurmær, fædd 13. maí
1966. Hún starfar nú sem flugfreyja hjá Flugleiðum en hafði áður verið
þrjú ár í bóknámsdeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Anna Margrét hefur
einnig starfað með Módel ’79 í fjögur ár og var kjörin ungfrú Hollywood
árið 1984. Hún segir að sér líki sýningarstörfin vel, en geti þó ekki
hugsað sér að leggja þau fyrir sig. Um framtíðina segist hún alls óákveðin
nema hvað hún vill ferðast og hefur til þess ágætt tækifæri í
flugfreyjustarfinu. Anna Margrét hefur lagt stund á líkamsrækt um
nokkurt skeið og vill halda því áfram. Foreldrar hennar eru þau Jón
Kristófersson og Marín Samúelsdóttir. Anna Margrét er 174 cm á hæð.
Bergrós Kjartansdóttir
Bergrós Kjartansdóttir er
nítján ára borin og
bamfædd á ísafirði 3.
mars 1968. Bergrós var
kjörin ungfrú ísafjörður
og stundar nú nám við
Menntaskólann á ísafirði
á hagfræðibraut. Hún
stundar skíði eins og
flestir ísfirðingar og
hefur unnið með
skólanum í
skíðaskálanum. Bergrós
segir framtíðaráform
frekar óljós, en hefur þó
ákveðið að taka sér ársfrí
frá námi, að loknu
stúdentsprófi. Auk
skíðanna hefur Bergrós
æft dans og saumar flest
sín föt sjálf. Foreldrar
hennar eru þau Kjartan
Sigmundsson og María
Hallgrímsdóttir. Bergrós
er 170cmáhæð.