Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Jón Ragnars og Asgeir berjast - rallmeistarar spá í úrslit Morgunblaðið/G.R. Eins og svo oft áður er Jóni Ragnarssyni og Rúnari Jónssyni spáð sigri af rallökumönnum, sem Morgun- blaðið fékk til að spá fyrir um úrslit Hótel Nes-rallsins. Það hefst á Ólafsvik á föstudag, en þeir feðgar unnu þessa keppni i fyrra. * Islandsmeistarakeppnin í rallakstri: „Búnir að sverfa vígtennurnar“ Rætt við keppendur í Hótel Nes-rallinu á Snæfellsnesi ALLMARGIR rallökumenn sem hafa verið i fremstu röð undanfar- in ár verða fjarri góðu gamni í Hótel Nes-Rallinu. Morgunblaðið fékk nokkra þeirra til að spá fyrir um úrslit rallsins og Iétu þeir einn- ig stuttar umsagnir um ökumenn fljóta með. Allir hafa kapparnir unnið rallkeppni og tveir orðið íslandsmeistarar. Þekkja þeir því vel inn á ökumenn og hvað rall- akstur gengur út á. * Omar Ragnarsson fyrr- um Islandsmeistari 1. Jón Ragnarsson, 2. Ásgeir Sig- urðsson, 3. Hjörleifur Hilmarsson. Ég held að Jón keyri eins og síðast, af yfírvegun. Það sigrar hann enginn án þess að taka áhættu. Ásgeir er góður fyrir vestan og Toyotan passar á vegina þar. Hjörleifur er grimmur og með góðan bíl, ég held hann keppi við Jón S. Halldórsson um þriðja sætið. Ég efast um að Porsche Jóns standist álgið eins og síðast. Það er eiginlega synd að geta ekki sett Jón S. í verðlaunasæti, hann er rosalega harður. Halldór Ulfarsson fyrr- um Islandsmeistari 1. Ásgeir Sigurðsson, 2. Steingrím- ur Ingason, 3. Guðmundur Jónsson. Þetta var spá Halldórs, sem varla fékkst til að gera upp á milli manna. „Ég spái þessu svona, þá þarf ég ekki að gera upp á milli Jóns Ragn- ars og Hjörleifs. Porsche Jóns S. Halldórssonar bilar segja allir, en ég hef trú á honum í eitt af fyrstu fímm sætunum. Jón Ragnarsson er of upp- tekinn af öðru en rallinu, gefur sér ekki tíma. Gæti þó slegist um 1.—3. sæti. Hjörleifur er á nýjum bíl og verður að nota skynsemi, tippa á 1.—5. sæti fyrir hann. Ásgeir gæti náð fyrsta sæti, er góður ökumaður. Steingrímur Ingason er hörkukall og 1.—5. sæti líklegt handa honum. Nissan Guðmundar er góður en spuming hvort hann þekkir nokkuð nýja bílinn. Ég hef þó trú á strákn- um,“ sagði Halldór. Bjarmi Signr- garðarsson 1. Jón Ragnarsson, 2. Ásgeir Sig- urðsson, 3. Guðmundur Jónsson. Eg tel að Jón vinni á reynslunni og því að hann er með einn besta bílinn. Hann var í óstuði í síðustu keppni, en áttar sig núna. Ásgeir er á hentug- um bíl og fer greitt yfir grófu kaflana. Hann verður grimmari en í síðustu keppni og nær öðru sæti. Það skeður alltaf eitthvað óvænt í hverri keppni og Nissan Guðmundar gæti komið á óvart núna. Ég set hann í þriðja sætið. Hjörleifur er líklega með skrekk frá óhappinu í fyrstu keppn- inni og ég held að Porsche Jóns S. Halldórssonar sleppi ekki jafn slétt í gegn og þegar hann vann í þeirri keppni. Birg-ir Bragason 1. Jón Ragnarsson, 2. Ásgeir Sig- urðsson, 3. Hafsteinn Aðalsteinsson. Aldurinn er Jóni Ragnarssyni til tekna, hann er yfírvegaðri ökumaður en hinir og hefur ómælda reynslu, svo er bíll hans góður. Hann vinnur. Ásgeir set ég í annað. Hann nær þessu á dirfskufullum akstri, ef hann sleppur óhappalaust í gegn. Hann er góður, en ekur stundum hraðar en hann ræður við. Ég held hann ráði ekki við fyrsta sætið á þessum bíl, skortir aflið. Það verður mikill slagur um þriðja sætið. Hafsteinn Aðal- steinsson gæti náð því. Guðmundur og Hjörleifur beijast við Hafstein um þriðja. Ég er hræddur um að skrekk- ur verði í Hjörleifí, ef hann hinsvegar hristir hann af sér á fyrstu leiðunum gæti hann velgt Jóni undir uggum í fyrsta sætinu. Rallakstur Gunnlaugur Rögnvaldsson Slagurinn um að þeyta öflugum rallbílum sem hraðast yfir krókótta og hæðótta vegi heldur áfram á Snæfellsnesi, þegar rallökumenn mæta þangað með verkfæri sín í aðra keppni ársins, sem gildir til Íslandsmeistara. Allir sem hug hafa á titlinum verða þar í miklum ham og víst er að tekist verður grimmi- lega á um sigurinn. Síðasta keppni var mjög jöfn og þessi verður varla síðri. Tveir nýsmfðaðir keppnisbílar mætast í hópi sem fyrir voru í topp- baráttunni, en 6—7 áhafnir gætu hæglega barist um verðlaunasætin í keppninni, sem hófst hjá Hótel Nesi í Ólafsvík kl. 18.00 í gær, föstudag, og lýkur á sama stað í dag. Það er varla komandi inn í skúra og verkstæði þau, sem rall- ökumenn hafa til umráða, þessa dagana. Keppnisskapið er svo mikið að orðið sigur heyrist í annarri hverri setningu ef minnst er á Hót- el Nes-rallið. Ekki sakar það að fyrir utan sigur yfir heildina, er að færast meira fjör í flokkakeppni bílanna. Virðist áhugi á keppni í flokki óbreyttra bíla fara vaxandi. Jón Magnússon vann í þessari keppni í fyrra. Aðspurður um fyrir- ætlanir í keppninni í ár sagði Jón: „Þetta er sama gamla platan, aka grimmt. Við tökum almennnilega á bílnum og verðum í slagnum um toppinn. Eg ek á fullu, en það er ekki þar með sagt að það dugi. Það vilja allir vinna núna og ég geri til- raun líka. Ég græt ekki þó mér verði á í messunni í hita leiksins." „Ég fer ekki í keppni án þéss að stefna á sigur,“ sagði Jón S. Halldórsson Porsche-ökumaður og sigurvegari í fyrstu keppni ársins. „Eg veit að ég get bætt mig frá því í síðustu keppni og bíllinn er betri. Það eru margir bílar sem ættu að geta sigrað. Eg ætla hinsvegar að vinna í þessari keppni og þeirri næstu og ná í íslandsmeistaratitil- inn,“ sagði Jón. Þeir sem börðust hvað mest við Jón og Guðberg í síðustu keppni voru Hjörleifur Hilmarsson og Sigurður Jensson á Peugeot Talbot. Á einni lokaleiðinni kútveltu þeir hinsvegar bíl sínum, sem gjöreyðilagðist. Þeir hafa smíðað annan bíl og betri sömu gerðar. „Ég ætla að reyna að átta mig betur á hreyfingum bílsins, en reyna að halda sama hraða og síðast,“ sagði Hjörleifur. Meiri hraða en í síðustu keppni ætla þeir Ásgeir Sig- urðsson og Bragi Guðmundsson á Toyota að ná. „Við mætum grimm- ari til leiks en nokkru sinni fyrr,“ sagði Bragi. Við erum búnir að sverfa vígtennumar. Undirbúning- urinn er mjög góður, við höfum skoðað leiðimar, sem mér finnst frekar grófar. Við teljum okkur hafa getuna til að ná árangri, skort- ir kannski afl, en reynum að vinna samt.“ Morgunblaðið/Einar Falur Aðstandendur póstmótsins sem haldið verður á Hótel Loftleiðum dagana 25.-29. maí nk. ___ > Póstmót á Islandi í fyrsta skipti NORRÆNT póstmót, hið 18. í röð- inni, verður haldið á Hótel Loft- leiðum daganna 25.-29. maí nk. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mót er haldið hér á landi. Þátttak- endur verða um 160. Aðalræðu- menn verða Ted Hanisch, aðstoðarráðherra frá Noregi, Bertil Zachrisson, póstmálastjóri frá Svíþjóð og dr. Gylfi Þ. Gísla- son, prófessor. Ted Hanisch mun ræða samfélags- þróun á Norðurlöndum með næstu aldamót í huga. Hann er forstöðu- maður rannsóknarstofnunar í þjóð- félagsfræði og sem aðstoðarráðherra í forsætisráðuneytinu norska sér hann um þá deild sem hefur með langtímaáætlanir og framtíðarþróun að gera. Bertil Zahrisson er þekktur um Norðurlönd sem athafnasamur og virkur póstmálastjóri. Dr. Gylfí Þ. Gíslason, prófessor, flytur fyrirlestur um ísland, en hann er kunnur á Norðurlöndum fyrir störf í þágu nor- rænnar samvinnu. Meðal þess sem sérstaklega verður rætt á mótinu eru almenn afskipti af ríkisfjármálum og skipulagsbreyt- ingar í þjóðfélaginu. Rætt verður það sem gerst hefur í markaðsmálum þ. e.a.s. lögmál markaðarins ná í auknum mæli til opinberrarþjónustu. Félagsmál og kjör póstmanna verða í brennidepli. Kjarasamningar eru ekki lengur bundnir einungis við laun heldur snúast þeir ekki síst um umhverfi á vinnustað, tækninýjung- ar, stjórnunarmál og jafnrétti kynj- anna. Meðal spuminga sem leitast verður við að svara er hlutverk póstþjón- ustunnar í upplýsingasamfélagi nútímans, með hvaða hætti þjónustan kemur til móts við breytingar sam- félagsins. Umræða á norrænum póstmótum hefur hingað til beinst aðallega að póstmálum almennt og svo verður einnig að þessu sinni. En vandi stétt- arfélaga póstmanna verður nú ofar- lega á baugi, einkum með framtíðina í huga og þá þróun sem orðið hefur að stéttarfélög láta sig nú í ríkara mæli varða samfélagsþróunina í heild. Stofnmæling botnfiska á íslandsmiðum: Astand þorskstofns- ins frernur slæmt UPPISTAÐA þorskstofnsins er þriggja til fjögurra ára gamail fiskur og þótt meðalþyngd og kynþroskahlutfall sé í hærra lagi er ástand stofnsins fremur slæmt, að því er fram kemur í niðurstöðum rannsókna á botn- fiskum sem fram fór i marsmán- uði síðastliðnum. Hins vegar er meðalþyngd einstakra aldurs- flokka stofnsins svipuð og hún var í mars 1986 og virðist vaxtar- hraði vera með betra móti. Árlegir leiðangrar til þessara rannsókna voru famir í marsmán- uði eins og áður segir og voru fímm togarar leigðir til þessa verkefnis. Alls tóku 70 sjómenn og 25 rann- sóknarmenn frá Hafrannsókna- stofnun þátt í þessum leiðöngrum. Af einstökum aldursflokkum þorskstofnsins ber mest á þriggja og fjögurra ára fiski af árgöngum 1984 og 1983. Fiskur í þessum ald- ursflokkum er um það bil 30 til 45 sm og 45 til 60 sm að lengd. Auk framangreindrar niðurstöðu kom fram að kynþroskahlutfall ein- stakra aldursflokka er einnig álíka og það var í mars 1986 og ástand þorsksins því gott í þessu tilliti. Árgangurinn frá 1984 virðist sterk- ur eða um 300 milljónir físka þriggja ára að aldri. Árgangurinn frá 1983 virðist hins vegar nokkru minni en talið var, enda var meira veitt af þriggja ára físki í fýrra en mörg undanfarin ár. Af öðrum ald- ursflokkum var einkum um sex ára og sjö ára físk að ræða, en lítið varð vart við 9 ára físk og eldri. Niðurstöður varðandi ýsu benda til að stofninn sé í talsverðum vexti. Nýliðun virðist hafa verið mjög góð síðustu ár einkum 1984 og 1985. Þeir árgangar koma vænt- anlega inn í veiðina á allra næstu árum. 11 milljóna kr. hagn- aður af Bylgjunni HAGNAÐUR af rekstri ís- lenska útvarpsfélagsins fyrsta starfsárið var rúmlega 11 millj- ónir króna, að því er fram kom á aðalfundi félagsins sem hald- inn var í gær. Félagið rekur sem kunnugt er útvarpsstöðina Bylgjuna, sem hóf útsendingar í ágústmánuði 1986. í hlutafjárútboði árið 1985 var reiknað með þvi að arðsemi hluta- fjár yrði rúmlega 22% en á aðalfundinum kom fram, að raun- ávöxtun eða arðsemi var 31%. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða 10% arð fyrir síðasta ár. Þá kom einnig fram á fundinum að félagið undirbýr nú rekstur nýrrar útvarpsdagskrár og út- sendingarsvæði Bylgjunnar verður stækkað á næstunni. í nýrri stjóm íslenska útvarps- félagsins hf. eiga sæti: Davíð Scheving Thorsteinsson,_ Hjörtur Öm Hjartarson, Jón Ólafsson, Sigurður Gísli Pálmason og Sveinn Grétar Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.