Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987
13
Bijnhildur Gunnarsdóttir
Brynhildur Gunnarsdóttir
er rétt orðin tvítug, fædd
4.júníl967oger fædd
og uppalin í Hafnarfirði.
Hún stundar nú nám á
menntabraut í
Kvennaskólanum og líkar
vel. Eftir keppnina
ráðgerir Brynhildur að
fara vestur til
Bandaríkjanna til
unnusta síns og freista
gæfunnar. Hún hefur
áður starfað í
Bandaríkjunum í sextán
mánuði sem au-pair
stúlka. Brynhildur segist
ekki hafa áhuga á
fyrirsætustörfum en hins
vegar standa
hestamennska og útivera
henni nær, því hún hefur
átt hest í nokkur ár og
verið mikið í sveit.
Foreldrar Brynhildar eru
þau Gunnar Karlsson og
Hildur Hilmarsdóttir.
Brynhildur er 169 cm á
hæð.
Fjóla Grétarsdóttir
Fjóla Grétarsdóttir er fædd 19. mars 1968 og er frá Reykjum í Ölfusi.
Hún var kjörin ungfrú Suðurland og stundar nú nám í Menntaskólanum
við Hamrahlíð á náttúrufræðibraut, en útskrifast næsta vor. Hún býr hjá
afa sínum og ömmu í Reykjavík, en mun starfa á Hótel Örk í sumar.
Fjóla segist einna helst stefna á að starfa sem íþróttakennari, enda eru
íþróttir mikið áhugamál hjá henni. Hún stundar sund á sumrin, skíði á
vetumar og hestamennskan á hug hennar allt árið. Allt starf sem snýr
að því að vinna með fólk vekur áhuga hennar, en fyrirsætustarf segir
hún allt eins geta komið til greina um stuttan tíma. Foreldrar hennar
eru Grétar J. Unnsteinsson og Guðrún Guðmundsdóttir. Fjólaer 174 cm
á hæð.
Hildur Guðmundsdóttir
Hildur Guðmundsdóttir er nítján ára Seltirningur, fædd 6. september
1968. Hún stundar nú nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti á
viðskiptasviði og vinnur með skólanum hjá Tennis- og badmintonfélagi
Reykjavíkur. Hildur tók þátt í Elite-keppninni 1985 og fór til Parísar þar
sem hún reyndi fyrir sér í fyrirsætustörfum. Hún segist vera óákveðin
með framtíðina, en langar til að klára skólann og fara síðan til útlanda
í tungumálanám. Helstu áhugamál hennar eru ferðalög, enda hefur hún
búið víðsvegar um heiminn, m.a. í Indlandi, Singapore og Bangladesh.
Hún segist einnig hafa áhuga á að reyna frekar fýrir sér í fyrirsætustarfinu.
Foreldrar Hildar em þau Guðmundur Jóhannsson og Sigrún Jóhannsdóttir.
Hildur er 174 cm á hæð.