Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 53 Morgunblaðið/Bjarni Neytendasamtökin: Alagningarmál í allri verslun verði könnuð Sigtún spilar leysidiska fyrirgesti Veitingastaðurinn Sigtún við Suðurlandsbraut hefur tekið í notkun leysidiskaspilara, til viðbótar við hina hefðbundnu plötuspilara. Leysitæknin hefur nú rutt sér til rúms og þykja hljómgæði leysi- diska mun betri en venjulegra hljómplatna. Á myndinni má sjá Hilmar Guðmundsson, plötusnúð, reyna tækið, en Sigmar Péturs- Starfar í norrænum vinnuhópi um kjarna- vopnalaus svæði í FRAMHALDI af fundi utanrík- isráðherra Norðurlanda sem haldinn var í Reykjavík 25.-26. mars hefur Matthias Á. Mathie- sen utanríkisráðherra falið Helga Ágústssyni skrifstofu- stjóra utanríkisráðuneytisins að vera fulltrúi íslands í vinnuhópi forstöðumanna stjórnmáladeilda norrænu utanríkisráðuneytanna er kanna skal forsendurnar fyrir kjarnavopnalausu svæði á norð- urslóðum. Fyrsti fundur vinnuhópsins var haldinn í Helsinki 19. maí sl. þar sem Helgi Ágústsson mætti fyrir íslands hönd. í vinnuhópnum eiga sæti forstöðumenn stjómmáladeilda ráðuneytanna, en samkomulag varð um að yfirmenn þeirra deilda ut- anríkisráðuneytanna er Qalla um afvopnunarmál myndu kallaðir til starfa fyrir vinnuhópinn eftir því sem frekar verður ákveðið og munu þeir mæta til næsta fundar sem fyrirhugaður er í Helsinki 11. og 12. ágúst nk. Samþykkt var að formaður vinnuhópsins væri hverju sinni frá því landi þar sem fundur utanríkisráðherranna verður næst haldinn. Á fundinum var rætt um vinnu- fyrirkomulag og lagðar voru fram skýrslur og gögn um öryggis- og varnarmál landanna. Af hálfu ís- lands var lögð fram þingsályktun frá 23. maí 1985 um stefnu íslend- inga í afvopnunarmálum auk skýrslu utanríkisráðherra til Al- þingis 1987 í enskri þýðingu. Utanríkisráðherrunum verður gerð grein fyrir störfum nefndar- innar á haustfundi utanríkisráð- herranna 1.—2. september í Helsinki, en eftir þann fund taka Norðmenn við formennsku vinnu- hópsins. son, veitingamaður, hefur tyllt sér í stól plötusnúðsins til að kynna sér hina nýju tækni. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi samþykkt, sem gerð var á fundi stjórnar Neytendasamtakanna á miðviku- daginn: „Verðlagsstofnun birti í dag könnun á innkaupsverði nokkurra vara til landsins, borið saman við Björgvin í Noregi. Fram kemur að í flestum tilfellum er innkaupsverð hærra hjá innflytjendum hér á landi en hjá starfsbræðrum þeirra í Nor- egi og er munurinn mikill í mörgum tilvikum. Þessi könnun staðfestir fyrri kannanir um hátt innkaups- verð hjá íslenskum innflytjendum. í ljósi þeirrar umræðu, sem að undanförnu hefur farið fram um hátt vöruverð hér á landi, kreijast Neytendasamtökin þess að innflytj- endur tryggi að innkaupsverð vara sé ávallt eins hagkvæmt og kostur er og skili sér að fullu til neytenda. Ljóst er að hátt innkaupsverð skýr- ir að hluta hið háa vöruverð hér á landi. Þörf er tafarlausra úrbóta og munu Neytendasamtökin ekki sætta sig við óbreytt ástand í þess- um efnum. Neytendasamtökin vekja jafn- framt athygli á þeirri staðreynd í könnun Verðlagsstofnunar, að álagning hefur hækkað frá því hún var gefin frjáls og í sumum tilvikum verulega. Þar sem könnun þessi nær til mjög fárra vöruflokka, beina samtökin því til verðlagsyfirvalda að álagningarmál í allri verslun verði könnuð. Einnig verði það sér- " staklega athugað hvort samkeppn- ishömlur eða verðsamráð hafí haft áhrif til hækkunar álagningar. Kanna þarf ítarlega hvort grípa þurfi til verðlagsákvæða á nýjan . leik í þeim greinum þar sem álagn- ing hefur hækkað mest. Slíkt yrði jafnframt öðrum seljendum viðvör- un um að ekki sé allt leyfilegt þótt verðlag hafi verið gefið frjálst, enda á frjáls verðlagning að leiða til lækkunar vöruverðs en ekki til hækkunar að sögn seljenda sjálfra." I Sýning um helgina ' Opið laugardaQ kl. 13-17.-Opið sunnudag kl. 13-17. Peugeot 309 Aukasending er komin til landsins 1 > >-( f c i mmm Bílar til afgreiöslu strax Verö frá kr. 376.100.- Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 (Fréttatilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.