Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 40
I r., ^X.try T'„- r .. 40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Norskir harmonikku- leikarar á ferð um landið Bygging- Náttúrulækningahælisisns í Kjarnaskógi Náttúrlækningafélagið: Hælið í Kjarnaskógi fokhelt BYGGING hælis Náttúrulækn- ingafélags Akureyrar í Kjarna- skógi er komin vel á veg, að sögn Hauks Bergs, formanns bygging- arnefndar. Húsið er fokhelt, glerjað og einangrað. Nú er ver- ið að semja við verktaka sem eiga að ganga frá húsinu í sumar undir innréttingar. Haukur sagði að verkhraðinn réðist af því hvernig félaginu gengi að afla fjár. Opinber framlög hafa ekki verið stór hluti byggingar- kostnaðar, nefndi hann að bærinn verði 300.000 krónum í ár til hælis- ins. Náttúrulækningafélaginu hafa borist veglegar peningagjafir frá einstaklingum. Þannig styrkti Steindór Pálmason bygginguna og arfleiddi félagið þegar hann lést á síðastliðnu ári. Hlaut félagið á sjöttu milljón króna. Einnig barst peningagjöf upp á 2 milljónir króna frá manni sem lét nafns síns ekki getið. Húsið sem risið er í Kjamaskógi er þrjár hæðir og kjallari, alls um 3000 fm. Þar verða herbergi fyrir 70—80 manns, sundlaug, böð, veit- ingasalur, kvikmyndasalur og annað sem til þarf á slíkri stofnun. „Ætlunin er að starfrækja hæli sem HLJÓMSVEIT Sigmundar Dehli frá Noregi fer þessa dagana víðreist um landið. Þeir félagar skemmtu Akureyringum í gær og fá Húsvíkingar að njóta þeirra í kvöld. Þessi fimm manna hljómsveit er hingað komin í boði Sambands íslenskra harmonikkuunnenda og eru það hin ýmsu harmonikkufélög á landinu sem taka á móti köppun- um. Þeir komu til landsins sl. verður sambærilegt við heilsuhælið í Hveragerði. Kjamaskógur er okk- ar tromp, því þar em stórkostleg skilyrði til gönguferða, svo ekki sé minnst á lautarferðir," sagði Helgi. Hann sagði að félagsmenn hefðu gengið á fund þingmanna fyrir kosningar til að óska stuðnings. Erindi þeirra var vel tekið. Þá hefur Náttúmlækningafélag íslands gefið loforð fyrir stuðningi sem ekki hef- ur enn verið efnt, að sögn Helga. Á næstunni gefur félagið út síma- skrá fyrir Norðurland eystra til styrktar byggingunni. miðvikudag, héldu til Akureyrar daginn eftir og léku fyrst í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins á Akur- eyri í gærmorgun,' utandyra í 20 stiga hita hér á Akureyri. Starfs- menn nærliggjandi fyrirtækja fjölmenntu á bílastæði Ríkisút- varpsins og stigu danssporin í takt við valsa, polka og ræla þeirra Norðmanna. Seinnipartinn skemmtu þeir síðan vegfarendum í göngugötu þeirra Akureyringa, Ha/narstræti, við góðar undirtektir. I gærkvöldi héldu fimmmenning- amir konsert og dansleik í Al- þýðuhúsinu og í kvöld verður sú dagskrá endurtekin í Félagsheimili Húsavíkur. Þá er ferðinni heitið suður á bóginn á mánudag. Komið verður við í Gunnarshólma á mið- vikudagskvöld, síðan í Varmalandi í Borgarfirði 29. maí og lokatónleik- amir fara fram í veitingahúsinu Broadway laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Dansleikur verður haldinn þar þá um kvöldið og hefst hann kl. 21.00. „Þetta er svo sannarlega tónlist sem harmonikkuunnendur hafa lengi beðið eftir — þetta er ekta tónlist og kunnum við vel að meta þessa góðu gesti," sagði Hilmar Hjartarson, fararstjóri hópsins, í samtali við Morgunblaðið. Tónlist- armennirnir em allir frá Suður- Noregi, tveir koma frá Bergen, tveir frá Osló og einn frá Guðbrandsdal. Mesta skrautfjöður hljómsveitar- innar er Trond Stenberg, en hann er mikill listamaður í sér, bæði hvað varðar málara- og byggingalist. Hann byggði upp listaverkin í snekkju Ólafs Noregskonungs sem lenti í eldi fyrir um það bil ári. Þá hefur Noregskonungur fengið hljómsveitina til að leika um borð í snekkju sinni á Jónsmessunótt, sem gjarnan er mikil hátíð í Nor- egi. Fyrirliði hljómsveitarinnar, Sigmundur Dehli, er tvöfaldur Nor- egsmeistari og tvöfaldur Norður- landameistari í harmonikkuleik auk þess sem hann er þekktur lagahöf- undur í heimalandi sínu. Annar hljómsveitarmeðlimur, Arnsten Fjerngrin, er tvöfaldur Noregs- meistari á tvöfalda harmonikku auk þess sem hann heldur einum Norð- urlandameistaratitli og Thorstein Hope, sem einnig leikur með hljóm- sveitinni, heldur Noregsmeistara- titli í harmonikkuleik. Astrid og Bjarni sýna á Akureyri Rækjuveiðin: Afli Oddeyrinnar og Margrétar um 1200 tonn „RÆKJUVEIÐIN hefur gengið svona þokkalega. Þeir sem hafa reynslu fyrri ára, en ég er ekki í þeirra hópi, telja að heldur minna veiðist nú en árin 1985 og 1986,“ sagði Þorsteinn Bald- ursson, útgerðarstjóri Samheija, er hann var spurður um afla Margrétar og Oddeyrarinnar. Fyrrnefnda skipið hafði komið með 670 tonn að landi í byrjun mánaðarins, það síðarnefnda um 500 tonn. Rækjuskipin halda sig nú mest í Kantinum og út af Kolbeinseyjar- svæðinu að sögn Þorsteins. Þetta er í fyrsta sinn sem útgerðarfélagið hefur skip á rækju. Oddeyrin er eitt raðsmíðaskipanna og hefur ekki bolfiskkvóta, en Margrét fer á þær veiðar um mánaðamótin. „Um 60% aflans hefur verið unn- in hjá K. Jónsson hér á Akureyri, afgangurinn hefur verið fluttur beint út til Japans og Frakklands,“ sagði Þorsteinn. „Rækjuverðið hef- ur verið heldur á niðurleið. Við vonum að það hafi nú jafnað sig. Verðið hefur haldist stöðugt í Japan og niðursoðin rækja í Frakklandi hækkar nú í verði,“ sagði Þorsteinn. ASTRID Ellingsen, prjónahönn- uður, og Bjarni Jónsson, listmál- ari, opna í dag, 23. maí, sýningu í Verkmenntaskólanum á Akur- eyn. Á sýningunni verða einbands pijónakjólar eftir Astrid og þjóðleg málverk eftir Bjarna. Sýnigin hefst í dag kl. 14 og verður opin um helgar frá kl. 14-22 og virka daga frá kl. 16-22. Þá verður sýningin opin frá kl. 14-22 á fimmtudag, uppstigningardag. Henni lýkur eftir viku, sunnudaginn 31. maí. Bjarni Jónsson við nokkur verka sinna Var hvattur til að sækja um til að koma á friði segir Ölafur Guðmundsson, nýsettur fræðslustjóri Norðurlands eystra „ÉG Á EKKI von á að þær deil- ur sem risið hafa út af Sturlu Kristjánssyni, fyrrverandi fræðslustjóra á Akureyri, lendi persónulega á mér, en ég á þó alveg eins von á einhverjum aðgerðum ef litið er á það sem á undan er gengið,“ sagði Ólaf- ur Guðmundsson, nýsettur fræðslustjóri Norðurlandsum- dæmis eystra til eins árs, í samtali við Morgxinblaðið í gær. Ólafur, sem er 45 ára gamall, tekur við starfinu þann 1. júní nk. Hann hefur verið skólastjóri grunnskólans á Egilsstöðum síðan 1972, en áður kenndi hann í barnaskóla í Kópavogi. Hann hef- ur verið í orlofí í vetur og hefur numið bókasafns- og upplýsinga- fræði við Háskóla Islands. Hann hyggst taka sér launalaust leyfí frá skólastjórastörfum í ár. Ólafur sagðist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að komi til sambúðarerfiðleika við fræðs- luráðið þótt sex af sjö fulltrúum þess hafi mælt með Sturlu í starf- ið. „Ég var hvattur til að sækja um fræðslustjórastöðuna af ýms- um aðilum. Fyrst var minnst á þetta við mig 4. mars og gaf ég þá hugmynd fljótlega frá mér, en síðan var rætt við mig frekar og að vel athuguðu máli ákvað ég að sækja um stöðuna rétt áður en að umsóknarfresturinn var úti.“ Ólafur vildi ekki greina frá því hveijir hvöttu hann til þess að sækja um stöðuna, en sagði að líklega hefði það eitt vakið fyrir þeim að leysa deiluna með því að fá mann, sem væri algjör- lega utanaðkomandi — mann, sem hvorki væri úr kjördæminu né frá hinu svokallaða Reykjavíkurveldi. Ólafur taldi engan vafa á því leika að fræðsluskrifstofur þjón- uðu tilgangi og gætu haft mikil og góð áhrif. Hinsvegar mætti búa betur að fræðsluskrifstofum en gert hefði verið til þessa til dæm- is hvað varðaði fjármagn. „Starfíð verður mér sjálfsagt ekkert fastara í hendi en fyrir- rennara mínum ef reksturinn gengur ekki vegna ónógra fjár- veitinga eða annarra ástæðna. Ég held að aðalatriðið sé að friður komist á í umdæminu. Ég verð að játa að ég þekki ekkert til skólamála í Norðurlandi lítið eins og er, en ég á von á því að ég geti látið gott af mér leiða í starf- inu,“ sagði Ólafur að lokum. „Tilbúinn til að taka við“ Sturla Kristjánsson, fyrrver- andi fræðslustjóri, sagðist í samtali við Morgunblaðið, ekki eiga von á því að málinu væri lokið. „Ég mun reyna að halda mig nálægt fræðsluskrifstofunni, tilbúinn til þess að taka við, ef minna krafta verður óskað á árinu eða eftir þetta eina ár, sem Ólafur hefur verið ráðinn. Mér fínnst eðlilegt að fræðsluráðið muni leita leiðréttinga á þeirri meðferð sem það hefur orðið fyrir nú. Sex af sjö fulltrúum þess mæltu með mér í stöðuna, en sá vilji þess var hundsaður algjörlega.“ Þráinn Þórisson, formaður fræðsluráðs, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki geta gefið nýja fræðslustjóranum nein meðmæli. „Á meðan við verðum ekki múl- bundnir munum við í fræðsluráð- inu láta í okkur heyra. Svona vinnubrögð flokkast undir fá- heyrðan ruddaskap, sem við verðum með einhveiju móti að geta svarað,“ sagði Þráinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.