Morgunblaðið - 23.05.1987, Side 71

Morgunblaðið - 23.05.1987, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 71 • Rudi Völler skoraði sigur- markið gegn Stuttgart. Tveir knattspyrnulandsleikir á þriðjudaginn: Ólympíuliðið mætir Hollandi og unglingaliðið Belgíu Ólympíulandsleiknum sjónvarpað beint í ríkissjónvarpinu ÍSLENSKA ÓlympíulandsliAið í knattspyrnu mætir því hollenska á þriðjudaginn í undankeppni Ólympíuleikanna. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Tvœr breytingar hafa verið gerðar á landsliðshópnum sem fórtil Ítalíu á dögunum, báðar vegna meiðsla: Loftur Ólafsson KR og Ólafur Þórðarson ÍA eru báðir Stuttgart missir af Evrópusæti ÁSGEIR Sigurvinsson og fólagar í Stuttgart ná ekki sæti í Evr- ópukeppninni næsta vetur eftir tap, 0:1, gegn Werder Bremen á útivelli í þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Bremen-liðið sótti nær látlaust í fyrri hálfleiknum en skoraði þó aðeins einu sinni. Það var marka- kóngurinn Rudi Völler sem skoraði á 17. mín. Hann skallaði í netið eftir hornspyrnu. Leikmenn Stuttg- art komu ákveðnir til leiks eftir hlé og fengu nokkur ágætis færi í seinni hálfleik. Þeim tókst þó ekki að skora og þar fór vonin um Evr- ópusæti næsta keppnistímabil. Tveir aðrir leikir fóru fram í gær- kvöldi, Dortmund vann Kaisers- lautern á útivelli, 3:2, og var þetta fimmti útileikur Dortmund í röð án taps. Liðið komst í 3:0 en heima- menn minnkuðu muninn. Þá gerðu Leverkusen og Blau Weiss Berlin jafntefli í Leverkusen, 2:2. meiddir en f þeirra stað koma í hópinn Heimir Guðmundsson frá ÍA og Valur Valsson úr Vai. íslenski hópurinn er þannig skipaður: Markverðir eru Friðrik Friðriks- son, Fram og Guðmundur Hreið- arsson, Val. Aðrir leikmenn: Guðmundur Torfason, Beveren, Guðmundur Steinsson, Kickers Offenbach, Halldór Áskelsson, Þór, Ingvar Guðmundsson, Val, Guðni Bergsson,. Val, Ágúst Már Jónsson, KR, Vaíur Valsson, Val, Viðar Þorkelsson, Fram, Þorsteinn Þorsteinsson, Fram, Ormarr Ör- lygsson, Fram, Kristján Jónsson Fram, Pétur Árnþórsson, Fram, Njáll Eiðsson, Val og Heimir Guð- mundsson, ÍA. Sigfried Held, landsliösþjálfari, sagði á blaðamannafundi í gær er hópurinn var tilkynntur að Ijóst væri að leikurinn gegn Hollending- um yrði erfiður, en hann vildi engu spá. „Ég vona bara að þetta verði góður leikur," sagði hann. Hann sagðist hafa séð hollenska liðið leika gegn Austur-Þjóðverjum á síðastliðnu hausti í þessarri keppni en miklar breytingar hefðu verið gerðar á hollenska liðinu síðan þá Áfall fyrir meistara Tusem Essen: Tveir landsliðs- menn fóru frá félaginu í gær TUSEM Essen, vestur-þýsku meistararnir í handknattleik, urðu fyrir miklu áfalli f gær, er þrír leik- menn liðsins, þar af tveir af lykilmönnum þess, ákváðu að yfirgefa það. „Þetta er mikið áfall. Nú er það langt liðið að það verður mjög erfitt að ná f leik- menn fyrir næsta keppnistfma- bil,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Essen, f samtali við Morgunblaðið f gær- kvöldi. Alfreð Gfslason leikur með liðinu sem kunnugt er. Það voru þeir Thomas Springel og Dirk Rauin, sem báðir voru í byrjunarliði Essen í vetur, og Arne Epper, varamarkvörður, sem fóru. Springel var, að sögn Jóhanns Inga, besta örvhenta skyttan í þýsku 1. deildinni í vetur, og Rauin var línumaður liðsins. Báðir eru þeir vestur-þýskir landsliðsmenn. Þess má til gamans geta að báðir ákváðu þeir að ganga til liðs við 2. deildarliðið Wanne-Eickel, en Bjarni Guðmundsson leikur einmitt með því liði. Ástæða þess að framantaldir leikmenn ákváðu að yfirgefa Essen er, að sögn Jóhanns Inga, að þrátt fyrir að Essen sé eitt best stæða félagið í Þýskalandi og nýorðinn meistari, hafi þeim boðist betri launakjör annars staðar svo og var þeim tryggð góð atvinna i langan tíma, en handknattleiksmenn í Þýskalandi eru áhugamenn að nafninu til; þeir vinna meö hand- boltanum. Opið öldunga- mót í golfi ÞORGEIR & Ellert, opna öldunga- mótið í golfi fyrir 50 ára og eldri, verður haldið sunnudaginn 24. maí nk. af Golfklúbbnum Leyni á Akra- nesi. Leikinn veröur 18 holu höggleikur af rauðum teigum. Byrj- að verður að ræsa út kl. 11.30. Morgunblaðsliðið -1. umferð Morgunblaðlð mun f sumar velja lið hverrar umferðar 1. deildarkeppninnar í knattspyrnu eins og tfðkast hefur undanfarin keppnistfmabil. í fyrsta Morgunblaðsliði þessa árs eru þrír Þórsarar frá Akureyri sem unnu íslandsmeistara Fram f Laugardalnum, tveir úr liðum ÍA, KR og ÍBK og þá er í liðinu einn Framari og einn Völsungur. 14 mörk voru skoruð f 1. umferðinni, þar af sex á Húsavík (Völsungur-ÍBK 2:4) og fjögur f Laugardal (Fram-Þór 1:3). Eitt mark var skorað bæði í Hafnarfirði og á Akureyri (FH-ÍA 0:1 og KA-KR 0:1) og tvö mörk í Garðinum (Vfðir-Valur 1:1).Birkir Kristinsson Birkir Kristinsson (ÍA) Ágúst Már Jónsson (KR) Júlfus Tryggvason (Þór) Einar Arason (Þór) Heimir Guðmundsson (ÍA) Janus Guðlaugsson (Fram) Andri Marteinsson (KR) Peter Farrell (ÍBK) Kristján Olgeirsson (Völsungi) Gunnar Oddsson (ÍBK) Kristján Kristjánsson (Þór) og því vissi hann ekki mikið um það. Hollendingar töpuðu í haust 0:1 fyrir Austur-Þjóðverjum og gerðu síðan jafntefli, 1:1, f Portúgal. ís- lendingar hafa aðeins lokið einum leik í keppninni, töpuðu 0:2 á Ítalíu fyrir skemmstu. Margir leikmanna hollenska liðsins nú eru þekktir atvinnumenn í heimalandi sínu, þar á meðal þrír frá Ajax, sem varð Evrópumeistari bikarhafa á dögunum; markvörður- inn Stanley Menzo, Rob Witschge og Aron Winter. Þá má nefna að í hópnum er leikmaður að nafni Gerald Vanenburg - en íslendingar muna ef til vill eftir honum vegna þess að hann gaf út lag á plötu fyrir fáeinum árum og í íþróttaþátt- um ríkissjónvarpssins sýndi hahn oft listir sínar - ótrúlega tækni - á meðan lagið var leikið! Leikurinn hefst kl. 18.00 á þriðjudaginn og veröur hann sýnd- ur í beinni útsendingu í ríkissjón- varpinu. Forsala aðgöngumiða verður á Laugardalsvelli á mánu- dag og þriðjudag frá kl. 12.00 til 18.00 báða dagana. Miðaverð verður: 500 krónur í stúku, 350 í stæði og 150 krónur kostar fyrir börn. Klukkan 16.00 hefst leikur (s- lands og Belgíu í Evrópukeppni unglingalandsliða (U-18 ára) á Stjörnuvelli í Garðabæ. ísland hef- ur lokið einum leik í þeirri keppni, gerði 1:1 -jafntefli við Danmörku á útivelli í vor og því er búist við miklu af liðinu. Þess má geta að Belgar og Danir geröu jafntefli 1:1 í jafntefli. íslenski landsliöshópur- inn er þannig: markverðir eru Karl Jónsson Þrótti og Kjartan Guð- mundsson Þór Akureyri. Aðrir leikmenn: Rúnar Kristinsson KR^ Þormóður Egilsson KR, Bjarni Ben- ediktsson Stjörnunni, Valdimar Kristófersson Stjörnunni, Helgi Björgvinsson Fram, Hólmsteinn Jónsson Fram, Árni Þór Árnason Þór Akureyri, Gunnlaugur Einars- son Val, Steinar Adolfsson Val, Egill örn Einarsson Þrótti R., Leifur Hafsteinsson Tý, Ólafur Viggósson Þrótti Nesk., Haraldur Ingólfsson ÍA og Þórarinn Ólafsson Grindavík. Þjálfari er Lárus Loftsson. Körfubolti: Belgar unnu ÍSLENDINGAR léku í gær gegn Belgum á fjögurra landa mótl f körfuknattlelk f Englandi og töp- uðu með tfu stigum, 63:73. „Belgarnir eru mjög sterkir. Tveir þeirra eru stærri en ívar Webster og þeir tóku á okkur af miklum krafti í byrjun. Við vorum sextán stigum í hálfleik, 25:41, en unnum svo seinni hálfleikinn," sagði Einar Bollason landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þorgrimur Þráinsson fyrirliði meistar- flokksVals. SœvarJónsson vamarmaður. lanRoss þjátfari meistara- flokksVals. Guðmundur Hreið- arsson markvörður. SKOLIVALS Fyrir stelpur og stráka á aldrinum 5 til 12 ára Farið verðuryfiröll undirstöðuatriði í knattspyrnu, leiktækni og spilaæfingum. Leiðbeinandi er Sigurbergur Sigsteinsson og Njáll Eiðsson. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, videosýningar og farið í knattþrautir. Leikmenn og þjálfari meistaraflokks Vals koma í heimsókn, ræða við nemendur og veita viðurkenningar fyrir góðan árangur í KNATTÞRAUTUM VALS. Kenntverður ítveim hópum, yngri nem- endum frá kl. 9-12 og eldri nemendum frá kl. 13-16. ÞÁTTTÖKKUGJALD ER KR. 1.200 Hvert námskeið stendur í tvær vikur. 1. námskeið 1. júní -12. júní 2. námskeið 15. júní - 26. júní 3. námskeið 29. júní -10. júlí 4. námskeið 13. júlí - 24. júlí Þátttaka tilkynnist í síma 611757 milli kl. 10 og 12 og í síma 11134 kl. 14-19 Nk Guðni Bergsson vamarmaður. t' \WKKK > Njáll Eiðsson Sigurfoergur Sig- miðvallarieikmaður. steinsson iþróttakennari. Knattspymudeild Vais.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.