Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAI 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Hert eftirlit með burðarþoli bygginga * Island er á jarðskjálftasvæði. Um landið liggur sprunga milli þess fleka jarðar, þar sem Evrópu og Asíu er að finna, og hins þar sem eru lönd Ameríku. Er unnt að sjá skilin á milli þessara fleka víða á landinu. Rannsóknir sýna, að á þessum skilum verða óhjá- kvæmilega jarðskjálftar á vissu árabili. Undan því náttúrulögmáli er ekki unnt að víkjast. Vegna legu landsins og vissunnar um hættu á jarðskjálftum hefur þeirri stefnu verið fylgt að gera strang- ar kröfur um burðarþol bygginga. Er óhætt að fullyrða, að almenn- ingur hafi treyst því að húsahönn- uðir og þeir, sem hafa eftirlit með smíði og gerð bygginga, störfuðu samkvæmt þessari stefnu og hinna ströngustu krafna um burð- arþol væri gætt. í nýlegri skýrslu Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins um burðarþol kemur fram, að burðarþoli margra bygginga á höfuðborgarsvæðinu sé verulega ábótavant. Af tíu byggingum sem voru athugaðar reyndist burðar- þoli sex þeirra vera áfátt, þrjár voru ekki athugaðar vegna þess að burðarþolsteikningar vantaði en burðarþol einnar var fullnægj- andi. í skýrslunni segir, að það veki sérstaka athygli „að ekkert húsanna stenst að öllu leyti settar kröfur, þótt nokkur húsanna hafi verið valin í þeirri von, að þau stæðust kröfur. Auk þess er undr- unarefni sá skortur á gögnum hjá byggingarfulltrúanum í Reykja- vík, sem fram kemur í þessari athugun." Þessi niðurstaða Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins kemur ekki aðeins almenningi í opna skjöldu heldur stendur borg- arstjóm Reykjavíkur frammi fyrir því að bæta úr þeim trúnaðar- bresti, sem af skýrslunni leiðir. A fundi borgarstjómar á fímmtudag var samþykkt tillaga sjálfstæðis- manna um hert eftirlit með burðarþoli, nýjar skyldur varðandi gögn þau um burðarmannvirki, sem fyrir skulu liggja í umsókn um byggingarleyfí, og sérstaka umsögn vegna ákveðinna mann- virkja. í umræðum um þetta mál hefur verið á það bent, að annir embætt- is byggingarfulítrúa Reykjavíkur séu of miklar; þar gefist ekki ráð- rúm til að afgreiða allt sem þangað berst með þeim hætti að fullnægjandi sé. Til að létta á starfsmönnum embættisins ákvað borgarstjóm Reykjavíkur, að ráða skyldi fjórar viðurkenndar verk- fræðistofur sem umsagnaraðila um burðarþol. Ef of mikil miðstýr- ing í þessum efnum í borginni leiðir til óviðunandi vinnubragða á auðvitað að létta á henni. Hefur þetta starf byggingarfulltrúans almennt verið lagað nægilega að breyttum aðstæðum? Opinberir embættismenn eru ekki þeir einu sem ástæða er til að gagnrýna í þessu samhengi. Erfitt er að átta sig á því hvað fyrir þeim vakir sem standa þannig að hönnun bygginga, að þær standast ekki burðarþolskröfur. Er þar um kæruleysi að ræða, vanþekkingu eða virðingarleysi fyrir opinberum reglum? Hátt inn- kaupsverð Samanburður á verði og verð- myndun á ýmsum innfluttum vamingi hingað til lands og til Björgvinjar í Noregi sýnir, að inn- kaupsverð er í nær öllum tilvikum mun hærra til íslands en Noregs. í þessu felst með öðmm orðum, að íslenskir innflytjendur, stór- kaupmenn og heildsalar, kaupa vömr erlendis fyrir mun hærra verð en þeir, sem flytja inn sam- bærilegar vömr í Björgvin. Verðlagsstofnun telur að umboðs- laun, sem íslenskir innflytjendur taka erlendis skýri að hluta þann mun sem er á innkaupsverði auk þess sem Norðmenn geri betri innkaup en íslendingar. Félag íslenskra stórkaupmanna mót- mælir því að innflytjendur á þeim vömm, sem athugaðar vom við samanburðinn, taki umboðslaun erlendis. Þessi samanburður var tíma- bær í umræðum um Glasgow- verð, opinber gjöld á innfluttar vömr og hafnarbakkaverðbólg- una. Ekki era nema tvær vikur liðnar síðan vakið var máls á því hér á þessum stað, að Félag íslenskra stórkaupmanna hefði hreyft hugmyndum um, hvemig flytja ætti hluta viðskipta íslend- inga erlendis inn í landið. Þar var efst á blaði að lækka og jafna tolla, síðan átti að lækka fjár- magnskostnað verslunarinnar og í þriðja lagi að fella niður sérskött- un á verslun umfram aðrar atvinnugreinar. Eftir samanburðinn við inn- kaupsverðið í Björgvin er full ástæða fyrir Félag íslenskra stór- kaupmanna að líta einnig annað en til hins opinbera, þegar leitað er skýringa á því, hvers vegna íslendingar kaupa jafn mikið af vamingi erlendis og raun ber vitni. Á meðan stórkaupmenn geta ekki lækkað innkaupsverð á þeirri er- lendu vöm, sem hér er til sölu og könnun verðlagsyfírvalda náði til, er ekki nema von að hinir hagsýnu reyni að kaupa hana annars stað- ar en á íslandi. Morgunblaðið/Kr.Ben. Guðmundur Þorsteinsson og Gylfi Halldórsson hreinsa fiskinn sem þeir telja Grænlands-þorsk. Yertíðarhrota í Grindavík Draumaverkslj órinn krufinn til mergjar á meðan fylltust móttökurnar af fiski Gríndavík. MIKIÐ fjör ríkti í kennslustofu númer þrjú í Grunnskóla Grindavik- ur á þriðjudagsmorguninr en þar sat hópur fiskvinnslufólks á námskeiði og var umræðuefni dagsins hvernig draumaverkstjórinn ætti að vera. í hinni kennslustofunni voru rædd markaðsmál við minni kátínu. Sú ótrúlega staða kom upp í Grindavík að eftir slaka vertíð fylltust móttökur fiskvinnslufyrirtækjanna af fiski loksins þegar hægt var að halda langþráð námskeið fyrir fiskvinnslufólkið. Verkstjórar raunvemleikans bmgðust misjafnlega við eins og gengur og gerist því lífið gengur sinn gang. Unglingar sem luku skóla í síðustu viku fengu víðast. vinnu við fískinn og léttu mikið undir. Sumir verkstjórar bmgðu sér í vinnugallann og tóku þátt í atinu ásamt forstjóranum eins og gerðist í Hópi hf. Fréttaritari Morgunblaðsins rakst þar á Guðmund Þorsteinsson forstjóra við að blóðhreinsa flattan þorsk ásamt Gylfa Halldórssyni verkstjóra. Guðmundur sagði að óvenjulegt væri að fá vertíðarhrotu Guðmundur með nýborið lamb. Hann þarf að vera á báðum stöðum í einu. á þessum tíma. „Nú er sauðburður- inn í hámarki og ég varð að fá frí hjá Gylfa verkstjóra í klukkutíma til að sinna skepnunum á eftir. Ég Verið að landa 38 tonnum úr Hópsnesinu á miðjum morgni. Fiskvinnslufólk á skólabekk. er með 80 kindur sem bera og nú þegar em komin 110 lömb,“ sagði hann hreykinn. Vertíðarstemmning var við höfn- ina. Bátamir höfðu flestir landað um nóttina eftir langan túr vestur við Jökuldýpið. Aflinn var mest frá 20 til 30 tonn en einstaka vom með rúmlega 30, þar af var Hópsnes GK með 38 tonn og var að landa á miðjum morgni. Áhöfnin á Sigur- þóri GK var að taka netin í land enda rækjuvertíð framundan hjá þeim en hinum megin í höfninni var Fjallfoss að landa 500 tonnum af loðnumjöli og MS Haukur að skipa í land 8.000 plast-tunnum á vegum síldarútvegsnefndar. Vertíð sem allir reiknuðu með að væri á enda hefur tekið fjörkipp þó hráefnið sé ekki í líkingu við þorskinn í mars og apríl. Fiskurinn er mjósleginn og heldur rýr eftir hrygningu. Hvort hann hefur komið frá Grænlandi eða að norðan til hrygningar kom þessi afli á óvart og vonandi til að minna á að full þörf er á menntuðu fískvinnslufólki í náinni framtið. Hvort draumaverk- stjórinn á að vera sætur, léttur í skapi og skemmtilegur er sennilega allt undir því komið að hann valdi verkefninu ásamt fiskvinnslufólk- inu. — Kr.Ben. Fundur sjálfstæðismanna í Garðabæ: þá kröfu, að fátækt verði upprætt á íslandi. Sú fátækt sem skapaðist á fimm ára vinstristjórnartímabili var óþekkt um áratugi. Við getum ekki þolað slíkt ranglæti. Við verð- um að leggja megináherslu á að bæta kjör þeirra, sem verst em settir og nú árar vel, en ekki illa og ríkissjóður hefur aldrei verið jafnauðugur og nú, enda kannske auðugasti ríkissjóður á Vesturlönd- um, því skattpíning hér á landi hefúr um langt skeið verið óhófleg og mál til komið að ríkið skili aftur einhverju af ránsfengnum." Eyjólfur Konráð Jónsson. Fulbrightstofnunin; Fimm íslending- Ólafur G. Einarsson. Reynir á alvöru Kvennalistans - sagði Olafur G. Einarsson Á FUNDI fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ og Bessa- staðahreppi á fimmtudagskvöld sagði Ólafur G. Einarsson, þing- flokksformaður sjálfstæðismanna, að nú myndi reyna á það hvort Kvennalistinn væri „alvöru stjórnmálaflokkur" eða ekki. Sagði hann að stjórnarmyndun myndi taka langan tíma; „að minnsta kosti meira en viku, eins og Jón Baldvin Hannibalsson virðist halda.“ Eyjólfur Konráð Jónsson sagði á sama fundi að hann teldi að hugsanleg stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalistans hefði alla burði til þess að verða frjálslynd og farsæl stjóm. Sagði hann einnig að þrátt fyrir mismunandi áherslur flokkanna væri hitt miklu meira og fleira, sem sameinaði þá en sundraði. Ástæður þess að hann taldi að stjórnarmyndunaryiðræður tækju langan tíma sagði Ólafur vera tvær: Annars vegar tæki tíma að jafna þann ágreining sem fyrir hendi væri og hins vegar tefði það óneit- anlega viðræðumar að vinnubrögð Kvennalistans væm nokkuð þunglamaleg, þó svo að vissulega væm þau heiðarleg og skiluðu ár- angri. Olafur sagði að sumir kynnu að undrast af hveiju þessir flokkar og ekki aðrir hefðu verið valdir til stjórnarviðræðu. Skýringuna sagði hann einfaldlega vera þá að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins hefði verið á einu máli um að þessir þrír flokkar væm vænlegastir til sam- starfs að öðmm ólöstuðum. „Sjálf- stæðisflokkurinn á að taka þátt í ríkisstjórn þrátt fyrir úrslit kosning- anna og þá í ríkisstjórn sem honum hæfír.“ ar hljóta styrk Brýnustu verkefni nýrrar stjórn- ar taldi Eyjólfur Konráð vera að tryggja almennan efnahag í landinu. Það sagði hann best vera gert með þeim ráðum sem best hefðu dugað á seinni hluta síðasta kjörtímabili. Þar hefði þjóðin verið á réttri leið. Standa þyrfti við fyrir- heitin, sem gefín vom með löggjöf- inni um staðgreiðslu skatta á síðastliðnu vori og halda yrði áfram á þeirri braut, sem mörkuð var með síðastliðnum kjarasamningunum. „Sjálfstæðismenn og einmitt við sjálfstæðismenn hljótum að gera FIMM íslendingar hafa fengið styrk frá Fulbrightstofnuninni vegna ráðstefnu um mannfræði íslands. Ráðstefnan er haldin við Háskóla í Iowa dagana 24. til 28. maí næstkomandi. Þau sem hlutu styrkinn em: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, mannfræðingur Háskóla íslands, Haraldur Ólafsson, mannfræðingur Háskóla íslands, Guðmundur Ólafs- son, Þjóðminjasafni íslands, Margrét Hermannsdóttir, við dokt- orsnám í Svíþjóð og Haraldur Stefánsson kennari í Japan. Tveir fyrrverandi styrkþegar flytja erindi á ráðstefnunni, þau David Koester og Inga Dóra Bjöms- dóttir. Skipuleggjendur ráðstefti- unnar em Gísli Pálsson og E. Paul Durrenberger. Noregnr og Bandaríkin sammála um afvopnun Reutcr Frá Stavanger-fundi NATO í síðustu viku. Carrington lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ræðir við skeggjaðan varnarmálaráðherra Spánar, Narcis Serra. eftirArne Olav Brundtland í síðustu viku ræddu varnarmála- ráðherrar fjórtan NATO-ríkja um afvopnunarmál á fundi í Stavanger í Noregi. Þar skýrðist enn, að áherslur ráðherranna varðandi fækkun meðaldrægra og skammdrægra kjarnorku- vopna frá Evrópu eru mismun- andi. Arne Olav Brundtland, sérfræðingur í öryggis- og af- vopnunarmálum við Norsku utanríkismálastofnunina, dregur hér upp grófa mynd af ólfkum viðhorfum NATO-ríkjanna. í stjómmálunum verða oft mikil veðrabrigði og gera ekki alltaf boð á undan sér, a.m.k. ekki í alþjóða- málunum. Sem dæmi um það má nefna, að miðflokkarnir norsku og Verkamannaflokkurinn hafa í mörg ár efast um einlægan vilja og stefnu Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta í afvopnunarmálum. Hafa talsmenn þeirra haft á orði, að tillögur forset- ans væm bara stórkostlegt sjónar- spil, með geimvamaáætluninni væri tryggt, að ekkert gæti úr þeim orð- ið. I þessum efnum er þó komið dálítið annað hljóð í strokkinn. Gro Harlem Bmndtland forsætis- ráðherra var fyrir skemmstu gestur Reagans í Hvíta húsinu og fullviss- aði þá forsetann um óskoraðan stuðning sinn og norsku stjómar- innar við stefnu Bandaríkjastjómar í afvopnunarmálum, bæði hvað varðar meðaldrægu og skamm- drægu eldflaugarnar. Með þeirri yfírlýsingu markaði hún um leið stefnu Norðmanna í „afvopnunar- deilunum" innan Atlantshafsbanda- lagsins en þær hafa einkum staðið á milli Bandaríkjastjómar annars vegar og voldugustu Vestur-Evr- ópuþjóðanna hins vegar. Efasemdir Vestur- Þjóðveija Það er fyrst og fremst annar stjómarflokkurinn í Vestur-Þýska- landi, kristilegir demókratar, með vamarmálaráðherrann og kanslar- ann í fararbroddi, sem hefur sitt hvað við afvopnunartillögurnar að athuga. Snúast efasemdimar aðal- lega um eyðingu skammdrægu eldflauganna en í margra augum em þær eina svarið, sem Vestur- Evrópa hefur við miklum yfírburð- um Varsjárbandalagsins í hefðbundnum herafla. Vegna þessa ágreinings hefur það gerst, að Vestur-Evrópusam- bandið, sem sofíð hefur sínum Þymirósarsvefni á háa herrans tíð, hefur mmskað og í umræðum innan þess hefur komið í ljós nokkur skiln- ingur á afstöðu Vestur-Þjóðveija. Tímamótin í Reykjavík Sameiginleg afstaða Bandaríkja- manna og Norðmanna er dæmi um það nýja „afvopnunarbandalag", sem leit fyrst dagsins ljós eftir leið- togafundinn í Reykjavík. Birtist það í því, að hægriarmurinn í Repúblik- anaflokknum hefur um margt svipaðar skoðanir á málunum og þeir vestur-evrópskir stjómmála- flokkar, sem em vinstra megin við miðju, hvað sem líður ágreiningnum um geimvamaáætlunina. Annað „bandalag“ er skipað hófsamari mönnum í Repúblikana- flokknum, t.d. Nixon, fyirum forseta, og Kissinger, utanríkisráð- herra hans, og hægrisinnuðum ríkisstjómum í Vestur-Evrópu. Nix- on og Kissinger vömðu nýlega Reagan við að ganga gegn vilja sumra Vestur-Evrópuríkjanna og sögðu, að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir samstöðuna innan Nato. Ágreiningnrinn veldur áhyggjum Það veldur Norðmönnum jafnan áhyggjum, og trúlega Íslendingum líka, þegar Atlantshafsbanda- lagsríkin deila sín í milli. Eins og nú er málum komið er þó eðlilegt, að Norðmenn skipi sér við hlið Bandaríkjamanna. Vinstrimenn í Noregi hafa lengi rekið áróður fyr- ir vestur-evrópskri samstöðu gegn kaldastríðsvindunum frá Reagan en nú á hann ekki lengur við. Ef eitt- hvað er þá stendur gusturinn af Manfred Wömer, vestur-þýska varnarmálaráðherranum, en ekki Reagan. Kjarnorkuvarnirnar Ágreininginn innan Nato má rekja til ólíkra skoðana bandalags- þjóðanna á kjamorkuvömum. Vestur-þýska stjómin vill, að þær séu öflugar, að bandalagið hafí getu til að svara fyrir sig með árás á Austur-Evrópuríkin ef þörf kref- ur. Bandaríkjastjóm telur hins vegar, að nægur fælingarmáttur felist í langdrægu kjamorkuvopn- unum, sem ekki em til umræðu í núverandi afvopnunarviðræðum. Norðmenn og Danir einnig hafa ávallt talið fælingarmáttinn meira en nógan. Þeir hafa átt auðvelt með að treysta á varnarmátt Atlants- hafsbandalagsins án þess að hafa alltaf hermenn eða kjamorkuvopn fyrir augunum. Af þeim sökum vilja þeir hætta á gagnkvæma afvopnun í austri og vestri og trúa því ekki, að hún stefni öryggi þeirra í voða. Norðmenn hafa aldrei leyft sér að efast um, að Bandarfkjamenn komi þeim til hjálpar á stríðstíma þótt ekki sé til að dreifa bandarískum herstöðvum eða kjamorkuvopnum í Noregi. Efasemdir Frakka og V-Þjóðverja Á sjöunda áratugnum vom einn- ig miklar umræður um kjamorku- vamimar. Þá komu Frakkar sér upp sinum eigin kjamorkuher og Vestur-Þjóðveijar fengu því fram- gengt og staðfest, að fælingarmátt- urinn hæfíst með þeim herdeildar- vopnum, kjamorkuvopnum, sem næst væm landsvæði óvinarins. Var ástæðan ekki síst sú, að þessar þjóð- ir efuðust um, að Bandaríkjamenn kæmu þeim til vamar með sínum kjamorkuvopnum ef í harðbakkann slægi. Ef bandaríski vamarmála- ráðherrann á þessum ámm hefði fengið að ráða, hefðu hvorki Frakk- ar fengið sín eigin kjamorkuvopn né bandariskum kjamorkuvopnum verið komið upp í fremstu víglínu í Vestur-Þýskalandi. Norðmenn og Danir hafa aldrei alið með sér efasemdir af þessu tagi og kannski vegna þess, að við Norðurlandabúar erum dálítið blá- eygir og bamalegir. Ástæðan getur lika verið sú, að í vamarmálunum hafa Bandaríkjamenn minni skyld- um að gegna við Noreg og Danmörk en við Vestur-Þýskaland þar sem þeir halda úti öflugu herliði. Um þessi mál er þó rétt að fjalla nánar. „Norðurvíglínan“ Enginn Norðmaður lætur sér til hugar koma, að Bandaríkjamenn mundu upp á eigin spýtur ábyrgjast öryggi landsins ef þeir létu aðrar Vestur-Evrópuþjóðir sigla sinn sjó. Á það benda þó margir, að Banda- ríkjamenn, bandaríski sjóherinn, hafí sérstakan áhuga á nánu sam- starfí við Norðmenn og íslendinga. Sovéski norðurflotinn sér til þess. Á síðustu mánuðum hefur nýtt orð skotið upp kollinum í vamarmá- laumræðunni, orðið „norðurviglín- an“, og er það haft til aðgreiningar frá norðurhluta Atlantshafsbanda- lagsins, sem tekur til Danmerkur auk Noregs. Er þetta til marks um þær sérstöku aðstæður, sem ríkja í norðurhöfum, og skýrir einnig hvers vegna það skiptir Norðmenn minna máli hvemig háttað er þátt- töku Bandaríkjamanna í vömum Mið-Evrópu. Það er mitt mat, og raunar í samræmi við öryggismálastefnu Norðmanna almennt, að unnt sé að leggja af meðaldrægu og skammdrægu eldflaugamar án þess að tefla um leið í tvísýnu öryggi vestrænna þjóða. Það er engin þörf á vopnakerfum, sem Sovétmenn vilja sjálfír afsala sér, og það er tómt mál að tala um, að Vesturlönd geti haft einhveija yfírburði í þess- um efnum. Þess vegna er líka erfitt að ímynda sér að hægt sé að hafa hemil á beitingu kjamorkuvopna, að unnt sé að beita þeim stig af stigi eins og stundum er talað um. Umræðumar um afvopnunar- málin hafa mótast af þvi, að menn em ekki á einu máli um hvað séu nægilegar vamir. Með vígvallar- vopnunum svokölluðu, sem ekki stendur til að fækka, má stöðva árás fjandmannanna eftir að þeir em komnir inn á vestrænt land- svæði, að sjálfsögðu fylgdi þvi gífurleg eyðilegging, en með skammdrægu eldflaugunum væri unnt að gera árás á sjálft land- svæði óvinarins. Það breytti þó engu um öryggið því að slíkum varnaraðgerðum yrði svarað með öðmm og enn öflugri eldflaugaárás- um. Mikilvægast að draga úr spennu Hvað sem líður fræðilegum vangaveltum af þessu tagi megum við ekki gleyma því, að undanfari styijaldar er ávallt mikil spenna í alþjóðamálum. Þá fyrst er hægt að tala um raunvemlega afvopnun og vígbúnaðareftirlit þegar úr henni dregur. í afvopnunarviðræðunum að undanfömu hefur aðeins verið rætt um minniháttar breytingar eða lag- færingar á valdajafnvæginu og því ekki óeðlilegt að álykta sem svo, að hemaðarógnunin sé sú sama og áður og hættumar birtist bara í nýjum myndum. Búast má þó við, að með raunhæfri og víðtækri af- vopnun breyttist hemaðarstaðan, t.d. vegna þess, að sjálf afvopnunin yrði til að minnka spennuna milli stórveldanna. Af þessum sökum trúi ég því ekki, að uppræting með- aldrægu og skammdrægu eldflaug- anna verði til að auka hættuna á að vígvallarvopnin verði notuð. Vestur-Þjóðveijar ættu því einnig að hætta á að tryggja öryggi sitt með raunvemlegri afvopnun. Höfundur er sérfræðingur t ör- yggis- og af vopn unarmálum og ritstjóri tímaritsins InternasjonaJ Politikk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.