Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 21
'mÖRG'uNBLAÐIÐ, 'LAUgÁRDAGUR 23.' MAÍ'1987 21 Við Lagarfljót 1986. að leitast við að þrengja sér dýpra inn í kviku málverksins, kanna innri lífæðar þess, en ennþá virðist hann iðulega standa of stutt við — hætta, þegar leikurinn stendur sem hæst og byrja á nýrri mynd. En hann á það einnig til að ofvinna þær, svo sem kemur fram í stærstu myndinni á sýningunni, en í henni er margt prýðilega vel gert, sem ekki hefur sést frá hendi Einars áður og þá einkum í neðri hluta myndarinnar. Sá framsláttur er alþekktur og skýrir margt, að þegar maður er þess fullviss, að mynd sé fullgerð, að henni sé endanlega lokið, sé loks tími kominn til að byrja á henni. En Picasso svaraði þessum framslætti með því að segja, að góð mynd sé aldrei fullgerð, menn yrðu að geta spáð í hana og að hún ætti að lifa sínu eigin lífi — það væru bara vondir málarar, sem fullgerðu myndir ... Hver og einn verður þannig að þróa með sér tilfinningu fyrir því, hvenær hann telur tíma kominn til að hætta, en hann má einungis ekki loka fyrir rökræðuna um málverkið sem slíkt. Á stundum gengur hluturinn upp, og málarinn leggur frá sér pentskúfmn á réttu augnabliki, svo sem í myndunum „Að tjaldabaki" (11), „Ævintýri" (15), „Ótti" (16), „Fallinn engill" (37) og „Við Lagarfljót" (52). í þessum myndum eru miklar andstæður frá dökkum og í ljósan litaskala, sem sýnir breiddina í vinnubrögðum listamannsins og þá einnig, hvað myndefni snertir. Firringin og spennan er hvar- vetna nálæg í myndum Einars og hefur verið gegnumgangandi í list hans frá upphafi, og óneitanlega gerir hann sínar bestu myndir, þegar hér er allt á suðupunkti. En hér þurfa hlutirnir að koma óhikað og umbúðalaust til skila svo sem í myndinni „Ótti", en ekki stöðugt skjóta upp kollinum einhvers stað- ar í myndheildinni og á stundum án merkjanlegs tilefnis og raska heildaráhrifunum frekar en að bæta þau og styrkja. Annað dæmi um mynd, þegar allt gengur upp, er „Við Lagar- fljót" þar sem hvíti liturinn er firna sterkur og lifandi fyrir samspil hjálitanna — eiginlega er þetta gott skólabókardæmi í litafræði. Þessi sýning er mikilvægur áfangi í listferli Einars Hákonar- sonar og hér eru ýmis teikn á lofti um stærri afrek í náinni framtíð, enda er listamaðurinn á besta þroskaaldri myndlistarmanns. Söngf ör Tónlistar- skóla Rangæinga: Sungið fyrir 2.000 manns í Charlotte FRAMHALDSKÓR Tóiilistarskóla Rangæinga, sem þessa dagana er í söngför i borginni Chariotte í Norðúr-Karólínufylki í Banda- rikjunum, hefur haldið nokkrar tónleika og sungið á ýmsum stöð- um í borgmni. Um 2 þúsund manns haf a sótt tónleikana, og haf a und- irtektir verið góðar, að sögn Sveins Elíassonar, fararstjóra. Kórinn er skipaður fjórtán ung- mennum á aldrinum 15 til 21 árs undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur. . Hann hefur haldið ferna tónleika í Charlotte, tekið þátt í tveimur guðs- þjónustum, sungið á öldrunarheimili og í þremur framhaldsskólum. Að- sókn hefur verið góð, svo og undir- tektir, að sögn Sveins. Fjallað var um heimsókn kórsins í útvarpi síðast- liðinn þriðjudag, þar sem rætt var við tvo úr hópnum og kórinn söng. Ferð kórsins lýkur nú um helgina. Bænadagur þjóðkirkjunnar á sunnudag: Beðið fyrir heimil- inu og fjölskyldunni HINN árlegi bænadagur þjóðkirkjunnar verður á sunnudaginn kem- ur, 24. mai, sem er fimmti sunnudagur eftir páska. Sá dagur hefur um árabil verið sérstaklega helgaður ákveðnu bænarefni, sem sam- einast er um við guðsþjónustu í kirkjum landsins. I ár hefur biskup valið bænarefnið Heimilið og fjölskyldan. í bréfi sínu til presta og safnaða varðandi bænadaginn, segir hann m.a.: „í umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu um ýmis vanda- mál þjóðfélags okkar, hefur komið í ljós, hve staða heimilisins er þýð- ingarmikil og vandinn sá að geta búið sem best að íslenskum heimil- um og velferð þeirra. Heimilið er- hornsteinn þjóðfé- lagsins, grunneining, sem til er orðin langt á undan allri annarri þjóðfélagsskipan. „Frá upphafi sköpunar gjörði Guð þau karl og konu. Fyrir því skal maður yfirgefa föður sinn og móður og bindast konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður." (Mark. 10:6.) Í boðskap kristinnar trúar er lagður grundvöllur að öryggi og vernd heimilislífsins. I hinu nána samfélagi fjölskyldunnar er þörfin svo brýn fyrir kærleika sem mildar, agar og fyrirgefur eins og nauðsyn bertil í hinum ólíku tilvikum lífsins. Kristin trú minnir bæði á hin andlegu og efnislegu gæði, sem hvert heimili hefur þörf fyrir. Þegar Til árgerð 1978. Skipti, skuldabréf. Upplýsingar á bílasölunni Start, sími 687848. Bladburdarfólk óskast! Lúther útskýrir bænarefnið „Gef oss í dag vort daglegt brauð", nefn- ir hann t.d. fæði, klæði, hús, jarðnæði, fjármuni, trúrækið heim- ilisfólk, trúa yfírmenn, góða land- stjórn, góða veðráttu, frið, heilbrigði, siðsemi, heiður, góða vini og nágranna. Bænarefnið er því víðtækt og yfirgripsmikið. í dag eru heimilin opin fyrir hvers konar áhrifum og því veltur á miklu, að þau.áhrif séu jákvæð og uppbyggjandi, til að skapa heimilinu öryggi og vernd. Reynslan er oft önnur. Á öld fjöl- miðla hefur eitt líf áhrif á annað svo vítt sem veröldin nær. Maðurinn er að svo miklu leyti andsvar við þeim áhrifum, sem hann verður fyrir í umhverfi sínu. Það er hugs- unarhátturinn og viðhorf til lífsins sem þarf að breytast. Biðjum þess að svo verði. Biðjum með hverju heimili og fyrir hverri fjölskyldu um bænheyrslu, sem lýs- ir sér í orðum Meistarans: „í dag hefur hjálpræði hlotnast húsi þessu ...". (Lúk. 19.9.)" „Litli skátadag- urinn" í Öskjuhlíð BANDALAG íslenskra skáta gengst fyrir hátíðahöidum í Oskjuhlíð á morgun, sunnudaginn 24. maí. Dagurinn ber yfirskriftina „Litli skátadagurinn" og er ætlað- ur skátum á aldrinum 7 til 10 ára. Margt verður sér til gamans gert og má þar meðal annars nefna þrautabraut, metasvæði, íþrótta- keppni, varðeld, útieldun og söngur. Dagskráin hefst kl. 11.00 og er áætlað að henni ljúki kl. 17.00. Kl. 15.30 hefst varðeldur með söng og skemmtiatriðum. MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ Red Ball NÆLONVÖÐLUR Fást í nœstu sportvöruverslun. Einkaumboð I. Guðmundsson & Co hf Sfmar: 91-11999-24020 VARANLEGT ÞAKEFNI KYNNING VERKFRÆÐINGAR - ARKITEKTAR - TÆKNIFR. - VERKTAKAR Laugardaginn 23. maí kl. 16.00-18.00 mun sérfræðingur frá SIKA kynna SIKAPLAN PVC þakdúk í nýjum húsa- kynnum okkar í Vesturvör 9, Kópavogi. LÉTTAR VEITING AR. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 641488. HAMRAR SF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.