Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 30
3Q
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987
-\
Leikhópurinn
Perlan í Sljörnu-
gróf með
góða sýningu
á Sólheimum
Selfossi.
LEIKHÓPURINN Perlan sem
starfar í Þroskaþjálfunarskól-
anum í Sljörnugróf í Reykjavík
fór í leikför að Sólheimum í
Grímsnesi 20. maí. í leikhópn-
um, sem varð þriggja ára fyrir
nokkru, eru 25 manns.
Leikhópurinn fer mikið í leikhús
og notar þá gjaman tækifærið til
að hitta leikarana á bakvið. Einn-
ig hafa atvinnuleikarar komið í
heimsókn í Stjömugrófina og þá
hafa þeir tekið þátt í leikatriðum
leikhópsins.
Ferðin að Sólheimum var
draumaferð fyrir hópinn vegna
nýja íþróttaleikhússins sem sýnt
var í. Áður en sýning leikhópsins
hófst var farið í stutta kynnisferð
um staðarhlöðin á Sólheimum,
sundlaugin skoðuð, gróðurhúsin
og fleira sem fyrir augun bar.
Heimamenn tóku vel á móti gest-
unum og hittust þar gamlir vinir
því sumir úr leikhópnum höfðu
dvalið sem unglingar á Sólheim-
um.
Það voru fjölþætt atriði sem
Perlufólkið sýndi, upplestur, dans,
leikrit og fleiri uppákomur. Áhorf-
endur kunnu vel að meta dag-
skrána og klöppuðu flytjendum lof
í lófa við hvert atriði. Sumir tóku
meira að segja ofan og veifuðu
húfunum í fögnuði, enda tókust
öll atriðin mjög vel sem leik-
hópurinn flutti.
— Sig.Jóns.
Heimamenn mættu vel og kunnu að meta dagskrána.
Leikhópurinn Perlan úir Stjömugróf sem sýndi á Sólheimum.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
iséiSés
Áður en sýningin hófst var farið í kynnisferð um staðarhlöðin á
Sólheimum.
Einn leikþátturinn fjallaði um baráttu sólarinnar og norðan-
vindsins og var leikendum vel fagnað.
Kvennalistinn:
Oánægja
með póst-
dreifingu á
málgagni
„AF ÞEIM, sem við höfum athug-
að, hafa færri fengið blaðið
okkar en ekki og virðist því
dreifing póstþjónustunnar hafa
bmgðist,“ sagði Sigríður Lilly
Baldursdóttir hjá Kvennalistan-
um um útgáfu kosningablaðs
Kvennalistans.
Að sögn Sigríðar var hér um að
ræða blað, sem prentað var í um
85.000 eintökum og dreift á öll
heimili og vinnustaði. „Þetta var
svonefndur „adressulaus" póstur og
hefur pósturinn um 10 daga til
þess að dreifa slíkum pósti. Að liðn-
um þessum 10 dögum athuguðum
við víðs vegar hvort aðilar hefðu
fengið blaðið og virðast færri hafa
fengið það sent til sín en sem ekki
fengu það, en reyndar var það mis-
munandi eftir póstnúmerum."
Sigríður sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þetta væri ansi erfíður
biti að kyngja, þar sem prentunar-
kostnaður skipti hundruðum
þúsunda og að dreifíngarkostnaður-
inn hefði verið um 100.000. „Þetta
var langdýrasti þátturinn í okkar
kosningastarfí og í Reykjaví var
þetta það eina sem við sendum frá
okkur.“ Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um það hjá Kvennalistan-
um, hvemig brugðist verður við
þessu._____ ______
Tónlistarskól-
anum slitið
Varmahlíð.
Tónlistarskóla Skagafjarðar-
sýslu var slitið með nemendatón-
leikum í Miðgarði þriðjudaginn
19. maí síðastliðinn.
115 nemendur stunduðu nám í
skólanum í vetur og fór kennslan
fram á sjö stöðum í héraðinu, en
starfssvæði skólans er nær öll
Skagafjarðarsýsla, utan Sauðár-
króks. Verðlaun vom veitt fyrir
góðan námsárangur og þar á meðal
hlaut Jóhanna Siguijónsdóttir við-
urkenningu úr minningarsjóði
Aðalheiðar Erlu Gunnarsdóttur fyr-
ir frábæran árangur í tónlistarnámi.
Úthlutun úr sjóðnum fer fram ár-
lega við skólaslit. Kennarar í vetur
vom flórir í fullu starfí og einn
stundakennari. Skólastjóri er Anna
K. Jónsdóttir.
P.D.
Arthur Weisberg Guðný
...M
Szymon Kuran Elín Ósk
Sigurður Þuríður
Kristinn
NIUNDA SINFONIAN
Tónlist
Jón Asgeirsson
Níunda sinfónía Beethovens er
eitt mesta stórvirki tónlistarsög-
unnar. Mörg tónverk em lengri og
gerð fyrir fleiri flytjendur, en það
sem hefur afgerandi þýðingu. fyrir
aðdáendur verksins er boðskapur
þess, þau skilaboð sem Beethoven
vildi flytja og sá kraftur er býr í
„orðum“ hans. Þama birtist mönn-
um draumsýn sú sem var megin-
undirstaða hinnar rómantisku
byltingar, þar sem Guð var tekinn
til endurmats og menn vildu sjá
hann sem gæskuríkan föður, en
höfnuðu þeirri heiftúðugu og refsi-
glöðu mynd sem kirkjan hafði fært
hann í. Undir föðurlegri vöku Guðs
vildu menn trúa á bræðralag og
veraldarfrið, enda mun kvæðabálk-.
ur þessi hafa upphaflega heitið An
die Friede, en ritskoðendur bjargað
ljóðinu frá banni með því að breyta
FViede í Freude og því ber verkið
þetta undarlega nafn, sem á ekki
alls kostar við um innihald ljóðsins.
Samt sem áður er nafti þess tákn-
rænt og sá boðskapur sem áður var
talinn hættulegur hefur nú öðlast
sérstakt gildi og því má segja að
níunda sinfónían, eftir Beethoven,
sé burðarásinn í sal þeim er menn
þrá að byggja yfir trú sína á
bræðralag og veraldarfrið, á rústum
haturs og ófriðar, sem enn eru þó
að brenna.
Tónleikamir hófust á æskuverki
eftir Mozart, Concertone fyrir tvær
fíðlur og hljómsveit. Þetta elskulega
verk var flutt af konsertmeisturum
hljómsveitarinnar, Guðnýju Guð-
mundsdóttur og Szymon Kuran.
Samspil þeirra var einkar fallegt,
en auk þess áttu Kristján Stephen-
sen óbóleikari og Pétur Þorvaldsson
cellóleikari smáþátt í samleiknum,
þar sem Mozart notar að nokkru
„concerto grosso" formskipanina.
Nokkru viðameiri var þó þáttur
Kristjáns og margt fallegt sem kom
fram í leik hans og samspili við
einleikarana, sem náðu að laða fram
einstaklega ljúfan og fallegan Moz-
art.
Eftir hlé var svo sú níunda og
þar voru einsöngvarar Elín Ósk
Óskarsdóttir, Þuríður Baldursdótt-
ir, Sigurður Bjömsson og Kristinn
Sigmundsson. Þrísett var í kómum
að þessu sinni, því auk Söngsveitar-
innar tóku Þjóðleikhúskórinn og
Karlakórinn Stefnir þátt í flutningi
verksins. Stjómandi tónleikanna
var Arthur Weisberg, en hann hefur
í vetur stjómað sinfóníunni alls
fímm sinnum. í heild var flutningur-
inn á níundu faglega vel unninn en
minna gert úr því að staldra við
ýmsa skáldlega „pósta", eða stefna
öðmm þáttum í hættu með því að
leggja mikla áherslu á andstæður
í hryn og styrk. Fyrir bragðið var
flutningurinn einkar skýr og víða
fallegur, þó undirritaður hefði viljað
fínna „stormþytinn af viðurvist
meistarans", eins og Donald Franc-
is taldi sig hafa upplifað við flutning
verksins eitt sinn.
Upphafskaflinn er magnaður upp
með „mystik" en þó er þar slegið
á ljóðræna strengi. Vel má leggja
aðeins við, þar sem þessar andstæð-
ur em augljósar, svo að merkja
megi vel, án þess þó að ofgera í
túlkun. Annar þátturinn er ekki
gleðileikur og sú óvenjulega skipan
að hafa hraða þáttinn á undan þeim
hæga helgast af því að á eftir „tröll-
skap“ þeim er vel má einkenna
annan þáttinn kemur söngur feg-
urðar, gullofínn með sorg en fyrir-