Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Skólastjórar Landakotsskóla frá upphafi og til dagsins í dag. F.v. Systir Clementina, Marteinn Meulenberg biskup, séra Josep Hacking, séra Franz Ubaghs, séra A. George. Landakots- skóli í 90 ár eftir Gunnar F. Guðmundsson Um þessar mundir er þess minnst að 90 ár eru liðin síðan skólastarf hófst í Landakoti. Hér á eftir verð- ur reynt að halda til haga nokkrum brotum, sem fundist hafa úr sögu skólans, og raða þeim saman í heil- lega mynd. Upphaf kennslu í Landakoti í október 1895 kom hingað til lands kaþólskur prestur og settist að í Landakoti. Hann hét Jóhannes Frederiksen og var á vegum kaþ- ólska biskupsins í Danmörku, Jóhannesar von Euch. Fyrr á öld- inni höfðu tveir kaþólskir trúboðar verið hér á ferð og keypt þá Landa- kot, en orð þeirra féllu í grýttan jarðveg, enda trúfrelsi ekki viður- kennt fyrr en með stjómarskránni 1874. Tveir áratugir voru liðnir frá því, að kaþólskur prestur hafði síðast búið í Landakoti, og á þeim tíma hafði trúboðsdeild páfastóls (Propaganda Fide) eignast Landa- kot. Nú skyldi þess enn freistað að láta kaþólska kirkju skjóta rótum í íslenskum jarðvegi. I nóvember sama ár bættist Frederiksen liðs- auki, en þá kom séra Otto Getman til íslands. Á þeim tíma gekk um það orð- rómur í Reykjavík, að kaþólska kirkjan ætlaði að hefja miklar fram- kvæmdir á íslandi. Sögusagnir þessar komust að líkindum á kreik, þegar fréttist af mikilli fjársöfnun, sem rithöfundurinn og jesúítaprest- urinn Jón Sveinsson (Nonni) stóð fyrir í Frakklandi og víðar til að koma upp holdsveikraspítala á Is- landi (ísafold 30. nóv. 1895). Þegar málið var borið undir Frederiksen, vildi hann ekkert við það kannast, að kaþólska kirkjan ætlaði að reisa spítala í bænum, en hann hafði fullan hug á að fá hingað „nunnur sem hjúkrunarkonur handa þeim sjúklingum, sem þess kynnu að óska" (ísafold 9. nóv. 1895). Það var síðan fyrir atbeina von Euch biskups, að þessi ósk Frederiksens rættist vonum fyrr. I júlímánuði 1896 komu til lands- ins með póstskipinu Lauru §órar systur, „nokkurs konar fylgisveit hinnar kaþólsku trúarboðsstofnun- ar í Landakoti", og var þeim ætlað að annast hjúkrun og vitja sjúkra (ísafold 25. júlí 1896). Þær voru af sankti Jósefsreglu, sem átti móð- urhús í Chambery í Frakklandi. Ein þeirra var systir Clementia, og vill svo vel til. að varðveist hafa endur- minningar hennar, sem hún ritaði um 1912. Hún segir um tilgang ferðarinnar til Islands, að hann hafí einkum verið sá „að hjúkra, eftir því sem við yrði komið, hinum holdsveiku, sem þar eru“. Nokkru síðar kemur þessi frásögn: í októbermánuði byrjuðum við að kenna í litlum skóla með tveimur kaþólskum bömum. Fyrsta skólaborðið var strokfjöl, sem hvfldi á gluggakistunni og náttborðinu. Þegar bömunum íjölgaði svolítið, fluttum við kennsluna inn í klausturstofuna, sem jafnframt var borðstofa okk- ar systranna, að kennslustundum loknum. Hálfu ári síðar voru nemend- umir orðnir ellefu, og voru tveir þeirra böm eins þekktasta kaup- mannsins í bænum. Séra Johannes Frederiksen, sem um nokkurt skeið hafði ver- ið erlendis, kom heim aftur með Vestu 15. nóvember 1896. Þegar hann sá, að skólinn okkar var byijaður, óskaði hann eftir því að við tækjum nokkur fátæk mótmælendaböm til kennslu. Á þann hátt mundi starfið blessast best og Drottinn halda vemdar- hendi sinni yfír því. Við tókum við þremur bömum, sem foreldr- amir höfðu leyft að taka kaþ- ólska trú (Andvari, nýr flokkur, 1981, bls. 152.) Kaþólsku bömin tvö, sem systir Clementia getur um, hétu Hansína og Friðrik. Eitthvað hlýtur að hafa skolast til í minningum systur Cle- mentiu, því að heimildum ber saman um, að faðir þeirra, Gunnar Einars- son hafi ekki flust til Reykjavíkur frá Hjalteyri fyrr en sumarið 1897. Hin bömin þijú voru Rósa Þórarins- dóttir en faðir hennar var utan- búðarmaður hjá Ziemsen, og tvær dætur Sveins Eiríkssonar snikkara, þær Ingibjörg og Stefanía Eiríksen (Fálkinn 26. okt. 1964). Þannig var upphaf skólakennslu í Landakoti. Skiptar skoðanir um kennsluna Þegar systumar hófu fræðslu sína í Landakoti, var aðeins einn skóli starfræktur í Reykjavík. Hann hafði verið stofnaður 1860 og var síðar nefndur Miðbæjarbamaskól- inn. Annars áttu foreldrar og prestar að sjá til þess, að böm lærðu Iestur, skrift og reikning, því að skólaskylda var ekki lögboðin fyrr en árið 1907 og þá einvörðungu fyrir böm á aldrinum 10—14 ára. Skólinn í Landakoti var í önd- verðu á fárra manna vitorði. í blaðinu Þjóðólfi 11. febrúar 1898 er haft eftir dönsku blaði, að Jó- hannes von Euch biskup hafi gengið fyrir Leó páfa XIII og fært honum mjmd af níu íslenskum unglingum, er sækja kaþólskan skóla í Reykjavík. Af þessari frétt var dregin sú ályktun í Þjóðólfi, að kaþólsku prestamir héldu bama- skóla, „og er það eflaust trúar- kennslukóli, þar sem katólsk fræði eru kennd, þótt dult fari“. Ekki vom allir ýkja hrifnir af þessari nýju skólastofnun. Ritstjóra Fjallkonunnar gmnaði t.d., að skól- ann ætti að nota til að útbreiða kaþólska trú. Einnig þótti honum athugavert, að „embættismenn og ýmsir af hinum heldri mönnumi bæjarins sem kallaðir era, taka meir og meir að ganga fram hjá bamaskóla bæjarins og senda böm sín í kaþólskan skóla“ (Fjallkonan 3. nóv. 1900). Hér á ritstjórinn vafalaust við, að Elín Stephensen, dóttir landshöfðingjans, var send í Landakotsskóla, einnig þijár dætur Geirs Zoéga rektors, Camilla, elsta dóttir Thors Jensens og Sólveig dóttir Kristjáns Jónssonar dóm- stjóra, svo að nokkur dæmi séu nefnd (Fálkinn 26. okt. 1964, bls. 42). Þetta bendir óneitanlega til þess, að snemma hafi farið gott orð af Landakotsskóla. En ekki vom allir sannfærðir um, að slíkt yrði til frambúðar. I grein, sem Hjálmar Sigurðsson kennari ritaði í blaðið ísafold 21. september 1901 fullyrð- ir hann, að hvergi sé alþýðumennt- un bágbomari en í þeim löndum, þar sem kennslan er að öllu leyti í höndum kaþólskra klerka. Síðan spyr Hjálmar: Em líkindi til þess, að vernd- ari fáfræðinnar í Suðurlöndum muni verða frömuður menntun- arinnar hér á landi? Nei; þá færi nú að verða hausavíxl á hlutun- um. En þrátt fyrir aðfinnslur ein- stakra manna fjölgaði nemendum jafnt og þétt, og árið 1906 vom þeir nálægt 70. Aðsóknin í Landa- kotsskóla var slík, að á þessu sama ári varð að vísa frá 50 nemendum vegna rúmleysis (sbr. ísafold 27. júní 1908). Það var því orðið þröngt um nemendur og kennara í vistar- vemm systranna í Landakoti. Hvers vegna sendu foreldrar böm sín í Landakotsskóla á þessum ámm? Ein ástæðan hefur verið sú, að íslensk ungmenni nutu ekki öll ókeypis skólagöngu fyrr en með fræðslulögunum 1907. Fyrir þann tíma hefur verið lítið eða ekkert dýrara að senda þau í Landakots- skóla. Af 456 nemendum, sem stunduðu nám í bamaskólanum í Reykjavík árið 1906 vom 180 látn- ir greiða fullt skólagjald, en 106 hálft, 50 nemendur fengu styrk úr Thorkilliisjóði, hinum var gefið upp skólagjaldið. (Alþ.tíð. 1907 B, 1924). En fleira hlaut að koma til, því að Landakotsskóli hélt áfram að dafna og nemendum að fjölga. Ef til vill hefur eitthvað verið hæft í því, sem skrifað stendur um skólann í blaðagrein frá 1908: Þeir, sem til hans þekkja al- mennilega, lúka allir upp einum munni um það, að þar fari saman ágæt tilsögn og fyrirtaks stjórn — böm úr þeim skóla auðþekt á því, hvað þau kunna vel að hlýða og hversu þau haga sér siðsam- lega (ísafold 27. jan. 1908). Síðast en ekki síst var það á margra vömm, að kennsla í handavinnu væri með miklum ágætum í Landa- koti. Árið 1903 fól Jóhannes von Euch biskup prestum af Montfortreglu að hafa umsjón með starfi kaþólsku kirkjunnar á íslandi. í lok sama árs komu hingað til lands tveir prestar af þeirri reglu, séra Meulenberg og séra Servaes. Að fmmkvæði þess- ara manna var ráðist í að byggja nýtt skólahús með styrk erlendis frá, og lauk því verki árið 1909. Arkitekt skólans var danskur mað- ur, Schau að nafni. Eftir þetta höfðu Montfortprestar jafnan hönd í bagga um stjóm skólans við hlið Jósefssystra. Landakotsskóli viðurkenndur í júní 1908 var haldin sýning á handavinnu barna í Landakots- skóla. Þar gat að líta ísaumsmuni og dráttlistarverk, sem nemendur höfðu gert undir leiðsögn kennara sinna, systur Clementiu og séra Meulenbergs. Sýning þessi vakti töluverða athygli og fékk lofsam- lega dóma. I blaðinu Isafold er að finna þessa umsögn: Um þá sýning má með sanni segja, að margur mundi vilja kalla hana að sumu leyti listasýn- ing fremur en viðvaningsverka eftir ung böm. Hér á landi hefir aldrei sést neitt því líkt, aldrei nándarnærri jafnlangt komist með stóran barnahóp í listfengi og vand- virkni (Isafold 27. júní 1908). Á næstu ámm vora fleiri slíkar sýningar haldnar í Landakotsskóla, og þóttu þær jafnan nokkur við- burður í bæjarlífinu. Sumarið 1911 var efnt til mikill- ar iðnsýningar í Reykjavík, og tóku þátt í henni nokkrir skólar, meðal þeirra Landakotsskóli. Eftir blaða- fregnum að dæma átti enginn jafnmarga muni á sýningunni og Landakotsskóli; þeir fylltu tvo sali og var þó þétt raðað. Um sýning- una var mikið skrifað og verður ekki betur séð en að stjómendur Landakotsskóla hafi mátt vel við una sinn hlut. í Vísi 21. júní segir t.d. á þessa leið: Skólaiðnaðurinn er ágætur, en engum getur dulist það, sem þama kemur, að Landakotsskól- inn er þar í fremstu röð — og skarar langt fram úr. — Það er hreinasta snilld — af skólaiðnaði að vera — margt sem sá skóli hefur látið á sýninguna, og fari önnur kennsla og framfarir í þeim skóla eftir þessu, sem á sýningunni er. Þá er Landakots- skólinn tvímælalaust langbesti bama- og unglingaskólinn á þessu landi. Enda mun það vera álit margra, sem til þekkja, að svo sje í raun og vem. Hróður Landakotsskóla fór mjög vaxandi eftir iðnsýninguna. Næsta vetur, 1911—1912, héldu systumar handavinnunámskeið og sóttu það 32 nemendur, en alls vom þá rúm- lega 100 nemendur í skólanum. í þann hóp komu böm Hannesar Hafsteins 1912, sama ár og hann varð ráðherra öðm sinni. Systir Clementia lætur þessa getið í end- Frá Riftúni, sumardvalarheimili kaþólsku kirkjunnar fyrir börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.