Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Reuter KIMIL-SUNGIKINA Fp 4 m wSr iSli * - Kim Il-sung, forseti Norður-Kóreu, kom á fimmtu- dag í opinbera heimsókn til Kína og mun hann eiga viðræður við ráðamenn þar m.a. um efnahagsaðstoð og þátttöku Kínverja í Olympíuleikunum í Seoul á næsta ári. Kim sem er 75 ára að aldri kom með jámbrautarlest frá Norður-Kóreu og hlaut hann stór- kostlegar móttökur. Skólaböm sungu lög til heiðurs forsetanum og námsmenn frá Norður-Kóreu og sendimenn stjórnarinnar hrópuðu „mikli leiðtogi". Streymdu gleðitár úr augum þeirra er Kim sté út úr lestinni. Höfðu menn á orði að önnur eins móttöku- athöfn hefði ekki verið sett á svið um árabil. Pakistan: Vilja festa kaup á AWACS-vélum Washington, Reuter. YFIRVOLD í Pakistan hafa ósk- að eftir því að fá þrjár AWACS-ratsjárvélar keyptar frá Bandaríkjunum, að sögn banda- rískra embættismanna. Edward Gnehm, aðstoðarvamar- málaráðherra Bandaríkjanna, skýrði í gær nefnd fulltrúadeildar- innar, sem fer með mál Asíu og Kyrrahafsríkja, frá beiðni Pakist- ana. Sagði hann Pakistana hafa þörf fyrir vélar þessar vegna þeirr- ar ógnar sem landi þeirra stafaði af kommúnistastjórninni í Afganist- an og hvatti þingmenn til sam- þykkja söluna. „Tími er kominn til að sýna Sovétmönnum fram á að útþenslustefna þeirra í Asíu verði ekki liðin og að þeim beri að kalla heim innrásarsveitir sínar frá Afg- anistan,“ sagði Efward Gnehm. Steven Solarz, varaformaður nefnd- arinnar, kvaðst sjá ýmsa annmarka á því að selja Pakistönum vélamar og sagðist efast um að þær kæmu að tilætluðum notum. Pakistanar hafa lengi leitað eftir kaupum á AWACS-ratsjárvélum til að fylgjast með ferðum flugvéla frá Afganistan. 110.000 sovéskir her- menn eru í Afganistan og beijast þeir við hlið stjómarhersins gegn frelsissveitum skæruliða, sem njóta stuðnings Bandaríkjastjórnar. Grænland: Hætti út- gerð rækju- togarans af því að kvóti fékkst ekki Sri Lanka: Harðir bardagar stjóm- arhersins og skæmliða Colombo, Reuter. STJÓRNARHERINN á Sri Lanka hefur blásið til stórsóknar gegn aðskilnaðarhreyfingu tamíla, að því er talsmenn stjómarinnar sögðu í gær. Undanfama tvo daga hafa hermenn stjómarinnar lagt fjöl- margar stöðvar skæmliða á Jaffna-skaga í rúst. Að sögn talsmannanna féll mað- ur að nafni Radha sem var leiðtogi stærstu samtaka tamfla á Jaffna- skaga, „Tígrana", í bardögunum. „Tígramir" hafa haft meginhluta Jaffna-skaga á sínu valdi undanfar- in tvö ár. Þar búa um 800.000 manns og em flestir þeirra af kyn- þætti tamíla. Rúmlega 6.000 manns hafa fallið frá því skæruliðar tamíla hófu að beijast fyrir stofnun sjálf- stæðs ríkis á Sri Lanka fyrir fjórum árum. Lalith Athulathmudali, öryggis- málaráðherra stjóniarinnar á Sri Lanka, sagði í gær að stjórherinn væn í „linnulausri sókn“ gegn skæruliðum á Jaffna-skaga og að margar stöðva þeirra hefðu verið eyðilagðar. Að sögn ónefndra stjómarerindreka em um 2.000 hermenn á skaganum. Fréttir bár- ust einnig af hörðum bardögum í „Fílaskarði" en svo nefnist örmjó landspilda sem tengir Jaffna-skaga við fastalandið. Þingið á Sri Lanka samþykkti í fyrrakvöld að framlengja neyðar- ástandslög sem verið hafa í gildi á eyjunni um einn mánuð. Hafði stjómin hvatt til þessa sökum „linnulausra hermdar- og ofbeldis- „Þrælasala“ á Filippseyjum: Gylliboð freista fátækra kvenna í Evrópu tekur við vændi og sollur Manilu, Reuter. HUNDRUÐ kvenna frá Filippseyjum hafa gripið til þess óyndisúrræð- is að gerast vændiskonur eftir að hafa látið blekkjast af gylliboðum hjónabandsmiðlana um auðlegð og sælu í Evrópu. Samtök blaðamanna á Filippseyjum hafa hrundið af stað herferð til að koma í veg fyrir „þrælasölu" þessa en yfirvöld segjast ekkert geta gert til að hefta hana. Nick Enciso, formaður blaða- mannasamtakanna, sagði í gær að fjöldi kvenna hefði ýmist svarað aug- lýsingum frá hjónabandsmiðlurum þar sem auðugir Evrópubúar óskuðu eftir eiginkonum eða látið skrá sig hjá fyrirtækjum á Filippseyjum. Sem dæmi nefndi hann eftirfarandi aug- lýsingu: „ítalskur milljónamæringur óskar eftir eiginkonu til lífstíðar. Menntun æskileg. Sendið upplýsingar um aldur, útlit, augnalit og annað sem máli skiptir". Enciso sagði kon- umar greiða umboðsmönnunum gjald og fá í staðinn vegabréf og flugmiða. í Evrópu tækju umboðsmenn hjóna- bandsmiðlananna á móti þeim og kæmu þeim til eiginmannanna tilvon- andi. „Margar þeirra eru reknar á dyr eftir að „eigjnmennimir" hafa verka tamíla". Ranasinghe Premad- asa, forsætisráðherra Sri Lanka, gagnrýndi stjómvöld á Indlandi og einkum Rajiv Gandhi forsætisráð- herra fyrir tvöfeldni. Gandhi hefur reynt að miðla málum í deilu tamíla og stjómarinnar. Premadasa sagði Gandhi mæla með pólitískri lausn deilunnar á Sri Lanka en að hann hefði lýst yfir því að baráttu Gurk- ha-skæruliða á Indlandi fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis yrði mætt af fullri hörku létu þeir ekki af of- beldisverkum sínum. Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgfen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. EINN af brautryðjendunum í grænlenskum sjávarútvegi, Dan- inn Ole Basse Mortensen, hefur hætt útgerð annars af togurum sínum, Thor Trawl, af því að land- stjómin úthlutaði honum ekki rækjukvóta. Skipið mun sigla und- ir fána Kanada og verður notað við þjálfun kanadískra eskimóa. Danska blaðið Jyllandsposten seg- ir, að sala togarans, sem er 1857 tonn að stærð, stafi af langvarandi andófi grænlenskra skipstjóra gegn hinum danska útgerðarmanni. í heimahöfn Thor Trawl, Ang- magssalik, sem er á austurströnd Grænlands, er mikill skortur á at- vinnu, en þar sem togarinn fékk ekki kvóta, gat hann ekki nýst við veiðar. Hins vegar verður hinn tog- ari Ole Basse Mortens, Tasiilaq, áfram á þessu svæði. misnotað þær,“ sagði Enciso. Sagði hann einnig að ef viðskiptavinimir í Evrópu væru ekki ánægðir með það sem þeir fengju væru konumar sendar til annarra karla í konuleit. Mörgum þeirra væri loks hafnað al- gjörlega og stæðu þær þá upp slyppar og snauðar í framandi landi. „Vegpa þess að þeim finnst þær hafa verið misnotaðar eru þær auðveld bráð fyrir siðleysingja og hórmangara sem fá þær til að gerast vændiskonur." Samtök blaðamanna á landsbyggð- inni hafa hrint af stað herferð til að upplýsa konur á Filippseyjum um hvað kann að vera í vændum láti þær blekkjast. Að sögn Enciso em það einkum konur frá hinum dreifðu byggðum sem láta blekkjast enda er fátæktin þar mest. V estur-Þýskaland: Jutta pitfiu*thkeis- araynja græningja „Nú er Jutta keisaraynjan," sagði Joschka Fischer, eini ráðherr- ann, sem komið hefur úr röðum flokks græningja, eftir að Jutta Ditfurth var kjörin einn þriggja „talsmanna“ græningja á flokks- þingi 2. maí. Svo virðist sem Jutta sé nú Ieiðtogi flokksins, sem berst gegn hvers kyns valdaskiptingu og er ekki ýkja hrifinn af stjörnum. Hæðnisleg ummæli Fischers bera þessari mótsögn einnig vitni. Jutta von Ditfurth er fulltrúi harðlínumanna í flokki græningja og svo er einnig um hina „talsmenn- ina“ tvo. Harðlínuarmurinn heldur því fram að allt samstarf með hinum hefðbundnu stjómmálaflokkum Vestur-Þýskalands sé ógemingur: „Eg er ekki andvíg bandalögum," segir Ditfurth. „Ég hafna einfald- lega þeirri stefnu að velja það, sem er skárra af tvennu illu. Styrkur er fólginn í þrýstingi þjóðfélagsins." Ditfurth felldi niður „von“ úr nafni sínu fyrir ellefu árum: „Það var tímaskekkja," sagði hún fyrir skömmu á skrifstofunni, sem hún deilir með tveimur öðrum „tals- mönnum" flokksins í Bonn. „Aðall- inn fékk titla sína fyrir að hjálpa valdastéttinni við að kúga fólkið eða myrða, en ekki fyrir að vinna gagn.“ En hún gerir ekki mikið mál úr titla- togi: „Önnur mál eru brýnni." Hún kveðst endalaust geta talið upp „brýnni mál“: Efnaiðnaður sé að eitra heiminn, „kjamorkumafí- una“ gildi einu þótt slysið í Chemo- byl endurtaki sig, hinn almenni borgari hafi allt of lítil völd miðað við ríkið. Hún stendur nú fremst í flokki þeirra græningja, sem halda fram að gömlu flokkamir séu þess ekki umkomnir að gera þær breytingar, sem til þarf til að bjarga heiminum. Andstæðingar hennar í flokknum, raunsæisarmurinn, halda því fram að allt velti á pólitískum völdum og eru þeir lítt hrifnir af málflutn- ingi Ditfurth. Raunsæisarmurinn segir að mikilvægast sé að bola íhaldsöflunum frá völdum eða koma í veg fyrir að þau nái völdum. Hann er reiðubúinn til að ganga til sam- starfs við Jafnaðarmannaflokkinn (SPD) til að ná fram markmiðum sínum, þótt það hafi í för með sér að gera þurfi málamiðlanir. Ditfurth hafnar slíkri refskák og hefur því oft verið sökuð um of- stæki eða að vera „róttækur bolse- viki“. Völd hennar í forystu flokksins gætu leitt til þess að „Flokkur kristilegra demókrata (CDU) sitji 40 ár til viðbótar í ríkis- stjórn í Bonn“, segir Fischer. Hann er þeirrar hyggju að græningjar verði að ganga til samstarfs við hina hefðbundnu stjómmálaflokka eigi flokkurinn að eiga framtíð. Hann var umhverfismálaráðherra í stjóm græningja og jafnaðarmanna í ríkinu Hessen og hann telur að afstaða Ditfurth gæti reynst bana- biti flokksins. En Ditfurth nýtur fylgis kjós- enda. Hún tryggði stöðu sína innan flokksins í síðustu þingkosningum og sér jafnframt þingsæti. Hún bauð fram í Karslruhe, sem verið hefur vígi kristilegra demókrata, og jókst fylgi græningja þar úr átta prósentum í tólf. Ditfurth fæddist í Wurzburg fyr- ir 35 ámm og var faðir hennar, Hoimar von Ditfurth, frægur fyrir bók, sem hann skrifaði um hættuna af offjölgun, mengun og kjamorku. Bók þessi hefur verið ofarlega á vinsældalistum í Vestur-Þýskalandi í um tvö ár. Gagnrýnendur segja að hún hafi einfaldlega tileinkað sér hugmyndir foður síns, en líklegra er að feðginin hafí haft áhrif hvort á annað. Hún var einn af stofnend- um græningja í )ok áttunda áratug- arins og er þeirrar hyggju að mótmælaaðgerðir og „fmmkvæði borgarans" skipti að minnsta kosti jafn miklu máli og þingið þegar koma skal hlutum til leiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.