Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 54
F.ri
54
ionr í
»rraí aur t mrx * to'/tmcr/'^»*r
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987
Umsjón: KRISTIN GESTSDOTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Avokado
Gaman væri ef hægt væri að fínna gott íslenskt nafn á þennan ávöxt, sem hefur fengist hér um ára-
bil. Hann er raunar steinaldin, en notaður meira sem grænmeti en ávöxtur. Avokado er upprunnið
í Mið-Ameríku og var flutt eins og svo margir ávextir og grænmeti á dögum Kólumbusar frá Nýja heiminum
til Evrópu. Sagt er að Karl I, dóttursonur Ferdinands og ísabellu, sonur Jóhönnu vitskertu, hafi sagt um
avokado, sem á hans tíma kom fyrst til Spánar, að það væri eins og smjör, og er það alls ekki fráleit
samlíking. Ávöxturinn er feitasti ávöxtur sem til er, inniheldur 17% fitu, enda smitar hann fitunni þegar
maður snertir hann. Avokado er með grænleitan, grófan börk og stóran stein í miðjunni. Ég þekki gamla
konu, sem skar upp í steininn, stakk honum ofan í mold í blómsturpotti og fékk skemmtilega plöntu, sem
hún er mjög stolt af, en ekki ber sú planta ávöxt. Lögun og stærð avokado er mismunandi og getur ávöxt-
urinn orðið allt að 1 ‘/2-2 kg að þyngd og hann þarf alls ekki að vera perulaga. Börkurinn er líka
misþykkur. Auðvelt er að flysja
hæfilega þroskaðan ávöxt með
fíngrunum. Avokado er sjaldan
borið fram soðið, en mikið notað
í alls konar salöt og forrétti og
mörgum finnst það gott eintómt.
Þegar búið er að fjariægja hinn
stóra stein, myndast myndarleg
hola, sem auðvelt er að fylla með
ýmsu góðgæti. Þtjár tegundir eru
af avokado: Hið mexíkanska, sem
er lítið með mjúkan rauðleitan eða
svartan börk. Síðan er önnur teg-
und frá Guatemala, miðlungsstór,
græn, rauð og svört með grófan
börk. Loks er þriðja afbrigðið frá
Vestur-Indíum, sem er stór ávöxt-
ur með mjúkan græn- og rauðleit-
an börk. Avokado hefur verið
kynbætt, en öll afbrigði eru kom-
in út af þessum þremur stofnum,
og eru því þessir þrír stofnar
móðurstofnar allra þeirra sem til
eru í heiminum í dag. Til þess að
avokado sé gott, þarf það að vera
hæfilega þroskað. Það á að gefa
örlítið eftir, sé þrýst varlega á
það. Ef börkurinn er mjög dökk-
flekkóttur og mjög mjúkur er það
merki um að ávöxturínn sé
skemmdur. Því miður sjáum við
oft skemmda ávexti í verslunum
en alltaf á að geyma hæfilega
þroskaða ávexti í kæliborði eða
kæliskáp, en aftur á móti á harð-
ur ávöxtur að vera í stofuhita, þar
til hann er farinn að mýkjast.
Þegar ávöxturinn er farinn að
mýkjast, minnkar geymsluþolið,
og þá þarf að setja hann í kæli-
skáp, en þó á hlýjasta stað í
skápnum. Ef þið ætlið að geyma
avokado, sem búið er að skera í
sundur, er betra að hafa steininn
í. Þá dökknar skurðflöturinn
síður. Einnig er gott að pensla
skurðflötinn með sítrónusafa.
Avokado er mjög næringarríkur
ávöxtur. Hann er með A- og C-
vítamíni og nokkrar tegundir
B-vítamíns, svo sem B'.riboflavin
og thiamin. Auk þess er i honum
kalsíum, járn og fosfór. Hann er
hitaeiningaríkur; í 100 g eru
160-170 hitaeiningar.
Avokado með rækjum
(forréttur)
Handa 4
2 avokadoperur
safí úr */2 lítilli sítrónu
250 g frosnar rækjur
smábiti chilipipar, ferskur eða
þurrkaður (mjög sterkur)
2 harðsoðin egg
12 ólífur, grænar eða svartar
(má sleppa)
væn grein fersk steinselja
2 msk. olíusósa (mayonnaise)
‘/2 bikar sýrður rjómi
nýmalaður pipar
1. Afþíðið rækjumar í kæli-
skáp, ef þið eruð sein fyrir, er
ágætt að setja þær í plastpoka
ofan í heitt vatn. Þær halda bragði
sínu mjög vel, sé það gert. En það
þarf að kæla þær áður en þær
eru settar út í salatið. Takið
nokkrar rækjur frá til skrauts.
2. Harðsjóðið eggin, takið af
þeim skumina og kælið. Skerið
síðan í bita.
3. Afhýðið chilipiparinn ef þið
eruð með hann ferskan og takið
úr honum steinana. Ef þið emð
með þurrkaðan pipar, takið þið
steinana úr honum og myljið síðan
milli fíngranna.
4. Klippið steinseljuna. Notið
ekki leggina.
5. Kljúfíð avokadoperurnar,
skafíð síðan talsvert af aldinkjöt-
inu úr með teskeið. Setjið sítrón-
usafa saman við það og penslið
skurðflötinn á avokadoperunum
með sítrónusafa.
6. Hrærið saman olíusósu og
sýrðan ijóma.
7. Setjið avokado, rækjur, ólíf-
ur, egg, steinselju og chilipipar út
í sósuna. Skiptið þessu jafnt í ald-
inskeljarnar. Malið síðan pipar
yfír.
8. Setjið rækjur ofan á til
skrauts.
Meðlæti: Ristað brauð
Avokado með græn-
metisfyllingn
Handa 6
3 avokadoperur
safí úr 'Asítrónu
1 bikar sýrður rjómi
2 msk olíusósa (mayonnaise)
1 msk worcestershiresósa
t/2 tsk franskt sinnep
1 tsk tómatmauk
6 dropar tabaskósósa
t/2 tsk sykur
salt milli fingurgómanna
nýmalaður pipar
1 stór rauð paprika
mörg strá graslaukur
3 stórir tómatar
6 þunnar sítrónusneiðar
skrauts
1. Hrærið saman sýrðum ijóma,
olíusósu, worcestershiresósu,
sinnepi, tómatmauki, tabaskós-
ósu, sykri, salti og pipar.
2. Takið steinana úr papri-
kunni, skerið síðan smátt.
3. Þvoið graslaukinn, klippið
síðan smátt.
4. Setjið tómatana í sjóðandi
vatn í 2 mínútur. Flettið síðan
húðinni af þeim og skerið smátt.
Kælið.
5. Setjið papriku, graslauk og
tómata út í sósuna. Hrærið var-
lega saman.
6. Kljúfið avokadoperurnar
langsum, takið steininn úr þeim.
7. Penslið skurðflötinn á
avokadoperunum með sítrónus-
afa.
8. Skiptið grænmetismaukinu
jafnt í holumar á avokadoperun-
um.
9. Skerið sítrónusneiðarnar,
skerið síðan upp í þær og setjið
fallega á mjórri enda avokado-
peranna.
Köld avokadosúpa
Handa 6-8
4 vel proskaðar avokadoperur
safi úr >/2 sítrónu
2 lítrar gott saltað kjötsoð,
best er að nota kjúklingasoð
1 peli rjómi
8 dropar tabaskósósa
nýmalaður pipar
>/2 dl madeira eða þurrt sherry
1. Afhýðið avokadoperurnar,
takið úr þeim steina. Skerið síðan
í smábita og setjið í kvörn (mix-
ara) eða meijið gegnum sigti.
Setjið sítrónusafa strax saman við
maukið.
2. Hrærið vel kalt soðið út í
maukið, setjið síðan tabaskósósu
og 1 ‘/2 dl af ijóma út í.
3. Setjið vínið út í
4. Þeytið 1 dl af ijóma
5. Skiptið súpunni á diska, setj-
ið smáijómatopp á hvem disk.
6. Malið pipar yfír súpuna á
diskunum.
í næsta rétti er avokadoið hit-
að, sem er mjög sjaldgæft.
Avokadofrauð (so-
ufflé)
Handa 5
60 g smjör (ekki smjörlíki)
60 g hveiti
'/2 lítri flóuð mjólk
1 tsk. salt
nýmalaður pipar
t/8 tsk. múskat
2 avokadopemr
5 eggjarauður
5 eggjahvítur
1. Hitið smjörið, setjið hveitið
út í, hrærið út með flóaðri, heitri
mjólkinni og búið til uppbakaðan
jafning.
2. Takið pottinn af hellunni,
setjið salt og pipar út í ásamt
múskati.
3. Afhýðið avokadoið, takið úr
þeim steinana, skafíð síðan aldin-
kjötið upp og meijið gegnum sigti
eða setjið í kvöm (mixara).
4. Setjið maukið í skál, setjið
síðan eggjarauðumar út í og
hrærið vel saman.
5. Setjið avokadomaukið út í
jafninginn og hrærið vel saman.
Setjið síðan aftur á helluna og
hitið varlega í 3-4 mínútur, en
látið ekki sjóða.
6. Þeytið hvítumar mjög stífar
og blandið út í maukið með sleikju.
7. Smyijið eldfasta skál með
beinum börmum (souffléskál).
Setjið þetta í skálina.
8. Hitið bakaraofninn í 195°C,
blásturso/n í 175°C, setjið í miðj-
an ofninn og bakið í 30-35
mínútur.
9. Berið strax á borð.
Athugið: Gott er að setja hólk
úr smjörpappír um skálina, eins
og sýnt er á meðfylgjandi mynd.