Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 25 Nemendur æfa nýja afmælis- og skólasönginn „í Landakoti" með Margréti, kennara sínum. Ljóðið samdi Ólafur Haukur Símonarson og lagið Atli Heimir Sveinsson. „í LANDAKOTI LEIÐIST EKKI MÉR“ NEMENDUR Landakotsskóla leggja sitt af mörkum til þess að minnast afmælis skólans oghafa undanfarna daga verið að æfa leikrit og söng, þrátt fyrir annríki prófa. Anna Katrín Vil- hjáimsdóttir og Helga Maria Garðarsdóttir, í 11 ára bekk voru að koma úr síðasta prófinu þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði í lok vikunnar. „Okkur gekk bara vel, þetta var móðurmálspróf og seinasta prófið," sögðu þær og voru brosleitar. Anna Katrín sagði að hún hlakkaði til að fara í sveit og svo myndi hún líka fara til Sauðárkróks í sumar. „Pabbi minn er þaðan, en mamma hefur alltaf átt heima á Sólvallagötunni og var í þessum skóla eins og ég,“ sagði hún. Helga María á líka heima á Sól- vallagötunni. Bæði hún og systir hennar hafa gengið í Landakots- skóla. Hvað ætlar hún að gera í sumar? „Ég fer að passa tveggja ára stelpu á morgnana. Meirihlutinn höfum við i raun mjög fijálsar hendur með hvemig við kennum." írena: „Já, andinn hér er af gamla skólanum og þær breyting- ar sem átt hafa sér stað varðandi kennsluhætti hafa lítið skilað sér hingað og skólinn staðið utan við umræðuna um opið kerfí og fleiri nýjungar. Hér er fagkennsla frá 9 ára aldri, en það er sjaldnast í öðrum skólum. Algengast er að það sé bekkjarkennari sem ser um kennslu i flestum fögum. Ég kenni aðallega íslensku og ensku og mér fínnst ég ná betri árangri með þessu móti. Maður er ekki að vasast í öllu.“ Steinunn: „Til lengri tíma held ég líka að þetta sé betra fyrir- komulag, en það tók mig langan tíma að kynnast öllum krökkun- um. Alveg hálfan veturinn." írena: „Einu langar mig til að koma á framfæri svona í lokin og það er hvemig ríkið býr að skólanum hérna. Þessi skóli er búinn að starfa í 90 ár og fær ekki annað en einhvem smástyrk. Þess vegna skaut skökku við þeg- ar Tjamarskóli var stofnaður og fékk allt á silfurfati. Mér fínnst að ríkið ætti að borga laun kenn- ara hér og styrkja skóla sem búinn er að skila miklu starfi í næstum heila öld.“ I Landakoti Lag: Atli Heimir Sveinsson. Ljóð: Ólafur Haukur Símonarson. í Landakoti leiðist ekki mér; við lærum ýmislegt sem kemur sér: að stilla okkar strengi í fagran hljóm, að stinga merkingum í orðin tóm. Viðlag: Göngum saman gleðiveg Guði lífsins þóknanleg. Hönd í bagga hefur þú; haltu fast í góðri trú. í Landakoti leiðin opnast greið; lestrarhestar bregða sér á skeið. Fjörkálfar með fima hönd og fót; hér finnur hver og einn sitt eigið mót. Morgunblaðið/KGA „Við vorum að koma úr seinasta prófinu,“ sögðu Anna Katrín og Helga María í 11 ára bekk. af stelpunum í okkar bekk fer í vist, það er eina vinnan sem hægt er að fá á okkar aldri. En ég veit ekki hvað strákamir fara að gera, ég hugsa að þeir leiki sér bara. Þeir fara allavega ekki í vist. - En eruð þið komnar í sum- arfrí fyrr en eftir helgi þegar afmælishátíðin er búin? Þið sjáið um skemmtiatriði, er það ekki? „Jú, við ejgum að þjóna eitthvað og syngja „í Landakoti leiðist ekki mér“ og „Göngum saman hlið við hlið,“ sagði Anna Katrín og Helga María bætir við að „í Landakoti“ sé nýr afmælis- og skólasöngur sem fluttur verði í fyrsta sinn á laugar- daginn. - Er gaman í skólanum? „Það er oftast gaman, en oft dálítið erfítt að vakna á morgn- ana,“ segja þær. „Það er frekar mikið að læra heima, þó það sé dálítið misjafnt. Kennslan er alveg eins og í venjulegum skóla og það eru líka venjulegir kennarar. í gamla daga voru nunnur kennarar, en það er ekki þannig lengur." Vinnuvélar til sölu 10 tonna lyftari í góðu lagi og Man lift með 20 metra lyftigetu. Upplýsingar í síma 99-4700. Sumarbúðirnar Ásaskóla Gnúpverjahreppi Árnessýslu. Við verðum með hálfsmánaðarnámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 7-9 ára og 10-12 ára. Aldursskipting 31. maí-12. júní 14. júní-26. júní 28. júní-10. júlí 12. júlí-24. júlí 26. júlí-7 ágúst 9. ágúst-21. ágúst Góð íþróttaaðstaða inni og úti, skoðunar- ferðir á sveitabæi, smíðar, leikir, kvöldvök- ur, varðeldar, farið á hestbak o.fl. Upplýsingar í símum 651968 og 99-6051. 7-9 ára. 10-12 ára. 7-9 ára. 10-12 ára. 7-12ára. 7-12 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.