Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987
fclk í
fréttum
X
Ljósmynd/Herb Bames
ísland á blómahátíð í Norfolk
essi mynd var tekin í skrúð-
göngu, sem haldin var í
Norfolk í Virginíu-fylki vestur í
Bandaríkjunum. Þar er vaninn að
haida slíka hátíð árlega á vegum
Atlantshafsbandalagsins, en Atl-
antshafsfloti bandalagsins hefur
aðalstöðvar í Norfolk.
Hátíðin, sem nefnist „Azelia“-
blómahátíðin, fer þannig fram að
valin er ein blómarottning frá ein-
hveiju aðildarríkja vamarbanda-
lagsins og prinsessur frá hinum
ríkjunum. Að þessu sinni var
norsk stúlka valin til þess að vera
drottning, en Anna María Bjama-
dóttir, sem stundar gagnfræða-
nám þar vestra var fulltrúi íslands
í prinsessuhópnum.
Víkingaskipið og vagninn, sem
það hvílir á var smíðað af Gunn-
ari Guðjónssyni hjá Eimskipafé-
laginu. „Víkingurinn", sem
stendur í stafni heitir Rod Lus-
her, en Sesselja Siggeirsdóttir
Seifert, formaður íslendingafé-
lagsins í Virginíu stendur við
skipshlið. Anna María er stúlkan
til hægri á myndinni, en að baki
standa tveir sjóliðsforingjar. Þess
má geta að Ingvi S. Ingvarsson,
sendiherra íslands í Bandaríkjun-
um, var viðstaddur hátíðina.
Reuter
Risa-pöndur á faraldsfæti
Að undanfömu hafa risa-pöndur frá Rauða-Kína gert víðreist um heimsbyggðina, en til skamms tíma voru
Kínverjar tregir til þess að láta þær úr landi. Það var þá helst til þess að sýna erlendum gestum einstakan
virðingarvott að þeir gáfu eina og eina frá sér. Fékk Nixon til að mynda eitt stykki og fyrrverandi forsætisráð-
herra Japans annað.
Risa-pöndur hafa verið í útrýmingarhættu; bæði vegna þess hversu seinar þær eru að forða sér þegar hætta
steðjar að og þess hversu slappar þær þykja í ástalífínu. Upp á síðkastið hafa menn þó einskis svifíst í viðleitni sinni
til þess að §ölga dýrunum og ástunda bæði hormónagjafír sem gervífijóvganir.
Til þess að gefa fleirum kost á því að beija þessi vinsælu dýr augum hafa kínversk stjómvöld tekið það ráð að
senda dýrin þvers og kruss á hnattkúlunni. Hafa New York-búar til dæmis haft eitt pöndu-par hjá sér um hríð og
aðsókn að viðkomandi dýragarði víst aldrei verið meiri.
Fyrir skömmu komu tvær pöndur til Hollands, hengdu þar hatt sinn og hyggjast vera í fjóra mánuði. Þaðan
munu þær fara til Þýskalands og vera í annan eins tíma.
Reuter
Reuter
COSPER
— Já, tíminn líður. Þið giftuð ykkur fyrir nákvæmlega 4
mánuðum og 17 dögum.