Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 72
XJöfðar til n fólks 1 öllum starfsgreinum! wguiilritofrffe LAUGARDAGUR 23. MAI 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Brautskrán- ing undir berum himni Flensborgarskóli í Hafnar- firði brá út af venjunni við brautskráningu stúdenta í gær og fór athöfnin fram undir berum himni. Kristján Bersi Ólafsson skólameist- ari sagði í samtali við Morgunblaðið að menn hefðu orðið sammála um að ótækt væri að láta fólk þjást innandyra í veðurblíðunni og þegar kannað hafði ver- ið, að það var mögulegt að Iáta athöfnina fara fram undir berum himni, var ákveðið að gera það. „Ég held að allir haf i verið sáttir við þetta fyrirkomulag og athöfnin heppnaðist vel,“ sagði Kristján Bersi. Braut- skráðir voru 45 stúdentar frá Flensborg að þessu sinni og bestum námsárangi á stúdentsprófi náðu tvær konur úr öldungadeild, Þuríður Stefánsdóttir og Rakel Kristjánsdóttir. í gær brautskráðust einnig stúd- entar frá Menntaskólanum við Sund og Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Sjá frásögn og myndir á bls. 4. Morgunblaðið/Einar Falur Félagsdómur: Boðað verkfall flugumferðar- stj óra ólögmætt FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði í gær boðað verkfall Félags flug- umferðarstjóra ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á mánudaginn kemur, 25. maí. Dómurinn lítur svo á að störf flugumferðarstjóra falli undir ákvæði í samningsréttarlögum um að þeim, sem starfa að nauð- synlegustu öryggisþjónustu, sé óheimilt að fara í verkfall. Máls- kostnaður var felldur niður. Árni Þ. Þorgrímsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að auð- vitað myndi félagið hlýta niður- stöðu dómsins, en boðað yrði til fundar með félagsmönnum og nið- urstaðan rædd í þeirra hópi áður en gert yrði opinbert hvert fram- haldið yrði. „Það stendur hér svart á hvítu hvar við stöndum réttar- farslega í landinu," sagði Ámi um niðurstöðu dómsins. „Það er ljóst af niðurstöðunni að við erum tald- Fjárfestingarfélagið: Býður kaup á lánsloforð- um húsnæðisstofnunar Verðbréfamarkaður Fjárfest- '■*" ingarfélagsins hefur tekið upp þá þjónustu við húsbyggendur og íbúðarkaupendur að kaupa af þeim lánsloforð Húsnæðis- stofnunar ríkisins. í þessu felst að handhafar lánsloforða geta fengið lánsféð strax að frádregn- um eðlilegum vaxtakostnaði. Pétur Kristinsson, forstöðumað- ur verðbréfamarkaðar Fjárfesting- arfélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessari þjón- ustu væri handhöfum lánsloforða gert kleift að fjárfesta strax í íbúð- um, í stað þess að þurfa að bíða í eitt og hálft til tvö ár eftir úthlutun lánanna. „Lengi vel hafa lánastofnanir, bankar og sparisjóðir, lánað við- skiptavinum sínum út á lánsloforð eða væntanleg lánsloforð og hefur það verið háð ákvörðun viðkomandi lánastofnunar hversu há lánin hafa verið,“ sagði Pétur ennfremur. „Við förum hins vegar eingöngu eftir þeirri föstu reglu, að ef maður hef- ur fengið lánsloforð getur hann þegar í stað farið að leita sér að íbúð, eða húsi í byggingu, en það verður að vera orðið fokhelt. Þegar hann er búinn að finna húsnæðið skoðum við það og metum og síðan kaupum við af honum lánsloforðið. Hann fær þá peningana strax með eðlilegum afföllum á markaðsvöxt- um, því auðvitað kostar þetta sitt. En á móti kemur hins vegar að hann er með í höndunum mjög háa upphæð í útborgun sem yrði þá væntanlega til að lækka verðið á íbúðinni. Þannig á hann möguleika á að ná vaxtakostnaðinum til baka. Við skulum segja að hann fái láns- loforð upp á 2 milljónir og sæti 10% afföllum, þá er hann með 1,8 millj- ónir í höndunum og það á hann að geta nýtt sér til lækkunar á íbúðar- verði auk þess sem hann er þá þegar búinn að tryggja sér verðið á fast- eigninni og þarf ekki að bíða eftir úthlutun húsnæðislánanna. Við telj- um að þetta geti orðið til mikilla hagsbóta fyrir alla aðila,“ sagði Pétur. ir hluti af öryggiskerfínu í landinu. Við hljótum að benda á það í sam- bandi við kröfugerð og sömuleiðis það að við höfum ekki verkfalls- rétt. Þetta eru allt saman hlutir, sem við teljum að við þurfum að fá bætta kjaralega ásamt öðru,“ sagði Ámi ennfremur. I rökstuðningi dómsins segir að ágreiningslaust sé með aðilum að ekki hafí verið samin sérstök skrá í samráði við Félag flugumferðar- stjóra um þá, sem ekki hafi rétt til verkfalls, né hafi slík skrá verið birt, eins og sé þó ákvæði um í samningsréttarlögum opinberra starfsmanna. „Hins vegar verður ekki talið að gerð slíkrar skrár og birting sé fortakslaust skilyrði þess að tilteknum starfsmönnum sé óheimilt að gera verkfall.“ Þrátt fýrir að í verkfallsboðun Félags flugumferðarstjóra komi fram að þeir séu tilbúnir til að sinna ákveðinni lágmarksþjónustu í verkfalli þá líti dómurinn svo á að störf flugumferðarstjóra séu þess eðlis að þau falli alfarið undir þá grein laganna, þar sem segir að þeir hafí ekki heimild til verk- falls, sem starfí við nauðsynlegustu öryggisgæslu, og að félagsmönn- um stefnda sé því óheimilt að gera verkfall. Beri því að fallast á með stefnanda að hið boðaða verkfall stefnda sé ólögmætt. Dóminn kváðu upp: Garðar Gíslason, borgardómari, sem er formaður dómsins, Bjöm Helga- son, saksóknari, Jónas Gústavsson, borgardómari, Jón Steinar Gunn- laugsson, lögmaður, skipaður af stefnda, og Ragnar Hall, lögmað- ur, skipaöur af stefnanda. Samræmda prófið í íslensku í 9. bekk: Meðaleinkimn er rúmlega heilum hærri í Tjamarskóla MEÐALEINKUNN á samræmda prófinu í íslensku i Tjarnarskóla í Reykjavík er rúmlega heilum hærri en meðaleinkunn í skólum Iandsins almennt. Hún er liðlega ^j>,0 í Tjarnarskóla, samkvæmt upplýsingum Maríu S. Héðins- dóttur, skólastjóra, en 4,8 almennt samkvæmt athugun skólaþróunardeildar mennta- málaráðuneytisins. Þá eru 40% nemenda i Tjarnarskóla með ein- kunnina 7,0 til 8,0. „Við erum mjög ánægð með úr- ■^■fclitin í öllum greinum samræmdu prófanna," sagði María S. Héðins- dóttir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Þó virðist okkur sem bestu nemendumir hafí verið svo sem 4 stigum lægri á sam- ræmda íslenskuprófínu en við bjuggumst við. Þeir sem við töldum að fengju t.d. 8,8 fengu 8,4.“ María sagðist skýra þennan góða árangur skólans með því að þar væru bæði góðir kennarar og áhugasamir nemendur. Vinnubrögð í Tjarnarskóla, sem er einkaskóli, væru einnig með öðru sniði en í öðrurrt skólum. Þar væri skóladagur samfelldur, nemendur fengju aðstoð við heimanám og þörfum hvers og eins nemanda væri unnt að sinna betur en í fjölmennari skólum. Nem- endur í 9. bekk skólans eru aðeins 24 í einni bekkjardeild. „Þá getur það hafa skipt máli að við fómm ekki í verkfall eins og aðrir kennar- ar heldur héldum uppi kennslu hér, þegar aðrir skólar vora lokaðir," sagði María. Sjá frétt um viðhorf kennara á bls. 2 og íslenzkuprófið á bls. 58-59 Aurskriða féll að dagheímili Isafirði. MILLI átta og tíu aurskriður hafa fallið úr Eyrarhllðinni í vorleysingunum síðustu daga og meðal annars lokað Hnífsdalsveginum á tveimur stöðum um tíma. Fjöldi fólks fylgdist með því um miðjan dag í gær þegar aurskriða féll frá Gleiðarhjalla í átt að gamla dagheimilinu við Hjallaveg. Skrið- an stöðvaðist um 100 metram fyrir ofan lóð dagheimilisins og olli engum skemmdum. Stærstu aurskriðurnar féllu rétt utan við byggðina við Hnífs- dalsveg. Fóra þær á þremur stöðum milli fískihjalla sem þar era, án þess að valda skaða. Vega- gerðinni tókst að opna veginn eftir skamma stund. ÍJlfar Morgunblaðið/Glsli Úlfarsson Nesið myndaðist er aurskriða féll skammt utan við byggðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.