Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987
5
Morgunblaðið/Sverrir
Hitaveitugeym-
arnirrísa
hveraf öðrum
NÝJU hitaveitugeymamir á Öskjuhlíð í
Reykjavík rísa nú hver af öðmm. Tveir
em þegar tilbúnir, tveir em komnir undir
þak og búið er að steypa botnplötur undir
hina tvo. Áætlað er að byggingu gey-
manna verði lokið í ágúst og lokið verði
við að einangra og klæða þá í nóvember.
Þessi mynd var tekin úr lofti fyrir skömmu
og sést á henni hvemig framkvæmdunum
miðar.
Konuraf
KvennaJista
á fundi með
Aquino
„Við fáum boð alls staðar að
úr heiminum og í gær fór
Bryndís Jónsdóttir til Banda-
ríkjanna, en hún mun tala á
fundi hjá samtökum kvenna
úr öllum stjórnmálaflokkum
í New York 27. maí. Okkur
var sagt að á þeim fundi
yrði Corazon Aquino einnig
boðsgestur samtakanna, en
hvort það er rétt verður bara
að koma i ljós,“ sagði Sigrún
Jónsdóttir, starfskona þing-
flokks Kvennalistans í
samtali við Morgunblaðið í
gær.
Að sögn Sigrúnar hafa borist
tvö boð frá Ítalíu um að Kvenna-
listakonur komi til funda þar í
landi í júní og í fyrradag var
María Jóhanna Lárusdóttir í
beinni útsendingu hjá spænska
sjónvarpinu. Otal þjóðir aðrar
hafa sýnt Kvennalistanum áhuga
og sagði Guðrún Jónsdóttir, sem
einnig er starfskona Kvennalist-
ans, að indverskur blaðamaður
hefði birst einn daginn, auk fjölda
annarra. Einnig mætti nefna
símtöl frá fjarlægum heimsálfum
eins og Ástralíu þar sem í bígerð
er að gera heimildaþátt um sam-
tökin og frá Japan þar sem fólk
virðist vel upplýst um hvað konur
á Islandi taka sér fyrir hendur.
Guðrún sagði að hvað athyglis-
verðastur væri áhugi ítalskra
kvenna á samtökunum og tvær
ítalskar blaðakonur hefðu dvalist
hér um tíma eftir kosningar.
„Þar virðist allt vera á suðu-
punkti núna og kosningar um
miðjan næsta mánuð. Italskar
konur virðast alveg vera að því
komnar að sleppa sér fram af
brúninni og taka flugið,“ sagði
Guðrún.
Akranes:
Féll 8 metra
niður í lest
VINNUSLYS varð um borð
í rækjutogaranum Bjarna
Olafssyni í Akranesshöfn á
fimmtudaginmn, þegar mað-
ur féll niður í lest togarans,
um 8 metra fall, og lærbrotn-
aði.
Maðurinn var fluttur á sjúkra-
húsið á Akranesi. Ekki var vitað
til þess að hann hefði hlotið önn-
ur meiðsl en lærbrotið í fallinu.
ENN UEKKA ÞEIR
AMERÍSKU
Nú getum við boðið
Ford Bronco ii á frábæru verði
frá kr. 983.000.-
og þá er allur eftirfarandi búnaður innifalinn:
* Byggður á grind
* Vél 2 9 L V-6 m/tölvustýrðri
innspýtingu og kveikju,
140 hö.
* Aflhemlar, diskar að framan,
skálar að aftan m/ABS læsi-
vörn.
* 5 gíra skipting m/yfirgír
* Vökvastýri.
* Tvílitur.
* Krómaðir stuðarar.
* Hjólbarðar P205/75R x 15
m/grófu mynstri.
* Varahjólsfesting ásamt læs-
ingu og hlíf.
* Hvítar sportfelgur.
* Skrautrönd á hlið.
* Stórir útispeglar, krómaðir.
* Vönduð innrétting m/tau-
áklæði á sætum, teppi á
gólfi.
* Spegill á hægra sólskyggni.
* Framdrifslokur.
* Útvarp AM/FM stereo ásamt
klukku (digital), 4 hátölurum,
minni og sjáflleitun.
* Snúningshraðamælir.
* Skyggðar rúður.
* Öryggisbelti í fram- og aftur-
sætum.
* Skipt aftursætisbak.
* Þurrka, sprautaog afþíðing í
afturrúðu.
Fáeinir bílar fyrirliggjandi