Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 - — — f\PÓ TEK Attu ejtthvo^) við vinþorstö.?" ást er... ... aÖ gefa honum mesta hlutann af eftir- lœtisréttinum ykkar TM Raq. U5. Pat Off.—aH rlflhts reserved •1983 Loe Angefm Timae Syndicate 5» Þekkir þú nýja leikinn: glasabarnaleikinn? Með morgnnkaffínu Hann er syfjaður og geisp- ar bara! HÖGNI HREKKVÍSI „ \>AV BR EIMS GOTT FypUR h<3 AE> KOAAA þVl’ í LAG )>ETTA SIMNl!" Nokkrar ábendingar til öryggismálaumsýslustj óra Heiðraði Velvakandi. Nú hafa hinir vísu öryggismála- umsýslustjórar komið fram í sjón- varpi og látið ljós sitt skína og mikið var brosið sætt, bara eins og karamellubros af bestu gerð. Þeir voru innilega ánægðir með að nú skyldi sekta við broti á lögum um bílbelti, að sönnu kemur það mál ekki við mig, þar sem ég hef notað Til Velvakanda. Núna er spuming dagsins þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórn, eða enga nýja ríkisstjóm í bili og kosn- ingar aftur fljótlega. Minnihluta- stjórn er sjálfsagt fjarlægasti kosturinn um sinn a.m.k. Það er vitað af stjórnmálasög- unni að þriggja flokka ríkisstjórnir hafa gefíst illa á landi hér. Aftur á móti hefur ijögurra flokka mynstrið ekki verið reynt og er þess vegna óskrifað blað. Það má nú sjálfsagt deila um það utan enda hvor talan er heppilegri, þrír eða fjórir. Benda má á dæmin úr hinu daglega lífi til umhugsunar fyrir þá sem fá það erfíða hlutverk að mynda starfhæfa ríkisstjóm þessa dagana. Reynslan sýnir ótvírætt, að séu þrír strákar teknir í sveit, em sterk- bílbelti í mörg ár. Þá var ákvörðun þeirra um ökuljós allan sólarhring- inn, hlutur sem ég er ekki að fullu sáttur við, í og með vegna þess að maður mætir oftlega mönnum með háu ljósin í glaða sólskini og þetta hefur vissulega tmflandi áhrif. Þá er ég líka hræddur um að menn hætti að taka eftir ökuljósabílum þegar fram í sækir. Eftirtekt ætti að vera vel borgið á björtum degi ar líkur á því að þriðji aðilinn í því mynstri verði útundan og jafnvel ólukkulegur. Hætt er við að rifrildi og ósamkomulag setji svip sinn á samstarfið. Tveir eða fjórir strákar á sama bæ er aftur á móti samsetn- mg sem bændur og húsfreyjur þeirra vita að hefur gefist vel í gegnum tíðina. Albert kallinn Guðmundsson, sem stundum minnir á laglega hag- orðan framsóknarbónda í sveit, hefur sagt álit sitt á viðfangsefninu þrír eða fjórir í sjónvarpi. Það kem- ur heim og saman við reynslu sveitafólksins. Það skaðar ekki fyr- ir Þorstein Pálsson og fleiri að hafa þetta bak við eyrað um þessar mundir. Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri. án ökuljósa, en nóg um það. Lög eru lög, ekki satt, en sólin er samt bjartari. Eitt voru þeir líka sammála um, þama í sjónvarpinu, að enginn ætti að aka bifreið þegar hann væri búinn að ná 75 ára aldri. Hvílíkir vitringar! Menn eldast misjafnlega hratt og sumir eru bara steindauðir áður en þeir ná 75 ára aldri og geta þarafleiðandi alls ekki ekið neinu hérnamegin. Jæja, nú átti ég að endurnýja ökuskírteinið mitt þann 29.4. þ.m. Nema hvað, ég fór til ágæts ráða- manns innan lögreglunnar, fékk lánaðan ungan og ágætan lögreglu- þjón til að aka með mér og „krítísera" aksturinn. Hann gaf mér ágæta einkunn, þrátt fyrir 83 árin. Að sönnu fæ ég skírteini aðeins til tveggja ára og það er ágætis ráð- stöfun. Það sló mig sérstaklega í sjón- varpinu, að það var bókstaflega ekkert rætt um hin raunverulegu vandamál í umferðinni. Það á eftir að koma, ætli ekki það, þegar þeir eru búnir að koma karamellunni í lóg. Vandamálin eru mörg og e.t.v. ekki auðleyst, en þarf ekki að gera sér þau ljós og taka á þeim. Auðvit- að getur lögreglan ekki annað nema örlitlu af þeim vegna annarra starfa og mannfæðar. — En vitringar, hefjið nú skipulegan áróður, af viti, fyrir bættri umferðarmenningu. Auðvitað þarf ég ekki að kenna ykkur neitt í þeim efnum og þess vegna verð ég, kæru vitringar, yðar einlægur Jón Eiríksson Stj órnarmyndun: Þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórn Yíkverji skrifar að verður fróðlegt að sjá hvernig nýju útvarpsstöðinni, Stjörnunni, sem tekur til starfa í byijun næsta mánaðar, kemur til með að reiða af. Hún kann að verða einhvers konar mælikvarði á það hversu mikinn útvarpsrekstur þétt- býlissvæðið hér á suðvesturhorni landsins þolir. Lítill vafi er á því að örlög Stjöm- unar munu að miklu leyti ráðast af dagskrárstefnu útvarpsstöðvar- innar. Léttmetisstöðvamar tvær sem fyrir em á markaðinum, Bylgj- an og Rás tvö, em báðar komnar í býsna fastan farveg og sannast sagna orðnar æði keimlíkar. Stjórn- endur nýju stöðvarinnar hljóta því að verða að skapa henni einhveija sérstöðu og bjóða upp á annars konar efni heldur en Bylgjan og Rásin. Popp allan sólarhringinn á þremur útvarpsstöðvum er tæpast það valfrelsi sem menn vom að vonast eftir með auknu fijálsræði í útvarpsrekstri. Ekki þar fyrir — vafalítið verður dægurtónlistin fyrirferðamikil hjá nýju stöðinni en hún verður þá að hljóta annars konar matreiðslu heldur en hjá fyrirrennurunum. Auk þess er til annars konar dægurtón- list en sú sem mest er leikinn í dagskrám eldri stöðvanna og því spuming hvort ekki sé þar þörf sem ástæða er til að sinna. Víða erlend- is leggja útvarpsstöðvar einnig mikla áherslu á rabb- og viðtals- dagskrár með góðum árangri og því ekki útilokað að einhvers konar sambland af öllu þessu sem hér að framan er talið, sé ekki leið Stjörn- unar til að festa sig í sessi. Það verður alltént nógu fróðlegt að fylgjast með því hvaða stefnu dag- skrá nýju stöðvarinnar tekur. Svo lætur Víkveiji sig löngum dreyma um útvarpsrás með klassís- kri tónlist, þar sem verkin em ekki leikin í heilu lagi í belg og biðu, eins og hjá gömlu Gufunni heldur valdir kaflar og með vandaðri kynn- ingu inn á milli, líkt og stöku sinni heyrist hjá Rás eitt - en því miður alltof sjáldan. xxx Hér í Víkveija í vikunni kom fram að ekki eru allir státtir við orðalagið að stjórnmálamenn fái „umboð" frá forseta íslands til að reyna stjómarmyndun. í tilefni af þessum skrifum hafði áhugamaður um íslenskt mál samband við Víkveija og tók undir þær athuga- semdir sem komu fram í þessum Víkveijapistli um að nota „umboð“ í þessu samhengi. Taldi viðmæl- andinn eðlilegra að nota orðalagið „ að fela frumkvæði" í þessu sam- bandi. Forseti íslands hefði þannig falið Þorsteini Pálssyni að hafa frumkvæði að myndun nýrrar ríkis- stjórnar í stað þess að fela honum umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Þessu er hér með komið á fram- færi til umhugsunar og frekari umræðu. xxx IMorgunblaðinu í vikunni er sagt frá tryggri forystu Norðurlanda- þjóðanna á sviði farstöðvakerfa en það hefur varla farið fram hjá nein- um hér á landi að farsími er nýjasta tískubólan hér um slóðir. Breskt markaðsrannsóknafyrirtæki hefur eftir athugun á Norðurlandamark- aði fundið út fjögur stig í útbreiðslu- þróun þessarar tæknibyltingar. Á fyrsta stigi eru það frammámenn í viðskiptaheiminum sem taka þessa tækni í þjónustu sína, á næsta stigi þeir sem eru meiri hluta vinnutíma síns á ferðinni, á þriðja stigi starf- stéttir eins og sölumenn og fyöl- miðlamenn, sem þurfa að vera mikið á ferðinni og á síðasta stigi ná farsímarnir til alls almennings. Útbreiðsla farsímanna hér á landi bendir hins vegar til þess að við Islendingar höfum tekið fyrstu þijú stigin á einum bretti — og það verð- ur varla langt í að •farsíminn verði hér almenningseign. Sú saga er sögð innan Pósts og síma að þar hafi menn verið að leika sér að því þegar farsímakerfið var komið skammt á veg að reyna að spá fyr- ir um hver farsímafjöldinn yrði orðinn eftir fyrsta árið. Sagt er að Ólafur Tómasson, póst- og síma- málastjóri, hafi þótt æði bjartsýnn þpgar hann gat sér til að farsímarn- ir yrðu orðnir liðlega 900 en þó var einn sem sló honum við og spáði því að farsímarnir yrðu orðnir tæp- lega 1200. Þetta þótt starfsmönn- um Pþsts og síma mikil bjartsýn- isspá. Útkoman varð hins vegar sú að farsímamir voru orðnir liðlega 1900 eða um 50% fleiri en bjartsýn- asta spáin gerði ráð fyrir. Það er því ekki að spyija að okk- ur Islendingum þegar nýjungarnar eru annars vegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.