Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 23 Fyrstu nemendur 1897. 1. Systir Elísabet, 2. Systir Justine, 3. Systir Ephrem, 4. Systir Clementia, 5. Systir Thekla, 6. Ingibjörg Eiríksson, 7. Rósa Þórarinsdóttir, 8. Hansína Gunnarsdóttir, 9. Stephania Eiríksson, 10. Friðrik Gunnarsson og séra Osterhammel. urminningum sínum og bætir við, „að flestir nemenda komi frá góðu fólki. Hann er viðurkenndur af ríkinu, og blöðin telja hann einn af bestu skólum landsins“ (bls. 165). Skólabragur og kennsluhættir Þær Hansína og Rósa, tveir af fyrstu nemendum skólans, minnast þess að hafa lært náttúrufræði, mannkynssögu og landafræði, en danska var aðalnámsgreinin. Is- lenska var kennd í tvær stundir á viku og einnig franska. Eitthvað var myndast við að gefa tilsögn í leikfimi, en sú kennsla var nokkuð með sérstæðum hætti. Kennarinn var séra Klemp, sem hafði komið hingað til lands 1897, en nemand- inn aðeins einn, Friðrik Gunnars- son. Kennslan var einkum fólgin í því „að kenna mér að standa beinn og sýna mér hvemig ég átti að bera fætuma, því að ég mun hafa verið lotinn og nokkuð innskeifur!" (Vikan nr. 51-52, 1941, bls. 16). Smám saman jókst námsefnið og í skýrslu fyrir skólaárið 1909—1910 em tilgreindar eftirfar- andi kennslugreinar í Landakots- skóla: lestur, skrift, réttritun, kristinfræði, landafræði, saga, nátt- úmfræði, ireikningur, teikning og handavinna. Einnig munu þýska og franska hafa verið kennslugreinar á þessum ámm, að ógleymdri dönsku. Það fór mjög fyrir brjóstið á þeim, sem litu skólann í Landakoti hornauga, að kennsla í öðrum greinum en móðurmáli, sögu Is- lands og bókmenntum, fór að mestu leyti fram á dönsku. Þórhallur Bjarnason biskup var ekki sáttur við að hlutur íslenskrar tungu væri fyrir borð borinn og vakti máls á þessu í Kirkjublaðinu 1. júní 1909. Séra Meulenberg svaraði biskupn- um skömmu síðar með grein í ísafold. Þar lýsir Meulenberg þeim kröfum, sem gerðar vom til nem- enda um kunnáttu í íslenskum fræðum, og virðast þær í fyllsta samræmi við fyrirmæli fræðslulag- anna frá 1907: Herra biskupinn fullyrðir, að í Landakotsskóla sé ekki kend meiri íslenzka en danska í bama- skóla Reykjavíkur. Eg vil því hér skýra frá, í hverju VIII. og VII. bekkur á að prófast 17. júní næstkomandi, því að of langt yrði að skýra frá prófinu í öllum bekkjum skólans. I nefndum bekkjum verður prófað í íslenzk- um ritreglum í svo sem svarar 55 blaðsíðum, í sögu íslands 109 bls., í landafræði ísl. 23 bls., í bókmenntasögu ísl. 40 bls. og auk þess í skólaljóðum og söng. Þegar nákvæmlega er reiknað, verður hver af þessum bekkjum prófaður í 227 bls., sem snerta móðurmálið eitt, sögu landsins, landfræði þess og bókmentir (ísafold 12. júní 1909). Síðar revnir Meulenberg að veija það, að notaðar séu erlendar kennslubækur, ber fyrir sig for- dæmi annarra þjóða og segir þetta vera hina hægustu aðferð til að gefa nemendum kost á að tala út- lend mál án fyrirhafnar. Það var ekki fyrr en um 1930 sem nemendur í Landakotsskóla máttu sæta því að læra margföldun- artöfluna á íslensku. Systurnar héldu þó áfram að tala dönsku við nemendur sína nema systir Lioba, en hún kom til skólans 1932. Hún var hin eina af systrunum við skól- ann, sem þegar í byijun lagði sig fram um að læra íslenskt mál til hlítar, ekki síst af börnunum, og tókst það. Fyrstu árin reyndi klausturfólkið sjálft að annast þá kennslu í íslensku, sem mælt var fyrir um í fræðslulögum. Einkum hefur það komið í hlut séra Meulenbergs, enda mun hann fljótt hafa náð valdi á málinu. En árið 1918 var ráðinn til skólans íslenskur kennari, Guðrún Jónsdóttir frá Skál á Síðu. Hún starfaði síðan við skólann samfellt til ársins 1964, lengur en nokkur annar kennari hefur gert. íslensku- kennsla Guðrúnar var rómuð á sinni tíð, eins og margir nemenda hennar hafa sjálfir vitnað um og gera jafn- vel enn. Einn þeirra, Jökull Jakobs- son rithöfundur, minntist kennslu Guðrúnar með svofelldum orðum: Það ríkti kyrrð í Landakoti og grafarþögn meðal nemendanna meðan Guðrún sagði okkur frá þeim stórmennum sem henni stóðu næst hjarta, þar voru þeir Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri, Illugi bróðir Grettis, Einar Þveræingur, Jón biskup Arason og Árni Oddsson lögmaður, efst- ir á blaði. Þegar Guðrún sagði frá heyrðum við logana snarka brennunóttina á Eyri, sáum öxi böðulsins reidda til höggs í Skál- holti, heyrðum einbeitta rödd Einars Þveræings á Alþingi og sáum jóreykinn fara óðfluga yfir auðn og öræfi landsins þar sem Ámi lögmaður þeysti á Brún sínum. Okkur gafst líka kostur á að sjá Ingimund gamla fela spjótið sem hafði orðið honum að íjörtjóni og forða þannig bana- manni sínum frá dauða. Þannig upplifðum við Islands söguna alla innan þröngra skólaveggja Landakotsskóla af vörum fröken Guðrúnar (Morgunblaðið 15. júní 1966). Eins og að líkum lætur, er skóla- bragur í Landakoti um margt ólíkur því, sem annars staðar þekkist. Og munurinn var enn meiri fyrr á tíð, þegar klausturfólk var íjölskipaðra í kennaraliði. Svartklæddar konur með krossmark á bijósti stýrðu þá kennslu og töluðu dönsku eða íslensku með framandlegum hreim. Það gerðu einnig klerkarnir. Þeir voru í síðum, svörtum kuflum með talnaband um sig miðja, og stund- um gengu þeir tímunum saman fram og til baka eftir göngum skól- ans eða utan dyra með opna bók í hendi og lásu bænir sínar í hljóði. En kaþólskri trú var ekki haldið að nemendum. Það er gamall siður í Landakoti að hefja sérhvem dag með stuttri bæn. Um aðrar trúariðkanir nem- enda hefur ekki verið að ræða. Að vísu voru á tímabili gerðar sérstak- ar kröfur til kaþólskra nemenda í skólanum og þeim uppálagt að mæta í messu á hveijum miðviku- dagsmorgni kl. 8, áður en kennsla hófst. Þetta mæltist þó illa fyrir og var lagt af um 1933. Einhveijir kynnu að bæta því við um trúarleg áhrif í Landakotsskóla, að nemendur eru látnir iðka líkamssrækt í húsi, sem einu sinni var helgað „hjarta Jesú Krists". Þannig vildi til, að í júlí 1929 var vígð ný kirkja í Landakoti. Þá voru kirkjurnar orðnar tvær, hin eldri austar í túninu og hafði staðið þar síðan 1897. í ágústmánuði gerðist það, að Meulenberg, sem þá var nýorðinn biskup, gaf íþróttafélagi Reykavíkur kirkjuna, og var hún flutt vestur undir prestahúsið, þar sem hún enn stendur. Það skilyrði fylgdi gjöfmni að börn Landakots- skóla fengju að nota hana fyrir leikfimissal (Tíminn 10. ágúst 1929). Síðan hafa nemendur skól- ans allt fram á þennan dag stríplast innan veggja þessa gamla musteris. En áður en til þess kæmi, var kirkj- an afhelguð. Staða skólans í íslensku fræðslukerfi í Landakotsskóla hefur jafnan verið leitast við að kenna sam- kvæmt fræðslulögum, sem gilt hafa hveiju sinni. Meulenberg prestur virðist hafa gert stjómendum fræðslumála einhveija grein fyrir skólastarfinu fyrstu árin eftir setn- ingu fræðslulaga 1907, en eitthvað hefur það verið stopult og ófull- nægjandi. Og litlar sögur fara af því, að fræðsluyfirvöld hafi fylgst grannt með skólastarfínu í Landa- koti fyrr en eftir 1930. Það ár voru samþykkt lög um kennslueftirlit, og um líkt leyti hefjast fyrstu sam- ræmdu prófin í bamaskólum landsins (Gunnar M. Magnúss: Saga alþýðufræðslunnar bls. 233). Landakotsskóli var ekki undanskil- inn. Einhvern tíma vetrar 1934—1935 bámst þau boð til Landakots, að von væri á nefnd fræðslufulltrúa til að líta eftir skóla- starfi og fylgjast með prófum. Þetta vom þau Aðalbjörg Sigurðardóttir, formaður skólanefndar bamaskól- anna í Reykjavík, Hallgrímur Jónsson skólastjóri, Jón Sigurðsson kennari og Guðrún Pétursdóttir, sem ætlaði að kynna sér hand- menntir í skólanum. Uppi varð fótur og fit í Landakoti, því að slíka heim- sókn höfðu menn ekki áður fengið þar á bæ. Að sögn Sigurveigar Guðmundsdóttur, sem kenndi í Landakoti á þessum ámm, var nefndarmönnum tekið með virktum, en þeir létu vel yfir, og fór hið besta á með þeim og stjórnendum skól- ans. Upp frá þessu hafa fræðslu- yfirvöld fylgst reglulega með skólahaldi í Landakoti. Nemendur í Landakotsskóla vom áður fyrr ekki einvörðungu á skóla- skyldualdari, heldur hefur smá- bamakennsla jafnan verið snar þáttur í starfi skólans. Þegar skóla- skylda var færð niður í sjö ára aldur 1936, var kennsla barna á þeim aldri ekkert nýmæli í Landakots- skóla. Meira að segja sýna skýrslur frá þessum tíma, að tekið var við sex ára börnum í skólann. Þau vom þijú veturinn 1936—1937, en oftast fleiri. Þannig er getið um 13 börn innan sjö ára aldurs veturinn 1941—1942 (Árbók Reykjavíkur- bæjar 1945, bls. 100). Elstu nemendur skólans vom 14 ára, en þá lauk skólaskyldu barna, ef allt var með felldu. Nokkur brögð vom að því, að nemendur leituðu úr Landakotsskóla, áður en þeir lykju prófi. Séra Boots, forstöðu- maður skólans, segir t.d. í skýrslu sinni árið 1935, að 14 nemendur (af 18) hafi ekki tekið fullnaðarpróf um vorið, heldur farið í aðra skóla. Þetta hafa einkum verið þeir nem- endur, sem vildu þreyta inntökupróf í menntaskólann. Það var víst altal- að, að í nokkmm greinum stæðu nemendur úr Landakotsskóla verr að vígi en aðrir, ef þeir vildu freista þess að halda áfram á menntabraut- inni. Þar hefur mikil kennsla á dönsku vísast verið þeim til trafala, þó að mjög tæki að draga úr henni um þetta leyti. Með fræðslulögunum 1946 varð sú breyting, að stofnað var til sér- stakrar unglingafræðslu, sem átti að heijast við 13 ára aldur og verða fyrsta stig gagnfræðanáms. Skóla- skyldan var færð upp um eitt ár, og var nú látin ná yfir bamaskóla og tvo fyrstu bekki gagnfræða- skóla. I framhaldi af þessum lögum fækkaði smám saman þeim nem- endum sem héldu áfram námi í Landakotsskóla eftir bamapróf, en í staðinn var reynt að sinna enn betur yngri bömum. Og haustið 1956 hófst kennsla sex ára bama fyrir alvöru í sérstakri bekkjardeild. Állar götur síðan hafa nemendur í Landakotsskóla verið á aldrinum 6—12 ára. Nemendur og félagslíf Það er algengur misskilningur, að einungis kaþólsk böm sæki nám í Landakotsskóla. Þvert á móti hafa þau lengstum verið í minnihluta. Áður fyrr þótti kaþólskum foreldr- um sjálfsagt að láta börn sín heíja skólagöngu í Landakoti. En svo er ekki lengur. Þá nutu kaþólsk böm þeirra forréttinda að þurfa ekki að greiða skólagjöld. Og það munaði um minna á kreppuárunum fyrir stríð, þegar skólagjöld námu „þriðj- ungi úr vinnukonulaunum" á mánuði. Það orð fór því af Landa- kotsskóla, að hann væri aðallega fyrir börn „fína fólksins“ í bænum. Þetta breyttist eftir styijöldina með bættum efnahag fólks og aukinni velmegun. Nú á tímum stendur skólinn öllum opinn, „sama hvar í þjóðfélagsstiganum þeir standa eða hver afstaða þeirra til trúmála er“, eins og skólastjórinn, séra Georg, sagði eitt sinn í viðtali (DV 14. maí 1983). Öllum bömum er veitt skóla- vist eftir því sem umsóknir berast, eins lengi og húsrúm leyfir. Félagsstarf nemenda í Landa- kotsskóla var nær óþekkt fyrr á öldinni. Frá fjórða áratugnum eru sagnir um, að kaþólskir unglingar, jafnt piltar sem stúlkur, hafi stöku sinnum skemmt nemendum skól- ans, og eitthvað hefur vísast verið gert til hátíðarbrigða á jólum. Á stríðsárunum varð það árviss at- burður, að séra Ubaghs færi með nemendur í dagsferð á vorin, stund- um á Þingvöll eða jafnvel allt austur að Skógum. Einnig mun fröken Guðrún lengi hafa staðið fyrir há- lendisferðum með nemendum efsta bekkjar að loknum prófum, enda var hún mikill náttúruunnandi og ferðagarpur. Árið 1963 hafði systir Clementia yngri forgöngu um, að kaþólska kirkjan keypti jörðina Riftún í Ölf- usi til að reka þar sumarbúðir fyrir nemendur Landakotsskóla. Systir Clementia var íslensk og hafði gert sér far um að glæða félagslífið í skólanum, t.d. með því að bjóða nemendum til kvikmyndasýninga á laugardögum. Á örskömmum tíma var gripahúsum í Riftúni breytt í mannabústaði, og þar sem áður bauluðu kýr á básum, sváfu nem- endur úr Landakotsskóla sumarið eftir. Á síðastliðnum árum hefur fé- lagslífið enn færst í aukana, og er nú aðallega í umsjá handavinnu- kennarans, Margrétar Miiller, sem hefur starfað við skólann síðan 1962. Einnig taka foreldrar nú meiri þátt í starfi skólabama en áður voru dæmi um. I hveijum mánuði eru haldnar bekkjar- skemmtanir, og þá fá nemendur að dilla sér í dansi undir dynjandi tón- list plötuspilara. Margt hefur breyst, síðan systurnar í Landakoti fylgdust vökulum augum með hverri hreyfingu nemenda sinna. Framtíð skólans Stofnun Landakotsskóla á sínum tíma var áreiðanlega engin tilviljun. Sankti Jósefssystur hafa víðast hvar þar sem þær starfa, helgað sig jöfnum höndum líknarmálum og kennslu. Kaþólskum einkaskól- um hefur fækkað á Norðurlöndum síðustu áratugi. Kemur þar bæði til samkeppni við vel búna ríkis- rekna skóla og ekki síður skortur á klausturfólki. En hvemig skyldi skólanum í Landakoti vegna? í febrúar 1962 lét séra Hacking, þáverandi skólastjóri að því liggja í viðtali, að rekstur skólans væri erfiður. Hann sagði húsnæðið úr sér gengið og þarfnast viðgerðar, en til þess nægðu skólagjöld engan veginn. Rekstur skólans var þá í jámum þrátt fyrir að helmingur kennara, þrír prestar og tvær syst- ur, fengju engin laun (Fijáls þjóð 3. febr. 1962). Engu að síður dreymdi menn stóra drauma í Landakoti. í Vísi 27. janúar 1965 birtist forsíðugrein, þar sem skýrt var frá því, að skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar og borgarráð hefðu samþykkt umsókn um ka- þólskan skóla og klaustur á Landakotsstúni. Ráðgert var að rífa gamla skólann og reisa annan stærri með samtals 26 kennslustof- um. En ekki vænkaðist hagur skólans, þótt hugað væri hátt. Um 1970 létu síðustu systurnar af störf- um við skólann, þær Henrietta og Clementia. Þá varð enn brýnna en áður að ráða nýja kennara, á laun- um, til skólans. En til þess hafði skólinn naumast bolmagn. Því var leitað til þáverandi menntamálaráð- herra, Magnúsar Torfa Ólafssonar, um aðstoð og var hún veitt árið 1972, þegar Landakotsskóli fékk í fyrsta skipti styrk úr ríkissjóði. Fimm ámm síðar komst skólinn á íjárlög Reykjavíkurborgar. Rekstr- arstyrkur ríkisins fyrir árið 1987 nemur 1.875 þús. kr., en úr borgar- sjóði fær skólinn nú 400 þús. kr. Landakotsskóli er sjálfsagt hvorki betri né verri en aðrir barna- skólar. En hann er að ýmsu leyti sérstakur. Má þar nefna, að hann er lítill, nemendur sjaldnast fleiri en 150—160, og því myndast oft náið og gott samband milli nemenda og kennara. Sumir telja þetta ókost og segja bömin fá falska öryggis- kennd, sem geri þau vamarlaus, þegar út í lífið kemur. Einnig er haft fyrir satt, að í Landakotsskóla ríki strangari agi en nemendur ann- ars staðar eigi að venjast. Um gildi agans hefur séra Georg skólastjóri þetta að segja: Við viljum að bömin beri virð- ingu fyrir öðmm eins og þau eiga að njóta virðingar. Sannleikurinn er sá að orðið „agi“ hefur fengið neikvæða merkingu í íslensku máli. Agi er það að fóma ein- hveiju fyrir markmið sem stefnt er að. Við það er ekkert neik- vætt (DV 6. sept. 1986). Það em einmitt sérkenni eins og þessi, þótt umdeild séu, sem gefa skólanum tilvemrétt. Höfundur er sagnfræðingur og fyrrverandi nemandi og kennari Landakotsskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.