Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 I ÞINGHLÉI Val um meginstefnur: Kjósendur og stjómarmyndun STEFÁN FRIÐBJARNARSON Tveggja flokka þjóðfélög Samtök um kvennalista (kjörfylgi 10,1%) hafa verið mjög í sviðsljósi stjórnarmyndunarviðræðna í vikunni. Myndin sýnir tvo af sex þingmönnum samtakanna: Guðrúnu Agnarsdóttur og Kristínu Halldórsdóttur. Flylja þær í sijórnarráðið fyrr en varir? Hvað höfðu kjósendur efst í huga þegar þeir gengu að kjör- borði í endaðan næstliðinn mánuð? Vóru þeir að leggja dóm á frammistöðu fráfarandi ríkisstjórnar, t.d. í hjöðnun verðbólgu, í stöðugleika og jafnvægi í efnahagsmálum, í bættri rekstrarstöðu atvinnu- vega, í atvinnuöryggi almenn- ings o.sv.fv.? Notuðu þeir kosningaréttinn til að marka skýrar línur um sljórnarmynd- un og stjórnarstefna í islenzk- um þjóðmálum kjörtímabilið 1987-1991? Þjóðardómsorð um stjórnarstefnu Spurningunni um afstöðu kjós- enda til stjórnarstefnunnar 1983-1987 svarar Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðu- bandalags og fyrrverandi ráð- herra, svo í DV-grein 11. mai sl.: „Þótt ríkisstjómin tapaði meiri- hluta sínum hlutu þau öfl, sem að henni stóðu síðasta kjörtíma- bil, ríflegan meirihluta atkvæða, eða um 58% og 39 þingsæti af 63. Þá eru talin með atkvæði úr framboðum Alberts Guðmunds- sonar og Stefáns Valgeirssonar, en án þeirra hafa stjórnarflokk- arnir 46% kjósenda á bak við sig. Þessi útkoma hægri flokkanna er hin pólitíska meginniðurstaða kosninganna...“. Það, sem lesa má á milli lína í þessu athyglisverða mati Hjör- leifs Guttormssonar á dómsorði kjósenda í kosningunum, er í stuttu máli þetta: störf og stefna stjórnarandstöðunnar kjörtímabi- lið 1983-1987, þar á meðal Alþýðubandalagsins, var vegin, metin og léttvæg fundin. Hann hefur á stundum skotið fjær marki. Hug-giin harmi gegn Að þessari niðurstöðu fenginni leitar þingmaðurinn að „sárabót- um“ til handa flokki sínum, Alþýðubandalaginu, og fínnur í hinum mjúku gildum. Orðrétt seg- ir hann: „Það fylgi sem Alþýðubanda- lagið fékk í kosningunum 1983, hefði samkvæmt nýjum kosninga- lögum gefið 11 þingsæti, eða þremur meira en flokkurinn fékk í sinn hlut. Kvennalistinn bætti jafnmörgum þingsætum við sig. í kosningunum 1983 fengu G- og V-listi samanlagt 22,8% atkvæða, nú 23,5% atkvæða eða 0,7% meira“ Hjörleifur kveðst ekki staðhæfa „að Alþýðubandalagið geti að óbreyttu reiknað með að fá allt það fylgi sem Kvennalistinn nú hefur, ef sá síðarnefndi dragi sig í hlé ...“,en „meginið af almennum áherzlum Kvennalistans í lands- málum er líka í ætt við þá stefnu sem Alþýðubandalagið hefur talað fyrir um langt skeið...“. Hverju ráða kjósendur um stjórnarmyndanir? Hér skal enginn dómur lagður á niðurstöður Hjörleifs Guttorms- sonar. Þær eru engu að síður íhugunarverðar. Það sem hann lætur að liggja um atkvæðatengsl eða atkvæðastreymi frá Alþýðu- bandalagi til Kvennalista vekur hinsvegar spurningar. Ekki sízt í ljósi þess möguleika á samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista, sem verið hefur í brennidepli könnunar næstliðin dægur. Hvort slíkt „mýkt af- brigði“ af nýsköpunarstjórn sér nær heilt í höfn er síðan annað mál, sem hér verður ekki frekar rætt að sinni. Kjósendur mörkuðu ekki skýrar línur um stjórnarmunstur eða stjómarstefnu kjörtímabilið 1987-1991 með atkvæðum sínum, það er kosninganiðurstöðum. Fjarri því. í þessum efnum sem öðmm „er ekki hægt að tryggja eftir á“, jafnvel þótt einhveijir vildu endurskoða afstöðu sína nú. Hinsvegar kunna kosninganiður- stöður að valda því að styttra verður á milli kosninga en heilt kjörtímabil. En hvaða áhrif hafa kjósendur yfirhöfuð á stjórnarmyndanir? Hafa þeir nokkra valkosti þar um í kosningum? Áhrif þeirra em því minni, að þessu leyti, sem stjórnmálaflokkar og framboð em fleiri. Þar sem tveir flokkar hafa afgerandi mest fylgi velja kjósendur hinsvegar í raun ríkisstjórn og stjórnarstefnu engu síður en þjóðþing. En þar sem flokkar em margir og smáir taka kjósendur fremur þátt í eins konar ríkisstjórnarlottói, ef þann- ig má að orði komast. En því má ekki gleyma að það er á valdi kjósenda að marka stefnu að „tveggja flokka kerfi“ með afstöðu sinni til stjórnmála- flokka, m.a. í kosningum. Þannig, og aðeins þannig, skapa þeir sjálf- um sér, heildinni, raunhæfa valkosti um stjóm og stjórnar- stefnu í almennum kosningum. Pjölgun stjórnmálaflokka vísar hinsvegar veg að vaxandi glund- roða, þar sem æ fleiri atkvæði „falla dauð og ónýt“. Selfoss: Heitar umræður á fundi bæjarstjórn- ar um eldri reikninga veitustofnana Leifar stjórastríðsins frá ’85-’86 komust á dagskrá Norskir harmoníkuleikarar ferðast á næstu dögum um landið. Harmoníkuhlj óm- sveit í heimsókn Á NÆSTUM dögum munu norskir harmoníkuleikarar ferðast um landið og halda tónleika með dan- sleikjum á eftir. Það er Sigmund Dehli sem leiðir hljómsveitina. Leikið er á fjórar harmoníkur, þar af litla tvöfalda harmoníku (dia- tonisk), rafmagnsharmoníku, bassa, gítar og trommur. Sigmund Dehli varð Noregsmeist- ari í harmoníkuleik ársins 1974, ’75, ’76 og ’77. Hann hefur einnig unnið Norðurlandameistaratitil í harmoní- kuleik tvisvar sinnum. Hann hefur leikið inn á 10 hljómplötur, verið mikilvirkur í útvarpi og sjónvarpi, bæði í Noregi og Svíþjóð. Hann hefur heimsótt öll hin Norðurlöndin marg- sinnis en nú kemur hann til íslands í fyrsta sinn til hljóm- og dansleikja- halds. Á efnisskránni er mikið af norskri gömludansamúsík ásamt fjölbreyttri annarri harmoníkutónlist í léttum dúr. í hljómsveitinni er einnig annar norskur meistarí, hann heitir Arn- stein Fjerdingren, 20 ára, og leikur á tvöfalda harmoníku. Það er Samband íslenskra harm- oníkuunnenda sem sér um þessa heimsókn. Norðmennimir heimsækja Húsavík, Akureyri, Borgarfjörð, Reykjavík og Rangárvallasýslu en á öllum þessum stöðum eru starfandi félög harmoníkuunnenda. (Fréttatilkynning.) SNARPAR umræður urðu á bæj- arstjórnarfundi 20. maí er deilumál frá lokum síðasta kjörtímabils komu upp á yfir- borðið þegar samþykkt var til- laga meirihlutans um afgreiðslu reikninga veitustofnana frá 1984 og ’85. Á bæjarstjórnarfundinum voru ársreikningar bæjarins fyrir 1986 afgreiddir til síðari umræðu. Meiri- hlutinn taldi rétt að afgreiða reikninga veitustofnana fyrir 1984 og ’85 áður en sú afgreiðsla færi fram vegna þess að byggt væri á fyrri reikningum. Þeir reikningar lágu óafgreiddir vegna þess að við afgreiðslu þeirra á síðasta fundi fyrri bæjarstjórnar 26. maí 1986 höfðu ekki borist skýringar frá veitustjóra við athugasemdum kjör- inna endurskoðenda. Fyrri bæjar- stjórn afgreiddi reikningana þá með þeim fyrirvara að skýringar bærust og veitustjóri undirritaði reikning- ana. í tillögu meirihlutans, sem sam- þykkt var, segir að með samþykkt ársreikninga veitna fyrir 1986 til síðari umræðu séu reikningar veitn- anna fyrir árin á undan jafnframt samþykktir af bæjarstjóm. Einnig sé litið svo á að með samþykki til- lögunnar séu ágreiningsefni bæjar- stjómar og veitustjóra, varðandi undirskrift ársreikninga og athuga- semdir þáverandi kjörinna endur- skoðenda, ekki lengur fyrir hendi. Minnihlutinn mótmælti þessari málsmeðferð og vildi fá afgreiðslu tillögunnar frestað þar sem í dag- skrá fundarins væri eingöngu talað um að á dagskrá væri fyrri umræða um ársreikninga bæjarins fyrir 1986 en ekki reikningar veitna fyr- ir ’84 og ’85. Einnig töldu minni- hlutamenn að nægjanlegar skýringar hefðu ekki borist við ahugasemdum kjörinna endurskoð- enda við reikninga veitnanna þessi ár og veitustjóri hefði ekki undirrit- að reikningana. Þá vakti minnihlut- inn máls á því að í reikningunum væri vaktaálag sem veitustjóri hefði fengið en verið falið að endurgreiða þar sem það samrýmdist ekki kaup- samningi við hann. Vaktaálag þetta, sem var rúmar 153 þúsund krónur og á núvirði 283 þúsund, hefði bæjarlögmaður lýst ólögmætt. Meirihlutinn benti á að gert hefði verið munnlegt samkomulag við veitustjóra við ráðningu hans þar sem þess var getið að hann fengi sambærileg laun og í starfi hans hjá Orkubúi Vestfjarða. Laun veitu- stjóra hefðu strax verið 20% lægri í starfi hans hjá bænum og væru nú 30% lægri en sambærileg störf hjá orkubúinu. Undir liðnum önnur mál kom fram tillaga frá meirihlutanum þar sem samþykkt var að kaupgreiðslur til veitustjóra á árunum 1983 og 1984 stæðu óbreyttar enda yrði bæjarstjórn að telja rétt vera að veitustjóri hafí fengið kaupgreiðslur samkvæmt samningi og munnlegu samkomulagi. í máli Þorvarðar Hjaltasonar og Brynleifs H. Steingrímssonar og fleiri úr meirihlutanum sem tóku til máls um málið kom fram að þeir teldu tímabært að máli þessu lyki, það væri búið að taka alltof langan tíma. Auk þess væru menn ekki á eitt sáttir um málsmeðferð í upphafi og það hvernig athuga- semdir kjörinna endurskoðenda komu fram. Einnig bentu þeir og Karl Björnsson bæjarstjóri á að upptaka máls af þessu tagi gæti gefið slæmt fordæmi. Minnihluta- mennirnir Guðmundur Kr. Jónsson og Grétar Jónsson töldu að bæjar- stjóri og meirihlutinn hefðu ekki gengið rétt fram í málinu. Ljóst er að með tillögum sínum vill meirihluti bæjarstjórnar ljúka máli því sem á Selfossi hefur verið nofnt „Stjórastríðið". Formlega er því lokið en minnihlutamennirnir sem áttu sæti í meirihluta fyrri bæjarstjórnar eru ósáttir við þessar lyktir og því má búast við fleiri athugasemdum frá þeim um málið. Meirihluta bæjarstjórnar Selfoss mynda 3 fulltrúar Sjálfstæðis- flokks, einn fulltrúi Kvennalista, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. í minnihluta eru 3 fulltrúar Fram- sóknarflokks. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.