Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 BJÖRGUM BERGSHUSI eftir Sigiirð Þór Guðjónsson Bergshús er á Skólavörðustíg 10. Það er eitthvert þekktasta hús Reykjavíkur síðan Þórbergur Þórð- arson gerði það ódauðlegt í bókum sínum. Hann bjó þar árin 1909 til 1913, uppi á lofti í vesturenda í herbergi er kallað var Baðstofan. Má enn sjá af götunni hvar búið er að byrgja glugga þeirrar vistar- veru. Húsinu og íbúum þess hefur Þórbergur lýst í Ofvitanum. Upphaf byggðar á Skólavörðustíg Elsta byggð við Skólavörðustíg voru nokkur býli er risu um miðja síðustu öld. Þórukot, sem einnig var nefnt Miðbýliskot, var þar sem nú er Skólavörðustígur 4. Á homi Skólavörðustígs og Bergstaða- strætis norðanmegin voru Litlu- Bergstaðir. En Litla-Holt var á Skólavörðustíg 17—19. Og Efra- Holt var þar sem nú eru húsin nr. 1 og 3 við Týsgötu. Þessi býli eru að sjálfsögðu löngu horfin. Skóla- vörðustígurinn tók að myndast upp úr 1868 eftir að Skólavarðan var endurhlaðin. Elstu timburhúsin við götuna eru þó ívið eldri. Fyrsta húsið gerði Torfi Steingrímsson prentari árið 1861. Það er nr. 8 og stendur það enn, að vísu hækkað og breytt. Næsta hús við stíginn er einnig enn við lýði í mikiðþreyttri mynd. Það byggði Alexíus Ámason lögregluþjónn árið 1864. Og er þetta Bergshús. Það er því næst elsta húsið við Skólavörðustíg. Þessi tvö hús munu reyndar elstu hús Reykjavíkur austan við kvosina er enn standa, ásamt húsinu Lauga- vegi 1 sem er þó elst þeirra, frá 1848. Árið 1885 byggði Torfi prent- ari húsið nr. 6 við Skólavörðustíg er var rifíð fyrir skömmu og kom þá nýtt hús á lóðina. Þessi hús, nr. 6—10, vom í rauninni áþekk elstu húsunum við Aðalstræti, hæð og ris án kjallara, en þó hefur nr. 8 verið hækkað um eina hæð. Og þó búið sé að breyta húsunum mikið sést grunnform þeirra enn. Ef þau hefðu verið færð í eldra horf hefðu þau myndað einstæða götumynd og sýnt dæmi um húsagerð er áður var algeng. Það hefði gefíð Skóla- vörðustígnum hlýlegt og vingjam- !egt yfírbragð sem ekki veitir af í bessari saggasælu borg. Þessi húsa- röð iengist svo steinhúsinu nr. 4 sem á að standa samkvæmt skipu- iagi. Auðvitað átti að varðveita öll þessi nús. Aldur beirra einn er full- gild ástæða. Það er ekki á hveiju strái í borginni, jafnvel ekki í kvos- inni, þar sem saman standa allt að 130 ára gömul hús. Gildi þeirra fyrir umhverfíð er ótvírætt og um byggðasögulegt gildi þeirra verður ekki deilt. Jafnvel enn í dag hefur þessi hluti Skólavörðustígs sterk tengsl við upphaf byggðar á þessum slóðum. Tvö elstu húsin standa þó enn. Það er þó hugmyndin að þau víki. Og þegar búið verður að má út alla húsaröðina númer 6—10 verður samhengið við frumbyggð- ina rofíð að fullu og öllu. Mætti slíkt teljast stór „slys“ og ótrúlegt tilfinningaleysi fyrir sögu og lífsbaráttu forfeðranna. Kannski verður hægt að bjarga þessum tveimur húsum á reitnum sem eftir eru, þó hið þriðja sé að eilífu glatað og heildarmyndinni þar með raskað. En þó gerð hafí verið ein mistök er ekki þar með sagt að bæta þurfí gráu ofan á svart með því að gera þau fleiri. Full ástæða er því til að hugsa sinn gang. Það eru víðar merkileg hús en í kvosinni og þau mega ekki gleymast vegna skiljan- legs áhuga fólks á henni. Brot úr sögn Bergshúss Ég vil að sinni beina athyglinni að Bergshúsi. Saga þess er hin merkasta og koma fleiri við hana en Þórbergur. Alexíus Árnason, er reisti það af grunni og bjó þar á efri árum sínum, var talinn slyng- asti lögregluþjónn bæjarins um sína daga og „mjög laginn á að veiða upp úr þjófum". Eiríkur frá Brún- um, einhver sérstæðasti maður sinnar tíðar og fyrirmynd Halldórs Laxness að Steinari undir Steina- hlíðum í Paradísarheimt, lét eftir sig minningar í Baðstofunni. í hús- inu átti Jóhann Gunnar Sigurðsson skáld þak yfír höfuðið um hríð áður en hann lauk sinni skömmu ævi. Þar lifði Björn Jónsson síðar ráð- herra á námsárum sínum. Þangað kom oft í heimsókn brennandi í andanum, Þorbjörg Sveinsdóttir yfírsetukona, föðursystir Einars Benediktssonar og fágætasti kven- skörungur þeirra tíma. Hún bjó í Tobbukoti ofar við stíginn. Og í Bergshúsi var skáldið frændi henn- ar tíður gestur um nokkurt skeið. Loks má ekki gleyma þeim vandaða manni Bergi Þorleifssyni söðlasmið, sem húsið er kennt við og var þar áratugi með fjölskyldu sinni og síðar lifði dóttir hans lengi í hús- inu. En núverandi eigandi átti þar heima framundir 1960 er húsinu var breytt í verslun. Þá voru milli- veggir teknir á neðri hæð og stórir verslunargluggar settir á norðurhlið og húsið forskalað. Það er nú í mikilli niðurníðslu og ekki bætir skúradraslið í kring úr skák. Það sem hér hefur verið sagt um gamla byggð á Skólavörðustíg og íbúa Bergshúss er m.a. tekið úr óprentaðri skýrslu Árbæjarsafns — Þingholt 1983 -, munnlegum upp- lýsingum starfsfólks á safninu og að sjálfsögðu úr Ofvitanum. En greinarhöfundur ber ábyrgð á hugs- anlegum villum. Dæmi um byltingar tímans Þórbergur kom til Reykjavíkur úr Suðursveit vorið 1906. Og nú er vert að staldra ofurlítið við. Hvemig var umhorfs hér um slóðir á þessu herrans ári 1906? Þá voru íbúar bæjarins tíu þúsund Byggðin var í miðbæjarlægðinni, Gijótaþorpi og Skuggahverfí, teygðist upp í Þingholtin, upp Laugaveg og niður Hverfísgötu. Hlemmur var fyrir utan bæinn. Einnig var byggð á Vesturgötu og fyrir neðan hana, kringum Bræðraborgarstíg og Framnesveg, á Bráðræðisholti og í Sauðagerði og Kaplaskjóli. Húsin voru iangflest timburhús og sum reyndar stórglæsileg, en einnig voru allmargir steinbæir og nokkur hlað- in steinhús, en steinsteypuhús voru afar fá. Hins vegar þekktust torf- bæir svo að segja í miðjum bænum, t.d. í Garðastræti. Ðaglegt líf fólks var æði ólíkt því er við eigum að venjast. Það skorti öll þægindi nú- tímans. Það var ekkert rennandi vatn en brunnar og vatnsberar. Ekkert rafmagn-lýsti skammdegið og heldur ekki gas, en nokkrar olíu- luktir köstuðu draugalegri skímu um strætin. Allar götur voru ómal- bikaðar. Bílar voru auðvitað engir. Hestvagnar voru dálítið farnir að ryðja sér til rúms. Á gönguferðum gátu menn allt eins átt von á að mæta fleirum spásserandi á fjórum fótum en á tveimur. Lækurinn rann ofanjarðar til sjávar og voru á hon- um sjö brýr. Höfn var engin en nokkrar bryggjur í fjörunni. Strand- lengjan var næstum alveg náttúr- leg. Þjóðmálaumræðan var allt önnur. ísland var ekki frjálst og fullvalda ríki. Heimastjómin var tveggja ára og síðasti landshöfðing- inn bjó eins og ekkert væri í húsi sínu á Skálholtsstíg. Sjálfstæðis- baráttan átti hug þjóðarinnar og stjómmálahreyfíngar nútímans voru ekki komnar til sögunar. Skemmtana- og félagslíf var æði fáskrúðugt eftir okkar hætti. Dag- blöð vom engin og það var ekkert bíó. Hvað þá aðrir fjölmiðlar sem nú ríkja yfír hugsun okkar. Æðri menntun var ábótavant; vísindalíf mátti heita ekkert og enginn há- Sigurður Þór Guðjónsson „Og nú langar mig til að koma eftirfarandi hugmynd á framfæri: Reykjavíkurborg ætti að sjá sinn sóma og kaupa þessa lóð, jafnvel dýrum dómum, og losa þar með eigandann við allar áhyggjur. Gerum síðan Bergshús að minjasafni um rithöf- undinn Þórberg Þórð- arson.“ skóli, en nokkrir embættismanna- skólar. Menningin var einhæf í okkar skilningi. Leiklist var dálítið stunduð, myndlistin var að fæðast og tónlistariðkun á bernskuskeiði. En þjóðskáld nítjándu aldar voru enn á lífí. Benedikt Gröndaí sat í sæmd sinni á Vesturgötu 16b sem enn stendur fyrir einhveija glettni forlaganna. Steingrímur Thor- steinsson, sem trúði á hjarðljóða- rómantík, átti heima í litlu húsi þar sem nú er Landsíminn við Austur- völl. En norður á Akureyri bjó séra Matthías. Af yngri skáldum var Þorsteinn Erlingsson, sem kvað Fyrr var oft í koti kátt, sestur að í höfuðstaðnum. Einar H. Kvaran hafði reist sér hús í Sauðagerði og fór skömmu síðar að skrifa fyrstu eiginlegu Reykjavíkursögurnar, jafnframt því sem hann kom á stjórnmálasam- bandi við annan heim sem enn er víst ekki búið að slíta. Jón Trausti var að ljúka við Höllu sem sló glæsi- 'ega í gegn og varð vinsælasta sápuópera þeirra tíma. Einar Ben. sendi frá sér aðra Ijóðabók sína, Hafblik. Þórbergur var sautján ára ofviti að koma á mölina í fyrsta sinn þar sem hann ól síðan allan sinn langa aldur. Og nóbelskáldið var íjögurra ára óviti í föðurhúsum. En „Brekkukotið" var á sínum stað í hallanum fyrir ofan ráðherrabú- staðinn sem nú er. Og mildi hins eilífa taós streymdi Um hið kyrrláta og fábreytta bæjarlíf. Einangrun landsins var ekki rofín fyrr en árið 1905 er loftskeytin komu til sög- unnar, en þó einkum haustið 1906 er síminn var tekinn í notkun. ís- land var kyrrstætt bændafélag og búnaðarhættir höfðu lítið breyst öldum saman. En nú fór vélamenn- ingin að ryðja sér til rúms. Útgerð togara var að heíjast og olli bylt- ingu. Það var fyrst og fremst hún er lagði grundvöll að vexti og við- gangi borgarinnar næstu áratugi. Verkalýðsstétt var að fæðast og þetta ár, 1906, var verkalýðsfélagið Dagsbrún stofnað. Þetta var í raun- inni allt annað Island en við þekkjum, Annar heimur, önnur öld. Erlendis stóð veldi Breta sem hæst. Keisaradæmið Austurríki — Ungveijaland var í góðu gengi. í Rússlandi þrumaði zarinn og þar var Tolstoj að gerast heilagur mað- ur, en Tjekov að skrifa meistara- verk sín. Nær öll Asía og Afríka voru nýlendur Evrópubúa. Allt önn- ur heimsmynd var ríkjandi. En um þessar mundir setti Einstein fram afstæðiskenninguna er umbylti skilningi á eðli alheimsins. Kenning- ar Freuds voru svo nýjar af nálinni, að þær voru ekki farnar að móta skoðanir um mannlegt sálarlíf, sem þær gjörbreyttu á næstu árum. Mörg helstu skáld viktóríutímans voru upp á sitt besta en Thomas Mann bytjaður að útskýra hnignun borgarstéttarinnar í Evópu. Þetta var síðasta árið sem Cézanne lifði og Picasso og Braque undurbjuggu byltingu í myndlist. Síðasti stóri fulltrúi n ítjándu aldarinnar í tón- list, Richard Strauss, naut hátindar frægðarinnar, meðan Mahler stóð á þröskuldi nýrrar aldar sem Arn- old Schönberg var um það bil að stíga yfír, inn í veröld tuttugustu aldarinnar. Þessum „síðustu dögum hinna rósömu tíma“ hefur Þórberg- ur lýst betur en flestir aðrir á íslensku, en í erlendum bókmennt- um má t.d. benda á Veröld sem var eftir Stefan Zweig sem margir þekkja. Það fer þannig ekki á milli mála að þegar Þórbergur flutti til Reykjavíkur árið 1906 stóð hann á mörkum tveggja heima. Annars vegar var hið þúsund ára Island og nítjándu aldar Evrópa, en hins veg- ar glundroði okkar aldar með byltingum sínum, styijöldum og tækniundrum. Þegar Þórbergur lést háaldraður árið 1974, sem var eig- inlega í gær, var kjarnorkuöldin orðin úrelt, en upp var runnin geim- öld og tölvuöld og öld hnattrænna fjölmiðla. Má því með sanni segja að Þórbergur hafi lifað tímana tvenna. Og ekki aðeins hann heldur allir jafnaldrar hans sem einstaka eru jafnvel enn á lífí. Þess vegna er ekki að furða þó mörgum reyn- ist erfítt að greina samhengi fortíð- ar og nútíðar í þessu stríða róti. Samhengi sögu og menningar En hvað tengir þetta saman, hið gamla og nýja? Það eru menningar- verðmæmti þjóðanna. Þau verk sem kynslóðimar skilja eftir sig í bók- menntum, myndlist, tónlist og byggingalist. Fyrst og fremst göm- ul hús. Fólk er ekki alltaf að lesa bækur, skoða myndir eða hlusta á tónlist. Nútíminn er ráðríkur um tíma og athygli. En húsin höfum við fyrir augunum hveija stund, blátt áfram af því að þau eru þama á sínum stað í alfaraleið. Það eru gömul hús, gömul hús eins og Bergshús, er binda nútíð við fortíð og munu tengja framtíð við nútíð. Ef þau fá að standa. Gamalt hús á enn tækifæri þó bað sé illa í'arið. 1 dag verður það rífið cg á morgun á það enga von. Þá er öllu lokið. Eins og dauðir verða ekki vaktir til lífsins verður fallið hús ekki endur- byggt. Það tekur aðeins fáein andartök með nútímatækni að eyða gömlu húsi. Á nokkmm augnablik- um er hægt að þurrka út mannvirki er bera svipmót og blæ horfinnar menningar; feykja burtu minnis- vörðum mannlegrar viðleitni sem reistir vom með ára, áratuga eða jafnvel aldalöngu striti genginna kynslóða. Samkvæmt skipulagstillögum eiga öll húsin nr. 6—10 við Skóla- vörðustíg að hverfa. I þeirra stað koma steinhús; tveggja hæða sem þegar er risið á nr. 6, en þriggja hæða og er efsta hæðin inndregin á nr. 8 og 10. En í portinu bak við Bergshús á að leynast svolítið fmm- legt og skemmtilegt. Og hvað skyldi það nú vera? Menningarhöll? Æsku- lýðsheimili? Þjónustuíbúðir fyrir aldraða öryrkja? Hvað nema tveggja hæða bílageymslur, úti jafnt sem inni. Reykjavík er að kafna í bílum. Það er eins og mið- bærinn skríði allur út í lús. Með þessum virðulega hætti á Bergshús, þetta „hús örlaganna", og önnur hús frá tíð elstu byggðar við Skóla- vörðustíg að ljúka hart nær 130 ára sögu sinni í þessu landi heims- bókmenntanna. Skiptir þá nokkm máli að tjúfa samhengið við gamla daga? Emm við ekki nútímafólk? Það veltur á því hvað þjóðin vill vera í framtíð- inni. Smáþjóð eins og íslendingar, sem á eigin tungu og í einangmn aldanna hefur skapað sérstaka menningu, gettir ekki gert sér von- ir um að gæta hennar á tímum breytinga og alþjóðlegra fjölmiðla þar sem tunga og menning heims- velda ræður lofum og lögum, ef hún missir sambandið við sögu sína og menningararfleifð. Ekkert virðist eins auðvelt og að afneita fortíðinni og uppmna sínum. En eftir verður tóm í sálinni sem ekki verður fyllt og elur af sér firringu og rótleysi. Og þjóð sem verður rótlaus í eigin landi mun líða undir lok eða í það minnsta verða einhver allt önnur þjóð, kannski villiþjóð. Vilja menn það? Frelsi er merkingarlaust hugtak nema það feli í sér val milli kosta. Við getum látið fjölmiðlafárið og alheims fífisku þurrka okkur út. Það tekur enga stund og er ókeyp- is. En svo er hinn valkosturinn, að vísu nokkuð gamaldags og íjárfrek- ur. Það er að efla þroska og menningu þjóðarinnar fram í rauð- an kjamorkudauðann, með því m.a. að treysta undirstöður hennar og varðveita þær ótvíræðu menningar- minjar sem til em í landinu frá fyrri tíð. Og má segja að sá eigi kvölina sem á völina. Varðveitum Bergshús Ég vil því biðja Bergshúsi griða. Það er að mínum dómi mikilvægt frá sjónarmiði bókmenntasögu, byggðasögu, persónusögu og al- mennrar menningarsögu. Ég hef meira að segja ákveðnar tillögur um hlutverk þess í framtíðinni. Flestir halda að baðstofan fræga sé löngu horfin eins og herbergi á neðri hæð. Svo er þó ekki. Baðstof- an er óbreytt. Reyndar virðist fremur lítið hafa verið hróflað við öllu loftinu. Og nú langar mig til að koma eftirfarandi hugmynd á framfæri: Reykjavíkurborg ætti að sjá sinn sóma og kaupa þessa lóð, jafnvel dýmm dómum, og losa þar með eigandann við allar áhyggjur. Gemm síðan Bergshús að minja- safni um manninn og rithöfundinn Þórberg Þórðarson. Að sjálfsögðu yrði að koma húsinu í eldra horf að utan og á loftinu, en neðri hæð- ina mætti innrétta með þarfír slíks safns fyrir augum. Síðan yrði að tryggja dálitla fjárveitingu til að kosta starfsemi þess; bara ofurlitla, svo sem eins og andvirði einnar söngvakeppni árlega. Þetta er ekki spurning um peninga heldur vilja. Slíkt safn við fjölfarið stræti yrði áreiðanlega vinsælt meðal borg- arbúa og ferðamanna. Á Akureyri em þijú minjahús um skáld er þar hafa búið: Sigurhæðir Matthíasar, Nonnahús og Ðavíðshús. í höfuð- borginni þar sem lifað hafa og starfað fleiri r.káld og rithöfundar en á nokkmm öðmm stað 4 landinu, er ekki eitt einasta nús varðveitt í virðingaskyni við þesssa menn, sem á tyllidögum em þó sagðir aðal- mennirnir. Er Reykjavík fátækara menningarsetur en Akureyri? Á hún skáldum sínum minna að þakka? Kom ekki Þórbergur með nútímann inn í íslenskar bókmenntir? Hefur nokkur lýst Reykjavík jafn skemmtilega? Áskorun af astralplaninu Hugsum okkur nú að svo hörmu- lega takist til að Bergshús verði rifíð. Áður en varir er komið árið 2050. Þá verða þeir er stóðu yfir rústum þess komnir undir græna torfu og saknar þeirra enginn. En þær kynslóðir er þá verða á dögum munu halda áfram að lesa íslenskan aðal, Ofvitann og aðrar bækur Þór- bergs. Og þær munu aldrei fyrir- gefa þá skammsýni og heimsku að þetta sögufræga hús skuli ekki vera til. En nú á dögum Bylgju og Borg- araflokks jaðrar það sennilega við æmmissi að láta sér detta í hug að húsi eins og Bergshúsi eigi ekki að farga. Enda ætlaði ég að þegja þunnu hljóði því mér er annt um mannorð mitt. Þá gripu máttarvöld- in í taumana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.