Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987
Reuter
Eldur í stórhýsi
Eldur kviknaði í tveimur stórhýsum í fjármálahverfi Sao Paulo
í Brasilíu á fimmtudagskvöld. Slökkviliðsmaður horfir hér á eld-
tungur sleikja utan 24 hæða byggingu. Stórhýsin eyðilögðust
bæði áður en slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum elds-
ins, en engan sakaði í eldsvoðanum.
Fyrsti kosningafundur Thatcher:
„V erkamannaflokkurinn
vill berskjaldað Bretland“
London, Reuter.
MARGARET Thatcher, forsætis-
ráðherra Bretlands, sakaði
Verkamannaflokkinn í gær um
að fylgja stefnu, sem hefði í för
V opnasölu málið:
Isrælarbamia embætt-
ismanni að bera vitni
Jerúsalem, Reuter.
ÍSRELSSTJÓRN hefur bannað
David Kimche, fyrrum ráðuneytis-
stjóra í utanríkisráðuneytinu, að
bera vitni hjá bandarískri þing-
nefnd, sem rannsakar vopnasölu-
málið.
Kimche hefur verið stefnt fyrir
nefndina en utanrikisráðuneytið í
ísrael skarst í leikinn og bannaði
honum að bera vitni, að sögn Ehud
Gol, talsmanns ráðuneytisins.
Kimche er sagður hafa verið í far-
arbroddi þeirra, sem lögðu að stjóm
Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta,
að selja írönum vopn.
Israelar reiddust stefnunni og
sögðust hafa fengið samþykki stjóm-
valda í Washington fyrir því að
ísraelskir embættismenn þyrftu ekki
að bera vitni frammi fyrir bandrískum
dómstól eða rannsóknamefnd vegna
vopnasölunnar.
Við vitnaleiðslur í Bandaríkjaþingi
í gær kom fram að Oliver North,
fyrrum aðstoðarmaður öryggisráð-
gjafa Reagans, fékk auðmenn til að
leggja í sjóð til styrktar skæruliðum
í Nicaragua gegn því að fá að hitta
forsetann.
Ellen Garwood, erfíngi að baðm-
ullar- og hrísgrjónaveldi í Texas,
sagðist hafa verið boðið til Reagans
þegar hún hafði borgað rúmlega tvær
milljónir dollara til styrktar skærulið-
um í Nicaragua. Garwood er dóttir
fyrrum aðstoðarutanríkisráðherra í
forsetaíð Harry Tmman. Hún sagði
að líklega hefði verið til sín leitað því
stjóm Reagans hefði verið kunnur
áhugi hennar á því að veija banda-
ríska hagsmuni og „fyrirbyggja aðra
Kúbu“.
William O’Boyle, kaupsýslumaður
í New York, gaf 165.000 dollara í
sjóð skæruliða. Hann lýsti því hvem-
ig honum var boðið að hitta Reagan
gegn fjárframlagi. Söfnunarstjórinn
Carl „Spitz" Channell hefði heitið
fundi með forsetanum gegrt 300.000
dollara lágmarksgreiðslu. „Mér var
sagt að forsetinn mundi hitta gefand-
ann í stundarfjórðung og þakka
honum persónulega fyrir fjárstuðn-
inginn og þar með framlag hans til
bandarísks þjóðaröryggis," sagði Bo-
yle. Hann sagðist hafa greitt hluta
kaupverðs tveggja flugvéla fyrir
skæruliða en aldrei sóst eftir fundi
með Reagan.
Joseph Coors, vellauðugur bjór-
framleiðandi, sagðist hafa leitað til
Williams Casey, fyrrum yfirmanns
bandarísku leyniþjónustunnar, CIA,
og sagst vilja stycý skæruliða. Casey
hefði ekki viljað koma nálægt slíku
en sagt sér: „Þú þarft að hitta Ollie
North". Coors greiddi 65.000 dali í
sjóðinn.
með sér að þjóðin stæði uppi
berskjölduð og varnarlaus. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum, sem
birtar hafa verið á Bretlandi
undanfarið fara vinsældir
Verkamannaflokksins vaxandi,
en stefna hans i varnarmálum
hefur fælt kjósendur frá og not-
aði Thatcher fyrsta kosninga-
fund sinn til að saka stjórnarand-
stöðuna um að stefna öryggi
landsins í hætu.
George Younger varnarmálaráð-
herra talaði einnig á fundinum og
sagði hann að með áætlun Verka-
mannaflokksins um að uppræta
kjamorkuvarnir Breta væri vegið
að hornsteinum varna vestrænna
ríkja.
Samkvæmt Marplan-skoðana-
könnun, sem birtist í dagblaðinu
The Guardian í gær, nýtur íhalds-
flokkurinn 41 prósents fylgis,
Verkamannaflokkurinn 33 prósenta
fylgis og Bandalag frjálslyndra og
jafnaðarmanna 21 prósents.
Hin óháða sjónvarpsstöð TV-AM
birtir daglega Harris skoðanakönn-
un og í gær hafði íhaldsflokkurinn
bætt við sig þremur prósentum
síðan á frmmtudag og hefur 43
prósenta fylgi. Verkamannaflokk-
urinn missti eitt prósent og hefur
36 prósenta fylgi, en aðeins 20 pró-
sent aðspurðra kváðust ætla að
styðja Bandalagið og hefur það
ekki haft minna fylgi.
Bretar ganga að kjörborðinu 11.
júní. í kosningunum árið 1983 fékk
íhaldsflokkurinn 44 prósent at-
kvæða, Verkamannaflokkurinn 28
prósent og Bandalagið 26 prósent.
Sovéskur geðlæknir lýsir
sex ára prísund hjá KGB
Chicago. Washington Post.
SOVÉSKI geðlæknirinn Ana-
toli Koryagin hefur nú í fyrsta
sinn gefið ítarlega lýsingu á sex
ára vist sinni í sovéskum fanga-
búðum, líkamlegum pynding-
um, andlegum misþyrmingum
og tveggja ára hungurverkfalli.
Koryagin flutti ræðu á ársþingi
Bandaríska geðlæknafélagsins á
miðvikudaginn í síðustu viku og
greindi frá sársaukafullri frelsis-
baráttu sinni. Honum var sleppt
úr fangelsi í febrúarmánuði
síðastliðnum, eftir að unnið hafði
verið að því árum saman á al-
þjóðavettvangi að fá Sovétstjórn-
ina til að láta hann lausan. Hann
býr nú í Sviss ásamt konu sinni
og þremur sonum.
Koryagin sagði, að plastslanga,
sem ætingarefnum hafði verið
roðið á (en ekki smyrslum), hefði
verið þrædd í gegnum nefgöng
hans niður í maga, þegar matur
var neyddur ofan í hann í hungur-
verkfallinu.
„Ég var handjárnaður, meðan
á þessu stóð,“ sagði hann. „Þegar
plastslöngunni var stungið niður
vélindað, sveið heiftarlega undan
ætingarefnunum. “
Hann bætti við, að fangelsis-
læknamir hefðu gefið honum
sterk geðlyf, þegar þeir þvinguðu
matnum ofan í hann. ^
Koryagin, sem er 48 ára að
aldri, var varpað í fangelsi árið
1981. Sakarefnið var „andsovésk-
ur áróður", þar sem hann hafði
tekið saman skrá yfír fjölmarga
pólitíska andófsmenn, sem gert
hafði verið að sæta vist á geð-
sjúkrahúsum. Eftir að hafa
rannsakað marga þeirra, kvað
hann upp þann úrskurð, að þeir
væm heilir á geði.
Mál Koryagins og ásakanir
hans um, að sovésk stjómvöld
misnotuðu geðlækningar í stjóm-
málalegum tilgangi, ollu mikilli
gremju á alþjóðavettvangi. Arið
1983 drógu Sovétríkin sig út úr
Alþjóðasambandi geðlækna og
hlutu vítur í mörgum alþjóðlegum
samtökum heilbrigðisstétta.
I ræðu sinni hvatti Koryagin
til, að hinu opinbera félagi sov-
éskra geðlækna yrði áfram haldið
úti í kuldanum. Hann sagðist vita
um 183' andófsmenn, sem haldið
væri á geðsjúkrahúsum.
„Það er aðeins sá fjöldi, sem
mér er kunnugt um,“ sagði hann,
„en auðvitað era þeir miklu fleiri."
Hann vakti athygli á, að enginn
þeirra 150 andófsmanna, sem
látnir hafa verið lausir að undan-
fömu, hefði verið á geðsjúkrahúsi.
„Misnotkun geðlæknisfræðinn-
ar er áfram fastur þáttur í
kúgunaraðgerðum KGB,“ sagði
hann, „og veldur sovéskum geð-
lækningum ómældu tjóni."
Á blaðamannafundi, sem hald-
inn var á ársþinginu, hvatti
Koryagin til þess, að stofnuð yrðu
alþjóðleg samtök til þess að fylgj-
ast með framkvæmd geðlækninga
um heim allan.
Koryagin var fyrst sendur til
Perm-nauðungarvinnubúðanna í
Úralfjöllum árið 1981. Strax og
hann hafði hlotið dóm árið eftir
var hann fluttur í Chistopol-
fangelsið, um 885 km austur af
Moskvu. Árið 1985 var hann
dæmdur til tveggja ára vinnu-
■»; , m
Anatoli Koryagin faðmar sovézka andófsmanninn Vladimir
Bukovsky að sér þegar þeir hittust á Sakharov-ráðstefnunni í
Amsterdam í gær.
búðavistar til viðbótar „vegna „Maturinn var settur við höfða-
óhlýðni við yfírvöld" og sendur til lagið hjá mér, þegar ég var orðinn
Perm á ný. svo máttfarinn. að ég gat ekki
hreyft mig,“ sagði Koryagin, er
hann rifjaði upp endurminningar
frá einu af hungurverkföllunum.
„Þess var gætt, að ilmurinn væri
sterkur, svo að hann örvaði mat-
arlystina."
í nokkra daga í röð var matur-
inn ávallt fram borinn á sama
tíma. Þegar fanginn hafði vanist
þessum ákveðna matartíma, var
kerfísbundið skipt yfír á annan
tíma í hrellingarskyni. „Afleiðing-
in varð sú, að ég losnaði aldrei
við hungurtilfinninguna," sagði
Koryagin.
„Þegar ég var sem veikastur,
áttu þeir til að skrúfa frá krana
í herberginu," sagði hann. „Háv-
aðinn var eins og ærandi fossnið-
ur. Stundum var vatnið látið renna
í nokkra klukkutíma, stundum í
heilan sólarhring og jafnvel í þijá
sólarhringa í senn.
Fjölskylda Koryagins fór heldur
ekki varhluta af kúgun KGB.
Leyniþjónustumennimir einbeittu
sér að elsta syninum, Ivan, sem
nú er 19 ára gamall. Hann var
oftlega kallaður út úr kennslu-
stundum á fund rektors mennta-
skólans, þar sem hann stundaði
nám. „Faðir þinn er óvinur þjóðar-
innar, svikari; fordæmdu hann.“
Pilturinn hafnaði þessari kröfu
með öllu, snerist öndverður gegn
kerfínu og hætti í skóla. Fljótlega
var hann handtekinn, sakaður um
drykkjulæti og slagsmál og
dæmdur í þriggja ára fangelsi.
Þetta gerðist á sama tíma og
Koryagin var í 15 mánaða hung-
urverkfalli, sem kostaði hann
tveggja ára viðbótar-fangelsis-
dóm, eins og fyrr sagði. „KGB-
mennimir heimsóttu mig oft um
þessar mundir og töluðu mikið við
mig um framtíð sonar míns,“
sagði hann.
Koryagin, sem er mikils metinn
sérfræðingur á sviði geðklofa,
sagði á ársþinginu í Chicago, að
hann hefði hug á að halda áfram
rannsóknum sínum.