Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Bænadagsmessa. Ræðu- ‘og bænarefni: Fjölskyldan og heimil- ið. Sr. Þórir Stéphensen prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjalta Guðmundssyni. Organ- leikari leikur á orgel kirkjunnar í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Þórir Stephensen. Aðalfundur Dóm- kirkjusafnaðarins verður haldinn í kirkjunni mánudaginn 25. maí kl. 20.30. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13.00. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guð- mundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Árbæjarkirkju á bænadegi þjóðkirkju kl. 11.00 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Uppstigningardag: Guðsþjón- usta í Árbæjarkirkju kl. 14.00. Organleikari Jón Mýrdal. Allt eldra fólk í söfnuðinum sérstak- lega boðið velkomið til guðs- þjónustunnar. Kaffiveitingar í boði Kvenfélags Árbæjarsóknar eftir messu. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. (Ath. breyttan messu- tíma.) Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Aðalsafnaðar- fundur eftir messu. Borið fram kaffi. Æskulýðsfélagsfundur þriðjudagskvöld. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Messa kl. 11.00 í Kópavogs- kirkju. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Anders Jósepsson. Uppstigningardag: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson messar. Organisti Guðný Mar- grét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN I REYKJAVÍK: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björns- son. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Sr. Halldór S. Gröndal. Uppstigningardag: Messa kl. 14. Kaffi og kökur eftir messu. Eldri borgurum er sérstaklega boðið í þessa messu og að þiggja veit- ingar að henni lokinni. Kvöld- messa kl. 20.30. Altarisganga. UFMH tekur þátt í messunni. Þorvaldur Halldórsson stjórnar söng og tónlist. Kaffisopi á eftir. Guðspjall dagsins: Jóh. 16.: Biðjið í Jesú nafni. Allir velkomnir. Sr. Halldór Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta á uppstigningardag, á degi aldraðra, í Kópavogskirkju kl. 14 á vegum beggja safnað- anna í Kópavogi. Sr. Árni Páls- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Á bænadegi kirkjunnar fjölmenna hestamenn á gæðingum sínum til guðsþjón- ustunnar kl. 11. Listamenn úr röðum þeirra aðstoða við flutning guðsþjónustunnar, þeirra á með- al: Lárus Sveinsson og dætur hans, Ingibjörg og Hjördís Elín, Sveinn Birgisson, Gunnar Eyj- ólfsson, Jón Sigurbjörnsson og Garðar Cortes. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Þjóðkirkjan helg- ar daginn umhugsuninni um heimilið og fjölskylduna. Leið- umst' þvi saman í kirkju, njótum helgrar stundar með frábærum listamönnum. Safnaðarstjórn. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag 23. maí: Guðsþjónusta í Hátúni 10B 9. hæð kl. 11. Sunnu- dag: Guðsþjónusta kl. 11. Margrét Hróbjartsdóttir hjúkrun- arfræðingur prédikar. Félagar úr kristilegu félagi heilbrigðisstétta lesa ritningarorð. Laufey G. Geir- laugsdóttir syngur einsöng. Þriðjudag 26. maí: Bænaguðs- þjónusta kl. 18. Uppstigningar- dag: Guðsþjónusta kl. 14 á degi aldraðra. Biskup islands, herra Pétur Sigurgeirsson, prédikar. Boðið verður upp á kaffi í safnað- arheimilinu eftir messu. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Þriðjudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Miövikudag: Fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Uppstigningar- dag: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SEUASÓKN: Guðsþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 11 árdegis. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. PresturSol- veig Lára Guðmundsdóttir. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um, þá kl. 14. I maímánuði er stutt bænahald eftir lágmessu kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg: Samkoma kl. 20.30. Von um framtíð. Ræðumenn þeir Anna Hilmarsdóttir, Gunnar Pálsson og Hörður Kjartansson. Samleik- ur á flautu og píanó: Hanna Guðmundsdóttir og Petrea Óskarsdóttir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila- delfía: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Yngi Guðnason. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Útisamkoma á Lækjartorgi ef veður leyfir kl. 16. Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarnefnd. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 10. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Aðalsafnaðar- fundur að messu lokinni í Fjarð- arseli (íþróttahúsinu við Strandgötu). Sr. Gunnþór Inga- son. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa k| g KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Kaffisala Systra- og bræðrafélagsins verður í Kirkju- lundi eftir messu. Allur ágóði rennur í Líknarsjóð Keflavíkur- kirkju. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa með altarisgöngu kl. 20.30. Tveir kórar syngja: Kirkjukórinn og sönghópur Ungs fólks með hlut- verk ásamt Þorvaldi Halldórs- syni. Messan verður tekin upp af sjónvarpinu og send út hvíta- sunnudag. Nk. þriðjudag: Fyrir- bænamessa með kaffi á eftir kl. 20.30. Sr. Örn Bárður Jónsson. KIRKJUVOGSSÓKN: Messa kl. 11. Eugéne Proppe frá Hollandi segir frá kirkjustarfi þar í landi og víðar erlendis. Sóknarprestur túlkar mál hans. Sr. Örn Bárður Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Jónína Guðmundsdóttir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ: Messa kl. 14. Sr. Jón Einarsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30. Sr. Guðmundur Örn Ragn- arsson prédikar. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sóknarprest- ur. LEIRÁRKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jón Einarsson. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Messa í Borgarkirkju kl. 14. Sóknarprest- ur. Minning: Svavar Guðmundsson, Litla-Arskógssandi Fæddur 10. apríl 1941 Dáinn 31. mars 1987 Svavar Guðmundsson kom bam- ungur með foreldrum sínum, Þórhildi Frímannsdóttur og Guð- mundi Benediktssyni, á Litla- Arskógssand og varð síðar einn af homsteinum þess byggðarlags. Þau urðu örlög hans að farast í ofviðri við að bjarga báti sínum Reyni EA 400 undan áföllum við höfnina á Sandinum. Sjómannsævin er oft stutt, á það erum við minnt nú þegar Svavar hverfur á svo sviplegan hátt. Mér var ætíð styrkur að vita af gömlum vini á Sandinum, þar sem rætumar liggja enn og sakna hans nú sárt. Svavar komst vel af eins og aðr- ir sem vinna mikið, en var aldrei efnishyggjumaður. Til þess var lífið honum of kært og hann lifði því á sinn hátt og safnaði hlýju sam- ferðafólks. Þeirri háttvísi og ein- lægni sem hann hlaut í arf miðlaði hann til samtíðar og gaf að lokum í minningu sína. Nú þegar hann er horfinn*og dagar hans komnir í hnotskurn, sést að hann var engum líkur, þessi venjulegi maður. Það var ekki fyrir trassaskap eða óiund sem hann gekk í land af einu aflahæsta skipi flotans og tók sér frí til að geta átt sumar með kær- ustunni, henni Kollu, og leikið fótbolta. Nú þykir slíkt ekki tiltölu- mál og jafnvel mannréttindi, en í þá tíð fannst mér það undarlegt mat á peningum. Um tvítugt kvæntist hann stúlk- unni sinni, Kolbrúnu Hilmisdóttur. Þau eignuðust sex mannvænleg böm sem nú eru á aldrinum 12—24 ára. Öll eru þau á Litla-Árskógs- sandi. Svavar var fjölskyldu sinni mikill vinur og alla tíð voru þau Kolla samhentir félagar. Um það leyti sem þau hófu bú- skap var mikið rót á fólki, en þau kusu að setjast að á Sandinum. Hann óx upp úr jarðvegi, þar sem hugsun var sú, að hafa afkomu í heimabyggð, ef nokkur kostur var. Sú hugsjón hefur sennilega meir en annað stuðlað að því jafnvægi sem enn er eftir í byggð landsins. Svavar var lengi driffjpðurin í knattspyrnuliði Reynis á Árskógs- strönd. Áhugi hans átti sér lítil takmörk. Þótti furðu sæta að lið úr svo fámennu byggðarlagi ætti sæti í annarri deild Islandsmótsins í knattspyrnu. En leikmenn voru flestir sjómenn og þurftu stundum að stökkva úr bátum sínum, beint í leiki á íslandsmóti. Svavar lék með fram yfir fertugt og skyldi sennilega aldrei hugtakið kynslóða- bil. Nú, við ótímabært lát vaknar gömul spuming sem oft hefur kom- ið fram á sorgarstund. Svarið er ekki til, en við skulum minnast þess að lífíð er merkilegt hlutverk og dauðinn framhald þess. Ungur tengdasonur Svavars, sem var hjá honum þegar báturinn sökk, bjarg- aðist á undraverðan hátt. Lýsing hans á því atviki er kafli í baráttu- sögu sjómanna, baráttu fyrir að fá að halda lífi við starf, sem er nauð- synlegt afkomu heillrar þjóðar, sem er alltof oft stríð við ofurefli íslenskrar veðráttu þar sem sjómað- urinn og fjölskylda hans bíður lægri hlut. Eg lýk þessum fáu kveðjuorðum um Svavar æskufélaga minn með ósk um að hann mæti á nýjum brautum þeim sömu dyggðum og hann var kunnur fyrir alla tíð. Fólkinu hans öllu á Litla- Árskógssandi votta ég dýpstu samúð. Kári Valvesson raðauglýsingar — raðauglýsingar | húsnæöi óskast | Okkur vantar litla íbúð handa reglusömum starfsmanni, helst í Hraunbæ. Upplýsingarísíma671210eðaá Krókhálsi 1. Gunnar og Guðmundur sf. fundir — mannfagnaöir ísfirðingar í Reykjavík og nágrenni! ísfirðingafélagið efnir til síðdegiskaffis á Hótel Sögu — Átthagasal — sunnudaginn 24. maí kl. 14.30. M.a. verða sýndar gamlar myndirfrá ísafirði og tekið lagið að sjálfsögðu. Notið tækifærið og hittið gamla kunningja í góðu yfirlæti. ísfirðingafélagið. Aðalfundarboð Aðalfundur Hjálms hf. Flateyri, 1987, verður haldinn í samkomusal fyrirtækisins laugar- daginn 30. maí og hefst kl. 16.00. Á dagskrá fundarins verður: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stúdentafagnaður Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 4. júní og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Miðasala á Hótel Sögu þriðjudaginn 2. júní og miðvikudaginn 3. júní kl. 16.00-19.00. raðauglýsingar Sjálfstæðiskonur Akureyri Félagsfundur í Kaupangi við Mýrarveg mánudaginn 25. mai kl. 20.30. Kosning fulltrúa á landssambandsþing sjálfstæðiskvenna sem haldið verður á Akureyri dagana 28., 29. og 30 ágúst nk. Önnur mál. Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn, Akureyri. Trúnaðarráðsfundur Hvatar Trúnaðarráð Hvatar er boðað til fundar i Valhöll, 1. hæð, mánudag- inn 25. maí kl. 17.00. Ræddar verða niðurstööur kosninganna og kosningastarfið. Stjórnin. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.