Morgunblaðið - 23.05.1987, Side 50

Morgunblaðið - 23.05.1987, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Bænadagsmessa. Ræðu- ‘og bænarefni: Fjölskyldan og heimil- ið. Sr. Þórir Stéphensen prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjalta Guðmundssyni. Organ- leikari leikur á orgel kirkjunnar í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Þórir Stephensen. Aðalfundur Dóm- kirkjusafnaðarins verður haldinn í kirkjunni mánudaginn 25. maí kl. 20.30. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13.00. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guð- mundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Árbæjarkirkju á bænadegi þjóðkirkju kl. 11.00 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Uppstigningardag: Guðsþjón- usta í Árbæjarkirkju kl. 14.00. Organleikari Jón Mýrdal. Allt eldra fólk í söfnuðinum sérstak- lega boðið velkomið til guðs- þjónustunnar. Kaffiveitingar í boði Kvenfélags Árbæjarsóknar eftir messu. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. (Ath. breyttan messu- tíma.) Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Aðalsafnaðar- fundur eftir messu. Borið fram kaffi. Æskulýðsfélagsfundur þriðjudagskvöld. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Messa kl. 11.00 í Kópavogs- kirkju. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Anders Jósepsson. Uppstigningardag: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson messar. Organisti Guðný Mar- grét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN I REYKJAVÍK: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björns- son. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Sr. Halldór S. Gröndal. Uppstigningardag: Messa kl. 14. Kaffi og kökur eftir messu. Eldri borgurum er sérstaklega boðið í þessa messu og að þiggja veit- ingar að henni lokinni. Kvöld- messa kl. 20.30. Altarisganga. UFMH tekur þátt í messunni. Þorvaldur Halldórsson stjórnar söng og tónlist. Kaffisopi á eftir. Guðspjall dagsins: Jóh. 16.: Biðjið í Jesú nafni. Allir velkomnir. Sr. Halldór Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta á uppstigningardag, á degi aldraðra, í Kópavogskirkju kl. 14 á vegum beggja safnað- anna í Kópavogi. Sr. Árni Páls- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Á bænadegi kirkjunnar fjölmenna hestamenn á gæðingum sínum til guðsþjón- ustunnar kl. 11. Listamenn úr röðum þeirra aðstoða við flutning guðsþjónustunnar, þeirra á með- al: Lárus Sveinsson og dætur hans, Ingibjörg og Hjördís Elín, Sveinn Birgisson, Gunnar Eyj- ólfsson, Jón Sigurbjörnsson og Garðar Cortes. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Þjóðkirkjan helg- ar daginn umhugsuninni um heimilið og fjölskylduna. Leið- umst' þvi saman í kirkju, njótum helgrar stundar með frábærum listamönnum. Safnaðarstjórn. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag 23. maí: Guðsþjónusta í Hátúni 10B 9. hæð kl. 11. Sunnu- dag: Guðsþjónusta kl. 11. Margrét Hróbjartsdóttir hjúkrun- arfræðingur prédikar. Félagar úr kristilegu félagi heilbrigðisstétta lesa ritningarorð. Laufey G. Geir- laugsdóttir syngur einsöng. Þriðjudag 26. maí: Bænaguðs- þjónusta kl. 18. Uppstigningar- dag: Guðsþjónusta kl. 14 á degi aldraðra. Biskup islands, herra Pétur Sigurgeirsson, prédikar. Boðið verður upp á kaffi í safnað- arheimilinu eftir messu. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Þriðjudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Miövikudag: Fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Uppstigningar- dag: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SEUASÓKN: Guðsþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 11 árdegis. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. PresturSol- veig Lára Guðmundsdóttir. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um, þá kl. 14. I maímánuði er stutt bænahald eftir lágmessu kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg: Samkoma kl. 20.30. Von um framtíð. Ræðumenn þeir Anna Hilmarsdóttir, Gunnar Pálsson og Hörður Kjartansson. Samleik- ur á flautu og píanó: Hanna Guðmundsdóttir og Petrea Óskarsdóttir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila- delfía: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Yngi Guðnason. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Útisamkoma á Lækjartorgi ef veður leyfir kl. 16. Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarnefnd. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 10. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Aðalsafnaðar- fundur að messu lokinni í Fjarð- arseli (íþróttahúsinu við Strandgötu). Sr. Gunnþór Inga- son. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa k| g KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Kaffisala Systra- og bræðrafélagsins verður í Kirkju- lundi eftir messu. Allur ágóði rennur í Líknarsjóð Keflavíkur- kirkju. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa með altarisgöngu kl. 20.30. Tveir kórar syngja: Kirkjukórinn og sönghópur Ungs fólks með hlut- verk ásamt Þorvaldi Halldórs- syni. Messan verður tekin upp af sjónvarpinu og send út hvíta- sunnudag. Nk. þriðjudag: Fyrir- bænamessa með kaffi á eftir kl. 20.30. Sr. Örn Bárður Jónsson. KIRKJUVOGSSÓKN: Messa kl. 11. Eugéne Proppe frá Hollandi segir frá kirkjustarfi þar í landi og víðar erlendis. Sóknarprestur túlkar mál hans. Sr. Örn Bárður Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Jónína Guðmundsdóttir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ: Messa kl. 14. Sr. Jón Einarsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30. Sr. Guðmundur Örn Ragn- arsson prédikar. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sóknarprest- ur. LEIRÁRKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jón Einarsson. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Messa í Borgarkirkju kl. 14. Sóknarprest- ur. Minning: Svavar Guðmundsson, Litla-Arskógssandi Fæddur 10. apríl 1941 Dáinn 31. mars 1987 Svavar Guðmundsson kom bam- ungur með foreldrum sínum, Þórhildi Frímannsdóttur og Guð- mundi Benediktssyni, á Litla- Arskógssand og varð síðar einn af homsteinum þess byggðarlags. Þau urðu örlög hans að farast í ofviðri við að bjarga báti sínum Reyni EA 400 undan áföllum við höfnina á Sandinum. Sjómannsævin er oft stutt, á það erum við minnt nú þegar Svavar hverfur á svo sviplegan hátt. Mér var ætíð styrkur að vita af gömlum vini á Sandinum, þar sem rætumar liggja enn og sakna hans nú sárt. Svavar komst vel af eins og aðr- ir sem vinna mikið, en var aldrei efnishyggjumaður. Til þess var lífið honum of kært og hann lifði því á sinn hátt og safnaði hlýju sam- ferðafólks. Þeirri háttvísi og ein- lægni sem hann hlaut í arf miðlaði hann til samtíðar og gaf að lokum í minningu sína. Nú þegar hann er horfinn*og dagar hans komnir í hnotskurn, sést að hann var engum líkur, þessi venjulegi maður. Það var ekki fyrir trassaskap eða óiund sem hann gekk í land af einu aflahæsta skipi flotans og tók sér frí til að geta átt sumar með kær- ustunni, henni Kollu, og leikið fótbolta. Nú þykir slíkt ekki tiltölu- mál og jafnvel mannréttindi, en í þá tíð fannst mér það undarlegt mat á peningum. Um tvítugt kvæntist hann stúlk- unni sinni, Kolbrúnu Hilmisdóttur. Þau eignuðust sex mannvænleg böm sem nú eru á aldrinum 12—24 ára. Öll eru þau á Litla-Árskógs- sandi. Svavar var fjölskyldu sinni mikill vinur og alla tíð voru þau Kolla samhentir félagar. Um það leyti sem þau hófu bú- skap var mikið rót á fólki, en þau kusu að setjast að á Sandinum. Hann óx upp úr jarðvegi, þar sem hugsun var sú, að hafa afkomu í heimabyggð, ef nokkur kostur var. Sú hugsjón hefur sennilega meir en annað stuðlað að því jafnvægi sem enn er eftir í byggð landsins. Svavar var lengi driffjpðurin í knattspyrnuliði Reynis á Árskógs- strönd. Áhugi hans átti sér lítil takmörk. Þótti furðu sæta að lið úr svo fámennu byggðarlagi ætti sæti í annarri deild Islandsmótsins í knattspyrnu. En leikmenn voru flestir sjómenn og þurftu stundum að stökkva úr bátum sínum, beint í leiki á íslandsmóti. Svavar lék með fram yfir fertugt og skyldi sennilega aldrei hugtakið kynslóða- bil. Nú, við ótímabært lát vaknar gömul spuming sem oft hefur kom- ið fram á sorgarstund. Svarið er ekki til, en við skulum minnast þess að lífíð er merkilegt hlutverk og dauðinn framhald þess. Ungur tengdasonur Svavars, sem var hjá honum þegar báturinn sökk, bjarg- aðist á undraverðan hátt. Lýsing hans á því atviki er kafli í baráttu- sögu sjómanna, baráttu fyrir að fá að halda lífi við starf, sem er nauð- synlegt afkomu heillrar þjóðar, sem er alltof oft stríð við ofurefli íslenskrar veðráttu þar sem sjómað- urinn og fjölskylda hans bíður lægri hlut. Eg lýk þessum fáu kveðjuorðum um Svavar æskufélaga minn með ósk um að hann mæti á nýjum brautum þeim sömu dyggðum og hann var kunnur fyrir alla tíð. Fólkinu hans öllu á Litla- Árskógssandi votta ég dýpstu samúð. Kári Valvesson raðauglýsingar — raðauglýsingar | húsnæöi óskast | Okkur vantar litla íbúð handa reglusömum starfsmanni, helst í Hraunbæ. Upplýsingarísíma671210eðaá Krókhálsi 1. Gunnar og Guðmundur sf. fundir — mannfagnaöir ísfirðingar í Reykjavík og nágrenni! ísfirðingafélagið efnir til síðdegiskaffis á Hótel Sögu — Átthagasal — sunnudaginn 24. maí kl. 14.30. M.a. verða sýndar gamlar myndirfrá ísafirði og tekið lagið að sjálfsögðu. Notið tækifærið og hittið gamla kunningja í góðu yfirlæti. ísfirðingafélagið. Aðalfundarboð Aðalfundur Hjálms hf. Flateyri, 1987, verður haldinn í samkomusal fyrirtækisins laugar- daginn 30. maí og hefst kl. 16.00. Á dagskrá fundarins verður: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stúdentafagnaður Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 4. júní og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Miðasala á Hótel Sögu þriðjudaginn 2. júní og miðvikudaginn 3. júní kl. 16.00-19.00. raðauglýsingar Sjálfstæðiskonur Akureyri Félagsfundur í Kaupangi við Mýrarveg mánudaginn 25. mai kl. 20.30. Kosning fulltrúa á landssambandsþing sjálfstæðiskvenna sem haldið verður á Akureyri dagana 28., 29. og 30 ágúst nk. Önnur mál. Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn, Akureyri. Trúnaðarráðsfundur Hvatar Trúnaðarráð Hvatar er boðað til fundar i Valhöll, 1. hæð, mánudag- inn 25. maí kl. 17.00. Ræddar verða niðurstööur kosninganna og kosningastarfið. Stjórnin. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.