Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 52
§2 MÖRGÚNBLAÐIÐ, LÁÚGARDAGÚR 23! MAÍ 1987 Hróarskelduhátíðin Hin árlega Hróarskelduhátíð stendur fyrir dyr- um nú sem endranær og sem fyrr er þar að finna margt góðra tónlistarmanna, þó ekki hafi hátí- ðarskipuleggjendum tekist að ná sér í íslenska hljómsveit í þetta sinn. Hátíðin stendur helgina 3.-5. júlí, væntanlega í sól og hita. Að vanda reyna menn að skreyta sig með sem flestum stórstjömum og tekst býsna vel upp. Fremst í flokki fara The Pretenders sem Chrissie Hynde leiðir. Aðrir stórir eru Iggy Pop og Van Morri- son. Minni spámenn, en ekki lakari, eru The Wood- entops og góðkunningjar íslendinga Echo and the Bunnymen að viðbættri þungarokksveitinni The Cult. Bandaríkjamenn eiga einnig sína menn, frá þeim koma The Replacements, Tex-Mex hljómsveitin Los Lobos og blúsarinn Robert Cray með hljómsveit sinni. Ástral- ir eiga einnig sína sveitir á hátíðinni, sunnanað koma The Triffids, Stelarc, The Go-Betweens og The Hoo- DooGurus. Skandinavar eiga á hátíðinni Gnags hina dönsku, Anne Linnet og Marquis de Sade, Henning Stærk, Thomas Helmig bræðuma, Lars Hug, Little Eden frá Noregi, Wilmer-X frá Svíþjóð, Mats Ronand- er, einnig frá Svíþjóð, og stórsveitina Europe sem verða þar að hita upp fyrir íslandsför. Ótaldar eru þá alskyns aðrar uppákomur leiklistarkyns sem eiga eftir að setja svip sinn á hátíðina. Það virðist því augljóst að Hróarskelduhátíðin er nú sem fyrr mesta tónlistarhátfð Norðurlanda og ekki úr vegi að bregða sér yfír pollinn. Aðalstjarna Hróarskelduhátíðarinnar verður Chrissie Hynde með hljómsveit sinni The Pre- tenders. Gnags — hörkurokkarar úr Danaveldi — munu láta gamminn geisa í Hróarskeldu. Gary Moore í ★ ★ ★ ★ Ekki er Gary glaðlegur Góð vinkona undirritaðs hefur aldr- ei þolað Gary Moore og ég held að ástæðan sé nú aðallega sú hversu Ijótur hann er. Því verður ekki neit- að — Gary Moore er einn ljótasti maður rokksins að Alex Harvey gengnum. Hins vegar roá á það benda að Gary Moore er éinn af . lipmstu gítarleikumm Bretlands- eyja og hinn ágætasti lagasmiður að auki. Á plötunni „Wild Frontiers" tekst kauða að blanda saman frísklegu rokksándi og ómstríðri hljóman skoskrar hálandatónlistar. Að mínu mati er hér um bestu plötu Moores til þessa, en hana skortir þó herslu- muninn til þess að vera klassísk. Gítarleikurinn er óaðfinnanlegur, alls staðar má heyra ný brögð og brellur og það er engu líkara en að Gary sé að leika sér við gítarinn. Hvað lagasmíðamar varðar er undarlegt mál á ferðinni. Lögin em flest melódísk og ég leyfi mér að segja blíð. Til þess að auka á róman- tíkina neytir hann hálandahljóð- anna sem áður er getið. Á móti kemur svo hinn rífandi gítarleikur Moores. Utkoman er svar þunga- rokkara við Big Country og U 2. Fjórar stjörnur. Ozzyí toppformi ★ ★ ★ ★ Ozzy Osboume þykir einn algeggj- aðasti foringi rokksins og ekki að ástæðulausu. Það má rekja allt til þess er hann var á fleygiferð með Black Sabbath og síðan þá hefur hann ekki gert neitt, sem gæti feng- ið fólk til þess að róast. Vissulega er hægt að deila um ágæti Ozzys sem tónlistarmanns, en ekki verður af honum tekið að hann er meðal mögnuðustu sviðsmanna rokksins. Eftir að kappinn hætti í Black Sabbath hefur hann verið með alls konar menn á bak við sig; nú síðast með gitarhetjuna Jake E. Lee, sem hætti fyrir skömmu — nennti þessu ekki lengur. Fyrir nokkmm ámm var hann hins vegar með gítarleik- ara að nafni Randy Rhoads og þótti sá einn alefnilegasti rokkgítarleik- ari seinni ára. Sá ferill varð þó endaslepptur eftir að Randy lést skyndilega. Nú — eftir fimm ára bið er loks gefín út „live“-plata með Ozzy og Randy. Þessi plata er í einu orði sagt stórkostleg, ef maður hefur gaman af rokki í þyngri kant- inum. Hætt er við því að aðrir hefðu takmarkaðri ánægju. Greinilegt er að Randy var gítar- leikari í fyrsta flokki, og hefði hann lifað væri hann eflaust orðinn einn af tíu bestu gítarleikumm heims. Undirrituðum finnst hann reyndar fullskreytinn, en í þessari tegund tónlistar er það yfirleitt bara betra. „Gítarleikurinn er þróttmikill og frumlegur og Randy fellur sjaldan eða aldrei í gryfju gamalla frasa. Fyrir aðdáendur Ozzys er alger nauðsyn að eignast þessa plötu, því að hér er hann eins og hann verður bestur. Eldri „live“-platan, „Speak of The Devil“, sem tejcin var upp á Ritz í New York-borg, var hreint drasl í samanburði við þessa. Þeir sem leika með Ozzy og Randy þarna em þeir Rudy Sarzo og Tommy Aldridge, sem höfðu verið með Randy í Quiet Riot. Þeir em nú komnir í WhiteSnake. Á plöt- unní er safn gamalla og góðra Ozzy-laga auk annarra, sem ekki hafa heyrst áður. í stuttu máli sagt er þetta besta plata Ozzys til þessa. A.M. Plötudómar Góður grautur ★ ★ ★ ★ ★ Camper van Beethoven er ein af þessum hljómsveitum sem ómögulegt er að staðsetja eða flokka. Tónlistin sem sveitin spilar er nefnilega úr öllum áttu og af öllum ótrúlegustu gerðum. Tólftomman Take the Skinheads Bowling er einmitt gott dæmi um það. Á annarri hliðinni er eitt besta popplag sem heyrst hefur síðastliðin þijátíu ár eða svo en á hinni hliðinni bregður fyrir stórskemmtilegum tónlist- argraut sem í em brot af bandarískri sveitatónlist, rússn- eskri þjóðlagatónlist og ég veit ekki hveiju öðm. Ógleymanleg tóftomma. Vaggan ★ ★ ★ Breska hljómsveitin East- erhouse var talin ein efnileg- asta hljómsveit Bretlandseyja efir fyrstu plötuna sem hét einfaldlega Easterhouse. Fyrir skömmu leystist hljóm- sveitin síðan upp. Sumir sögðu það vera vegna pólitísks ágrein- ings en aðrir vegna persónu- legra deilna. Ivor Perry, annar bræðranna sem sömdu allt í Easterhouse, gekk úr sveitinni HIGH The Cradle og stofnaði þegar aðra hljóm- sveit með Gary Rostock, fyrmm trommara Easterhouse, sem byggja á á sama pólitíska gmnni og Easterhouse. Hljómsveitina nefndu þeir The Cradle. Ivor er mikill kommúnisti, þó ekki sé hann að sama skapi skynsamur. Textarnir kafna ein- att í klisjum og tilgerðarlegum slagorðum en tónlistin er bítandi og góð. Árni Matt Donington á hreinu Nú er loks ljóst hvetjir munu leika á tónleikahátíðinni Monsters of Rock í Donington, helgina 22. ágúst. Aðalnúmerið verður Bon Jovi svo sem áður hafði fram komið, en auk þeirra verðá á svæðinu brotajárnssveit- in Metallica. Þá munu Cinderella, Anthrax og WASP ennfremur bræða eym og nísta hjörtu viðstaddra. Hins vegar munu hinir sísvikulu liðs- menn Judas Priest ekki koma fram. Enn hefur ekki frést af hópferð íslendinga suður á England, en frá slíku verður skýrt um leið og til fregnast. A.M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.