Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 56
VRPf ?AM r‘r’ fT”DAfIHAí)UA.r fTTfTA.TÍTKITDfTOM 56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 t Móðir okkar, KRISTBJÖRG TORFADÓTTIR, Rauðarárstig 7, lést í Borgarspítalanum 22. maí. Guðrún, Anna, Krlstfn, Jón, Baldur Aspar. t Konan mín, GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Stóru-Tungu, Dalasýslu, lést í sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 21. maí. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd barna, tengdadætra og barnabarna, Pétur Ólafsson. Eiginmaður minn. t RÓBERTG. JENSEN, Háengi 15, Selfossi, andaöist í Landspítalanum aðfaranótt 21. maí. Jóna Gissurardóttir. t Móðir okkar. HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR frá Sóleyjartungu, andaðist í sjúkrahúsi Akraness 21. maí. Börnin. t Faðir minn, ÞÓRÐUR STURLAUGSSON, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur Sturla. Petrína G. Halldórs- dóttir — Minningarorð Fædd 24. september 1897 Dáin 17. maí 1987 Elli þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. (Steingrimur Thorsteinsson.) Þann 17. maí síðastliðinn barst okkur sú sorgarfregn að móður- amma mín, Petrína Guðríður Halldórsdóttir, væri látin. Góð amma er gengin. Að leiðarlokum langar okkur nú til að minnast hennar. Hún fæddist að Seljum í Helgafellssveit en árið 1926 fluttist hún til afa míns, Hauks Sigurðsson- ar (sem lést 13. sept. 1982), að Amarstöðum í sömu sveit, og 1930 gengu þau í hjónaband sem báðum reyndist farsælt. Ung hóf ég komur mínar til ömmu og afa og aldrei leið það sumarið sem ég sótti þau ekki heim. Þangað var alltaf gott að koma og alltaf voru sömu hlýju móttökumar sem ég fékk hjá þeim ömmu og afa. Avallt var mér og minni fjöl- skyldu rausnarlega tekið með dekkhlöðnu borði af kökum og brauði og var vel fyrir því séð að enginn færi svangur frá þeim. Hún hafði þann einstaka hæfíleika að smita aðra með sinni léttu lund svo öllum leið vel í návist hennar. Fyrir þessar samverustundir sem við fengum að eiga með henni emm við nú þakklát. Heiðarleiki, traust og trú vom einkenni hennar ásamt einlægni og elsku. Amma mín var mikil hannyrðakona og sannkölluð listakona á því sviði. Em það marg- ar fætur og hendur sem sokkar og vettlingar hennar hafa og munu ylja um dagana. En amma mín fékk svo sannar- lega að kynnast því að lífíð er ekki ein gleðiganga, en þá komu hinir stórkostlegu mannkostir hennar og dugnaður í ljós, þótt syrti í álinn skal sótt á brattann og lífínu skal haldið áfram. Á síðastliðnum ámm átti hún við mikla vanheilsu að stríða. Mjög var af henni dregið undir það síðasta en trúin á líf að þessu loknu og fundina við ástvin- ina látnu styrki hana. Hún var yndisleg manneskja sem kvaddi sátt við allt og alla. Nú að leiðarlokum viljum við þakka henni fyrir þær góðu stundir sem við fengum að eiga með henni. Móður minni og systkinum henn- ar vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar á ókomnum æviámm. Blessuð sé minning góðrar ömmu. Fríða og fjölskylda Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Sb. 1886 - V. Briem.) I dag 23. maí verður til moldar borin elskuleg móðir mín Petrína Guðríður Halldórsdóttir, Amarstöð- um. Eftir rúma mánaðarlegu lést hún í sjúkrahúsi Stykkishólms. Hún giftist föður mínum, Hauki Sigurðssyni, 22. nóvember 1930 og bjuggu þau á Arnarstöðum allan sinn búskap en faðir minn lést 13. september 1982, þá 84 ára. Hjóna- band þeirra var farsælt og aðdáun- arvert hve samhent þau unnu við búskapinn, heimilið og stóran bamahóp. Móðir mín helgaði sig heimilinu, bömum og búskapnum svo ekki vom margar ferðimar utan þess. Aldrei heyrðum við systkinin hana tala Ijót orð. Móðir mín var alveg t KARL SIGURÐUR SIGFÚSSON kaupmaður, Höfn, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju mánudaginn 25. maí kl. 14.00. Þeir sem viidu minnast hins látna eru vinsamlegast beðnir að láta minningarsjóð Ingibjargar Guðmundsdóttur, konu hans, njóta þess. Guðmundur Sigurðsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Olga Sigurðardóttir, Svanhvít Sigurðardóttir, María Moritz Sigurðardóttir, Sigfús Sigurðsson, barnabörn og Sigrfður Jóhannesdóttir, Siguröur Hannesson, Þórir Matthíasson, Viðar Þorbjörnsson, Sigrún Hauksdóttir, aðrir vandamenn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, Grettisgötu 6, Reykjavik, verður jarðsungin frá Selfosskirkju mánudaginn 25. mai kl. 1 3.30. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Jón Geir Árnason, Sigrfður Einarsdóttir, Sigurður ísfeid Árnason, Sólrún Einarsdóttir, Lóa Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför bróður míns og mágs, ÓSKARS JÓNS GUÐJÓNSSONAR, sem lést 17. maí sl. fer fram frá kapeliunni í Fossvogi mánudag- inn 25. maí kl. 10.30 f.h. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á líknarstofn- anir. Fyrir hönd systkina. Guðrfður Guðjónsdóttir, Helgi Gunnarsson. Björn Brynjar Gíslason - Kveðja Fæddur 14. apríl 1968 Dáinn 14. maí 1987 Björn Brynjar, 19 ára systurson- ur minn, var fæddur 14. apríl 1968. Ég vil muna lítinn dreng sem gaf okkur ljós að lifa við. Það _er erfítt að skilja þennan heim. Ég var 12 ára þegar systir mín, Ragnheiður, eignaðist lítinn dreng, hann Bjöm Brynjar. Það var eins og ég eignaðist bróður. Það varð ljós í hjartanu og birti í hugan- um. Þessi gleðigjafi lét okkur lifa á ný. Björn Brynjar var í fýrstu með okkur á heimili móðurforeldra sinna í Ólafsfírði. Þar kallaði þessi litli gullkollur smám saman fram bros á allra andlit. Það var yndislegt að fylgjast með fyrstu spomnum og ærslunum. Bibbi, eins og hann var kallaður, eyddi fyrstu 14 ámnum í Ólafsfírði með fjallið og skíðin við bæjardyrn- ar. Það var ótrúlegt hve íþrótta- mannsvísirinn varð snemma Ijós. Skíðaíþróttin varð þó fljótlega ofan á og átti hug hans allan. Það vom mínar bestu stundir þegar ég heimsótti Bibba og þegar hann heimsótti okkur síðarmeir á mitt heimili. Aðeins það að hafa nafn hans í huganum var alltaf gleðitákn. Mamma hans og systkini bjuggu síðan á Akureyri í tvö ár. Þar hélt Bibbi áfram að stunda skíðin og lauk gmnnskólanámi með góðum árangri, eins og í öllu sem frændi minn kom nálægt. Fjöll og dalir Noregs með snjóbreiðum sínum freistuðu ungs pilts og Bibbi valdi sínar eigin brautir. Skíðin og góður námsárangur gerðu honum kleift að komast í íþróttamenntaskóla í Oppdal í Noregi þar sem hann var síðan næstu þijá vetur. Hamingjan réði því að ekki var langt heim fyrstu árin þar sem mamma hans bjó í Osló um tíma. Það var ungur maður sem ég hitti um jólin þegar hann var heima hjá mömmu sinni og fjölskyldunni sem nú var komin til Reykjavíkur. Hægláta brosið hans og hláturinn lýstu orðið meiru en glettni og lífsorku. SíðasUiðna páska kom hann heim til íslands og hélt upp á afmælið sitt ásamt unnustu sinni sem kom með í heimsókn til lands- ins hans. Ungur maður með lífshamingjuna við hlið sér. Björn Brynjar átti litlu ólokið af mennta- skólanum og undirbúningurinn fyrir skólalok hafínn, húfukollurinn var tilbúinn. En það varð engin hátíð í Oppdal. Eitt augnabliks slys — og hann er hér ekki lengur. Það ríkir sorg í norskum dölum og isienskum fjörðum. Hjörtu eru brostin og hugur okkar lokaður. Engin móðir getur átt meira en hann Bibba. Engin móðir getur gefið barni sínu meira en systir mín gaf syni sínum. Engin móðir getur misst meira. Unnustu hans er allt horfið. Systkini hafa misst besta bróður. Sorgin getur aldrei orðið meiri. sérstök, alltaf svo blíð og góð og vildi öðrum gott gera ef hún gat. Aldrei sá ég móður mína öðruvísi en vinnandi og ef hún settist niður þá var hún komin með pijónana sína. Hún pijónaði einnig útpijón, bæði herðasjöl, peysur og öll föt saumaði hún á börnin sín. Móðir mín fékk svo sannarlega að kynn- ast því að stutt er á milli gleði og sorgar, en þá komu hinir stórkost- legu mannkostir hennar og dugnað- ur í ljós, þótt syrti í álinn skal sótt á brattann og lífínu skal haldið áfram. Móðir mín var fram á síðustu stundu alveg ern og teinrétt í baki þrátt fyrir mikla vinnu á æviárum sínum. Ég man hvað við systkinin höfum gaman að því þegar móðir okkar spilaði á orgelið og söng með. Haf þökk fyrir söng þinnar sálar þú söngst inn i hjarta mitt yl. % heyrði þá eilífðar óma þá æðstu, sem lífið á til. Þér tónamir titmðu á vömm í tilbeiðslu, lotning og þrá ég bið nú guð minn að geyma gullfögra tónana þá. (Niður daganna H. Ólafsdóttir) Hafi elsku móðir mín þökk fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Guð varðveiti hann í Jesú nafni. Sigríður Hauksdóttir Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans saknað. Þeir em himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Það er erfítt að skilja heiminn á svona stundu. Erfítt að hugga. En vissan um að lífið er hér aðeins augnablik úr eilífðinni og að leiðir okkar allra liggja saman að lokum getur veitt okkur ró. Ljósið sem hann gaf okkur mun lifa í huga okkar. Við sem þekktum gleðina dáirL byggir hún hjörtu okkar og brýnir þar egg sársaukans svo að við umberum hann. (Þuriður Guðmundsdóttir) Björn Brynjar var eins og engill sem fór um líf okkar og verður þar um alla eilífð. Sveinn R. Brynjólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.