Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 29 Óvenju mikill snjór á hálendinu Enda þótt landsmenn hafi dæst vegna mikils hita síðustu daga, er enn óvenju mikill snjór á hálendinu. Á þessari mynd, sem Árni Sæberg tók í gær er horft yfir Hrútfell og Kjöl til Hofsjökuls og eru Kerlingarfjöll lengst til hægri. Hvað eru íbúasamtök? FULLTRÚAR minnihlutaflok- kanna i borgarstjórn lögðu fram á fundi á fimmtudagskvöldið til- lögu um ráðningu starfsmanns á skrifstofu borgarinnar, er ann- ast muni sérstaklega tengsl við ibúasamtök í borginni. Snarpar umræður spunnust um þessa til- lögu og var henni vísað til borgarráðs með atkvæðum meirihluta. Tillaga minnihlutaflokkanna var svohljóðandi: Borgarstjóm samþykkir að koma á auknum tengslum við íbúa og íbúasamtök borgarinnar með eftir- farandi hætti: 1. Ráða starfsmann á skrifstofu Reykjavíkurborgar, sem annist sérstaklega tengsl við íbúasamtök í borginni. Starfsmaðurinn skal taka við erindum íbúasamtaka, koma þjim til réttra aðila í borgar- kerfinu og fylgja eftir afgreiðslu þeirra. Jafnframt skal hann sjá um útgáfu fréttabréfs, sem gegnir Undir umræðu um skýrslu stjóm- ar dagvistunar, lagði Kristín Á.Ólafsdóttir (Alþýðubandalagi) til að tillaga sín, sem hún hafði borið upp í stjórn dagvistunar yrði sam- þykkt. Áðdraganda þessarar tillögu sagði Kristí vera bréf frá foreldra- og kennarafélagi Vesturbæjarskól- ans, þar sem á það er bent að þar gagnkvæmu upplýsingastreymi milli íbúasamtaka og borgaryfir- valda. 2. Koma á sameiginlegum við- talstímum borgarfulltrúa í hverfum borgarinnar. Borgaryfirvöld skipu- leggi og auglýsi þessa viðtalstíma. Krístín A. Ólafsdóttir (Alþýðu- bandalagi) fylgdi tillögu þessari úr hlaði og gat þess að á ráðstefnu 11 íbúasamtaka hefðu komið fram óskir um betri tengsl og upplýsinga- streymi milli samtakanna og borgarkerfið. „Minnihlutinn vill með þessu ýta undir íbúasamtökin og stuðla að stofnun fleiri sam- taka.“ Davíð Oddsson taldi að um galla væri að ræða á þessari tillögu; upp- lýsingarfulltrúi ætti að þjóna öllum borgarbúum en ekki íbúarsamtök- um. „Það er gott að eiga samskipti við íbúasamtökin og geta þau oft gert gagn, enda hefur verið veittur árlegur styrkur til þeirra. Borgar- stjórn er hins vegar eini lýðræðis- sé ekkert skóladagheimili og skorað á borgaryfirvöld að bæta þar úr. Kristín kvað þetta hverfi vera einna verst sett að því er þetta varðaði. Júlíus Hafstein (Sjálfstæðis- flokki) lagði til að þessari tillögu yrði vísað til fjárhagsáætlunar fyrir 1988 og var það samþykkt með níu atkvæðum með fjórum. lega kjörni fulltrúi borgaranna og getur ekki orðið um neitt framsal umboðs til íbúasamtakanna; menn mega ekki rangtúlka bvað þau standa fyrir." Lagði hann til að málinu væri vísað til borgarráðs og rætt samhliða tillögu um upplýs- ingarit fyrir borgarbúa, sem þar væri nú til meðferðar. Einnig minnti Davíð á, að tíð meirihluta vinstri- manna hefði Markús Örn Antons- son fyrrverandi borgarfulltrúi komið með tillögu um skipan upp- lýsingafulltrúa, en því hefði verið hafnað af hálfu vinstrimanna, þar ?em hér væri bara um „áróðurs- meistara" að ræða. „Ef til vill er rétt að dusta rykið af þessari til- lögu.“ Sigrún Magnúsdóttir (Framsókn- arflokki) mótmælti því að hér væri verið að framselja vald, aðeins væri verið að reyna efla tengsl við sam- tökin, enda hefðu borgarfulltrúar litla yfirsýn yfir hvert hverfi. Siguijón Pétursson (Alþýðu- bandalagi) kvaðst vegna góðrar reynslu sinnar af starfsemi íbúa- samtakanna styðja þessa tillögu, en hins vegar óttaðist hann að þessi fulltrúi yrðu full leiðitamur meiri- hlutanum. Össur Skarphéðinsson (Alþýðu- bandalagi) kvað borgarstjóra aðeins vera hræddan við fólkið og þætti sér það skiljanlegt, samanber fund- inn í Foldasskóla, þar sem Davíð hefði verið minntur á gefin loforð. „íbúasamtökin er borgarstjórn nauðsynlegt aðhald; sumir sjálf- stæðismenn gera sér grein fyrir því, en Davíð ekki.“ Júlíus Hafstein (Sjálfstæðis- flokki) vakti athygli á því, að órökrétt væri að tala um upplýsing- arfulltrúa íbúasamtaka, þar eð fyrirbærið íbúasamtök væri ekki skilgreint og engin takmörk á því hversu margir eða fáir væru í því þeim. Réttara væri því að tala um upplýsingafulltrúa íbúa. Einnig vildi Júlíus gjalda varhug við orðalagi greinargerðar tillögunnar, en þar væri talað um „umboðsmann" íbúa- samtakanna. Slík ætti staða upplýs- ingafulltrúans ekki að vera. Gæslukonur fá ekki launahækkun ALLIR fulltrúar minnihluta- flokkanna að frátöldum Sigurjóni Péturssyni lögðu á borgarsljórnarfundi á fimmtudagskvöldið til ein- hliða eins flokks launahækk- un til handa gæslukonum á leikvöllum. Tillagan var felld með atkvæðum meirihlutans. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvennalista) hafði framsögu fyrir eftirfarandi tillögu, sem allir fulltrúar minnihlutans, að frátöldum Siguijóni Péturssyni (Alþýðubandalagi) stóðu að: „Borgarstjórn samþykkir að hækka laun gæslukvenna á leik- völlum borgarinnar um einn launaflokk um fram það, sem samþykkt borgarráðs frá 14. apríl s. 1. gerði ráð fyrir. Þær hafi því laun samkvæmt 225. og 226. launaflokki frá 1. mai s. 1. að telja.“ Ingibjörg kvað tilefni þessar- ar tillögu vera bréf gæslukvenna til borgarráðs, þar sem vakin var athygli ráðsins á því mis- ræmi sem væri á milli þeirra og annarra kvenna í uppeldisstörf- um. Ingibjörg Sólrún taldi ákvörðun borgarráðs vissulega hafa verið umdeilda á sínum tíma, en hins vegar væri það skoðun flutningsmanna að um óeðlilega mismunun væri hér að ræða, sem rétt væri að leiðrétta. Siguijón Pétursson kvaðst ekki getað staðið að þessari tillögu af „prinsipástæðum“, enda tryði hann á fijálsa samninga, en hins vegar styddi hann hana á sömu forsendum og flutningsmenn. Davíð Oddsson lagði til að þessi tillaga væri felld, þar eð borgarstjórn væri ekki réttur vettvangur til að ræða slík mál og var tillagan felld með níu atkvæðum gegn sex. Skóladagheimili við Vesturbæjar- skóla: Vísað til fjárhags- áætlunar 1988 KRISTÍN Á. Ólafsdóttir lagði fram tillögu þess efnis á borgarstjórn- arfundi á fimmtudagskvöld, að samþykkt yrði aukafjárveiting til byggingar skóladagheimilis við Vesturbæjarskóla. Meirihlutinn sam- þykkti að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunar 1988. Heimsmeistara- mót unglinga: Einvíg’i endatafls- sérfræð- inganna varð aðeins 25 leikir Skák Guðmundur Sigurjónsson í fyrstu umferðum heimsmeist- aramóts unglinga yngri en 16 ára varð Hannes Hlífar Stefánsson að tefla endatöfl, þar sem hann hafði ýmist lítið frumkvæði í upphafi eða jafnvel ekkert. Fljótt kom í ljós, að hann skildi þennan þátt skákarinnar betur en félag- ar hans og því ávaxtaði hann sitt pund vel og vann hveija skákina á fætur annari. En það var annar piltur þaulsætinn í salnum og tefldi hann hvert endataflið af öðru af stakri prýði og halaði inn vinningana. Leiðir þeirra hlutu að liggja saman. I 5. umferð kom að því að þessir ungu menn, sem skildu hin dýpri rök skákarinnar betur en hinir táningarnir, mætt- ust. Búist var við langri skák en það fór á annan veg. Hvítt: Hannes Hlífar Svart: Delchev (Búlgaríu) Sykileyarvörn. 1. e4 - c5; 2. Rf3 - d6; 3. d4 - cxd4; 4. Rxd4 - Rf6; 5. Rc3 — Rc6; 6. Be2 — g6; (Svart- ur teflir drekaafbrigðið.)7. 0_0 - Bg7; 8. Be3 - 0-0; 9. Rb3 - Be6; 10. f4 - Ra5; 11. Rd4 (Algengara er 11. f5 en Hannes er ekki vel lesinn í öllum byijunum enn sem komið er.) 11. ...Bc4; 12. Bd3 — e5?!; (Svartur reynir að hrifsa til sín frum- kvæðið, en hefur ekki árangur sem erfiði. Betra var: 12. ...Hc8.) 13. Rb3 — d5; (Þetta var hug- myndin) 14. Rxa5 — Dxa5; 15. Bxc4 — Dxc4; 16. fxe5 (Engu siðra var: 16. f5.) 16. ...Ha—d8?; (Svartur kemur hróknum í leik- inn með leikvinningi en Hannes sýnir strax fram á að þetta er óráð hið mesta.) ■ m+m HÁfR A JÉL m. ■ 2 o & m m a ö & aa « b C d * f g h 17. exf6! (Hannes lætur drottn- inguna af hendi, því að hann fær gott verð fyrir hana og sókn að auki.)17. ...Hxdl; 18. Haxdl - Bh8; 19. Bh6 (Það er ekki nóg með að hróknum sé ógnað heldur hótar hvítur einnig Rc3-d5—e7 mát.)19. ...Bxf6; (Hjá enn frekara mannfalli varð ekki komist.)20. Hxf6 — He8; 21. Hf—d6 (Nú má svara 21. ...Dh5 með 22. Hd8. Svartur er með tapað tafl.)21. ...Dc5+; 22. Hhl - f5; 23. Hd7 - g5; (Þessi leikur er út í hött, en það fannst engin vörn í stöðunni.) 24. Hg7+ - Kh8; 25. Hd - d7 og svartur gafst upp. Hann verður mát eftir 26. Hxh7+ - Kg8; 27. Hd —g7+ - Kf8; 28; Hh8 mát. Hannes Hlífar var nú kominn með 5 vinninga eftir 5 umferðir. Aðrir höfðu færri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.