Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Islenzka 1987 HÉR fer á eftir samræmt próf í 9. bekk í íslenzku, sem fór fram fimmtudaginn 30. april sl. í prófinu eru þrír meginþætt- ir, stafsetning, sem gildir 15 stig, beygingar, orðflokkar, orðmyndun, setn- ingarfræði og hljóðfræði, sem gildir 35 stig, og lesskilningur: lesnir og ólesnir textar, sem gildir 50 stig: I. Stafsetning (15 stig) A. Eyðufyllingar eftir upplestri. í eftir- farandi frásögn vantar nokkur orð. Bættu þeim orðum, sem kennarinn les, inn í eyðurnar. Leitarmenn báru þungar og gengu eftir ósléttum troðningum. Var ekki að furða þó að þeir þreyttir og þeim tilveran heldur dapurleg. Ekki bætti úr skák að það stöðugt og upp úr miðjum tók að hvessa. B. Skrifaðu eftir upplestri. Forvígismenn stórveldanna í austri og vestri hittust í Reykjavík síðastliðið haust. Verður fundurinn sjálfsagt lengi í minnum hafður. Allt í einu var ísland i brennidepli og hingað flykktust þúsund- ir fréttamanna. Margt gekk úr skorðum þá daga sem leiðtogarnir dvöldust hér. Kennsla var felld niður í tveimur skólum í borginni og hús þeirra lögð undir þjón- ustu við fréttaritara. Miklar ráðstafanir voru gerðar til að tryggja öryggi gest- anna og var sumum hverfum borgarinn- ar lokað í því skyni. Eftir margvíslegar athuganir var ákveðið að Bandaríkjaforseti og leiðtogi Rússa ræddust við i Höfða. Það er gam- alt hús sem stendur einstakt niðri við sjó og telja sumir að þar sé reimt. Allan sólarhringinn var haldinn strangur vörð- ur um húsið og varðskip lónaði utan við landsteinanna. En hver varð árangurinn af fundi leið- toganna? Niðurstöður hafa verið skýrðar á ýmsan hátt. Svo mikið er víst að ekki náðu þeir samkomulagi um afvopnun. II. Beyging’ar, orðflokkar, orðmyndun, setningafræði, hljóðfræði (35 stig) 1. Felldu mannanöfnin, sem í svigunum standa, rétt inn í eftirfarandi málsgrein- ar. Ég sagði (Unnur) að koma í veisluna hjá (Signý) um helgina. Viltu fara til (Sigþór Óm) og láta hann vita. 2. Greindu föll undirstrikuðu orðanna í eftirfarandi málsgrein. Við sáum mörg nýfædd böm á fæðingar- deild spítalans. nýfædd spítalans 3. Strikaðu undir þau orð í eftirfarandi setningum sem standa í lýsingarhætti þátíðar. Mér var mjög vel tekið hjá liðinu og það kom sér vissulega á óvart hve leikmenn voru mér hjálplegir. Til að mynda var mér strax fylgt til framkvæmdastjórans sem bauð mér í mat. Um síðustu helgi lék ég þokkalega en ég hef þó oft leikið betur. 4. í eftirfarandi málsgrein eru sagnorð í viðtengingarhætti. Hvaða hlutverki gegnir viðtengingarháttur þar? Væri ég duglegri við bréfaskriftimar fengi ég fleiri svör. Svar: 5. Greindu undirstrikuðu orðin i eftirfar- andi málsgrein í orðflokka. Síðastliðið ár verður lengi í minnum haft vegna leiðtogafundar og aðgerða hvalfrið- unarmanna. verður lengi mínum vegna og hvalfriðunarmanna 6. Myndaðu þrjú nafnorð af sagnorðinu að aka, með eða án hljóðbreytingar. Ekki má nota nema einu sinni sama stofninn af sögninni. 1. 2. 3. 7. Myndaðu lýsingarorð af eftirtöldum nafnorðum. þögn synd Svíi 8. Skrifaðu eftirfarandi texta og lag- færðu málfar án þess að merking raskist. Unglingar hafa um marga valkosti að velja í tómstundum svo að þeim vantar tíma til að sinna öllu sem í boði er. 9. Til hvaða setningarhluta teljast undir- strikuðu orðin i eftirfarandi málsgrein- um? a) Vélarnar verða reyndar á morgun. Svar: b) Ræðumenn skýrðu stuttlega afleiðingar af stefnu stjórnvalda. Svan 10. Settu sviga utan um forsetningarliði í eftirfarandi málsgrein. Nonni opnaði dyrnar af einskærri forvitni og gægðist inn fyrir. Það marraði ískyggi- lega í hjörunum. 11. Hver eftirfarandi skilgreininga á, best við frumlag? ( ) Frumleg er fallorð sem stendur með andlagi og segir hvað einhver gerir. ( ) Frumlag er í nefnifalli og skýrir sagn- fyllinguna nánar. ( ) Frumlag er fallorð í nefnifalli. ( ) Frumlag er fallorð í nefnifalli og táknar oft geranda. 12. Skiptu eftirfarandi málsgrein í setn- ingar með lóðréttum strikum og skrifaðu á línuna fyrir ofan hvort þær eru aðal- setningar eða aukasetningar. Ekki verður sagt að um auðugan garð sé að gresja um heimildir Þegar kanna skal viðhorf íslendinga til móðurmálsins að fornu. 13. Breyttu beinni ræðu í eftirfarandi málsgreinum í óbeina ræðu. Skrifaðu svarið á auðu línurnar. Stúlkan spurði kennarann hvernig honum liði. „Prýðilega," svaraði hann, „enda á ég mesta gæðahúsbónda." 14. Dragðu hring um þá stafi í eftirfar- andi málsgrein sem tákna önghljóð. fönn net lögur sumar kúla bið 15. Skrifaðu tvö orð sem í eru nefhljóð. Dragðu hring um þá stafi sem tákna þau. 16. Strikaðu undir þau orð í eftirfarandi málsháttum sem borin eru fram á mis- munandi hátt eftir landshlutum. Það er hveijum kunnast er hann kaupir dýrast. Ekki er bagi þó bróðir sé nefndur. Mennt er máttur. III. Lesskilningur (50 stig) A. Lesnir texta 1. Úr Gísla sögu Súrssonar (12 stig) „Líður nú til þess er dagur kemur. Er þá tekið lík .(X) og brott kippt spjótinu og til graftar búið og er þar að sex tugir manna, fara nú á Hól til Gísla. Þórður hinn huglausi var úti, og er hann sér liðið, hleyp- ur hann inn og segir að her manns fer að bænum og var hann allmjög flaumósi (óða- mála). „Það er vel þá,“ segir Gísli og kvað vísu ... Nú koma þeir á bæinn, Þorkell og Eyjólfur; ganga að lokrekkju þeirri sem Gísli hvíldi í og kona hans en Þorkell, bróð- ir Gísla, gengur upp fyrir hvílugólfið og sér hvar að skór Gísla liggja, frosnir og snægu- ir allir; hann skaraði þá upp undir fótborðið og svo að eigi skyldu sjá þá aðrir menn. Nú fagnar Gísli þeim og spyr tíðinda. Þorkell kvað bæði mikil og ill og spyr hveiju gegna mundi eða hvað þá skal til ráða taka. „Skammt er þá milli illra verka og stórra,“ segir Gísli; „viljum vér til þess bjóðast að heygja (X) og eigið þér það að oss og er það skylt að vér gerum það með sæmd.““ a) Hver eru hin stóru og illu verk sem Gísli nefnir? b) Hvað gefur þessi texti til kynna um skaplyndi___ Þórðar? Gísla? c) Greinið í stuttu máli frá því sem er ólíkt með þeim bræðrum, Gísla og Þor- katli, eins og þeim er lýst í Gíslasögu. 2. Verkefni úr valbókum (12 stig) Leystu verkefni úr þeirri bók sem þú hefur lesið í vetur. Ætlast er til að svar- ið sé stutt ritgerð. Sérstakt tillit verður tekið til málfars og framsetningar (heim- ilt er að gera uppkast á rissblöð). Anna frá Stóru-Borg Samskipti Önnu og Páls lögmanns. Styðjast skal við eftirfarandi leiðsögn: Gerðu grein fyrir framkomu lögmannsins gagnvart Hjalta og lýstu skoðunum þínum á við- brögðum Önnu í viðskiptum hennar við bróður sinn. Islandsklukkan Styrkur Jóns Hreggviðssonar í erfíðleikum. Styðjast skal við eftirfarandi leiðsögn: Jón lendir í margs konar erfiðleikum og mann- raunum en bugast aldrei. Segðu frá því hvemig hann bregst við slíkum aðstæðum og lýstu skoðun þinni á því hvert hann sækir sér styrk og hugrekki. Punktur punktur komma strik Skólaganga bama og unglinga í sögunni. Styðjast skal við eftirfarandi leiðsögn: Gerðu grein fyrir skólanum eins og honum er lýst og segðu frá skoðunum þínum á nemendum og kennurum í sögunni. Vögguvísa Áhugamál og félagsskapur unglinganna. Styðjast skal við eftirfarandi leiðsögn: Segðu frá félagsskaþ og helstu áhugamálum unglinganna í sögunni og lýstu skoðun þinni á unglingunum og framkomu þeirra. Þar sem djöflaeyjan rís Tómas kaupmaður (Tommi). Styðjast skal við eftirfarandi leiðsögn: Gerðu grein fyrir samskiptum Tómasar við aðrar sögupersónur, einkum við Karólínu og strák- ana. Nafn sögu: . . . * B. Olesnir textar 1. Ljóð (11 stig) Veldu annað ljóðið og lestu það með at- hygli. Leystu verkefnin við það ljóð sem þú velur. Má ég kynna mjúkhentan skrifstofumann í röndóttum miðborgarfötum með forhertan bindishnút skínandi silfurhnappa leyfist mér að kynna orðvaran skrifstofumann með gildan björgunarhríng vaxandi túngl í hvirfli frjálshyggjumann með slíðraðan pappírshníf þerriblað til reiðu í þrítugri sátt við norðanvind og stöðumælaverði heim að kveldi í öryggisbelti á löglegum hraða skyldi hann hafa eitthvað að fela (Birgir Svan Símonarson) a) Útskýrðu líkinguna sem felst í orðun- um „vaxandi túngl í hvirfli“. b) Lýstu með þínum eigin orðum útliti og innræti persónunnar sem kynnt er í ljóðinu. Láttu m.a. koma fram hvort þér finnst gæta samúðar með persónunni í ljóðinu eða andúðar. Keflavík: * Iþróttaaðstaða opnuð fyrir almenning KEFLVIKINGUM gefst nú kost- ur á að notfæra sér alla þá íþróttaaðstöðu sem bærinn hefur uppá að bjóða og njóta tilsagnar kunnáttumanna á þessum svið- um. íþróttaráð Keflavíkur hefur skipulagt trimmherferð og er fólki hehnilt að koma þegar þvi hentar. í síðustu viku var fyrsti auglýsti tíminn og var þátttaka meiri en menn höfðu búist við og greinilega mikill áhugi meðal fólks á að njóta útivistar og hreyfingar. Guðni Kjartansson, hinn gamal- kunni íþróttamaður og íþróttakenn- ari, verður leiðbeinandi til að byija með og verður hann í íþróttahúsinu við Sunnubraut á mánudögum og miðvikudögum á milli kl. 17.00 og 20.00. Guðni sagði að fólki yrði leiðbeint með hvernig heppilegast væri að byija og ráðlagði hann mönnum að fara varlega í sakimar í fyrstu. Alltof algengt væri að fólk færi of geyst af stað og væri svo marga daga að ná sér fyrir bragðið. Hafsteinn Guðmundsson, for- maður íþróttaráðs, var ákaflega ánægður með áhuga fólks á trimm- námskeiðinu og sagðist vilja hvetja menn til að notfæra sér þá aðstöðu sem í boði væri. Kunnur kappi, Noel Johnson, sem er 88 ára, mætti á fyrsta degi námskeiðsins og skýrði frá reynslu sinni af líkams- rækt og notkun blómafræfla. Johnson er íslendingum kunnur frá því að hann hljóp í Reykjavíkur- maraþoni árið 1983, þá 84 ára. Var greinilegt að þessi aldna kempa hafði mikil áhrif á fólk, sem varla trúði sínum eigin eyrum og augum við að sjá og heyra sögu þessa manns. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fyrsti hópurinn sem mætti á trimmnámskeiðið í Keflavík ásamt forystumönnum. Hluti af trimmurunum hélt svo á íþróttavöllinn og hljóp þar nokkra hringi með leiðbeinandanum Guðna Kjartanssyni sem er lengst til hægri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.