Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 19
YDDA F9.3/SÍA r>OO *■ 'j- fi-'lF. f>n rir m « a a t rrirr « rrr’fTTnam » MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 19 FRIMEX 87 Frfmerki Jón Aðalsteinn Jónsson Nú er ekki nema vika, þar til afmælissýning Félags frímerkja- safnara verður opnuð á Hótel Loftleiðum. Frá þessari sýningu var nokkuð sagt í síðasta þætti, en hún er haldin af því tilefni, að FF verður 30 ára gamalt 11. júní nk. Auk sýningarinnar mun verða efnt til hátíðar næsta haust fýrir félagsmenn og aðra velvildar- menn FF. Eins hef ég fyrir satt, að afmælisrit sé væntanlegt um það leyti. Ég hef fengið nokkru fyllri upplýsingar um FRÍMEX 87 og það efni, sem sýnt verður, en ég hafði síðast. Nota ég þess vegna tækifærið til að kynna lesendum þáttarins hið helzta, sem þama verður sýnt. í boðsdeild sýnir Þjóðskjalasafn íslands áhugaverð og sjaldgæf umslög, sem komið hafa í leitimar í gömlum skjalasöfnum. Er óhætt að fullyrða, að þau muni vekja mikla athygli sýningargesta. í samkeppnisdeild verður margt að skoða. Kunnur sænskur frímerkjasafnari, Folke Löfström, sýnir frímerki og umslög í átta römmum. Ekki hef ég haft ömgg- ar spumir af þessu efni, en ætla, að þar verði m.a. bæði forfrí- merkjabréf og svo aurafrímerki. Hálfdan Helgason hefur um ára- bil safnað íslenzkum bréfspjöld- um, sem hér vora notuð frá um 1880 og fram yfir 1940. Er safn hans mjög gott, enda margverð- launað innan lands sem utan. Hér sýnir Hálfdan safn sitt í tíu römm- um. Hjalti Jóhannesson sýnir íslenzkt stimplasafn sitt í fímm römmum, en það bæði vex og batnar með hvetju ári, sem líður. Hefur þess oft verið getið í þessum þáttum. Þegar að lokinni þessari afmælissýningu fer það til sýning- ar á CAPEX 87 í Kanada. Páll H. Ásgeirsson sýnir flugsafn sitt í tólf römmum, en nokkur hluti þess verður einnig á CAPEX 87 í júní nk. Sigurður H. Þorsteins- son sýnir einnig flugsafn, og er það í sex römmum. Hefur hann oft sýnt safn sitt, en í því era ýmsir áhugaverðir hlutir. Sigurð- ur P. Gestsson, sem er einn elztur frímerkjasafnara hérlendis, hefur um allmörg ár lagt einkum rækt við norsk frímerki og þá alveg sérstaklega svonefnd pósthoms- merki, sem fyrst komu út 1872. Er sá flokkur frímerkja enn gefínn út og mun hann nú langelztur almennra frímerkja, sem enn er í notkun. Safn Sigurðar er orðið veralega gott, en hér mun hann sýna frímerki og umslög frá áran- um 1872 til 1893 í sjö römmum. Fyrir þetta safn hlaut Sigurður silfurverðlaun á OLSO 86. Þá mun Hálfdan Helgason sýna safn af sænskum bréfspjöldum í þremur römmum, en mig rekur ekki minni til, að það hafí áður komið fram á sýningu. — Höfundur þessa þáttar sýnir dönsk frímerki frá 1851 til 1905 í fímm römmum, en leggur þó einkum áherzlu á svonefnd tvílit frímerki, bæði skildinga- og auramerki, sem vora í notkun frá 1870 og fram yfir aldamót. Hefur þetta safn hlotið verðlaun bæði hér heima og er- lendis. Jón Halldórsson sýnir hið gamalþekkta safn sitt af 20 aura frímerkinu frá 1925 með mynd af Safnahúsinu í Reykjavík. Hefur Jón reynt að ná saman á þessu merki sem flestum íslenzkum stimplum, sem notaðir voru á gild- istíma þess og eins á heilum umslögum. — Þá verður átthaga- safn Jóns Egilssonar frá Hafnar- fírði á sýningunni, en það er í stöðugri framför. Ég minntist síðast á það, að nú væri tekinn upp svokallaður nálarflokkur. Er hann ætlaður nýliðum á frímerkjasýningum, sem hafa e.t.v. takmarkað sýning- arefni, en vilja engu að síður koma því á framfæri og fá umsögn dóm- nefndar. Efni í þessum flokki er dæmt nokkuð á annan veg en í samkeppnisdeild, en þó þannig, að sá dómur er vísbending til sýn- andans um safnið. Þegar safn í þessum flokki hefur fengið ákveðna umsögn og dóm, flyzt það upp í samkeppnisdeild. Þess vegna ætti þessi nálarflokkur að geta orðið nýjum sýnanda til upp- örvunar og hvatningar að halda áfram söfnun sinni. Í nálarflokki FRÍMEX 87 verða allmargir sýnendur og flestir með tvo ramma. Einn sýnandi kynnir þar islenzk Tveggja kónga frímerki, annar sýnir flugfrí- merki, hinn þriðji frímerki frá Guemsey, hinn fjórði er með merki frá V-Þýzkalandi og hinn fímmti frá Rússlandi. Nokkur mótífsöfn verða í þessum flokki, en það efni hefur einmitt oft vak- ið sérstaka athygli sýningargesta. í kynningardeild verður heilt íslenzkt frímerkjasafn frá upp- hafí, þó án mismunandi prentana og ýmissa afbrigða, að ég hygg. Margt annað verður til sýnis á FRÍMEX 87, þótt ég greini ekki nánar frá því hér, enda trúlega ekki kunnugt um allt. Menn verða því að koma á sýninguna og svala forvitni sinni og njóta um leið þes_s, sem sýnt verður. Á frímerkjasýningum er venja að hafa sérstaka bókmenntadeild og svo verður á FRÍMEX 87. Ég hef haft spumir af því að þar verði sýnd ný kennslubók í frímerkjasöfnun eftir Sigurð H. Þorsteinsson og eins verðlisti hans Islenzk frímerki. Þá verður sýnd þar ný stimplahandbók, sem Þór Þorsteins hefur unnið að um ára- bil í samvinnu við Islandssamlarna í Stokkhólmi. Um annað efni er mér ekki kunnugt á þessari stundu. FRÍMEX 87 verður á Hótel Loftleiðum, eins og áður segir, og opin almenningi laugardag 30. maí kl. 14—20, sunnudag 31. maí kl. 14—22 og á mánudag 1. júní kl. 14-20. Sérstakt pósthús verður opið alla sýningardagana og notaður sérstimpill, sem helgaður er af- mæli Félags frímerkjasafnara. Markmið sýningamefndar og stjómar FF með þessari afmælis- sýningu er bæði það að minna á 30 ára starf félagsins í þágu frímerkjasöfnunar í landinu og svo um leið að kynna þessa skemmtilegu tómstundaiðju fyrir almenningi. í tengslum við afmælissýningu FF heldur Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara 20. landsþing sitt í boði FF. Þingið verður háð í húsakynnum sam- bandsins að Síðumúla 17. Það sitja fulltrúar þeirra félaga, sem aðild eiga að sambandinu. Era þar rædd öll þau mál, sem varða Landssambandið og eins frímerkjasöfnun í landinu. Sam- bandið er fyrir löngu orðið aðili að Alþjóðasamtökum frímerkja- safnara (FIP), og hefur samvinna við það og eins við landssambönd frímerkjasafnara á öðrum Norð- urlöndum farið mjög vaxandi á undanförnum áram. Ekki er óhugsandi að síðar verði sagt nokkra gerr frá starfsemi LÍF í þágu íslenzkra frímerkjasafnara. í næstu viku verður 18. norr- æna póstmótið haldið á Hótel Loftleiðum og pósthús opið þá Qóra daga, sem mótið fer fram, þ.e. 25.-29. maí. Sérstimpill verður notaður á þessu pósthúsi. Samkvæmt tilkynningu Póst- og símamálastofnunarinnar, 5/1987, hefur verið ákveðið að smáörkin, sem út kom á Degi frímerkisins 9. okt. 1986, verði aðeins höfð á boðstólum til 1. sept. 1987, hafi hún ekki selst upp áður. Gerðu þér mat úr þessu verði: AEG ELDAVEL KR. 26.347[- Fyrir þá sem eru í eldavélahugleiðingum þá eru þetta góðir tímar. Nú bjóðum við gœða eldavélar frá AEG á aðeins kr. 26.347,- Vestur-þýsk gœði á þessu verði, - engin spurning! Eldavél AEG F640-W • Fjórar hellur, þar af tvœr hraðsuðuhellur • Úndir- og yfirhiti • Blástur • Grill/blástursgrill *) • Skúffa undir ofni til að geyma bökunarplötur o.fl. *) Fáanlegt en er ekki með í verði Opið í dag frá kl. lQ^-1300 AEG ALVEG EINSTOK GÆDI A E G heimilistœki - því þú hleypur ekki hverju sem er * húsverkin! BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmula 9, sími: 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.