Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 LANDAKOTSSKOLI90ARA Landakotsskóli LEIST EKKIA BLIK- UNA ÞEGAR ÉG ÁTTI Morgunblaðið/KGA Séra George, skólastjóri Landakotsskóla AÐ FARA TILISLANDS - sagði séra George, skólastjóri Landakotsskóla „Ég hafði vonast til að vera sendur til Afríku og þegar það gekk ekki var Portúg- al næst á óskalistanum. En þegar ég fékk að vita að ég ætti að fara til íslands, þá leist mér ekki á blikuna í fyrstu. Ég hafði aðeins heyrt á landið minnst, vissi um Geysi og Heklu, en þar með var þekking mín svo til þrotin,“ sagði séra George, skólastjóri Landakotsskóla I 25 ár. Hann er fæddur og uppalinn í bænum Wylré í Hollandi, smábæ við landamæri Belgíu og Þýska- lands. Séra George er einnig yfirmaður kaþólsku kirkjunnar á íslandi, svokallaður administrator, þar sem enginn biskup situr hér um þessar mundir. Ég er regluprestur og reglan ákveður hvert prestar hennar eru sendir til að þjóna. Regluprestar þurfa að undirbúa sig sérstaklega í eitt ár áður en þeir hefja hið eigin- lega prestsnám sem er sex ára nám á háskólastigi. Það nám fór allt fram í klaustri. Munurinn á því að vera regluprestur og heimsprestur, eða almennur prestur, felst einna helst í því að í stað þess að heyra beint undir biskup, þá heyrum við fyrst undir regluna, þótt biskup sé einnig okkar yfirmaður. Ég var vígður til prests í mars 1956 og útnefndur til Islands í ágúst sama ár. - Hvemig lagðist það í þig þá ungan manninn? Það var erfíð tilhugsun í fyrstu, ég vissi svo til ekkert um landið. En ég sætti mig fljótt við það sérstak- iega þegar ég hafði kynnt mér allt sem ég gat um land og þjóð. Og það var svo merkilegt að í næsta húsi við mig heima í Hollandi áttu heima foreldrar séra Hacking sem var skólastjóri hér á undan mér. Þar fékk ég mikla fræðslu um ísland og mjög jákvæða í alla staði. Ég var því mjög sáttur við að vera á leið til Islands þegar þar að kom, en kveið því mest að langur tími myndi líða þar til ég gæti farið að starfa. Það sögðu allir að tungumálið væri mjög erfítt. í fyrstu fylgdist ég með því sem fram fór í kringum mig og lærði mest af því að hlusta á útvarp og fólk tala saman, en ég sótti líka námskeið í Háskóla íslands fyrir út- lendinga. Mér er minnisstæð mikil gleðistund í mars 1957, en þá skyldi ég fyrst setningu á íslensku sem við mig var sögð. En ég fór ekki að kenna hér við skólann fyrr en eftir tvö ár. - Það eru ekki bara tímamót hjá skólanum ykkar um þessar mundir, heldur einnig hjá þér sem átt á þessu ári 25 ára afmæli sem skólastjórí Landakotsskóla. Já, ég átti 25 ára skólastjóraaf- mæli í febrúar síðastliðnum og þá stóð til að vera með hátíðahöldin vegna afmælis skólans, en þá var ég kallaður til Rómar á fund páfa. Biskupar mæta fyrir páfa á fímm ára fresti og það má segja að ég sé staðgengill biskups hér á landi og því var það að ég fór nú. Það hittist bara svo á að það var í febrúar á sama tíma og hátíðahöldin voru fyrir- huguð. En það er best að hlýta handleiðslu guðs, vorið er betri tími til hátíðahalda. - Hverjar eru helstu breytingarn- ar sem átt hafa sér stað á þessum tuttugu og fímm árum sem þú hefur verið skólastjóri? Mesta breytingin hefur átt áer stað í þjóðfélaginu og þær breytingar hafa auðvitað haft áhrif bæði á böm- in og skólastarfið. Efnishyggjan hefur fengið miklu meiri ítök í íslensku þjóðinni en áður var og þrátt fyrir mjög góðan vilja, hafa foreldrar miklu minni tíma en áður fyrir böm- in sín. Hraðinn er orðinn svo mikill. Bömin eru fijálsari og opnari nú til dags, en maður finnur líka að þau em upptekin af öðmm hlutum en áður var. Af sjónvarpi og vídeói (myndböndum) til dæmis. Ekki svo að skilja að ég sé mótfallinn slíkum nýjungum, alls ekki, mér fínnst allt slíkt jákvætt ef það er notað á réttan hátt, á uppbyggjandi hátt. En því miður held ég að þetta sé okkur ekki alltaf til blessunar. - Hvað með skólastarfíð. Er Landakotsskóli frábmgðinn öðmm skólum hvað það snertir? Námsefnið er það sama hér og I öðmm skólum. Þótt skólinn sé kaþ- ólskur er enginn áróður fyrir kaþ- ólskri trú. Við reynum að ala bömin upp á kristilegum gmndvelli, en það er ekki sérstakt námsefni. Við höld- um aga og góðum siðum, en það er enginn heragi og við leggjum mikla áherslu á að bömin skilji hvers vegna þau verða hegða sér vel. Það er eng- in regla sett reglunnar vegna og við kennum bömunum að í þessum aga felst tillitsemi og virðing við náung- ann. Við sýnum bömunum þá virð- ingu og skilning sem við ætlumst til að þau sýni okkur og hvert öðm. Skilningurinn er fyrir öllu. Séra Gerorge sagði að fíöldi nem- enda í skólanum væri svipaður því sem var fyrir tuttugu og fímm ámm, um 160 böm. í skólanum em 7 bekk- ir, fyrir böm á aldrinum 6-12 ára. Kennaramir em 9 talsins. Landa- kotsskóli er ekki hverfísskóli og er ekki rekinn fyrir opinbert fé, en hef- ur síðan 1972 fengið styrk frá ríkinu. „Skólinn er rekinn á skólagjöldum, „KOSTURINN við þennan skóla er að hér eru miklu færri börn í hveijum bekk. Aðeins 22 börn, yn allt að 30 í öðrum skólum. Á því er mikill munur. Mér finnst fyrst núna að ég geti komist yfir að kenna náms- efnið. Það munar um hvern nemanda þegar fjöldinn er kominn yfir tuttugu," sagði ír- ena Kojic, kennari í Landakots- skóla. Hún og Steinunn Jónsdóttir, kennari, gáfu sér tíma til að spjalla örstutt við blaðamann Morgunblaðsins. fr- ena, sem er júgóslavnesk í aðra ættina, hefur kennt í tvö ár við skólann en var áður kennari í Austurbæjarskóla. Steinunn er að ljúka sínu fyrsta kennsluári. írena: „Það má segja að Landa- kotsskóli sé að ýmsu leyti frá- bmgðinn öðmm skólum. Skólinn er lítill og það er mikill kostur. Það gerir að verkum að það er því miður. Styrkurinn frá ríkinu dug- ir rétt fyrir allra nauðsynlegasta viðhaldi," sagði séra George. Hann sagði að mikill minnihluti bamanna væri kaþólskur og þau væm úr öllum hverfum borgarinnar, jafnvel frá Hafnarfirði, Alftanesi og Seltjamar- nesi. „Foreldrar margra þeirra hafa verið hér í skólanum hjá okkur og kannski þess vegna senda bömin sín til okkar, en skólinn er lítill og það gerir að samband foreldra og kenn- ara verður auðveldara. Það er kosturinn við litla skóla,“ sagði séra George. Hátíðahöld um helgina Afmæli Landakotsskóla verður haldið hátíðlegt nú um helgina. Kennarar, nemendur og foreldrar hafa haft veg og vanda að öllum undirbúningi og meðal annars sett upp sýningu á gömlum og nýjum munum tengdum skólastarfinu. Hátíðahöldin hefjast á laugardag- inn kl. 15 með bænastund í kirkj- unni, en síðan verður gestum boðið að skoða sýningu skólans. Meðal boðsgesta verður forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. „Forseti Islands er fyrrverandi auðvelt að eiga við bömin og fylgj- ast með hvejjum og einum. Það er auðveldara að leysa ýmsa sam- skiptaörðugleika sem upp koma.“ Steinunn: „Ég hef ekki mikinn nemandi Landakotsskóla, eins og Ijölmargir þjóðkunnir menn, og hún hefur boðist til að lána skólanum sínum gamla allt sitt skóladót frá þeim tíma sem hún sat hér á skóla- bekk og það sýnum við meðal annars á sýningunni um helgina. Fríí Vigdís verður meðal boðsgesta á hátíðahöldunum á laugardaginn, en þau hefjast kl. 15.00 með bæna- stund í kirkjunni. Síðan verður gestum boðið að skoða sýninguna og þiggja hressingu í safnaðar- heimilinu. Á sunnudaginn er svo sýningin opin fyrir almenning frá kl. 14-18 og þá er sérstaklega von- ast til að gamlir nemendur og kennarar heimsæki skólann," sagði skólastjórinn, séra George. Hann sagði að gamlir nemendur hefðu margir haldið mikilli tryggð við skólann og verið í hópi þeirrar sem staðið hefðu að undirbúningi há- tíðahaldanna. „Nefnd sem unnið hefur gífurlega mikið og skemmti- legt starf hefur komið saman einu sinni í viku síðan í janúar og ég á eftir að sakna þess starfs og er afskaplega þakklátur fyrir allt það samstarf," sagði séra George að lokum. samanburð því ég er svo nýút- skrifuð úr Kennaraháskólanum, en mér fínnst kennslan hér mjög hefðbundin og lík því sem maður upplifði sjálfur í bamaskóla. Samt ANDINN HER AF GAMLA SKÓLANUM Morgunblaðið/KGA írena Kojic og Steinunn Jónsdóttir leggja á ráðin með nemendum sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.