Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Eggjakaka með kotasælu. Eggjakökur Heimilishorii Bergljót Ingólfsdóttir Ef til eru egg er hægt að snara UPP eggjaköku með stuttum fyrir- vara. I eggjakökur er hægt að setja grænmeti, sveppi, kjöt o.fl. Það er vel hægt að nýta afganga af áður- nefndu, ef til eru, og brytja út í eggjaköku og gera það að lystugum mat. Eggjakaka með kotasælu 1 egg 1 msk. vatn 100 g kotasæia salt og pipar Þetta er þeytt vel saman og sett á smurða pönnu (eða teflon), látið steikjast við mjög vægan straum. Yfir er sett: 100 g blómkál, þarf að hálf- eða sjóða alveg áður 1 tómatur, skorinn í báta. Dálítið af sellerístöngulbitum og saxaður graslaukur sett yfir allt. Þetta er síðan látið malla við vægan straum í 10—15 mín. Þessi skammt- ur er ætlaður fyrir einn. Eggjakaka með beikoni 4 egg 1 dl hveiti 2 dl mjólk smjörlíki sett á pönnu, laukur, púrra, kartöflur, paprika og tómat- ar sett á pönnuna örstutt og eggjahrærunni hellt yfir. Það þarf að lyfta undir hræruna á meðan svo þetta verði jafnt og stífni. Gott brauð eða rúnstykki borið með. Uppskriftin ætluð fyrir tvo. Eggjakaka með gulrót- um og skinku 500 g gulrætur 3 egg 3 msk. mjólk 1 tsk. salt dálítið pipar 1 hvítlauksrif ca. 1 dl fínt brytjuð steinselja 200 g skinka Gulrætumar afhýddar og rifnar gróft á járni. Vatn mkeð salti í er látið sjóða, gulrótunum hellt út í og potturinn tekinn af straumi um leið. Látið standa í 2—3 mín. en þá er gulrótunum hellt í gegn um sigti, og látið dijúpa vel af. Egg, mjólk, salt, pipar og marið hvítlauksrif þeytt vel saman, gulrót- um og steinselju bætt út í og hrært í um leið og þetta er sett í smurt ofnfast fat eða pönnu, bakað í ofni í 15—20 mín. Brytjuð skinka sett yfir örstuttu áður en bera á matinn fram. Uppskriftin er ætluð fyrir 3-4. fiQ§jriMtnáíl Umsjónarmaöur Gísli Jónsson Frekari umfjöllun um bréf Har- alds Guðnasonar (sbr. síðasta þátt) bíður í bili vegna mikillar gleðifréttar sem ég fékk staðfesta í nýju tímariti, Málfregnum, (1. árg., 1. tbl.). I nýrri símaskrá og nýrri þjóðskrá verður nöfnum nú raðað að íslenskum hætti. Gerður verður greinarmunur á bryddum og broddlausum sérhljóðum, svo sem á/a, ó/o o.s.frv. og brodd- lausu hljóðin þá höfð á undan í röðinni. Þetta þykir umsjónar- manni mikill sigur fyrir íslenskt þjóðemi. Hann hefur aldrei hvikað frá sérröðun í nafnaskrám og látið samröðun (sem sést hefur á ólíklegustu stöðum) fara mjög í taugamar á sér. Það er nokkur munur á^því hvort kona heitir Asa eða Asa, Dora eða Dóra, Runa eða Rúna, og nokkm skiptir hvort karl heit- ir Barður eða Bárður, Hunn eða Húnn, Pall eða Páll. Það hlýtur líka að vera íslenskt metnaðar- mál að raða í stafrófsröð eftir íslenskum hætti, en ekki er- lendum. Annað er undansláttur og hættulegt tilræði við móður- málið og þjóðemið, þó í litlu sé. A mjóum þvengjum læra hund- arnir að stela. Það athæfi, að gera ekki greinarmun á bryddum og broddlausum sérhljóðum, sem sagt samröðun, getur líka haft „slævandi áhrif" og stuðlað að „kæruleysi í stafsetningu", svo notað sé orðalag fýrrnefnds tíma- rits (bls. 7). Menn hafa haft uppi alls konar afsakanir og skírskotað til hagkvæmdarástæðna og ofrík- is tölvunnar, eins og svo oft endranær. En við eigum að segja tölvunni fyrir verkum, en ekki öfugt. Hér hefur unnist mikill áfangasigur, og næst er að láta blöð, bækur og tímarit skipta undantekningarlaust rétt á milli lína. Ég athugaði þetta sérstak- lega í nokkmm blöðum um síðustu helgi, og niðurstaðan var skelfi- leg. I skiptingu milli lína var settum reglum og venjulegri heil- brigðri skynsemi stórlega mis- boðið. Sagnmyndinni hyggjum var t.d. skipt hyg-gjum, nafnorð- inu fjárupphæðir fjámp-phæðir og lýsingarorðsmyndinni form- legum for-mlegum. Ég skora á alla sem vandvirkir em og metn- aðargjarnir að kippa þessu í lag. ★ í hinu nýja tímariti, Málfregn- um, er margt gott að finna. Útgefandi þess er íslensk mál- nefnd, ritstjóri Baldur Jónsson prófessor, en með honum í nefnd- inni em Jón Hilmar Jónsson deildarstjóri, Jónas Kristjánsson prófessor, Kristján Ámason dós- ent og Þórhallur Vilmundarson prófessor. Vegna þess hve oft bæði ég og mínir líkar hafa gagn- rýnt málfar í útvarpi og sjónvarpi, ætla ég að birta upp úr þessu riti Málstefnu Ríkisútvarpsins, eins og útvarpsráð hefur samþykkt hana. Kunnugt er að hægara er að kenna heilræðin en halda þau. En góður vilji er þó fyrir miklu og forsenda þess að vel sé gert. Hér á eftir fer þá fyrri hluti málstefnu ríkisútvarpsins (sem umsjónarmaður skrifar með litlum staf af sérvisku sinni): „Ríkisútvarpið skal samkvæmt lögum efla íslenska tungu og menningu. Útvarpsráð telur að stofnunin hafi mikilvægu fræðslu- og uppeldishlutverki að gegna á þessu sviði. Allt málfar í Ríkisútvarpinu á að vera til fyrirmyndar, og allt sem frá stofnuninni kemur, á vandaðri íslensku, flutt með góð- um framburði. Erlend orð sem ekki verður komist hjá að nota, ber að sam- ræma lögum íslenskrar tungu, eftir því sem fært þykir og góð venja býður. Um einstök atriði: 1) Vandað mál er markvisst og felst í góðu orðavali, réttum beygingum, eðlilegri orðaskip- 388. þáttur an, skýrri hljóðmótun, réttum áherslum og eðlilegu hljómfalli samfellds máls. Starfsmenn Ríkisútvarpsins eiga að leggj- ast á eitt til að málfar í útvarpi og sjónvarpi sé til fyrirmyndar. 2) Þeir sem vinna að dagskrár- gerð, skulu jafnan gæta þess að málfar sé vandað og svo auðugt sem skynsamlegt er eftir aðstæðum. Þeir bera ábyrgð á að texti sá sem flytj- andi fær í hendur, sé réttur og fullnægi þessum skilyrðum. 3) Flytjendum dagskrárefnis ber að vanda framburð sinn og flutning á alla lund, þeir eiga að gæta þess eftir mætti að málfar textans fullnægi ofan- greindum skilyrðum. Málvillur eiga þeir að leiðrétta en mega ekki breyta málfari að öðru leyti án samráðs við ábyrgðar- mann textans. Verkstjóra ber að sjá um að hlutaðeigandi starfsmaður dagskrár fái hið fyrsta upplýsingar um vangá sem hann hefur gert sig sekan um í þessu efni. 4) Aðsent efni á að fullnægja eðlilegum kröfum um málfar. 5) Auglýsingar skulu vera á gallalausri íslensku og fluttar með góðum framburði. Ef sér- stök ástæða er tii, getur útvarpsstjóri þó leyft að sung- ið sé eða talað á erlendu máli í auglýsingu." ★ Hér verður látið staðar numið í bili og afgangurinn birtur í næsta þætti. En maður, sem kýs að kalla sig aðdáanda Bólu-Hjálmars vill endilega koma hér á framfæri stefí nokkru. Enda þótt umsjónar- manni þyki myndmálið á stefi þessu nykrað nokkuð svo, lætur hann það gossa: Mér er orðið létt um leik með lindarpenna í hðndum. Uppnumin í eldi og reyk andagiftin fór í kveik og saup á öllum Sónar-efnablöndum. Eggjakaka með gulrótum og skinku. 1 tsk. salt ‘Msk. pipar 100 g rifínn ostur 200 g beikon graslaukur eða dill Eggin aðskilin, eggjarauður, hveiti og mjólk hrært vel saman, kryddað með salti og pipar. Ostur- inn rifínn og beikonið þurrsteikt á pönnu og brytjað. Eggjahvítumar síðan stífþeyttar rétt áður en setja á þær saman við jafninginn. Vahlutar jafningsins, með helmingi beikonsins, settur á smurða pönnu, síðan það sem eftir er jafningsins með beikoni og osti. Graslaukur eða dill brytjað yfir og steikt við vægan straum í 6—10 mín. í staðinn fyrir beikon má setja annað kjöt soðið eða steikt, sveppi eða rækjur. Spánsk eggjakaka 6 egg 6 msk. vatn eða ijómi salt og pipar 2 msk. saxaður laukur eða púrra 4 soðnar kartöflur í sneiðum 2 tómatar í sneiðum 1 rauð eða græn paprika í sneiðum Egg, vatn (eða ijómi), salt og pipar þeytt vel saman. Dálítið Rabbað um nytj aj ui’tir Að þessu sinni birtum við hluta af allítarlegri saman- tekt Sigurlaugar í Hraunkoti um nytjajurtir og farast henni svo orð: „Margar kál- tegundir hafa verið ræktun- aijurtir manna frá örófí alda, ýmiss konar kál vex ágæt- lega hér og gefur góða uppskeru. Vil ég telja nokkr- ar káltegundir, sem ég hef góða reynslu af. „Salat er góð matjurt, sem sáð er beint í garðinn snemma vors og kemst fljótt í gagnið. Af því eru ræktuð mörg afbrigði, en í stórum dráttum skiptist það í blað- salat og höfuðsalat. Því er sáð í raðir með um það bil 15 sm milli raða. Það má standa dálítið þétt í röðun- um, en betra en samt að grisja það og gefa því nokk- urt vaxtarrými. Ef til vill má gera það með því að taka jafnóðum til notkunar þær plöntur, sem standa of þétt. Blaðsalatið vex hraðar en höfuðsalatið, en er varla eins bragðgott. Ekki þarf stórt salatbeð til að geta haft sal- at á borðum frá því seint í júní og fram í október. Webbs-Wonderful og Butt- erchrunch eru ágæt af- brigði. Grænkál er sú káltegund sem einna lengst hefur verið BLÓIUI VIKUNNAR 51 Umsjón: Ágúrta Bjömadóttir í ræktun hjá mannkyninu, enda fyrirmyndar matjurt, harðgerð, nægjusöm og auð- ræktuð, vítamínauðug og holl til matar. Lágvaxin af- brigði eru heppileg hérlendis. Grænkál getur staðið úti langt fram á vetur. Það má geyma í frosti. Spínat er vinsæl matjurt enda auðræktuð og auðug af A-vítamíni. Það hefur þann galla að í því er oxal- sýra og ætti því ekki að vera daglega á borðum. Til kálplantna sem mynda höfuð er oftast sáð inni eða í reit í apríl og plantað út um eða eftir miðjan maí eft- ir því hvemig tíð fellur. Plönturnar þarf að venja við útiloftið, herða þær áður en þær eru settar út í garðinn. Kálplöntur tilbúnar til gróð- ursetningar úti eru og jafnan til sölu í flestum gróðrar- stöðvum á vorin. Að lokum örlítið um Hreðkur — radísur sem em mjög harðgerðar og hraðvaxta. Vaxtartími þeirra er svo stuttur að rétt er að sá til þeirra oftar en einu sinni á vori, láta líða um það bil viku eða 10 daga milli sáninganna framan af sumri. Gott er að sá þeim milli kál- plantna því þær taka lítið pláss og gera sitt gagn í kálbeðinu með því að beina kálflugunni að sér, þó ekki séu radísur einhlítar til vam- ar gegn henni. Auk þess notast þá eyðumar sem em áberandi milli kálplantna meðan þær em ungar. Radís- ur ætti að nota þegar þær em um 2 sm í þvermál. Þeim má dreifsá." Sigurlaug Árna- dóttir, Hraunkoti. Munið þáttinn í sjónvarp- inu í kvöld (23/5) kl. 18.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.