Morgunblaðið - 23.05.1987, Side 53

Morgunblaðið - 23.05.1987, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 53 Morgunblaðið/Bjarni Neytendasamtökin: Alagningarmál í allri verslun verði könnuð Sigtún spilar leysidiska fyrirgesti Veitingastaðurinn Sigtún við Suðurlandsbraut hefur tekið í notkun leysidiskaspilara, til viðbótar við hina hefðbundnu plötuspilara. Leysitæknin hefur nú rutt sér til rúms og þykja hljómgæði leysi- diska mun betri en venjulegra hljómplatna. Á myndinni má sjá Hilmar Guðmundsson, plötusnúð, reyna tækið, en Sigmar Péturs- Starfar í norrænum vinnuhópi um kjarna- vopnalaus svæði í FRAMHALDI af fundi utanrík- isráðherra Norðurlanda sem haldinn var í Reykjavík 25.-26. mars hefur Matthias Á. Mathie- sen utanríkisráðherra falið Helga Ágústssyni skrifstofu- stjóra utanríkisráðuneytisins að vera fulltrúi íslands í vinnuhópi forstöðumanna stjórnmáladeilda norrænu utanríkisráðuneytanna er kanna skal forsendurnar fyrir kjarnavopnalausu svæði á norð- urslóðum. Fyrsti fundur vinnuhópsins var haldinn í Helsinki 19. maí sl. þar sem Helgi Ágústsson mætti fyrir íslands hönd. í vinnuhópnum eiga sæti forstöðumenn stjómmáladeilda ráðuneytanna, en samkomulag varð um að yfirmenn þeirra deilda ut- anríkisráðuneytanna er Qalla um afvopnunarmál myndu kallaðir til starfa fyrir vinnuhópinn eftir því sem frekar verður ákveðið og munu þeir mæta til næsta fundar sem fyrirhugaður er í Helsinki 11. og 12. ágúst nk. Samþykkt var að formaður vinnuhópsins væri hverju sinni frá því landi þar sem fundur utanríkisráðherranna verður næst haldinn. Á fundinum var rætt um vinnu- fyrirkomulag og lagðar voru fram skýrslur og gögn um öryggis- og varnarmál landanna. Af hálfu ís- lands var lögð fram þingsályktun frá 23. maí 1985 um stefnu íslend- inga í afvopnunarmálum auk skýrslu utanríkisráðherra til Al- þingis 1987 í enskri þýðingu. Utanríkisráðherrunum verður gerð grein fyrir störfum nefndar- innar á haustfundi utanríkisráð- herranna 1.—2. september í Helsinki, en eftir þann fund taka Norðmenn við formennsku vinnu- hópsins. son, veitingamaður, hefur tyllt sér í stól plötusnúðsins til að kynna sér hina nýju tækni. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi samþykkt, sem gerð var á fundi stjórnar Neytendasamtakanna á miðviku- daginn: „Verðlagsstofnun birti í dag könnun á innkaupsverði nokkurra vara til landsins, borið saman við Björgvin í Noregi. Fram kemur að í flestum tilfellum er innkaupsverð hærra hjá innflytjendum hér á landi en hjá starfsbræðrum þeirra í Nor- egi og er munurinn mikill í mörgum tilvikum. Þessi könnun staðfestir fyrri kannanir um hátt innkaups- verð hjá íslenskum innflytjendum. í ljósi þeirrar umræðu, sem að undanförnu hefur farið fram um hátt vöruverð hér á landi, kreijast Neytendasamtökin þess að innflytj- endur tryggi að innkaupsverð vara sé ávallt eins hagkvæmt og kostur er og skili sér að fullu til neytenda. Ljóst er að hátt innkaupsverð skýr- ir að hluta hið háa vöruverð hér á landi. Þörf er tafarlausra úrbóta og munu Neytendasamtökin ekki sætta sig við óbreytt ástand í þess- um efnum. Neytendasamtökin vekja jafn- framt athygli á þeirri staðreynd í könnun Verðlagsstofnunar, að álagning hefur hækkað frá því hún var gefin frjáls og í sumum tilvikum verulega. Þar sem könnun þessi nær til mjög fárra vöruflokka, beina samtökin því til verðlagsyfirvalda að álagningarmál í allri verslun verði könnuð. Einnig verði það sér- " staklega athugað hvort samkeppn- ishömlur eða verðsamráð hafí haft áhrif til hækkunar álagningar. Kanna þarf ítarlega hvort grípa þurfi til verðlagsákvæða á nýjan . leik í þeim greinum þar sem álagn- ing hefur hækkað mest. Slíkt yrði jafnframt öðrum seljendum viðvör- un um að ekki sé allt leyfilegt þótt verðlag hafi verið gefið frjálst, enda á frjáls verðlagning að leiða til lækkunar vöruverðs en ekki til hækkunar að sögn seljenda sjálfra." I Sýning um helgina ' Opið laugardaQ kl. 13-17.-Opið sunnudag kl. 13-17. Peugeot 309 Aukasending er komin til landsins 1 > >-( f c i mmm Bílar til afgreiöslu strax Verö frá kr. 376.100.- Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.