Morgunblaðið - 13.10.1987, Page 1

Morgunblaðið - 13.10.1987, Page 1
72 SÍÐUR 231. tbl. 75.árg._________________________________ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins JAFNTEFLIIFYRSTU SKAKINNI Fyrstu skákinni í einvígi þeirra Garys Kasparov og Anatolys Karpov um heimsmeistaratitilinn í skák lauk í gær með jafntefli. Einvígið fer fram í Lope de Vega-leikhúsinu í Sevilla á Spáni og verða tefld- ar 24 skákir. Karpov stýrði hvítu mönnunum og sömdu meistaramir um jafntefli eftir 30. leik hans. Á myndinni, sem tekin var við upphaf viðureignar þeirra, gerir Kasparov sig líklegan til að láta hend- ur standa fram úr ermum og svara fyrsta leik Karpovs. Sjá einnig skákskýringu á bls. 70 og „Tími Karpovs . . . á bls. 33. Langdrægar kjarnorkuflaugar: Stefnt að helm- ingsniðurskurði - segir Reagan Bandaríkjaforseti Sameinuðu þjóðunum, Washington, Reuter. VLADIMIR Petrovsky, aðstoðarutanrikisráðherra Sovétríkjanna, sagði í gær að mikilvægt væri að risaveldin semdu um helmingsfækkun lang- drægra kjamorkuflauga. Tók hann þar með undir orð Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta frá þvi á sunnudag er hann sagðist stefna að sam- komulagi um verulega fækkun þess háttar flauga eftir að hann og Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtogi hefðu undirritað samkomulag um upprætingu skamm- og meðaldrægra flauga siðar á þessu ári. Reagan forseti lýsti þessu mark- miði sínu í sjónvarpsviðtali þegar hann var spurður hvort hann teldi raunhæfa möguleika á því að risa- veldin gætu jafnframt komist að samkomulagi um fækkun lang- drægra flauga á þeim 15 mánuðum sem eftir lifa af valdatíma hans. Sagði hann stjómina stefna að því að ná fram samkomulagi um helm- ingsfækkun þeirra. Vladimir Petrovsky vísaði í gær til munnlegs samkomulags leiðtoga risaveldanna um helmingsfækkun langdrægra kjamorkuflauga ' sem þeir gerðu með sér á fundinum í Reykjavík fyrir ári. Sagði hann ráða- menn eystra líta svo á að bráða- birgðasamkomulag það sem nú liggur fyrir varðandi skamm- og meðaldrægar flaugar væri aðeins fyrsta skrefið í átt til víðtækari af- Blóðugir bardagar á Sri Lanka: Indverskar friðargæslu- sveitir setíast um Jaffna Colombo, Reuter. Friðargæslusveitir frá Indlandi hófu í gær umsátur um borgina Jaffna á norðurhluta eyjarinnar Sri Lanka. Jaffna er höfuðvigi að- skilnaðarhreyfingar tamíla, sem undanfarin fjögur ár hafa barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis á eyjunni. Að sögn talsmanns stjómar- hersins á Sri Lanka hafa 250 skæmliðar verið felldir í átökum undanfarna fjóra daga. í gær bámst fréttir af grimmilegum bardög- um í og við Jaffna og hefur íbúum borgarinnar verið ráðlagt að leita skjóls í hofum, musterum og skólum, sem njóta verndar indversku sveitanna. Indverskar friðargæslusveitir blésu til stórsóknar gegr. skærulið- um tamíla á laugardag en Indveijar og stjómvöld á Sri Lanka gerðu með sér samkomulag í júlí í því skyni að binda enda á átök hinna stríðandi fylkinga á eyjunni. Á föstudag var ákveðið að indversku hersveitirnar skyldu freista þess að afvopna skæruliða en undanfarna viku hafa þeir myrt, rúmlega 200 menn af kynþætti sinhala til að hefna 15 skæruliða, sem frömdu sjálfsmorð skömmu eftir að þeir voru hand- teknir. Tamílar, sem eru minnihluta- hópur, hafa undanfarin fjögur ár háð blóðuga baráttu fyrir stofnun sjálf- stæðs ríkis á Sri Lanka og krefjast algjörs aðskilnaðar frá sinhölum. Indverskar fallhlífarsveitir settust í gær um Jaffna og friðargæslusveit- imar hófu sókn gegn stöðvum skæruliða í borginni. Alls eru um 6.000 indverskir hermenn nú á Sri Lanka. Að sögn talsmanns stjórnar- hers Sri Lanka var barist um hvert hús í borginni og sagði hann tugi skæruliða hafa fallið. Kvaðst hann ekki geta birt áreiðanlegar tölur um mannfall en sagði um 200 skæruliða hafa verið fellda undanfama daga. Fréttir herma að indversku sveitim- ar beiti skriðdrekum og öflugum fallbyssum gegn skæruliðum. Talsmenn „Tígrana", öflugustu hreyfingar tamíla, sögðu tæplega 30 indverska hermenn hafa fallið í bardögunum í gær. Sagði í tilkynn- ingu frá „Tígrunum" að indversku friðargæslusveitirnar hefðu á að skipa öflugum árásarþyrlum og hefði fyöldi óbreyttra borgara fallið í óskipulögðum árásum sveitanna. vopnunar. Claibome Pell, formaður utanrík- ismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagði fréttamönn- um í Genf í gær að Sovétmenn hefðu á ný krafist þess að samkomulag um upprætingu skamm- og meðal- drægra eldflauga tæki jafnframt til flauga af gerðinni Pershing 1A í eigu Vestur-Þjóðveija. Kvaðst hann, þó búast við að ágreiningur þessi yrði jafnaður fljótlega því ella yrði fyrirhugaður fundur utanríkisráð- herra risaveldanna í Moskvu síðar í þessum mánuði gagnslaus með öllu. Noregur: Herferð gegn fjárglæfrum Osló, Reuter. Minnihlutastjórn norska Verkamannaflokksins hefur ákveðið að skera upp herör gegn fjárglæframönnum og svokölluð- um „hvítflibbaglæpum“. Hefur verið afráðið að fjölga um helm- ing þeim starfsmönnum lögregl- unnar, sem rannsaka glæpi af þessu tagi. Ákvörðun þessi siglir í kjölfarið á glæpaöldu sem sögð er hafa riðið yfir norsku kauphöllina. Samkvæmt norskum lögum eiga allir þeir sem versla með verðbréf að sitja við sama borð. Aftur á móti hefur það borið við að upplýsingar um trúnað- armál, sem kunna að valda sveiflum á verðbréfamarkaðinum, hafa verið seldar og kaupandinn þannig kom- ist í betri aðstöðu en almenningur til að hagnast á verðbréfabraski. Norska ríkisstjórnin áformar að skera upp herör gegn slíkum glæp- um og verða 20 menn til viðbótar ráðnir til rannsóknarstarfa. Salmonellu-sýkingar: Almenningur getur fram- kvæmt prófanir á kjötmeti Bandarískur örverufræðingur hefur hannað búnað sem gerir almenningi kleift að ganga úr skugga um hvort bakteríur, sem valda salmonellu-sýkingu, sé að finna í kjöti. Kemur þetta fram i nýjasta hefti bandaríska tímarits- ins Discover. Með búnaði þessum má fínna bakteríur sem valda sýkingu á að- eins fimmtán mínútum og þarf enga sérþekkingu til að framkvæma próf- anir. Þær eru 95 prósent áreiðanleg- ar og má þannig greina salmonellu- bakteríur í nautakjöti, svínakjöti, eggjum, mjólkurafurðum og kjúkl- ingum. Bandaríska landbúnaðar- ráðuneytið hefur í hyggju að taka sambærilegan búnað í þjónustu sína til að herða eftirlit á fyrstu stigum framleiðslu. Verkfall á Filippseyjum NOKKUR stærstu verkalýðsfélög Filippseyja boðuðu til allsheijar- verkfalls í gær og söfnuðust þúsundir manna saman í höfuð- borginni Manila til að leggja áherslu á kröfu um kauphækkun til handa verkamönnum. Lög- reglumenn beittu skotvopnum til að dreifa mannfjöldanum og voru 23 handteknir. Corazon Aquino forseti sagði í gær að herlög yrðu sett reyndist það algjörlega nauðsynlegt en hún hefur fram til þessa sagt að ekki komi til greina að hún ríki í skjóli þeirra. ■J, •v>. V - * *- t +. Reuter

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.