Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Annir heima og heiman Bókmenntlr Erlendur Jónsson ÆVIMINNINGAR Péturs Ól- afssonar bónda á Hranastöðum skráðar af honum sjálfum. 144 bls. Útg. Jónas Pétursson, Krist- björg Pétursdóttir. Akureyri, 1987. »Mér þótti á þeim árum gaman að vera úti í stórhríðum,« segir Pétur Ólafsson þegar hann minnist æskuára. Ferðasögur eru margar í Æviminningum hans. I raun fleiri en í flestum endurminningum af svipuðu tagi. Þó ferðir Péturs væru flestar farnar af nauðsyn, einatt vegna einhverra brýnna erinda, gætir ósvikinnar ferðagleði í frá- sögninni. Oft var teflt á tæpasta vað í bókstaflegum skilningi. En Pétur var jafnan farsæll ferðamað- ur. Forsjónin hélt yfir honum vemdarhendi. Fyrst — á unglings- árum og yngri árum — var farið fótgangandi eða á hestbaki. En á efri árum Péturs var drossían kom- in til sögunnar. Og svo líka rútan. Pétur hóf búskap 1898. »Árferði var ekki gott, grasspretta ákaflega léleg . . .« Þetta voru harðindaár þó stundum brygði til betri tíðar eins og gengur. Og Eyjafjörðurinn er þó enginn útkjálki, síður en svo! En þrátt fyrir óhagstætt árferði var vor í þjóðlífinu. Margt var að gerast í þjóðmálunum. Og um Pétur mátti segja eins og fyrmm var tíðum að orði kveðið að brátt hlóð- ust á hann ýmis störf. Olli því hvort tveggja: áhugi hans sjálfs og tiltrú annarra. Hiti var í stjómmálunum og hart barist. Og ekki vom það nein smámenni sem þama tókust á í kosningum um aldamótin, en með- al þeirra var t.d. Hannes Hafstein. Færri nutu kosningaréttar en síðar varð og allt mjög persónulegt. Sjálf- stæðismálið var auðvitað efst á baugi. En eigi að síður urðu fleiri mál að deiluefni, þar með talin fræðslumálin sem vom í deiglunni um þessar mundir. Hvarvetna bjarmaði fyrir dagsbrún nýrra tíma. En tíminn leið; og árin færðust yfir sögumann. Og allt í einu er komið árið 1942. Þá urðu enn kosn- ingar, og meira að segja tvennar á sama sumrinu. Og enn var leitað til Péturs sem nú var orðinn aldur- hniginn. Ungir menn vom þá komnir til áhrifa, þeirra á meðal Bjami Benediktsson og Jóhann Hafstein. Stjórnmálaflokkarnir vom kirfilega lokaðir. Yfirborðið varð að vera slétt og fellt. Því var jafnan leitað til manna sem vom bæði lagnir og gætnir og þar að Pétur Ólafsson auki kunnugir mönnum og málefn- um til að jafna ágreining sem upp kynni að koma. Pétur var einn þeirra. Jónas Pétursson segir í formála: »Bókin á að vera hlutlaus mynd úr lífi Islendinga, sýnir skin og skugga og á að vera dægradvöl fróðleiks- fúsum lesendum.« Þetta eru orð að sönnu. En saga Péturs Ólafssonar er engin átakasaga. Lítið er þar um spennu. Og hvergi hefur höfundur freistast til að færa í stílinn, öðm nær. Frásögnin er slétt og hlutlæg. Lífið gekk ekki áfallalaust á heimili Péturs. Sorgin sneiddi ekki hjá garði. En Pétur breytir ekki út af frásagnarhætti þótt hann greini frá slíku. Geðhrifa gætir lítt í sögu hans. Þama er hinn agaði félags- málamaður, vanur að tala gætilega, bera ábyrgð á orðum sínum og gerðum. Þessar Æviminningar munu ekki verða taldar í röð hinna tilþrifa- meiri. En margt er þarna fróðlegt um menn og málefni á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Pétur lauk sögu sinni árið 1947. Síðan em liðin nákvæmlega fjömtíu ár. Jafnaldrar Péturs em fyrir löngu farnir. Sjálfur lifði hann í átta ár eftir að hann gekk frá æviminning- unum. Spuming er hvort þessi bók er ekki fullseint á ferð. Vafalítið hefði hún höfðað til fleiri ef hún hefði komið út fyrir þijátíu til fjör- utíu ámm. Þar sem allt er á mörkunum Ofgnótt spá- mannanna Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Jan Kjærstad: Det store eventyr- et Útg. Aschehoug 1987 TITILLINN gæti gefíð til kynna, að hér væri á ferð „ hefðbundin" ástarsaga, og það er ekki laust við að kynning á bókarkápu sé misví- sandi. En þekki lesandi fyrri bækur Kjærstad veit hann, að hér má bú- ast við öllu. Nema venjulegri skáldsögu. Það má einfalda málið og segja þó með réttu, að bókin er stútfull af ævintýmm, bæði í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Snýst um ástina, bara á mjög nýstárlegan hátt. Maður kemur auga á konu og hún er engri annarri lík. Enda getur hann ekki á heilum sér tekið upp frá því. Hann á ekki annarra kosta völ en stokka upp líf sitt og hann verður að koma sér úr þeim heimi sem hann hefur búið um sig í. Vegna þessara kröftugu tilfínn- inga sem hellast yfír hann verður hann líka að sætta sig við að flytj- ast á dularfullan hátt milli óskiljan- legra staða og vera samvistum við manneskjur, sem hann skilur hvorki haus né hala á. En hann heldur áfram leitinni að stúlkunni. Hún verður öðmhveiju á vegi hans og þá við hinar kúnstugustu aðstæður. Á leiðinni dettur hann um ævintýra- bókina miklu, sem gæti kannski verið lykillinn að því að vinna hana. Áður en hann nær svo langt verður hann að leysa gátu bókarinnar. Þótt hann færi sig inn í bókina sjálf- ur til að skilja hana betur er ekki víst að hann skynji það sem til þarf. Óhætt er að segja að þetta sé nokkuð erfíð bók við að fást. Höf- undur vill ekki láta við það sitja að ýta við lesanda, hann vill bók- staflega að hann taki þátt í koll- steypum sem sögupersóna hans verður að ganga í gegnum. Ágengni Kjærstad er oft á mörkum þess að maður geti sætt sig við hana. Það er margt í þessari bók, sem espar mann upp. Jan Kjærstad er mjög umdeildur í Noregi og víst auðvelt að skilja að það vefst fyrir mönnum hvemig á að skilja skrif hans. Vegna þess að óhjákvæmilegt er annað en taka afstöðu við lestur verka Kjærstad. Myndmál hans er auðugt og hann hefur það mætavel á valdi sínu. Samt er það hið ritaða mál, sem skiptir úrslitum að dómi höfundar. Með rituðu máli er allt hægt. Ekki bara segja sögu á venjulegan hátt. Það má láta persónumar gera hvað Jan Kjærstad sem manni dettur í hug og maður getur líka breytt raunveruleikanum, landslaginu, umsnúið persónunum eftir því hvað okkur þykir henta. Það má út af fyrir sig breyta norsku umhverfi líka, til dæmis skrýða það pálmatijám og eldfjöllum og setja fom hof og rústir niður á Karl Jó- hanns götu. Jan Kjærstad hefur verið lofaður hástöfum og gagnrýndur af mikilli hörku. Kannski hefur hann með þessari bók tekið af tvímæli um að hann er altjent að mínum dómi, ákaflega fysilegur, kröfuharður og um rítleikni hans er ekki að villast. En sjálfsgagnrýni og sjálfsagi mundi ekki saka. Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Michael Hamburger: A Proli- feration og Prophets. Modem German Literature I. Carcanet 1986. Michael Hamburger er þekkt skáld og þýðandi þýsks skáldskap- ar, m.a. Celans. Hann hefur skrifað talsvert urh þýskar bókmenntir og um Ijóðagerð í Evrópu á 19. ogeink- um á 20. öld. Munurinn á hugmyndum enskra höfunda og þýskra um hlutverk skáldskapar var djúpstæður. Spá- mannshlutverkið var þýskum höfundum hugstætt, en ekki ensk- um. Það var m.a. þess vegna, sem verk þýskra höfunda vom minna metin af enskum lesendum, en ann- að efni þeirra gaf tilefni til. Þessi spámannaárátta á sér rætur í þeim breytingum sem urðu á síðari hluta 18. aldar, þegar andleg leiðsögn kirkjunnar tók að dvína, fyrir m.a. áhrif veraldlegri viðmiðana, og höf- undar, skáld og heimspekingar tóku að sér það hlutverk, sem kirkjan hafði áður farið með. Hamburger telur að þessara einkenna hafí gætt mjög meðal Þjóðveija. Annað kom til, sem var áhrifa- leysi „spámannanna" í þjóðfélagi 20. aldar á Þýskalandi. Aðskilnaður skáldanna frá því samfélagi sem þeir lifðu í var skarpari meðal Þjóð- veija en Englendinga. Rætumar að þessu misræmi telur Hamburger vera að finna í ýmsum hugmynda- fræðum, sem leituðust við að skapa útópískt samfélag, þúsund ára ríki, samvirkt samfélag, þar sem allir ágallar yrðu upphafnir og fullsæla hvers og eins yrði tryggð. Skáldin sköpuðu sér sinn heim, lifðu „innra lífí“ og boðuðu það í þröngum hópi. Stundum blandaðist þetta pólitískum markmiðum útóp- istanna. Sumir höfundar töluðu og skrif- uðu um þýskt samfélag sem „austrænt“ og aðrar Evrópuþjóðir sem „vestrænar“. Hans Kohn taldi að „vestræn" samfélög einkenndust af því, að þar væru skynsemin og upplýsingin gild, en „austræn" sam- félög mótuðust af and-skynsemis- hyggju og tilfinningahyggju. Hamburger ijallar um forsend- umar að sérleika þýskra höfunda í inngangi að ritinu og ræðir þar meðal annars þá útbreiddu skoðun að bókmenntir séu algjörlega bundnar samfélaginu og eigi að vera nokkurs konar tjáning sam- félagslegs raunveruleika á hveijum tíma. Skilningur manna á hugtak- inu samfélagslegur raunveruleiki er ákaflega mismunandi og meðan eitthvað er til sem kallast einkalíf, þá hefur ímyndunaraflið sitt að segja. Sögulegur skilningur á bók- menntum getur þvf verið meira en lítið hæpinn (sbr. skoðanir Auden í þessum efnum). Það er oft að þeir höfundar sem taldir eru að tjái samfélagið sannast á hveijum tíma, eru oftar en ella ekki meðal þeirra sem dýpst kafa og bera í verkum sínum mesta listfengi. Þessi formáli Hamburgers er ágætur inngangur að umfjöllun hans um þýskar bókmenntir, skáld og höfunda. Fyrsti kafli ritsins er um Nietzsche og lærisveina hans, en áhrif hans urðu mikil, þó einkum meðal þeirra sem skildu verk hans takmörkuðum skilningi. Síðan rek- ur hann söguna fram á okkar daga. Hann lýsir þeim breytingum sem verða á afstöðu þýskra höfunda og þeim frávikum frá „spámannsárátt- unni“ meðal þeirra höfunda sem markað hafa dýpst spor í bók- menntum þýska málsvæðisins á 20. öld svo sem Kafka, Musil, Walser og Brecht. Bók Hamburgers er meðal læsi- legustu rita um þýskar bókmenntir og mjög góð úttekt á bókmenntum, ekki síst 20. aldar. *®cMamofunni kcfxanHarme, agŒfr x ■ SlMi ð oa reglu!- Iðuni Ur"Qoaicr -Duni er ódýrasti barinn í bcenum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.