Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI PÉTUR GUNNARSSON NAGLADEKK— óþarfi eða nauðsyn? KOSTNAÐUR við að gera við skemmdir sem notkun nagla- dekkja veldur á götum borgar- innar er áætlaður 60-80 milljónir króna á ári. Gatnamálastjóri gekkst nýlega fyrir umræðu- fundi á Hótel Sögu um nagla- dekk. Var fundurinn liður í áróðursherferð sem miðar að því að fækka nagladekkjum í um- ferðinni og lækka með því kostnað við gatnagerð. Erling Hansen yfirverkfræðingi norsku vegagerðarinnar var boðið til fundarins og flutti hann erindi um reynslu Norðmanna af notk- un nagladekkja og lagðist á sveif með gatnamálastjóra í því að mæla gegn notkun þeirra. Heitar umræður urðu á fundinum og reyndust skoðanir skiptar á því hvort unnt væri að draga úr notkun nagladekkja án þess að rýra öryggi vegfarenda í um- ferðinni. Morgunblaðið sneri sér til nokkurra manna sem telja má fulltrúa þeirra aðila sem málið brennur heitast á og innti þá álits . Notkun nagladekkja fækkar óhöppum Óli H. Þórðarson framkvæmda- stjóri Umferðarráðs tjáði Morgun- blaðinu að hann teldi mikilvægt að stuðla að lækkuðum kostnaði við gatnagerð. Hins vegar mætti slík viðleitni alls ekki bitna á öryggi vegfarenda og því þyrfti að skoða málið frá öllum hliðum. Oli sagði það vera lykilatriði í umræðunni að ef ísing væri á vegum eða hálka þyrfti mun styttri vegalengd til að stöðva bifreið á negldum hjólbörð- um en ónegldum. Slík akstursskil- yrði mynduðust oft við snögg veðrabrigði, öllum að óvörum og þá veittu nagladekk aukið öryggi. ÓIi H. Þórðarson framkvæmda- stjóri Umferðarráðs Jónas Bjarnason framkvæmda- stjóri FÍB Óli kvaðst þó vilja brýna fyrir mönn- um að ofmeta ekki þýðingu nagla- Arnþór Ingólfsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn Valdimar Jónsson bifreiðastjóri dekkja, ekkert gæti komið í stað aðgátar og hraða skyldi alltaf miða Ólafur Bergsson forstöðumaður tjónasviðs Sjóvár við aðstæður en notkun nagla- dekkja að vetrarlagi stuðlaði að færri óhöppum og því væri hann hlynntur henni. Fylgjandi herferð g'atnmálastj óra Arnþór Ingólfsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn sagðist vera fylgjandi herferð gatnamálastjóra gegn notk- un nagladekkja. Nagladekkin yllu gífurlegum skemmdum á götum borgarinnar. Mönnum hætti auk þess til að ofmeta það öryggi sem nagladekk veiti og aki í skjóli hins falska öryggis langtum hraðar en aðstæður leyfí. Arnþór sagði að engar rannsóknir lægju fyrir um samband færðar og búnaðar bif- reiða annars vegar og fjölda umferðaróhappa hins vegar og því væri útilokað að fullyrða um hvort áróðursherferð sem þessi skerti ör- yggi vegfarenda. Um hitt væru flestir sammála sem fjölluðu um þessi mál að hraði væri aðalorsök umferðaróhappa í borginni, hraði væri of mikill, jafnt við bestu skil- yrði sem við hin verstu, þessvegna yrðu óhöppin. Arnþór sagðist gjam- an vilja sjá færri bíla í umferðinni með nagladekk en þó því aðeins að menn drægju jafnframt úr hraða. Ef sú yrði raunin væri áróðurs- herferð gatnamálastjóra til góðs. Arnþór sagði að ekki væri ástæða til að óttast að menn sem lentu í óhappi í hálku og væm með óneglda hjólbarða yrðu sektaðir fyrir vikið. Ekki ætti að þurfa að sekta ef barð- arnir væru að öðm leyti góðir, með grófu munstri og sams konar barð- ar á hvomm öxli. Þá sjaldan að aðstæður væm svo slæmar að búa þyrfti bíla sérstaklega út þeirra vegna gerðu keðjur sama gagn og naglar. Réttara að berjast fyrir auknum fjárveitingum Olafur Bergsson forstöðumaður tjónasviðs Sjóvátryggingafélags Is- lands kvaðst hafa áratugareynslu af starfi við uppgjör tjóna en hann minntist þess ekki að manni hafi verið dæmd sök að óhappi vegna þess að nagladekk vantaði. Hins vegar komi fyrir að menn lendi í sök ef talið sé að munstur á dekkj- um hafi ekki verið eins og lög geri ráð fyrir og sá vanbúnaður teldist aðalorsök óhapps. Slíkt sé þó mjög fátítt. Olafur kvaðst telja að áróður gatnamálastjóra væri góðra gjalda verður en þó væm forsendurnar um sumt hæpnar. Réttara væri að betj- ast fyrir auknum íjárveitingum til gatnagerðar en að blása til atlögu gegn nagladekkjum sem þrátt fyrir ýmsa galla stuðluðu óneitanlega að auknu öryggi vegfarenda. Olafur kvaðst ekki telja rétt að slíta um- ræðu um nagladekk úr samhengi við umferðaröryggismál almennt. Ef menn vildu fækka nagladekkj- um, þyrfti jafnframt að reka harðan áróður fyrir lægri umferðarhraða og bættri umferðarmenningu. Hann kvaðst ekki vera í vafa um að nagla- dekkin yllu því að margur maðurinn æki hraðar en ella og þá hraðar en aðstæður leyfðu, þau stuðluðu að falskri öryggistilfinningu „en kjarni málsins er sá að því hægar sem þú ferð, því minni öryggisbúnað kemstu af með ,“ sagði Olafur Bergsson. • • Oryg-g-issjónarmið hafi forgang Jónas Bjarnason framkvæmda- stjóri FÍB kvaðst ekki trúaður á að borgarstarfsmenn gætu saltað og hreinsað götur svo ört að nagladekk yrðu óþörf. Vissulega væru þær skemmdir sem naglarnir yllu á göt- unum áhyggjuefni en þeir væru samt mikilvægur öryggisbúnaður í vetrarakstri og það sjónarmið hlyti að hafa forgang í málinu. Naglam- ir hefðu þannig ekki einungis áhrif á hemlunarvegalengd, þeir veittu Nagladekk veita falskt öryggi - segir gatnamálastjóri INGIÚ. Magnússon gatnamála- stjóri segir það skoðun sína að nagladekk séu óþarfur búnað- ur fyrir þá ökumenn sem sjaldan eða aldrei fari út fyrir höfuðborgina. „Þau veita falskt öryggi og gera það að verkum að menn aka hraðar en annars væri, hraðar en að- stæður Ieyfa,“ sagði gatna- málastjóri meðal annars í samtali við Morgunblaðið. „Það er sjálfsagt fyrir þá sem mikið eru á ferðinni til dæmis á milli Reykjavíkur og Keflavíkur eða austur yfir fjall að nota nagla- dekk en í borginni eru þau óþörf.“ Þá segir gatnamálastjóri að reynslan sýni svo ekki verði um villst að salt sé nauðsynlegt til að halda umferðinni gangandi í slæmri færð og að meira verði saltað í vetur en undanfarin ár. „Bætt verður við einum bíl sem Hindrun séð ♦ km/klst. 60 Hemlun Hraði ökutækis og stöðvunarvegalengd með og án nagla 70 km/klst. án nagla 65 km/klst. án nagla 10 m ' 1 50 STÖÐVUNARVEGALENGD 90\^ 100 110 120 70 km/klst. MEÐ NÖGLUM Á þessari mynd frá skrifstofu gatnamálastjóra sést hvert samband er milli ökuhraða, notkunar nagla- dekkja og stöðvunarvegalengdar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.