Morgunblaðið - 13.10.1987, Side 21

Morgunblaðið - 13.10.1987, Side 21
',rrr\* 4T\fC MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 21 * !mWl ’MOmi >/x ,ik‘ .... »»**« - Morgunblaðið/Þoricell Mennamálaráðherra tekur við skóflunni úr hendi Helga Kristinsson- ar. Nemendur í Breið- holti vilja íþróttahús HELGI Kristinsson, formaður Nemendafélags Fjölbrautarskól- ans í Breiðholti, afhenti Birgi Ísleifi Gunnarssyni menntamála- ráðherra undirskriftarlista með nöfnum 800 nemenda siðastlið- inn föstudag. Á undirskriftarlist- unum var skorað á stjórnendur ríkis og borgar að veita fjár- magni til byggingar íþróttahúss við skólann. Afhending undirskriftarlistanna fór fram á fyrirhuguðum bygging- arstað. Til merkis um óþol nemenda eftir íþróttahúsi höfðu þeir reist „bráðabirgðabyggingu", hurðin sneri í austur en veggina vantaði. Þama var stillt upp búnaði til leik- fimi s.s. hesti, kubb og dýnum. Nokkrir nemenda reyndu sig við tækin. Helgi Kristinsson sagði frammistöðu nemendanna bera því vitni að þörfin á betri aðstöðu væri brýn. Asamt undirskriftarlistunum var menntamálaráðherra fengin í hend- ur spaðaskófla og er á skaft hennar innbrennt: „Notist sem fyrst“. Helgi Kristinsson sagðist vona að ekki myndi löng stund líða þangað til ráðherrann stingi fyrstu skóflu- stunguna. Við sama tækifæri var Þórði Þorbjamarsyni borgarverk- fræðingi gefinn handbolti með þeim skilmálum að honum mætti aðeins henda í nýja íþróttahúsinu, einnig var letrað á boltann „Boltinn er hjá ykkur." Eyþór Eðvarðsson fulltrúi nem- enda í skólastjóm sagði ástandið vera fáránlegt. Við skólann væri íþróttabraut en ekkert íþróttahús. Nemendur á íþróttabrautinni yrðu að sækja tíma niður í Álftamýrar- skóla og íþróttakennsla almennra nemenda væri sund og víðavangs- hlaup. „Maður verður stúdent án þess að hoppa yfir kubb eður hest,“ sagði Helgi Kristinsson. Torfi Magnússon, íþróttakennari við skólann sagðist styðja aðgerðir Nemendafélagsins heilshugar: „Það er furðulegt að ekki skuli búið bet- ur að nemendum hvað varðar íþróttaaðstöðu með hliðsjón af því að við erum með meir en 2000 nemendur en í reglugerð segir að sveitarfélag með meir en 400 íbúa eigi að hafa íþróttahús. Það er bráð- nauðsynlegt að krakkar á þessum aldri venjist ekki af iðkun íþrótta, ef svo fer er verið að ala upp kyrr- setumenn og kransæðasjúklinga framtíðarinnar." Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræðingur fer með boltann. Staf setningarorða- bókin metsölubók Bókabklúbbur Almenna bóka- félagsins gaf Stafsetningarorða- bók Halldórs Halldórssonar út í fjórða sinn í júlí síðastliðnum. Þegar Stafsetningarorðabókin kom út í fyrsta skipti, var því spáð að hún yrði endurútgefin. Fjórða útgáfan er nú komin út en bókin hefur selst í meira en 55.000 eintök- um- (Úr fréttatilkynnlnau) HAFÐUALLTÁ HREINU FÁÐU ÞÉR &TDK sem pú átt á góða dýnu Það geturenginn sagtþérhvaða dýna erbest fyrirþig- aðeins þú sjálf(ur) getur fundið út úrþví- og jafnvel ekki fyrren þú hefurprófað margardýnur. Þess vegna bjóðum við 45 daga skiptirétt þegar þú kaup- ir hjá okkur dýnur. SÆNSKU fjaðradýnumar okkar eru þær vönduðustu og þægilegustu á markaðnum. IDÉ-POPULÆR 1 fjaðradýnan með 102 Bonell-flaðriráfer- meter. Verð: 8.770,- í stœröinni: B 90 x 1200 cm. Innifalin í veröi er yfirdýna sem má þvo. IDÉLUXSUPER fjaðradýnan með miðlungsstrfu tvöföldu flaðrakerfi. | Vert: 15.790,- A i stœrðinni: B 90x 1200 cm WfelinfvBrðieryfirdýnasemniá ■ pvo. IDÉ LUX SIESTA Oaðradýnan er miðlungsstíf með tvöföldu fiaðrakerfi. Efri flaðramottan með hand- hnýttum Epeda-fjöðrum og sú neðri með Bonell-fjöörum. Verð: 21530,- í slærðinni: B 90 x 1200. Innifalin í verði eryfircfýna sen má þvo. EDÉ LUX ULTRAFLEX fjaðradýnan er mjúk með tvöföldu fjaðra- kerfi. Efri jaðramottan hefur 241 LFK- flaðrir á fermetra og sú neöri hefur 130 Bonnel-fjaörir á fenmetra. Verð: 23.160,- i stæröinni: B 90 x 1200 cm. Innifalin í verði er yfirdýna sem má þvo. Fjaðradýnan er fullkomiðrúm og við eigum margar gerðir af löppum, meiðum og sökklum. SHANGHAI SETT 2IDÉ POPULÆR fjaðradýna, höfuðgafl og 2 náttborð í hvítu + 8 hvítar lappir. v<iÆi m % húsgagnsshöllin M0BLER REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.