Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Nokkur ný fiskvinnslu- fyrirtæki stofnuð í Eyjum Eigendur Frostvers Ásmundur Friðriksson og Þorleifur Egfgertsson ásamt eiginkonum og bömum. „Þetta er frjáls- hyggjan“,segir einn nýliðinn Vestmannaeyjum. ÖÐRU HVORU gerist það sem daglaunafólkið talar kannski um að það ætti að gera, en fram- kvæmir sjaldnast. Menn fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur, fara í „bísniss“, verða eigin herr- ar. Segir hér af nokkmm slíkum bjartsýnismönnum en að undanf- ömu hafa verið stofnuð hér nokkur fyrirtæki í fiskiðnaði. Mikil breyting hefur orðið í Eyj- um síðustu tvö árin. Orsökin er meðal annars mikill gámaútflutn- ingur. Útgerðir sem fyrir tveimur árum börðust í bökkum hafa nú rétt úr kútnum. Fiskvinnslustöðv- amar sem áður fyrr fengu „hvem titt“ vantar nú fisk, að minnsta kosti góðan þorsk og ýsu. Og stöðv- amar vantar fleira en fisk, þær vantar fólkið til að vinna hann. En í miðju þessu tali um erfið- leika í fískvinnslu taka menn sig til og stofna ný fyrirtæki í greininni. Morgunblaðið skrapp í stutta heim- sókn til þriggja þessara fyrirtækja. TINNA: Fyrsta fyrirtækið sem Morgun- blaðið heimsótti var fiskverkunin Tinna, sem stofnuð var í ágúst í sumar. Eigendur Tinnu eru þeir Arthur Bogason, Hrafn Oddsson og Ingj Steinn Ólafsson. Arthur og Hrafn eru báðir smábátaeigendur, en Ingi hefur unnið í landi. Þeir hafa keypt myndarlegt hús undir fískverkunina. Þeir hjá Tinnu verka aðallega svokallaðan „tandurfísk", mest ufsa. Fiskurinn er flakaður, settur í saltpækil í fjóra daga og síðan saltaður og látinn standa í um tíu daga. Þá er fiskurinn settur í kassa og og er þá tilbúinn til sölu. Hjá Tinnu hafa unnið 7-10 manns og unnið hefur verið svo að segja öll kvöld og alla daga frá því þeir opn- uðu. — Hvað fær starfandi smábáta- eigendur til að fara í land og byrja að reka fiskverkun? Arthur: „Auðvitað að reyna að hafa það betra. Við ætluðum fyrst að stofna smávinnslu fyrir okkar báta, en vegna þessarar fjárfesting- ar í húsi og tólum og vegna mikillar vinnu höfum við hreinlega ekki komist á sjó síðan við byijuðum á þessu.“ — Hvemig náið þið í físk í sam- keppni við gámaútflutninginn? Hrafn: „Við einfaldlega förum á bryggjuna eða hringjum út á sjó og bjóðum í þann físk sem við þurf- um. Við höfum borgað 39 krónur fyrir þorskinn og yfír 20 krónur fyrir ufsann." — Nu vantar fískvinnsluna fólk. Hvemig gengur ykkur að fá fólk til vinnu? Ingi Steinn: „Vel. Við borgum 300 krónur á tímann og er það jafn- aðarkaup. Það er enginn bónus hjá okkur en við höfum verið heppnir með fólk." Og aðspurðir um afkomu sagði Arthur: „Það er nú ekki útséð enn- þá en við emm bjartsýnir og teljum að þetta gangi upp. Húsið er stórt og við nýtum aðeins hluta af því, þannig að við eigum ýmsa mögu- leika í pokahominu." FROSTVER: Frostver er nýstofnað fyrirtæki og em eigendur þess Ásmundur Friðriksson og Þorleifur Eggerts- son. Þeir tóku fiskverkun á leigu og sérhæfa sig í heilfrystingu á hausuðum karfa sem þeir selja Sambandinu. „Átta til tíu manns hafa unnið hjá okkur og svo höfum við leyft krökkunum okkar að vinna um helgar við ýmislegt smávegis en þetta er fjölskyldufyrirtæki hjá okkur.“ — Hvemig gengur svo að ná í karfann? „Þarna gildir fijálshyggjan. Mað- ur fer niður á bryggju og býður í fískinn. Stundum hafa aðrir físk- verkendur verið okkur hjálplegir, en það getur verið dálítið basl að fá nóg,“ sagði Ásmundur. — En hvemig gengur að fá fólk í vinnu? „Það fæst með því að borga betri laun.“ — Og em menn svo famir að græða? Þorleifur: „Það er gaman að fá að standa í rekstri og vinna al- mennilega og vinna fyrir sjálfan sig. Við vitum ekki enn hvemig þetta kemur út en við vinnum mik- ið og emm bjartsýnir." KINN: Síðasta fyrirtækið sem við heim- sóttum var Kinn sf., en það var stofnað í maí á þessu ári. Eigendur em Ástvaldur Valtýsson og dætur hans. Það var ekki mikið um að vera þegar okkur bar að. Ástvaldur var einn að vinnu. Aðspurður sagði Ástvaldur að hann ynni mest kinnar og einnig dálítið af þunnildum og einnig fletti hann keilu þegar haus- ar lægju ekki á lausu. Lítið væri að gera þessa dagana en í vor hefðu verið þetta 8-10 manns í vinnu. Kinn hefur framleitt um 60 tonn frá því í maí og hafa afurðimar verið fluttar til Portúgals „þar sem kinnar þykja sælgæti". — En hvers vegna fór Ástvaldur út í kinnaverkun? „Það var enginn í þessu og þetta skapar þokkalega vinnu. Það er bara spumingin hvað maður lætur þetta vinda upp á sig.“ Það em sem sagt til kjarkmiklir menn sem þora að byija á sjálfstæð- um atvinnurekstri og það sem skiptir kannski mestu máli er að vinna þessara manna býr til gjald- eyri og er það ekki það sem þjóðin þarfnast? - Bjami.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.