Morgunblaðið - 13.10.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 13.10.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö. Einkavæðing Landsþing brezka íhalds- flokksins í Blackpool vekur athygli langt út fyrir Bret- landseyjar. Eftir átta ára stjómarforystu Margaretar Thatchers og glæsilegan kosn- ingasigur flokks hennar í júnímánuði síðastliðnum bein- ist athygli fjölmiðla hins fijálsa heims að stefnumörkun flokks- þingsins, en framundan er nýtt fímm ára stjómartímabil íhaldsflokksins. Fátt var ofar á baugi í umræðum á lands- þingi brezkra íhaldsmanna en hugmyndir forystumanna flokksins um áframhaldandi einkavæðingu, jafnvel á svið- um, sem hingað til hafa verið einvörðungu í verkahring ríkis- ins. Það er meira en tímabært að við íslendingar hugleiðum hugmyndir og framkvæmd einkavæðingar í grannríkjum okkar — og þróun í þjóðarbú- skap þeirra yfír höfuð — með hliðsjón af stöðu mála hér heima. Þjóðfélag okkar hefur að vísu sérstöðu um margt. En hröð tækniframvinda samtím- ans hefur fært þjóðir heims í nábýli og knýtt þær viðskipta- og hagsmunaböndum, sem setja munu mark sitt á Vestur- lönd í fyrirsjáanlegri framtíð. Það hefur til dæmis óhjá- kvæmilega áhrif á framtíð okkar, sem annarra Evrópu- þjóða, að Evrópubandalagið stefnir að því að afnema allar hindranir á flutningum fólks, fjármagns og á viðskiptum á milli aðildarríkjanna fyrir 1992. Við íslendingar búum við blandað hagkerfí. Þrenns konar rekstrarform þjónustu og at- vinnustarfsemi setur svip á samfélagið: einkarekstur, sam- vinnurekstur og opinber rekst- ur. Skiptar skoðanir eru um það, hvert þessara rekstrar- forma skilar mestum verðmæt- um í þjóðarbúið eða beztri þjónustu við almenning. Fleiri og fleiri aðhyllast þó það grundvallaratriði, að sam- keppni fyrirtækja og rekstrar- forma eigi að vera á jafnstöðu- grundvelli, meðal annars skattalegum, en á það hefur skort. Þjóðartekjur á hvem vinn- andi mann eru e.t.v. sá mælikvarðinn á velmegun þjóða sem marktækastur er. Þjóðartekjur þannig mældar eru margfaldar í samkeppn- isríkjum í samanburði við ríki sósíalismans. Af þessu leiðir að þær undirstöður þjóðarbú- skapar, sem lífskjör fólks hvíla á, eru hvergi traustari en í sam- keppnisríkjum V-Evrópu og N-Ameríku. Það má heldur ekki gleyma því að samneyzla, svokölluð, samfélagsleg þjón- usta og samhjálp hvers konar, sækja kostnaðarlega undir- stöðu sína til þeirra verðmæta sem til verða í þjóðarbúskapn- um á hverri tíð. Það sjónarmið á vaxandi fylgi að fagna hér á landi sem annars staðar að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eigi ekki að standa að atvinnustarfsemi þar sem einstaklingar eða fyrir- tæki þeirra eru reiðubúin til að axla rekstraráhættu. Sitthvað hefur og breytzt til samræmis við þetta sjónarmið. Nefna má að bæjarútgerðir, sem fyrir nokkrum áratugum vóru ófáar, hafa nú allar týnt tölunni og hlutafélög tekið við rekstrinum. ís hefur og verið brotinn fyrir einkavæðingu ríkisrek- inna fyrirtækja. Fáein ríkis- fyrirtæki hafa verið seld. Ríkissjóður hefur og selt nokk- ur hlutabréf í fyrirtækjum. Einum ríkisbanka hefur verið breytt í hlutafélag, en þar ráku aðstæður duglega á eftir. Hins- vegar er vart hægt að segja að verulega stór eða afgerandi spor hafa verið stigin hér á landi til einkavæðingar ríkis- fyrirtækja. Á þessu sviði vegur það máske þyngst að einokun ríkisins hefur verið rofín á sviði útvarps og hljóðvarps, en þar er þó ekki um einkavæðingu í þeim skilningi að ræða, að al- menningi séu boðin ríkisfyrir- tæki til kaups; til dæmis máttu margir forsjársinnar ekki heyra á það minnst, að rás 2 yrði seld. Ekki er ástæða til að gera lítið úr þeirri þróun til aukins fijálsræðis í samfélaginu, sem átti sér stað á næstliðnu kjörtímabili Alþingis. Stefnu- mörkun stjómvalda — í átt til einkavæðingar ríkisfyrirtækja — og framkvæmd þeirrar stefnumörkunar skilja hinsveg- ar ekki eftir sig djúp spor í þjóðfélaginu. Það er meira en tímabært að fara ofan í sauma á þessu máli, hér sem annars staðar, marka ákveðnari stefnu og fylgja henni betur eftir. GIFTUSAMLEG BJÖRGUN l/f Jose Medina Diez: „Áttaði mig ekki á því ég var sofandi eða vak „VISSULEGA var þetta mjög erfiður dagur í gær en í dag erum við öll mjög hamingjusöm," sagði Jose Medina Diez, einn af 6 manna áhöfn spænsku þotunn- ar sem nauðlenti vestur af íslandi sl. sunnudagskvöld. Vélin var í eigu spænsks vöruflutn- inga- og farþegaflugfélags, Drenair, og allir um borð eru starfsmenn og eigendur flugfé- lagsins, m.a. framkvæmdastjór- inn Salvador Sanchis, sem slasaðist á höfði. Vélin var búin að vera í eigu Drenair í tvo daga. „Um það bil 20 mínútum áður en vélin nauðlenti vissum við að hveiju stefndi. Óhjákvæmilegt yrði að lenda á hafinu. Ég var í raun- inni ekki hræddur þennan tíma, miklu fremur var eins og ég áttaði mig ekki á því hvort ég væri sof- andi eða vakandi. Það sem við lögðum áherslu á í sameiningu var að gera það sem við áttum að gera, setja á okkur björgunarvestin og Skipveijar á Þorláki handlanga fólkið um borð úr björgunarbátnum, en á að færa einn úr björgunarvestinu. Morgunblaðið/RAX Jose Beneyto flugstjóri, lengst til vinstri, stígur í land í Þorláks- höfn. Fyrir framan hann stígur Jose Medina Diez yfir borðstokk- inn. Lengst til hægri er Valtýr Ómar Guðjónsson. gera allt klárt fyrir nauðlendinguna eftir að vélin varð bensínlaus í 20 þúsund feta hæð. Lendingin var mjög hörð og vélin stöðvaðist á skammri stundu. Þá voru allir í sínu sæti, engin óeðlileg örvænting hrjáði okkur þrátt fyrir erfið augna- blik. Við reyndum að gera hlutina í réttri röð og ég tel að við höfum verið aðeins 25—30 sekúndur inni í flakinu eftir að vélin stöðvaðist og þangað til við vorum komin um borð í gúmmíbjörgunarbátinn. Um leið og við vorum að fara í björgun- arbátinn heyrðum við í hjálparvél- um og það var stórkostlegt að skynja að við vorum ekki ein á út- hafinu. Við skárum síðan á taugina milli björgunarbátsins og vélarinnar þegar við sáum að hjálp var að berast og það var mikil reynsla að verða vitni að því þegar þeir hjálpar- menn úr þyrlu stukku til okkar í ískaldan sjóinn. Þá voru sjómenn- imir um borð í togaranum stórkost- legir, þeir færðu okkur föt og öryggi og mannlega umhyggju, raunveru- lega vináttu sem skipti mjög miklu máli eftir áreynsluna og þandar taugar. Það er einkennandi fyrir allt þetta mál, að á öllum stöðum þar sem hjálpar var þörf voru menn boðnir og búnir og umfram allt mjög hæfir í því sem þeir voru að gera. Þetta var undarlegur tími og ég fann ekki til alvarlegs kulda fyrr en skömmu áður en okkur var bjargað í togarann, en ég held að kuldinn sé það hættulegasta í öllu þessu dæmi, jafnvel hættulegri en lendingin á úfnum öldum úthafs- ins.“ - áj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.