Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Týndur skóli - Fiskvinnsluskólinn eftir Óskar Skúlason Fiskvinnsluskólinn? Iss, ojbara. Þeir eru fáir fiskvinnsluskólanemar sem ekki hafa heyrt þetta eða svipað í gegnum tíðina. I dag er það orðið þannig, að ef einhver aulast til að viðurkenna að hann gangi í FVS þá verður sá hinn sami að hafa góð svör á reiðum höndum til að réttlæta hvers vegna hann gangi sjálfviljugur þennan slori drifna slóða menntavegarins þegar hann gætri tiplað létt í gegn um virðingarfulla menntaskólana. Fáfræði fólks er það mikil að í sumra hugum eru þeir sem ganga í FVS bara skítugir og slorugir aumingjar, sem kunna eflaust hvorki að lesa né skrifa. Hvemig endar þetta? Nú eru allir að verða of flnir til að dýfa hendi í kalt vatn. Og, guð minn góður, nú má helst ekki minnast á fisk þá kúgast ung- dómurinn. Þessu fólki þarf að snúa inná rétta braut. Koma því í skilning um að án flskvinnslunnar værum við ekki neitt. Á íslandi er allt byggt í kringum sjávarútveg. 011 þjón- ustustörf, sem virðast vera að heilla lýðinn upp úr skónum, eru byggð í kringum þetta ógeðslega slor, sem allir hræðast. Held ég að þeir, sem dreymir hvað mest um að verða læknar, kennarar, lögfræðingar eða eitthvað í þeim dúr, ættu að minnast þess næst þegar þeir fussa og sveia yflr flskilykt. En það er ekki bara ungdómurinn sem þarf að læra. Ráðamenn þjóð- arinnar eiga líka margt ólært og þá er ég kominn að því sem mér liggur mest á hjarta, Fiskvinnslu- skólanum. Þetta er sá skóli sem útskrifar fólk til starfa við undir- stöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Nemendur sem ganga út úr flsk- vinnsluskólanum, annað hvort sem físktæknar eða fiskiðnaðarmenn, ganga yfirleitt beint inní ábyrgðar- stöður. Daginn eftir útskrift er sá sem var nemi í gær stjómandi yfir hundrað manns og ber ábyrgð á hundruð þúsunda, jafnvel milljóna króna framleiðslu á dag. Fram- leiðslu, sem gefur síðan þjóðarbúinu meiri aur í kassann en nokkur önn- ur framleiðslugrein. Og hvemig er svo skólinn verð- launaður fyrir það ábyrgðarhlut- verk sem hann gegnir? Jú, hann er sveltur og virðist helst vera týnd- ur og tröllum geflnn. Það er alveg ótrúlegt hversu mikið skilningsleysi ríkir í höfuðstöðvum þeirra er ráða menntamálum í landinu. En nú er ekki svo langt síðan að við fengum nýja ríkisstjóm að kannski flnnur sá sem ríkjum ræður í menntamála- ráðuneytinu í dag kjark einhvers- staðar innst inni til að ýta aðeins við ríkjandi öflum, og allavega leita að fískvinnsluskólanum til að vita þá hvar á landinu hann er, ef ein- hver spyrði (svona þeim sem ekki vita til fróðleiks þá er skólinn að Trönuhrauni 8, Hafnarflrði). Það sem yrði gert skólanum í hag yrði Óskar Skúlason einnig þjóðinni í hag. I framhaldsskólum landsins er nú aragrúi nemenda, sem vita ekk- ert hvað þeir ætla að gera í lífinu. Skólarnir em oft á tíðum geymslu- pláss fyrir þá sem flnnst öryggið þar betra en alvörulífið út á vinnu- markaðnum. Ég vil hvetja þá sem ekki eru vissir um hvað þeir vilja verða og þá sem horfa fram á of- mettun í þeirri grein sem þeir stefna á, að gefa Fiskvinnsluskólanum heiðarlegan möguleika. Það yrði ykkur og þjóðinni stórlega til góðs. Ykkur get ég sagt það að FVS er eini skólinn á landinu sem útskrifar nemendur beint í topptekjur. Og þó að fólk útskrifist úr Fiskvinnslu- skólanum er ekki þar með sagt að það standi í slori upp fyrir haus alla ævi. Mikill hluti þeirra sem útskrifast hafa útúr FVS eru fram- kvæmdastjórar, rekstrarleiðbein- endur, starfmenn rannsókna og stjómendur í allskyns störfum inn- an sjávarútvegs. Þjóðin þarfnast þeirra sem útskrifast úr þessum skóla og skólinn þarf hjálp frá þjóð- inni. En eins og er gefur skólinn, en fær lítið í staðinn. Ég er nú samt svo bjartsýnn að ég trúi því að ungt fólk í dag muni sigrast á fáfræðinni, komi til með að skilja hlutverk sjávarútvegs og Fiskvinnsluskólans og leiðrétti þennan misbrest sem orðið hefur í gegnum tíðina. En við þá, sem geta ekki og vilja ekki skilja þessa staðreynd, segi ég bara, næst þegar þið takið seðlana ykkar og fyllist vellíðan yfir ríki- dæminu, prófið að þefa af þeim, en passið ykkur, ykkur gæti orðið flökurt, því að það er svo stór pró- senta af peningunum sem fór í gegnum sjávarútveginn, að það gæti verið megn fisklykt af þeim. Höfundur er nemi í Fiskvinnslu- skólanum. Síminnkandi fjár- magn til vegagerðar Framlög til vegagerðar skv. langtímaáætlun (lá.) og raun- Rauntölur mkr. Hlutf. Mismunur mkr. AÐALFUNDUR Félags héraðs- og rekstrarstjóra hjá Vegagerð ríkisins, haldinn á Hornafirði, lýsir verulegum áhyggjum sínum yfir síminnkandi fjármagni til vegagerðar. Þrátt fyrir viljayfirlýsingar Al- þingis um að 2,4% af vergri þjóðar- framleiðslu færi til vegagerðar, er svo komið að á árinu 1987 ná fram- lög til Vegagerðar ríkisins aðeins milli 1,4—1,5% af vergum þjóðar- tekjum. Þessi samdráttur bitnar ekki síst á viðhaldi malarvega sem víða er orðið að verulegu vandamáli og fer vaxandi. Þar sem til viðbótar versn- andi viðhaldi koma auknar kröfur vegfarenda um betri vegi, enda við- miðun öll við bundin slitlög. Vanefndir frá markmiðum langtímaáætlunar nemur um 3 milljörðum króna á árunum 1983—1987. Til þess að skýra tölur. 1983-1987. Verðlag 1987 (vt. 2226). Skv. lá. mkr. Hlutf. 1983 2.690 2,2 1984 2.830 2,3 1985 3.010 2,4 1986 3.070 2,4 1987 3.410 2,4 framkvæmdamagn þessa niður- skurðar má benda á: | 1. Km í bundnu slitlagi kostar um 1,5 milljónir króna þannig að fyrir þennan niðurskurð hefði verið hægt að leggja um 2.000 km af bundnu slitlagi. 2. Taliðeraðkostnaðurviðjarð- 2.280 2,0 410 2.640 2,0 190 2.460 1,8 550 2.490 1,6 580 2.150 1.260 gangnagerð hér á landi sé um það bil 150 milljónir króna/km. Þannig að fyrir niðurskurðinn frá því sem að langtímaáætlun gerði ráð fyrir, umreiknað í jarðgöng, hefði mátt leggja 20 km af jarðgöngum. (Frá héraðs- og rekstrarstjórum Vegragerðar ríkisins.) Frá keppni hjá Bridsfélagi Breiðfirðinga. Morgunblaðið/Amór Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 6. október var spil- að í tveim riðlum. Hæstu skor fengu eftirtalin pör: A-riðiU: Eyþór Hauksson — Lúðvík Wdowiak 127 Jóhannes — Þorbergur Hulda Hjálmarsdóttir — 127 Guðrún Jörgensen Hildur Helgadóttir — 126 Karólfna Guðmundsdóttir B-riðill: Jón Viðar Jónmundsson — 114 Þórarinn Andrewsson Sigmar Jónsson — 125 Sveinn Einarsson Sveinn Þorvaldsson — 118 Hjálmar Pálsson 107 Næsta þriðjudag 13. október hefst þriggja kvölda hausttvímenn- ingur og er skráning hafln hjá Hjálmtý Baldurssyni í síma 26877 og Sigmari Jónssyni í síma 687070 og 35271. Spilarar eru beðnir að mæta tímanlega því byrjað er að spila klukkan 19.30 stundvíslega. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 5. október var spiluð önnur umferðin í þriggja kvölda Mitchell-tvímenningi félagsins. Úrslit urðu eftirfarandi: N-S riðill: Ólafur Gíslason — Sigurður Aðalsteinsson 350 Bjöm Amarson — Guðlaugur Ellertsson 346 Óskar Karlsson — Þorsteinn Þorsteinsson 346 Jón Sigurðsson — Jens Sigurðsson 338 A-V riðill: Guðlaugur Óskarsson — Sigurður Steingrímsson 371 Karl Bjamason — SigurbergElentínusson 361 Einar Sigurðsson — Björgvin Víglundsson 342 Guðni Þorsteinsson — Þórarinn Sófusson 328 Staðan fyrir síðustu umferð er þannig: Guðbrandur Sigurbergsson — Kristófer Magnússon 716 Óskar Karlsson — Þorsteinn Þorsteinsson 709 Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 688 Karl Bjarnason — Sigurberg Elentínusson 673 Jón Viðar Jónmundsson — Sveinbjörn Eyjólfsson 665 1 " raðauglýsingar radauglýsingar raðauglýsingar Landsmálafélagið Vörður Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 14. október nk. kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, mun ræóa um stjómmálaviöhorf i þingbyrjun. Stjómin. Félag sjálfstæðismanna í Langholti Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn i Val- höll, Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn 15. október kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf og skýrsla hús- næðisnefndar félagsins. Gesturfundarins verður Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og mun hann fjalla um stjórnmálaviöhorfiö og stöðu Sjálfstæðis- flokksins. Kaffiveitingar og almennar umræður. Stjórnin. HPIMI5ALI.UK Blaðamanna- námskeið Heimdallur gengst fyrir námskeiði í blaðmennsku og útgáfu. Nám- skeiðið hefst fimmtudaginn 15. október kl. 20.00 i kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1. Námskeiðtð stendur í tvær vikur og skiptist í nokk- ur kvöld sem verða ákveöin af þátttakendum og leiðbeinendum. Þátttakendur gefa út hiö vinsæla framhaldsskólablað, Nýjan skóla, og vinna þaö aö mestu sjálfir með aðstoö leiðbeinenda, altt frá gagna- öflun, Ijósmyndun, útlitshönnun til prentunnar. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða blaðamenn af Morgunblaðinu. Allir áhugasamir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.